Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 „Vegna Atlantsha&bandalagsins heftir ríkt friður í Evrópu í 38 ár“ — segir Robert German, sérfræðingur í samskiptum austurs og vesturs Nú í vikunni var staddur hér í landi Bandaríkjamaðurinn Robert German, en hann er mjög fróður um saraskipti austurs og vesturs og einkanlega stórveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Hann var um tíma yfirmaður Sov- étdeildar bandaríska utanríkisráðu- neytisins, en hefur auk þess starfað í sjálfri utanríkisþjónustunni, bæði í Noregi og Sovétríkjunum. Hann var í Moskvu þrisvar sinnum og ávallt á mjög viðsjárverðum tímum, á dögum Kúbudeilunnar, Berlínardeilunnar og þegar Rússar gerðu innrásina í Afganistan. German starfar nú við ('arnegie-stofnunina bandarísku. Hann boðaði blaðamenn til fundar við sig f Bandarísku menningar- stofnuninni sl. mánudag og spjallaði við þá um alþjóðamál, viðræður stór- veldanna um kjarnorkuvopn, frið- arhreyfingarnar og þá umræðu, sem nú fer fram innan NATO um þessi mál. Robert German hóf mál sitt með því að minna á, að nú væru um 34 ár liðin frá stofnun Atl- anthafsbandalagsins og að allan þennan tíma og frá lokum stríðs- ins, hefði ríkt friður í Evrópu. Út- þensla Sovétríkjanna í þessum heimshluta hefði verið stöðvuð með tilkomu NATO. Af þessum sökum teldu margir, að engin ógn stafaði af Rússum, en þá vildi þeim líka gleymast ásælni þeirra í öðrum heimshlutum, þar sem NATO spornáði ekki við henni. Mætti þar minna á ítök þeirra og herbækistöðvar í Suðaustur-Asíu, Afríku og Kúbu og nú síðast inn- rás þeirra í Afganistan. íhlutun í málefni Norðurlanda Þótt friður hefði ríkt í Evrópu frá stríðslokum væri þó alrangt, að Sovétmenn hefðu ekki haft uppi þar ýmsan þrýsting. Berlín- ardeilan hefði verið nokkurs kon- ar prófraun, sem kommúnistarík- in hefðu lagt fyrir Vesturveldin, Sovétmenn hefðu einnig haft uppi kröfur við Tyrki vegna siglinga um Bosporus-sund og á sínum tíma krafðist Molotov þess af Tryggve Lie, að Norðmenn létu Bjarnarey af hendi. Norðurlanda- búar teldu sig stundum lausa við óeðlilegan þrýsting frá hendi Sov- étmanna en sannleikurinn væri þó allur annar. Sumar yfirlýsingar sovéskra ráðamanna um málefni Norðurlanda væru raun ekkert annað en gróf íhlutun um innan- ríkismál þeirra. Robert German Hvorki rauðir né dauðir Robert German gerði að um- talsefni friðarhreyfingarnar og þá umræðu, sem fram fer innan þeirra og utan, bæði austan hafs og vestan. Kvaðst hann ekki efast um einlægni margra talsmanna þeirra og að enginn vafi væri á, að nú byggi meira alvara að baki en oft áður. Hins vegar sagðist hann hafa orðið dálítið hissa á þeim uppgjafartón, sem hann hefði sums staðar orðið var við. Hann hefði t.d. heyrt það í Þýskalandi, að betra væri að vera rauður en dauður. Menn gætu lifað af undir rússneskum yfirráðum en ekki kjarnorkustyrjöld. „Tilgangur NATO er hins vegar," sagði Ger- man, „að menn þurfi hvorki að vera rauðir né dauðir. Það hefur Atlantshafsbandalagsríkj unum tekist til þessa." Friðarhreyfíngin hafði ekki áhuga á SS-20 German rakti nokkuð aðdrag- andann að þeirri deilu, sem nú stendur um meðaldrægu eldflaug- arnar. Un nokkurra ára skeið hefðu Rússar verið að koma fyrir 340 SS-20-eldflaugum, sem eru nákvæmari en fyrri gerðir, búnar þremur kjarnaoddum eða rúmlega 1000 alls, og sem öllum væri beint að Vestur-Evrópu. Svo kynlegt sem það er, þá virðast friðarhreyf- ingarnar aldrei hafa haft áhyggj- ur af þessari þróun eða vakið at- hygli á henni, en hins vegar vildu vestræn ríki og einkum Vestur- Þjóðverjar ekki una þessari ógnun. Þess vegna hefðu NATO- ríkin ákveðið árið 1979 að koma upp 572 meðaldrægum eldflaugum sér til varnar. Þá fyrst hefðu frið- arhreyfingar vaknað verulega til lífsins. Samningar útilokaðir, sagði Gromyko Eftir að Vesturveldin höfðu tek- ið þessa ákvörðun brugðust Sov- étmenn ókvæða við og í ræðu sem Gromyko utanríkisráðherra flutti, sagði hann, að hér með hefðu NATO-ríkin útilokað alla samn- inga um þessi vopn. Það væri því ekki sök vestrænna ríkja, að samningar hefðu dregist, enda hefði ákvörðun þeirra í upphafi gert ráð fyrir, að annaðhvort yrði eldflaugunum komið upp öllum eða samið um eðlilegt jafnvægi við Sovétmenn. Áróðurinn vinnur fyrir Rússa Robert German svaraði að lok- um nokkrum fyrirspurnum og m.a. þeirri, hvort hann væri trú- aður á að samningar tækjust milli stórveldanna. Kvaðst hann telja góðar horfur á því en þó ekki fyrr en í árslok í fyrsta lagi. „Sovét- mönnum liggur ekkert á,“ sagði German. „Þeir vilja bíða og sjá hvaða áhrif áróðursherferð þeirra og annarra hefur á Vesturlöndum. Hvort þeir þurfi yfirleitt nokkuð að vera að semja um að NATO komi engum eldflaugum upp þótt þeir sjálfir haldi sínum." Þegar hann var spurður hvort ekki hall- aðist nokkuð á með Rússum og Bandaríkjamönnum hvað varðaði fjölda kafbáta búna kjarnorku- vopnum svaraði hann því til, að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að semja um öll vopnakerfi, en að sjálfsögðu væri það háð því, að einhver árangur næðist í þeim við- ræðum, sem nú stæðu yfir. Frá afmælishófi Lifrarsamlags Vestmannaeyja. I.jósmynd Mbl. Sij;urg<*ir. Lifrarsamlag Vestmannaeyja 50 ára: 52 þús. tonn af lýsi á 50 árum Lifrarsamlag Vestmanna- eyja varð 50 ára fyrir skömmu, en það var stofnað 7. desember 1932. Fram að stofnun félagsins voru starf- andi 6 lifrarbræðslur í Eyj- um, en þær sameinuðust í eina og á fyrsta starfsárinu var tekið á móti 1159 tonnum af lifur í samlagið. Á sl. 50 árum hefur Lifrarsamlagið tekið á móti 88 þúsund tonn- um af lifur og framleitt úr þeim 52 þúsund tonn af lýsi. Á sl. tveimur árum hefur lif- ur verið soðin niður hjá Lifr- arsamlaginu og hafa 126 tonn farið í það. Á sama tíma hefur lýsi verið kaldhreinsað hjá Lifrarsamlaginu og var stofnað hlutafélag um það verkefni árið 1981 en hlut- hafar auk Eyjamanna eru lifrarbræðslur á Ólafsvík og Patreksfirði og Pétur Pét- ursson í Reykjavík á hlut í Lýsisfélaginu sem framleiðir nú 25% af lýsismagni á öllu landinu. Formenn frá upp- hafi í stjórn Lifrarsamlags Vestmannaeyja hafa verið: Jóhann Jósefsson alþingis- maður, Jónas Jónsson, Mart- in Tómasson, Einar Sigur- jónsson og Haraldur Gísla- son núverandi formaður en hann tók við formennsku 1980. Lifrarsamlag Vestmanna- eyja hefur ávallt haldið vel við vélakosti sínum og á síð- ustu árum hefur merk upp- bygging átt sér stað hjá sam- laginu. — á.j. Núverandi stjórn Lifrarsamlags Vestmannaeyja. Fri vinstri: Óskar Matthíasson, Magnús Kristinsson, Haraldur Gíslason, Stefán Runólfs- son og Kinar Sigurjónsson. Mannvirki Lifrarsamlagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.