Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 39 Urvalsdeildin í körfuknattleik: ÍBK tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í 3 ár VALSMENN sigruðu Keflvíkinga með 88 stigum gegn 87 í geysi- lega spennandi leik í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í gærkvöldi í Keflavík. í hálfleik hafði lið ÍBK átta stiga forystu, 52—44. En í síðari hálfleiknum náðu Vals- menn að minnka muninn þrátt fyrir að lið ÍBK næði ellefu stiga forystu eftir að fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum, og þegar átta og hálf mínúta var eftir tókst Valsmönnum að ná forystunni, 70—69. Síðan skiptust liðin á að vera eitt til þrjú stig yfir þar til tvær mínútur voru til leiksloka, þá var staðan jöfn, 83—83. Upphófst þá mikill darr- aðardans og barátta um sigurinn. Valsmenn skoruðu næstu þrjú stig, 86—83, ÍBK skorar næstu tvö stig, 86—85, þegar mínúta er eftir. Valsmenn skora, 88—85, ÍBK skorar strax í næstu sókn, 88—87, og þá voru eftir 48 sek- úndur. Valsmenn héldu þá bolt- anum í 30 sek. og misstu hann síðan. Þá voru 18 sekúndur eftir og ÍBK hóf sókn. En tókst ekki að komast í gegnum vörn Vals og sigurinn gekk þeim því úr greip- um. Leikur liðanna var mjög vel spilaður og mikill hraði var í fyrri hálfleiknum. Leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa og áhorf- endur sem troðfylltu íþróttahúsið í Keflavík skemmtu sér hið besta og stemmning var góö. Liðin voru mjög jöfn að getu, en í fyrri hálfleiknum léku Keflvikingar mun hraöar en leikmenn Vals. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan jöfn, 22—22, en þá sigu Keflvík- ingar fram úr. Valsmenn hófu síð- ari hálfleikinn afar vel og sýndu mikla baráttu. Þaö öðru fremur færði þeim góðan sigur. Sér í lagi var varnarleikur Valsmanna sterkur er líöa tók á leikinn og réði það miklu um úrslit leiksins. Hjá Val sýndi Kristján Ágústs- son mjög góðan leik, sérstaklega Valur — IBK 88—87 þó í fyrri hálfleiknum. Tim var líka mjög sterkur bæði í vörn og sókn. Torfi, Ríkharður og Jón áttu líka allir góöan leik, sér í lagi er líða tók á leikinn. i liði ÍBK átti Þorsteinn Bjarna- son langbestan leik, baröist vel í sókn og vörn. Brad Miley var sterkur í fráköstunum, en vítahittni hans var slök og var það ÍBK dýrmætt. Axel, Björn og Jón Gísla- son áttu allir góöan leik. Stig Vals: Tim 24, Kristján 20, Ríkharður 17, Jón S. 14, Torfi 13. Lið ÍBK: Þorsteinn 24, Jón 18, Axel 16, Miley 16, Björn 11, Óskar 2. ÓT/ÞR. • Kriatján Agúatsson lelc mjög vel með Val í gær eérstaklega í fyrri hálfleik en þá skoraði hann 18 stig. Loks KR-sigur eftir sjö tapleiki í röð! — Njarðvíkingar fórnarlömb baráttuglaðra Vesturbæinga MENN höfðu orð á því í Hagaskólanum, að eitthvað stórfenglegt væri í vændum. Fyrri hálfleikurinn var hálfn- aður, KK hafði gert 24 stig og Stu Johnson ekki eitt þeirra. Og undrið átti sér vissulega stað. KR vann sinn fyrsta sigur í Érvalsdeildinni í körfuknattleik í 8 leikjum er liðið lagði Njarðvíkinga að velli, 88—86, í miklum bar- áttuleik, en ekki aö sama skapi vel leiknum, í fþrótta- húsi Hagaskóla. KR-ingar höfðu nær alltaf undirtökin og sigur þeirra var sann- gjarn, þó ekki væri nema fyrir þá sök eina, að þeir börðust eins og sönn Vestur- bæjarljón leikinn á enda. Áhugaleyslö var á hinn bóginn ríkjandi í herbúðum Njarðvíkinga Meistara- mót unglinga í fimleikum Unglingameistaramót íslandt í fimleikum verður haldiö í Laug- ardalshöll dagana 12. og 13. febrúar kl. 14.15 laugardag og kl. 14.00 sunnudag. 68 stúlkur og 29 pjltar frá 5 fé- lögum taka þátt í mótinu. Fyrri dag er keppt um unglingameist- aratitill í hverjum aldursflokk en á sunnudag keppa sex bestu á hverju áhaldi. Aldur keppenda er frá 10 ára og yngri til 16 ára. og það virtist ekki hvarfla að þeim fyrr en undir lokin, að þeir gætu tapað þessum leik. Loks er þeir vöknuðu til lífsins tókst þeim aldrei aö koma nauösynlegu skipulagi á leik sinn og því fór sem fór. Leikurinn var jafn framan af, en síðan tók KR forystuna, yfirleitt 4—6 stig, og hélt henni til loka fyrri hálfleiks. Staðan 45—43 í hléi. Njarðvíkingar áttu fyrstu tvær körfurnar i s.h. en KR komst yfir á ný og lét forystuna aldrei af hendi þótt oft væri upplögðum tækifær- um illa sóað. Það kom ekki að sök því það sama var upp á teningnum hjá andstæðingunum. Undir lokin færðist mikil spenna í leikinn. Þegar 72 sek. lifðu af leiktímanum var staðan orðin 88—86, KR í vil, og það sem eftir var tókst hvorugum aðilanum aö skora. Undir lokin gerðist umdeilt atvik, er klukkan var látin ganga í 2—3 sek. á meöan knötturinn var utan vallar. Einhvern tíma hefðu einhverjir gert veður út af því, en þjálfari og liðsstjóri Njarðvíkinga sýndu þann drengskap að vera ekki að jagast í ungum og óreyndum dómurum, sem þó stóöu sig alls ekkl illa ef á allt er litið. Létu málið því niður falla. Af leikmönnum KR stóðu þeir Jón Sigurösson og Þorsteinn Gunnarsson sig best. Jón hreint ódrepandi baráttujálkur. Birgir og Garðar einnig ágætir og Stu skil- aði sínu betur en oft áöur. Hjá Njarðvík voru fáir í essinu sínu. Kotterman sannfærandi og fyrir- mynd annarra leikmanna á velli og gamla kempan, Gunnar Þorvarð- arson, stóð sig vel í lokin. Stig KR: Stu Johnson 34, Jón Sigurðsson 16, Þorsteinn Gunn- arsson 12, Birgir Guðbjörnsson og Garðar Jóhannsson 8 hvor. Krist- ján Rafnsson og Stefán Jóhanns- son 4 hvor og Páll Kolbeinsson 2. Stig UMFN: Bill Kotterman 29, Valur Ingimundarson 16, Gunnar Þorvarðarson 14, Arni Lárusson 9, Július Valgeirsson 6, Sturla Ör- lygsson 6, Ingimar Jónsson, Eyjólf- ur Guðlaugsson og Ástþór Ingason 2 hver. Dómarar voru tveir ungir og lítt reyndir piltar, Ingvar Kristinsson og Jóhann G. Björnsson. Þeir eru ekki öfundsverðir af að dæma leik á borð viö þennan, en komust merkilega vel frá honum. — SSv. Kðrluknattlelkur V -) Stjörnu- gjötin KR: Jón Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson Birgir Guðbjörnsson Garðar Jóhannsson UMFN: Gunnar Þorvarðarson Valur Ingimundarson Árni Lárusson VALUR: Kristján Ágústsson * ★ ★ Torfi Magnússon ★ ★ Ríkharöur Hrafnkelsson ★ ★ ★ ★ ★ Jón Steingrímsson ★ ★ ★ ir Tómas Holton ★ ★ ÍBK: Þorsteinn Bjarnason ★ ★ ★ Björn Skúlason ★ ★ ★ ★ Axel Nikulásson ★ ★ ★ Jón Kr. Gíslason ★ ★ ★ Óskar Nikulásson ★ Arsenal siqraði ARSENAL sigraöi Leeds 2—1 í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Það var enski landsliðs- miðherjinn Tony Woodcock sem átti bestan leik hjá Ar- senal og var maöurinn á bak við sigurinn. Woodcock skoraði fyrsta mark leiksins á 54. mínútu mjög laglega. Á 70. mínútu jafnaði Terry Connor. Það var svo á 82. mínútu leiksins sem Tony Woodcock átti góða send- ingu á Rix sem skoraöi sig- urmark Arsenal. Laugardaginn 19. febrúar verður fimmta umferðin í bik- arkeppninni leikin. Þá mæt- ast: Aston Villa — Watford Cambridge — Sheff. Wed. Derby — Man. Utd. Crystal Palace — Burnley Everton — Tottenham Liverpool — Brighton Middlesbrough — Arsenal Norwich — Ipswich Svíar burstuðu Frakkana LANDSLIÐ þau sem taka þátt í B-keppninni í Hollandi í lok mánaðarins eru nú að undirbúa sig af miklu kappi, leika landsleiki og æfa stíft. Svíar léku nýlega tvo lands- leiki gegn Frökkum og sigr- uðu í þeim báöum. I fyrri leiknum burstuðu Svíarnir Frakkana með 33 mörkum gegn 23. Um næstu helgi leika Spánverjar gegn Dön- um og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir leikir fara. Opið mót hjá KR Badmintondeild KR gengst fyrir opnu móti í tví- liða- og tvenndarleik 19. febrúar næstkomandi. Mótiö hefst kl. 13.00. Mót hjá TBR Meistaramót TBR í ungl- ingaflokkum 1983 verður haldið í húsi TBR dagana 12.—13. febrúar nk. Hefst keppnin kl. 14.00 á laugar- dag. Keppt verður í öllum greinum og öllum flokkum unglinga. ef næg þátttaka fæst. Mótsgjöld eru sem hér seg- ir: Piltar — stúlkur (f. '65—'66) einl.: 120 / tvíl./tvennd: 80 Drengir — telpur (f. '67—'68) einl.: 110 / tvíl./tvennd: 70 Sveinar — meyjar (f. '69—70) einl. 100 / tvíl./tvennd: 60 Hnokkar — tátur (f. 71) einl. 90 / tvíl./tvennd: 50 Þátttökutilkynningar skulu berast TBR í síöasta lagi í dag. Meistaramót TBR í einliðaleik í badminton, verður haldið i húsi TBR, Gnoðarvogi 1, sunnudaginn 20. febrúar nk. og hefst mótið kl. 14.00. Keppt verður í meistara- flokki, A-flokki og B-flokki karla og kvenna, ef næg þátttaka fæst. Verð er kr. 140,00 pr. mann. Þátttökutilkynningar skulu berast til TBR í siðasta lagi miðvikudaginn 16. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.