Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 25 Óánægja meö hitunarkostnað á Höfn: „Helmingur teknanna í að borga fyrir hita“ — segir Jónína Kristjánsdóttir „Kftir því sem ég kemst næst ríkir mikil óánægja meö þessa háu orku- reikninga, enda ekki við ööru að bú- ast þegar allt að helmingur launanna fer í að greiöa fyrir hitaveituna,“ sagði Jónína Kristjánsdóttir, hús- móðir á Höfn í Hornafirði, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þau hjónin Jónína og Þormar Ragnarsson, sjómaður, Hlíðartúni 15, urðu að greiða rúmar 6.900 krónur fyrir tveggja mánaða hita og sagði Jónína það dæmigerða upphæð fyrir húshitunarkostnað á Höfn, en kvaðst þó vita um hita- veitureikninga upp á rúmar átta þúsund krónur. „Á móti þessu koma engar bætur eða niðurgreiðslur. Olíustyrkurinn var tekinn af okkur um leið og búið var að leggja hitaveituna í götuna," sagði Jónína. „Okkur var á sínum tíma lofað því að hitaveitan yrði hagkvæmari en olíukynding, en ég er smeyk um að reyndin sé önnur,“ sagði hún. „Þegar var sem kaldast í haust fór hitinn í þessu húsi ekki upp fyrir 17 gráður þótt kynt væri á fullu. Það er auðvitað ekki nema hálfur hiti, en samt þurfum við að greiða í topp. Ég veit ekki hvernig maður á að borga þetta þar sem föstu launin eru 11 þúsund krónur á mánuði, en af þeim þurfum við að borga af hús- inu sem við hjónin erum nýbúin að kaupa, og fæða okkur og klæða, en við eigum tvö ung börn,“ sagði Jón- ína. Meðfylgjandi eru reikningar þriggja heimila frá Hitaveitu Hafn- arhrepps, reikningur þeirra Þor- mars Ragnarssonar og Jónínu, og reikningar tveggja heimila ann- arra, en eins og sjá má eru þeir allir upp á rúmar sex þúsund krónur. Judith Bauden og Marc Tardue. Syngja í Gamla bíói NÆSTKOMANDI sunnudag 13. febrúar klukkan 17.00, halda Judith Bau- den sópran og Marc Tardue píanóleikari tónleika í Gamla bíói á vegum íslensku óperunnar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til styrktar íslensku óperunni. Á efnisskránni eru eingöngu verk bandaríska tónskálda, m.a. „The Knoxville Summer of 1915“ eftir Samuel Barber svo og aríur og söng%rar eftir Menotti, Hage- man, Victor Herbert, Foster og Nilos. Judith Bauden er fædd í Banda- ríkjunum. Hún stundaði söngnám í Peabody Conservatory of Music í Baltimore, Maryland. Kennari hennar þar var Marjlyn Cotlow. Hún útskrifaðist þaðan með Bach- elor of Music gráðu í söng 1977. Hún hefur síðan sungið reglulega hlutverk í óperum, óratoríum og með sinfóníuhljómsveitum í Bandaríkjunum auk fjölmargra einsöngstónleika. Undirleikari hennar er eigin- maður hennar Marc Tardue. Hann hefur dvalið hér á íslandi síðan í haust, en hann hefur einmitt stjórnað flestum sýningum ís- lensku óperunnar á Töfraflaut- unni sem nú er sýnd fyrir fullu — eftir Steinar Guðmundsson Góðu heilli hefur mikið verið um ofdrykkjuvandann skrifað upp á síðkastið, en illu heilli virðist ráðandi sú skoðun að alkóhólismi skuli teljast til sjúkdóma. Vegna sjúkdóms- hugtaksins mynda Miinchaus- ensjúklingar biðraðir við hjálparstöðvarnar. Samt finnst mér öllu ískyggi- legra að hugsa til afleiðinga ef tækist að slæva sjálfsábyrgðar- kennd skólaæskunnar með þess- um hártogunum. Segja mætti mér, að þessi grátlegi misskiln- inppir gæti kostað þjóðina ekki bara eina, heldur margar nýjar meðferðarstofnanir strax um næstu aldamót. Reiknað út frá föstudagsös- inni við vínbúðir og bari, má ætla að helgardrykkja sé al- gengasti drykkjumátinn hér á landi. Ástæðan hlýtur að vera sú, að vínneitandinn geri sér Ijóst að gott sé að eiga frídag eftir fylleríið. í ákvörðun sinni um helgardrykkjuna grípur hann því til skynsemi sinnar, og ef ástríða ræður helgardrykkju, hlýtur hér að vera um skynsem- istengda ástríðu að ræða, en að mínu viti hlýtur ástríða sem lýt- ur stjórn skynseminnar að hætta að vera ástríða — hún tekur á sig svip ákvörðunar. Og þannig held ég að ástríðuhug- takið mundi oftar velta um sjálft sig ef grannt væri skoðað. En ástriða er ein af aðaluppi- stöðum sjúkdómshugtaksins. Sjúkdómshugtakið er svo mót- sagnakennt, að það eykur á ruglið í drykkjumanninum, ein- mitt því meini sem leiðbeinand- inn er að reyna að koma skipu- lagi á. Til dæmis mætti nefna, að margur maðurinn byrjar sumarfrí sitt með rösku fylleríi, en ákvæði í samningum vinnu- veitenda og launþega kveða svo á um, að sjúkdómur í sumarfríi skuli bættur með viðbótarfríi. Hræddur er ég um, að þetta gæti orðið þeim sem sinna ís- lenskum ofdrykkjuvörnum seig- ur biti þegar fram í sækir ef sjúkdómshugtakið nær undir- tökunum hjá skjólstæðingum þeirra. Mjög algengt er að menn bendi á utangarðsmennina þeg- ar rökstyðja á sjúkdómshugtak- ið. Ábendingin er rétt að því leyti, að þarna er um sjúklinga að ræða. Þarna eru menn sem ráfað hafa til hliðar í þjóðfélag- inu og okkur ber skylda til að sinna. Utangarðsmenn, eða auðnu- leysingjar, safnast saman í þéttbýlinu. Þetta er algild regla. Ég kynnti mér þessi mál úti í Skotlandi árið 1970, en þá fór þar fram fagleg og ítarleg könn- un á þessum þætti drykkjuskap- „SjúkdómshugtakiÖ er svo mótsagnakennt, að það eykur á ruglið í drykkjumanninum, ein- mitt því meini sem leiðbeinandinn er að reyna að koma skipulagi á. Til dæmis mætti nefna, að margur mað- urinn byrjar sumarfrí sitt með rösku fylleríi, en ákvæði í samningum vinnuveitenda og laun- þega kveða svo á um, að sjúkdómur í sumarfríi skuli bættur með við- bótarfríi.“ ar. Við heimkomuna kastaði ég tölu á auðnuleysingjaflokkinn hér, enda stóð ég vel að vígi, því ég hafði meira og minna alist upp með þessum mönnum og þekkti obba þeirra með nafni. Útkoman varð um 160, sem í dag má telja líkleg mánaðarafköst SÁÁ, en af þessum 160 var um helmingur inni á hælum og öðr- um stofnunum þegar talningin fór fram að sumarlagi 1970. Á sama tíma var talað um að húsi viku eftir viku. Hann stjórn- aði einnig æfingum Töfraflaut- unnar auk þess sem hann stjórnar æfingum á næsta verkefni óper- unnar, Míkadó, sem frumsýnt verður bráðlega. Þau hjónin búa í Washington D.C. en þar starfar hann sem æf- ingastjóri og hljómsveitarstjóri við margar stofnanir í tónlistarlífi Washingtonborgar auk þess sem hann stjórnar Laurgl^ Oratorio Society kórnum í Washington. Marc er píanóleikari og undirleik- ari við söng. Grátbroslegur misskilningur íslenskir alkóhólistar gætu alls ekki verið færri en 6 þúsund. Með þeirri þekkingu sem við nú búum við efast enginn um að þarna var um lágmarkstölu að ræða. En könnun mín, sem náði til Stór-Reykjavíkursvæðisins auk Árnes- og Rangárvalla- sýslna, benti til þess að hlutur þessa fólks hafi ekki farið mikið yfir 3%. Ég vona að menn geri sér ljóst, að 1% af 100 drykkju- mönnum er 1 drykkjumaður, og þegar um íslenska útiganginn er að ræða, má geta þess, að hann verður ekki allur rakinn til ofdrykkju. Nú er verið að byggja sjúkra- stöð, eða réttara sagt slysavarnastöð, sem ég tel að sé mjög stór þáttur í öllum ofdrykkjuvörnum. Með þessu lofsverða framtaki SÁÁ er verið að vinna óeigingjarnt starf í þágu okkar allra sem þetta land byggjum. Þeirri krónu er vel varið, sem sett er í púkkið til að reisa þessa menningarstofnun við Grafarvoginn, því þannig er hlúð að vanræktustu slysavörn- um á íslandi. En gleymum því ekki, að ef menn almennt gerðu sér ljóst hvernig sjúk- dómshugtakið er notað, bæði af drykkjumönnum og ofstopa- mönnum sem skýla sér á bak við það, er hætt við að menn legðu þessa réttlætingu til hliðar og krefðust þess, að jafnt drykkju- menn sem aðrir væru álitnir ábyrgir gjörða sinna. Sextán ára piltur í Ghana með margvísleg áhugamál: Fred Boachie Danquah, c/o Mr. Ebk Ieboah, Box 120, Suntani, Ghana. Frá V-Þýzkalandi skrifar 27 ára stúlka. Hennar aðaláhugamál eru dýr: Renate Holub, Postfach 201, I>8100 Garmisch-Partenkirchen, W-Germany. Sextán ára piltur í Ghana með margvísleg áhugamál: leboah Asuama James, c/o Mr. Ebk Ieboah, Box 120, Suntani, Ghana. Átján ára piltur á Möltu í Mið- jarðarhafi skrifar og segist hafa lesið mikið um ísland og segir tíma til kominn að eignast hér pennavini. Hefur mikinn áhuga á íþróttum og landafræði, heldur mest upp á Val í Reykjavík af knattspyrnuliðum, og segir Ásgeir Sigurvinsson uppáhaldsknatt- spyrnumann sinn. Veit hins vegar ekki að hann fór frá Bayern Munchen í fyrra til Stuttgart. Spáir íslenzkum sigri (3:1) í leik íslands og Möltu í Evrópukeppn- inni á Sikiley 5. júní n.k., en von- ast þó eftir sigri sinna manna: Stephan Borg, St. Joseph, St. Joseph Street, Zonqor, Marsascala (Wied il-Ghajn), Malta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.