Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Guðmundur Sigurjónson húsvörður - Minning Fæddur 17. maí 1909 Dáinn 1. febrúar 1983 Mig langar í fáum orðum að minnast frænda míns Guðmundar Sigurjónssonar sem í dag verður kvaddur hinstu kveðju frá Nes- kirkju í Reykjavík. Nokkru fyrir andlát sitt hafði Guðmundur dval- ist á sjúkrahúsi til rannsóknar en var nú kominn heim, svo allir héldu að hann hefði sigrast á sjúkdómi sínum, en sú varð ekki raunin. Kallið var komið. Guðmundur Sigurjónsson var fæddur á Minni-Bæ í Grímsnesi 17. maí 1909. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Jónsson sem lést langt fyrir aldur fram og Guðrún Guðmundsdóttir sem lést í hárri elli fyrir fáeinum árum. Guð- mundur var í hópi sextán systk- ina, og eru ellefu þeirra á lífi í dag. Má því ætla að í þessum stóra systkinahóp hafi oft verið þröngt í búi. Föðurmissir þegar börnin voru á ungra aldri, og allt uppeld- ið lenti því á herðum Guðrúnu. Guðmundur er annað systkinið sem fellur á skömmum tíma. Jóna lést rétt fyrir jólahátíðina og eru þetta því þung spor fyrir systkinin að fylgja þeim til grafar með svo stuttu millibili. Guðmundur hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og hafði fastmótaðar skoðanir á þeim málum. Hann vann fyrir Sjálf- stæðisflokkinn mikið og gott starf, og verður vart fundinn sá maður sem fyllir skarð hans, slíkan atorkumann hafði Guðmundur að geyma. Ég kynntist Guðmundi vel hin síðari ár, og sá þá fljótt hve góður drengur hann var. Alls stað- ar þar sem hann fór smitaði hann fólk svo með dugnaði sínum, að aðdáunarvert var að sjá það. Guðmundur var kvæntur Sigríði Ögmundsdóttur og eignuðust þau tvo syni, Ragnar og Sævar. Sævar misstu þau ungan á sviplegan hátt, er hann var við tannlækna- nám. Sá missir var þeim hjónum mjög þungur. Ég sendi Sigríði og syni hennar og einnig systkinum Guðmundar og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. „Deyr fé, dcvja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, ég veit einn, að aldrei deyr dómur um dauðan hvern.“ Jón Kristján Sigurðsson t Maðurinn minn, JÓN I. BJARNASON, ritstjóri, Langholtsvegi 131, lést í Landspitalanum þann 10. febrúar. Lilja Maríusdóttir. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaöir, ÞORKELL V. ÞÓRÐARSON, Hörgshlíð 6, Reykjavík, andaöist í Landakotsspítala að morgni fimmtudagsins 10. febrúar. Guórún Kristjónsdóttir, börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn. er látinn. BJARNI ÓLAFUR HELGASON skipherra, Hrönn Sveinsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, ' ADALHEIOUR JÓNSDÓTTIR, Skagfiröingarbraut 33, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 12. febrúar, kl. 10.30. Guörún Svanbergsdóttir, Ólafur Gíslason, Höröur Svanbergsson, Hilda Árnadóttir, og aörir vandamenn. t Útför GRÓU M. ANDRÉSDÓTTUR, Hraöastööum, Mosfellssveit, verður gerö frá Mosfellskirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Reykjalund. Jóhanna Kjartansdóttír, Bernharóur Guömundsson, Herborg Kjartansdóttir, Sigurbjörn Alexandersson, Sigríður Kjartansdóttir, Þorsteinn Guöbjörnsson, Kjartan Jónsson, Guörún Kristjánsdóttir, Gestur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eftir því sem árin færast yfir mann þá kemst maður ekki hjá því að sjá á bak margra sinna bestu vina. Einn þeirra kvaddi þennan heim þann 1. febrúar, það var vinur minn Guðmundur Sigur- jónsson. Þó andlát hans bæri brátt að var ég ekki svo hissa á því. Guðmundur var búinn að vera sárþjáður oft árum saman, hann kvartaði aldrei enda kjarkmaður mikill. Það mun hafa verið árið 1959 sem fundum okkar Guð- mundar bar fyrst saman og var með okkur góð vinátta alla tíð síð- an. Guðmundur var sérfræðingur að láta öllum líða vel í kringum sig, hlátur hans og skörp kímni- gáfa var einstök. Á okkur var það mikill aldursmunur að honum fannst alltaf að hann þyrfti að ráðleggja manni sem syni sínum. Okkar leiðir lágu saman í allmörg ár þar sem við unnum við sömu stofnun. Fyrir allmörgum árum urðu þau hjón fyrir þeirri miklu sorg að annar sona þeirra varð bráð- kvaddur í blóma lífsins. Ég var furðu lostinn af andlegum styrk Guðmundar er ég hitti hann á fundi stuttu síðar. Hann kvað ekki ástæðu til að vola eða gefast upp. Slíkt var ekki háttur hans og er hann sjálfur gekk undir tvísýna og erfiða aðgerð fyrir fáum árum sagði hann við mig: Þetta er þá bara búið, maður fer ekki nema einu sinni. Ég hitti Guðmund nokkrum dögum fyrir andlát hans. Hann var kátur að vanda, búinn að fá soninn Ragnar frá Svíþjóð þar sem hann hafði dvalið í nokkur ár, og ellin virtist ætla að verða hon- um bærilegri. Ég held að Guð- mundi hafi verið það ljóst að hann ætti ekki langt eftir, hann talaði svo við mig um ákveðið verkefni sem við ætluðum að vinna að í vor. Hann sagðist ekki geta verið með mér í vor og ég þyrfti að taka við þessu. Það var ekki vani Guð- mundar að gefast upp enda kapps- maður mikill. Guðmundur var alltaf eindreginn sjálfstæðismað- ur, félagslyndur svo af bar, hús- bóndahollur, enda hugsa ég að Guðmundur hafi aðeins dvalið hjá tveimur húsbændum síðustu 40 árin. Fyrir holl ráð og góða vináttu sem aldrei bar skugga á þakka ég þessum vini mínum um leið og ég kveð hann. Ég sendi konu hans, Ragnari og barnabörnum innileg- ar samúðarkveðjur og bið þann sem öllu ræður að styrkja þau í þeirra miklu sorg. En það er hugg- un harmi gegn að eiga minningar um góðan dreng og vissu um að þótt leiðir skilji að sinni, liggi þær saman aftur. Fari vinur minn í friði. „Hafðu þökk fyrir allt og allt." Karl Ormsson Góðkunningi minn og félagi til margra ára, Guðmundur Sigur- jónsson, fv. húsvörður við Grens- ásdeild Borgarspítalans, til heim- ilis að Reynimel 96, varð bráð- kvaddur að kvöldi þriðjudagsins 1. febrúar sl., 73 ára að aldri. Við höfðum hist daginn áður, þá var hann hress og kátur, eins og hann átti vanda til. Guðmundur hafði þó fengið aðkenningu af þeim sjúkdómi, sem nú varð hon- um að aldurtila með svo snöggum hætti. Hann dvaldist í sjúkrahúsi um sinn, en taldi sig hafa fengið nokkurn bata, en hér sannast hið fornkveðna, enginn veit sína ævina, fyrr en öll er. Guðmundur var Árnesingur að ætt, fæddur 17. maí 1909 að Minnibæ í Grímsnesi, sonur hjón- anna Sigurjóns Jónssonar, bónda þar, og konu hans, Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Hann ólst upp 1 stórum systkinahópi og þá jafnt hjá afa sínum og ömmu í Stærri- bæ. Hann hleypti ungur heim- draganum og hélt til Reykjavíkur um tvítugt. Hann vann verka- mannastörf, aðallega við höfnina, en um þrjátíu ára skeið var hann starfsmaður Eimskips, við vöru- afgreiðslu og verkstjórn. Guðmundur gerðist vaktmaður við Borgarspítalann f september 1968, þegar starfsemi var að hefj- ast þar og seinna varð hann hús- vörður við Grensásdeild Borgár- spítalans. Hann lét svo af störfum fyrir aldurs sakir haustið 1980. Guðmundur var mjög vel látinn af samstarfsmönnum sínum, eins og öllum öðrum, sem honum kynntust. Hann þótti umgengnisgóður, hæglátur og óáleitinn við aðra, léttur í lund, mjög samviskusamur og ábyggilegur. Hann átti traust félaga sinna og yfirboðara, sem nú senda hlýjar kveðjur og þakka fyrir samfylgdina. Guðmundur var mjög áhuga- samur félagi í Málfundafélaginu óðni og Sjálfstæðisflokknum, sótti vel fundi og voru falin mörg trúnaðarstörf, sem hann rækti af sérstakri kostgæfni og var því vel treyst af forystumönnum og félög- um. Eitt áhugamál og tómstunda- gaman hafði Guðmundur, en það var að sýsla að sauðfé, sem hann átti í Fjárborg hér innan við bæ- inn, ofan við Rauðavatn. Kona Guðmundar var Sigríður Ögmundsdóttir, sem lifir mann sinn. Hún er ættuð frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum. Þau eignuðust tvo syni, Vigni Sævar, sem lést aðeins 22 ára að aldri, og Ragnar, sem dvalist hefur erlendis í nokkur ár, en var nýkominn heim, er faðir hans féll frá. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Guðmundi vel og mat hann mikils. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans, Sigríði Ögmundsdóttur, syni hans, Ragnari, og barnabörnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Hafi Guðmundur þökk fyrir allt og allt. Pétur Hannesson Ragnar G. Guðjónsson Hveragerði - Minning Fæddur 31. janúar 1910 Dáinn 31. janúar 1983 Útför afa míns Ragnars Guð- jónssonar Laufskógum 17 Hvera- gerði, var gerð frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 5. febrúar 1983. Ég á ennþá erfitt með að trúa, að það sé satt að afi sé horf- inn svo skyndilega yfir móðuna miklu. Hann sem alltaf var svo hress og kátur og nokkrum dögum áður en andlátsfregnin kom, fékk ég afmælispakka frá afa og ömmu og skemmtilegt bréf með, eins og vant var frá afa. Á þvl stóð herra Alfreð Ragnar og það var enginn nema afi sem skrifaði herra á bréf og pakka til 10 ára strákpatta, enda hafði hann einstaklega skemmtilegan húmor og var minnugur á ýmis smáatriði sem marga gladdi. Alltaf var mér tekið opnum örmum hjá afa og ömmu í Hveró hvenær sem ég kom í heimsókn, enda var gestrisni þeirra og sam- heldni mikil og hjónabandið sér- staklega gott. En fjarlægðin á milli okkar hefur valdið því að samverustundirnar urðu kannski færri en við hefðum öll viljað. Elsku amma Guðrún J. Magnús- dóttir, missir þinn og sorg þín er mikil nú þegar afi er farinn á und- an þér, en þú átt dýran sjóð góðra minninga um elskulegan eigin- mann í tæplega fimmtíu ára sam- búð og þær verða þér huggun og styrkur á þessum sorgardögum. Guð haldi verndarhendi sinni yfir þér og veiti þér styrk. Alfreð Ragnar + Þökkum af alhug öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, afa og fósturfööur, HALLDÓRS JÓNSSONAR, Leysingjastööum. Oktavía Jónasdóttir, sonabörn og fósturbörn. Þökkum samúö veitta okkur vegna fráfalls HULDU BJÖRNSDÓTTUR. Arnfríður Jónsdóttir, Rannveig Pálsdóttir, Siguróur J. Þóröarson, Björn Pálsson, Hjördis Pétursdóttir, Ásta Björnsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.