Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 23 F.y. Guðmundur Jónsson, óperusttngrari, Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistarmaður, Bríet Héðinsdóttir, leikstjóri, Þuríður Baxter, útgáfu- stjóri Máls & menningar (f. Guðberg Bergsson), Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður, Pétur Ingólfsson, verkfræðingur. Sex hlutu menn- ingarverðlaun D V í DAG voru Menningarverðlaun Dagblaðsins Vísis afhent fimmta sinni, við hádegisverðarboð i Þingholti, Hótel Holti, að viðstöddum formönn- um hinna ýmsu listamannasamtaka, gagnrýnendum og fulltrúum DV. Verðlaunin voru að þessu sinni glermunir sem glerlistamennirnir Sig- rún Ó. Einarsdóttir og Sören Larsen gerðu, sex talsins eða einn fyrir hverja listgrein. Áður hafa margir helstu keramikhönnuðir landsins unnið þessa verðlaunagripi fyrir blaðið. Veittar voru viðurkenningar fyrir afrek sem unnin hafa verið í íslenskum bókmenntum, tón- list, myndlist, leiklist, bygginga- list og kvikmyndagerð á árinu 1982. Jafnmargar dómnefndir fjölluðu um þessar listgreinar, en þær voru skipaðar gagnrýn- endum DV, listgagnrýnendum af öðrum dagblöðum, svo og list- áhugafólki utan blaðanna. Aðal- steinn Ingólfsson annaðist stjórn Menningarverðlaunanna, eins og öll undanfarin ár. Eftirtaldir aðilar hlutu Menn- ingarverðlaun DV árið 1983: Bókmenntir: Guðbergur Bergsson, fyrir skáldsögu sína „Hjartað býr enn í helli sínum" (Mál & menning). Leiklist: Bríet Héðinsdóttir, fyrir leikgerð sína að „Jómfrú Ragnheiði" eftir Guðmund Kamban. Tónlist: Guðmundur Jónsson, fyrir túlkun sína á hlutverki gluggapússarans í óperu Atla Heimis Sveinssonar, „Silki- tromman". Myndlist: Helgi Þorgils Frið- jónsson, fyrir framlag sitt til ís- lenskrar myndlistar á árinu. Byggingalist: Pétur Ingólfsson, á brúardeild Vegagerðar ríkis- ins, fyrir hönnun brúar yfir Svarfaðadalsá nálægt Dalvík. Kvikmyndir: Erlendur Sveins- son, fyrir þátt sinn í uppbygg- ingu Kvikmyndasafns íslands. Hafa nú rúmlega þrjátiu ein- staklingar og hópar hlotið þess- ar viðurkenningar DV á undan- förnum fimm árum og eru þær að verða fastur liður í íslensku menningarlífi. — Fréttatilkynning. Guðbjörg ÍS í sér- flokki skuttogara — 14 af minni togurunum komu með yfir 4 þúsund tonn að landi 1982 SKUTTOGARINN Guðbjörg ÍS 46 var í miklum sérflokki á síðasta ári. Ekki aðeins að þeir feðgar Ásgeir Guðbjartsson og Guðbjartur Ásgeirs- son skipstjórar og þeirra menn kæmu með mestan afla að landi, heldur var aflaverðmæti einnig mun meira en hjá öðrum togurum og skiptaverðmæti á úthaldsdag talsvert meira en hjá þeim togara, sem kom næst á eftir. í yfirliti, sem Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna hefur tekið saman um afla togaranna á síðasta ári, kemur fram, að 14 af minni skuttogurunum komu að landi með yfir 4 þúsund lestir, og fimm af stóru skuttogurunum fengu meira en 4.500 lestir. Hér fer á eftir tafla yfir aflahæstu skuttogarana. Þar er ekki að finna skuttogara af Aust- fjörðum, en Hólmanes SU 1 frá Eskifirði kom með mestan afla á land í þeim fjórðungi, eða 3.787 lestir, meðalskiptaverðmæti 51.643 kr. á úthaldsdag og brúttóverðmæti 19,8 milljónir kr. Togari Aflamagn Meðalskipta- verðm. pr. úthaldsd. kr. Brúttóv. þús. kr. Guðbjörg ÍS 46 6.154 80.403 31.671.9 Ottó N. Þorláksson RE 203 6.142 67.016 24.788.9 Páll Pálsson ÍS 102 5.132 74.476 27.121.9 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 5.101 65.612 25.953.0 Haraldur Boðvarsson AK 12 4.981 56.889 20.703.7 Sveinn Jónsson KE 9 4.741 51.994 19.903.2 Bessi ÍS 410 4.563 62.066 23.510.0 Breki VE 61 4.436 62.707 25.045.7 Gyllir ÍS 261 4.408 56.285 21.686.2 Tálknfirðingur BA 325 4.211 55.066 19.802.0 Sigurbjörg ÓF 1 4.110 56.894 21.662.3 Sigurey SI 71 4.058 47.012 19.456.0 Arnar HU 1 4.016 52.765 20.006.4 Ásgeir RE 60 Stærri skuttogarar 4.007 43.117 16.418.3 Kaldbakur EA 301 5.134 66.521 23.734.0 Snorri Sturluson RE 219 4.772 64.630 23.522.9 Vigri RE 71 4.749 62.995 29.895.1 Harðbakur EA 303 4.590 57.419 21.277.0 Sléttbakur EA 304 4.519 53.596 20.217.4 Kosið um áfengisút- sölu á Sauðárkróki Saudárkróki, 9. febrúar. AP. LAUGARDAGINN 19. febrúar nk. greiða Sauðkrækingar atkvæði um hvort opna skuli áfengisútsölu í bæn- um. Þetta er í þriðja sinn, sem bæj- arbúar ganga að kjörborðinu þessara erinda. Árið 1974 var kosið um málið sam- hliða bæjarstjórnarkosningum og þá var áfengisútsölu hafnað með 443 at- kvæðum gegn 339 atkvæðum. Þátt- taka I atkvæðagreiðslunni var 79,6%. f júní 1979 var kosið öðru sinni og þá aðeins um þetta tiltekna mál. Kosningaþátttaka var þá 64,3%. Þá voru 414 andvígir opnu vínbúðar en 410 henni meðmæltir. Það var því mjótt á mununum. Engu skal spáð um úrslit að þessu sinni, en ekki verður þess vart, að áhugi fólks sé almennt mikill, hvorki með né móti. Þetta kann þó að breyt- ast þegar nær dregur kjördegi. Skagfirðingar kaupa áfengi aðallega frá áfengisútsölu ATVR á Siglufirði, einnig frá Akureyri og Reykjavík. Finnst mörgum það óþarfa umstang og aukakostnaður og telja eðlilegast að hér sé opin útsala fyrst áfengi er selt í landinu á annað borð. Aðrir óttast aukna vínneyzlu, verði fólki auðvelduð kaup á áfengi. Þótt áfeng- isútsala sé ekki á Sauðárkróki er hér vínveitingahús, sem allir geta sótt sem náð hafa lögaldri. Auk þess er algengt að vínsala sé á árshátíðum hinna ýmsu félaga og klúbba með levfi yfirvalda. — Kári. Guðmundur H. Garðarsson um bann við loðnuveiðum í vetur: Hefur mikil áhrif á af- komu fólks og fyrirtækja — Árið 1979 voru fryst loðna og loðnu- hrogn seld til Japan fyrir 16 milljónir dollara, en hvalafurðir voru fluttar út fyrir 8,3 milljónir það ár EKKI er reiknað með því, að loðnuveiðar verði leyfðar á þessari vetrar- vertíð. Formleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en að loknum loðnu- leiðangri Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. Útflutningur á loðnu til manneldis í Japan hefur verið umtalsverð undanfarin ár og sagði Guðmundur H. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna aðspurður í gær, að bann við loðnuveiðum í vetur hefðu mikil áhrif fyrir hundruð manna á sjó og landi og gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á Japansmarkaði, en Norðmenn, Kanada- menn og fleiri hafa sótt inn á þessa markaði síðustu ár. Guðmundur sagðist vilja vísa til greinar Eyjólfs ísfeld Eyj- ólfssonar, sem birtist í Morgun- blaðinu 1. febrúar síðastliðinn, en Eyjólfur væri sá íslendingur, sem mest og best hefði unnið að markaðsmálum frystra loðnuaf- urða í Japan á undanförnum ár- um. í greininni segir meðal ann- ars: „Mörg vinnslufyrirtæki í Japan byggja tilveru sína að meira eða minna leyti á úr- vinnslu þessara afurða á sama hátt og frystihús hér eiga af- komu og rekstur undir stöðugri hráefnisöflun. Það ætti því ekki að fara mörgum orðum um hvaða álit þessir kaupendur fá á okkur, sem hverfum af markaðn- um nær fyrirvaralaust og stönd- um ekki við gerða samninga." Guðmundur sagði, að þessi ummæli þyrftu ekki skýringar við, en rétt væri að undirstrika, að íslendingar hefðu verið búnir að koma sér upp mjög álitlgeum markaði fyrir loðnuafurðir í Japan. Truflanir hefðu orðið á þessum markaði á síðastliðnum árum, en síðasta eðlilega árið hefði verið 1979. Þá nam heildar- útflutningur Islendinga á loðnu- afurðum til Japan tæplega 16 milljónum dollara. í kjölfar þessara loðnuviðskipta hefðu þróast frekari sölur. Á síðasta ári hefðu verið seld rúmlega 1 þúsund tonn af þorsk-, ufsa- og ýsuhrognum til Japan, en erfitt væri með markaði fyrir þessar afurðir. Einnig hefðu á síðasta ári verið seld nokkur hundruð tonn af karfaflökum til Japan. I grein sinni segir Eyjólfur, að loðnuviðskipti hafi hjálpað til við sölu á öðrum afurðum vegna þess að beinar sendingar með japönskum flutningaskipum héðan til Japan þýða lægri flutn- ingsgjöld heldur en smásend- ingar um meginlandshafnir. Þá mætti ekki heldur vanmeta þau viðskiptasambönd, sem leiddu af loðnusölu og væri mjög senni- legt, að mikið af þeim viðskipt- um, sem hér hafa verið nefnd, hefðu ekki átt sér stað, nema vegna þess að um loðnusölu var að ræða. Þá sagði Guðmundur, að bent hefði verið á, að á liðnum árum hefðu frystihús lagt í töluverða fjárfesting vegna loðnufram- leiðslu, sérstaklega vegna loðnu- hrogna. Til marks um það hve hér væri um stórt mál að ræða nefndi Guðmundur, að árið 1979 hefðu frystar loðnuafurðir til manneldis í Japan numið tæp- lega 16 milljónum dollara eins og áður sagði. Á sama ári hefðu útfluttar hvalaafurðir numið tæplega helmingi lægri upphæð eða 8,3 milljónum dollara. — Af þessu einu má sjá hversu illa það kemur sér fyrir frystihúsin ef ekki verður leyft að veiða loðnu til manneldis í vetur. Ekki er ofsagt, að þetta hafi áhrif á hagi hundruða manna á sjó og landi og hafi mikil áhrif á afkomu fólks og fyrirtækja, sagði Guðmundur H. Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.