Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. Bush snf r heim Tíu daga ferð George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, til sjö Atl- antshafsbandalagslanda í Evrópu lauk í gær. Tilefni ferðarinnar var að treysta samhug Bandaríkjanna og öflugustu bandamanna þeirra í Evrópu í upphafi þess árs, sem mörgum þykir skipta sköpum fyrir Atl- antshafsbandalagið. Hina örlagaríku stöðu sem mynd- ast hefur í samskiptum Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu má rekja til þess að nú í ár mun á það reyna hvort með samkomulagi verður unnt að fá Sov- étmenn til að fjarlægja all- ar meðallangdrægar kjarn- orkueldflaugar sínar, sem ógna Vestur-Evrópuþjóðum, en koma fyrir bandarískum kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu ella. Banda- ríkjastjórn hefur lagt fram tillögu um niðurrif meðal- langdrægra eldlauga í heim- inum öllum. í Berlín las George Bush opið bréf til Evrópubúa frá Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, sem sagðist reiðubúinn að hitta Júrí Andropov, leið- toga Sovétríkjanna, á fundi og rita undir yfirlýsingu sem bannaði tilvist meðal- langdrægra kjarnorkueld- flauga um víða veröld. Áður en sólarhringur var liðinn hafði Andropov hafnað þessari hugmynd. Þótt athyglin beinist að Evrópukjarnorkuvopnunum er mun meira í húfi en þau, þegar ferð George Bush er metin. Sovétmenn lifa í þeirri von að með áróðri og blíðmælgi takist þeim að hafa þau áhrif á almenn- ingsálit á Vesturlöndum, að samningsstaða Bandaríkja- manna í afvopnunarviðræð- unum í Genf sé eyðilögð. Áróður Sovétmanna miðar að því að íbúar Vestur- Evrópu hafni bandarísku kjarnorkueldflaugunum og geri þar með að engu hótun- ina um að þeim verði komið fyrir fallist Sovétmenn ekki á „núll-lausnina“. Takist Sovétmönnum þetta hafa þeir í raun náð þeirri stöðu að með yfirburðum í vopna- búnaði geti þeir skipað Vestur-Evrópuþjóðum fyrir verkum. Kremlverjar væru þá komnir í óskastöðu sérhvers herveldis, að geta náð sínu fram í krafti hern- aðarlegra yfirburða án þess að grípa til vopna. Hér er því gífurlega mikið í húfi fyrir þjóðir Vestur- landa annars vegar og valdhafana í Kreml hins vegar. í þingkosningunum í Vetur-Þýskalandi sem fram fara 6. mars næstkomandi er tekist á um bandarísku eldflaugarnar og þar með um það hvort almenningur í vestrænu lýðræðisríki lætur útsendara Kremlverja róa í sér. Ef kröfur friðarhreyf- inganna um einhliða af- vopnun Vesturlanda hefðu ráðið stefnu stjórnvalda hefðu Sovétmenn aldrei ljáð máls á því að fækka SS-20- -eldflaugum sínum eins og þeir hafa þó gert í viðræð- unum í Genf. Verði það sjónarmið ofan á í Vestur- Evrópu, að ekki skuli reistar skorður við vígbúnaðaræði Kremlverja mun það halda áfram hömlulaust og þeir seilast til meiri áhrifa í lýð- ræðisríkjunum. Af yfirlýsingum sem George Bush gaf í London áður en hann sneri heim til Washington má ráða að hann er bjartsýnn að lok- inni ferð sinni og viðræðum við stjórnarleiðtoga. Vara- forsetanum hefur og tekist að koma viðhorfum Banda- ríkjastjórnar til skila við evrópskan almenning. Um áhrifin skal engu spáð á þessari stundu, en ljóst er að við samningaborðið verð- ur ekki fallið frá „núll- lausninni“ fyrr en í fulla hnefana og nái hún ekki fram kann að takast sam- komulag um fækkun sov- ésku eldflauganna og viðun- andi gagnráðstafanir í Vestur-Evrópu. „Framsóknarmenn“ sameinast Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, lýsti því yfir í Tímanum, málgagni framsóknarmanna, í gær, að hann gerði ágreining í þing- flokki Alþýðubandalagsins vegna kjördæmamálsins. Falla viðhorf Ragnars vafa- laust saman við sjónarmið Páls Péturssonar, þing- flokksformanns Framsókn- ar, sem talaði fjálglega um framsóknarviðhorfin í út- varpinu á þriðjudag. Blaða- mönnum Tímans hafa lík- lega verið gefin um það fyrirmæli að leita með log- andi ljósi að „framsóknar- mönnum" í þinginu og fá þá til að vitna á forsíðu mál- gagnsins. Verður það vafa- laust hinn fríðasti flokkur að lokum en harla fylgislít- ill, enda keppikefli hans að komast inn á þing með sem fæst atkvæði að baki án til- lits til sjónarmiða fjöldans. í gær var framhaldiö í Hæstarétti málflutningi í málum fjór- menninganna, sem sátu að ósekju í gæzluvarðhaldi fyrri hluta árs 1976 í sambandi við svonefnt Geirfinnsmál. Fjórmenn- ingarnir, Einar G. Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen fara allir fram á háar skaðabætur frá ríkissjóði. Málflutningnum í öllum málunum lauk í gær. Hér fer á eftir endursögn frá málflutningnum í gær. Valdimars. Með þessum orðalagi, sagði Gunnlaugur, að verið væri að segja það beinum orðum, að dómar Hæstaréttar í Reykjavík nægðu ekki til að hreinsa mannorð Valdi- mars, heldur aðeins háar bætur. Málflutningi í máli Einars Gunnars Bollasonar gegn fjármálaráðherra f.h. ríkisssjóðs var fram haldið í Hæsta- rétti í gærmorgun. Lögmaður aðal- áfrýjanda, ríkissjóðs, Gunnlaugur Claessen, hélt ræðu sinni áfram, en gera varð hlé á henni á miðvikudag. í síðari ræðu sinni á miðvikudag vísaði Gunnlaugur til dóma í sam- bærilegum málum, þ.e. gæsluvarð- hald að ósekju, í Noregi. Var það niðurstaða dómstóla þar í landi, að einungis bæri að greiða sannanlegt tjón vegna vinnutaps, ekki annan miska. Lagði hann fram skjöl frá ríkissaksóknaranum í Noregi því til stuðnings. Smáatriðatínsla Gunnlaugur sagði allt of mikið gert úr einstökum smáatriðum í máli Einars. Allt væri tínt til og reynt að gera sem mest úr hverju atriði. Undirstrikaði hann, að hneisa Einars hefði verið tímabund- in og hann hefði fengið mannorð sitt hreinsað að fullu. Sagði Gunn- laugur ennfremur, að hann teldi að Einar Bollason hefði ekki fjártjón af gæsluvarðhaldinu þar sem hann hefði haldið launum sínum. Er hann hóf mál sitt að nýju í gærmorgun sagði hann, að við framreiknun bótakrafa hefði upp- runanlega verið stuðst við meðal- talsvísitölu þess árs er dómur gekk. Taldi hann ennfremur í ljósi þess og annarra málsatriða, að hrópandi ósamræmi væri í kröfum gagnáfrýj- anda, þegar tekið væri tillit til fyrri bótagreiðslna í málum svipaðs eðlis. í hnotskurn, sagði Gunnlaugur, að Ingvar Björnsson væri í mál- flutningi sínum að fara fram á, að öllum hingað til viðurkenndum sjónarmiðum væri varpað fyrir róða með það fyrir augum að fá fram eins háar bætur og kostur væri skjólstæðingi sínum til handa. Einstætt mál Ingvar Björnsson mótmælti í síð- ari ræðu sinni samanburði á fyrri fordæmum Hæstaréttar vegna bóta vegna gæsluvarðhalds að ósekju. Sagðist Ingvar vilja leggja áherslu á það fjártjón og þann miska, sem skjólstæðingur sinn hefði orðið fyrir. Aðbúnaðurinn í fangelsinu hefði verið lélegur og þar hefði verið hart lagt að honum að játa á sig glæp, sem hann átti enga aðild að, auk þess sem honum hefði verið meinað að hafa samband við lækni og prest. „Þetta mál er svo sérstakt, að ekki verður líkt við nein önnur mál, sem upp hafa komið á síðari tímum á íslandi," sagði Ingvar að endingu og endurtók þau ummæli sín, að tekið yrði tillit til þessa við ákvörð- un bótagreiðslna. Háar bætur, hreinsað mannorð? Þvínæst var mál Valdimars Olsen tekið fyrir. Gunnlaugur Claessen flutti það fyrir hönd ríkissjóðs, eins og reyndar öll málin fjögur, en Haf- steinn Baldvinsson flutti málið fyrir hönd Valdimars Olsen og Jóns G. Zoega, að svo miklu sem málið snerti hann. í ræðu sinni krafðist Gunnlaugur þess, að áfrýjun dómsins yrði hnekkt og að bótagreiðslur og málssóknarlaun yrðu lækkuð í mikl- um mæli. Þá krafðist hann niður- fellingar málskostnaðar fyrir hér- aði og Hæstarétti. Að öðru leyti vísaði hann í flest- um tilvikum til máls síns í fyrradag, er hann rakti málsatvik í máli Ein- ars G. Bollasonar. Hann gerði hins vegar að umtalsefni þá staðreynd, að Valdimar , Olsen hefði haft skammbyssu undir höndum á heim- ili sínu án tilskilinna leyfa og það hefði ekki orðið til þess að styrkja líkurnar hinum grunaða í hag. Þá vakti Gunnlaugur máls á orða- laginu, þar sem sagði að verulegar bætur gætu undirstrikað sakleysi Máli sínu lauk hann með því að viðurkenna bótaskyldu, en lagði jafnframt áherslu á, að ekki hefðu verið hafðir í frammi tilburðir af hálfu gagnáfrýjanda, Valdimars Olsen, að tíunda þann miska, sem hann hefði orðið fyrir. Tæp 500 þúsund í bætur Hafsteinn Baldvinsson hóf mál sitt á að krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur yrði staðfestur og skjólstæðingi sínum greiddar bætur að upphæð kr. 497.688.75, auk 13% vaxta frá 26. janúar 1976 til 21. maí sama ár, 16% vaxta frá þeim degi til 21. febrúar 1978, 19% vaxta frá Þá hefði nafn hans ekki borið á góma hjá Erlu fyrr en 3. febrúar. Augljóst væri því, að utti samantek- in ráð þeirra þriggja Væri að ræða. Hafsteinn sagði ennfremur, að sú afstaða, sem fram hefði komið í til- kynningu Sakadóms þegar gæslu- varðhaldinu lauk, hefði verið sett fram á særandi hátt og hún hefði engum tilgangi þjónað. í ofanálag hefði ferðafrelsi verið skert að ástæðulausu í kjölfar gæsluvarð- haldsins. Verulegt miskatjón Ljóst sagði Hafsteinn vera, að það sem bæta beri sé fjárhags- og miskatjón það er skjólstæðingur hans varð fyrir meðan á 105 daga gæsluvarðhaldi stóð. Að auki hefði umbjóðandi sinn sætt skertu ferða- frelsi í 50 daga eftir að gæsluvarð- haldi lauk og hann verið undir al- mennu Iögreglueftirliti. Megintjónið taldi Hafsteinn vera þann miska, sem gæsluvarðhaldið hefði valdið skjólstæðingi sínum. Veruleg sérstaða hefði valdið því, að tjón hans af völdum atvinnumissis hefði ekki orðið það er ætla hefði mátt. Hefði hann unnið þannig vinnu, að unnt var að skjóta verk- Aldrei mælt hversu djúpt rógurinn risti Síðumúlafangelsi að innan og utan, en þar dvöldu fjórmenningarnir í gæzlu- varðhaldi í 90—105 daga árið 1976. mál, og fyrir utan fjölmiðla yrði það aldrei mælt hversu djúpt sögusagn- irnar og rógurinn risti, og enn yrði umbjóðandi sinn að þola athugá- semdir tengdar þessu máli frá fólki, sem hann þekkti ekkert. Við mat á miska yrði að meta þetta auk rösk- unar á stöðu og högum. Sigurbjörn Eiríksson sat í gæzlu- varðhaldi frá 11. febrúar 1975 til 9 maí sama ár. Þessa 90 daga sagði lögmaður að Sigurbjörn hefði aldrei verið yfirheyrður fyrir dómi vegna þess máls sem hann sat inni fyrir og ekki hefði verið um það að ræða að samprófa framburð hans og þeirra ungmenna, sem báru á hann sakir. Lögmaður sagði, að fjórmenn- ingarnir yrðu ekki endanlega hreinsaðir af grun fyrr en dómur hefði gengið í þessu máli fyrir Hæstarétti. Jón Ólafsson sagði að þarna hefðu hræðileg mistök átt sér stað og sagði að sér virtist sem rannsóknarmenn hefðu í upphafi gefið sér niðurstöðu, sem þeir hefðu síðar ætlað sér að sanna. þeim degi til 31. mars 1979, 22% vaxta frá þeim degi til 14. júní sama ár, 34,5% vaxta frá þeim degi til 1. september sama ár, 39,5% vaxta frá þeim degi til 1. desember sama ár, 43,5% vaxta frá þeim degi til 1. júní 1980, 46% vaxta frá þeim degi til 1. mars 1981, 42% vaxta frá þeim degi til 1. júní sama ár, 39% vaxta frá þeim degi til 1. nóvember 1982 og 47% vaxta frá þeim degi til dagsins í gær að telja, auk dómsvaxta frá þeim degi. Til vara krafðist Hafsteinn þess, að ríkissjóður greiddi lægri upp- hæð, sem Hæstiréttur ákvæði með sömu vöxtum og tilgreindir voru. Þá krafðist hann þess, að hinn áfrýjaði málskostnaður yrði staðfestur. Hafsteinn rakti í stuttu máli at- burðarásina eins og hún kom skjolstæðingi hans fyrir sjónir fyrir réttum 7 árum og vakti fljótlega at- hygli á þeim rangfærslum, sem fram hefðu komið í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar, að framburður þeirra Erlu Bolladóttur, Sævars Ciecielskis og Kristjáns Viðars Við- arssonar hefði verið ástæðan fyrir gæsluvarðhaldi Valdimars Olsen. „Þetta er einfaldlega rangt,“ sagði Hafsteinn. Því til stuðnings benti hann á, að hvorki Erla né Kristján Viðar hefðu nefnt nafn Valdimars Olsen í yfirheyrslum áð- ur en hann var látinn sæta 45 daga gæsluvarðhaldi að morgni hins 26. janúar 1976, sem síðan var tvívegis framlengt í 30 daga í hvort skipti. Hins vegar sagði Hafsteinn, að Sævar hefði nefnt Valdimar Olsen á nafn í yfirheyrslum þann 22. janú- ar, en dregið þann framburð sinn til baka þremur dögum síðar. Kristján Viðar hefði ekki minnst á hann fyrr en 27. janúar, daginn eftir að Valdi- mar var hnepptur í gæsluvarðhald. Frá málflutningi fyrir Hæstarétti vegna bóta fyrir gæzluvarðhald að ósekju efnum hans á frest þar til hann losnaði úr gæsluvarðhaldinu og gat þá tekið til við þau á ný. Auk þeirra þjáninga, sem skjól- stæðingur sinn hefði liðið í fangelsi, hefði hann orðið fyrir verulegum óþægindum og röskun á stöðu sinni í þjóðfélaginu vegna gæsluvarð- haldsins. Enn þann dag í dag brydd- aði enn á þeirri hneisu og þeim mannorðsmissi, sem hann hefði orð- ið fyrir vegna máls þessa. „Mér er til efs, að mannorðsmissir skjól- stæðings míns verði nokkru sinni bættur," sagði Hafsteinn. Mannréttindabrot Þá gerði lögmaður að umtalsefni sinnuleysi fangavarða í garð um- bjóðanda síns og vakti máls á þeirri staðreynd, að honum var ekki leyft að lesa dagblöð, né hlýða á útvarp. Hann undirstrikaði að eingangrun af því tagi, sem skjólstæðingi sínum hefði verið gert að sæta, bryti í bága við mannréttindalöggjöf Evrópu. Hafsteinn sagði, að þáttur fjöl- miðla væri stór í þessu umfangs- mikla máli. Nafnbirtingar hefðu hafist strax eftir að menn voru hnepptir í gæsluvarðhald og dag- blöðin hefðu gengið vasklega fram í rógburði. Þá hefðu þættir í útvarpi og sjónvarpi, auk hlutdeildar mik- ilsmetinna manna í þjóðfélaginu, átt drjúgan þátt í að móta almenn- ingsálitið á þann veg er varð. „Um- ræðan fór jafnvel inn í sali Alþing- is,“ sagði Hafsteinn og bætti því við, að allir hefðu verið orðnir sann- færðir um, að hérlendis væru komin á fót skipulögð glæpasamtök, sem ekki víluðu fyrir sér að myrða menn ef svo bæri undir. Uppreisn æru Þá vék lögmaður að bótum þeim er skjólstæðingi sínum bæru og vitnaði þar til 151. greinar laga nr. 74 frá árinu 1974. Er hann fjallaði um bætur skjólstæðingi sínum til handa vitnaði hann til máls frá ár- inu 1955, er Bandaríkjamaður var að ósekju látinn sæta frelsissvipt- ingu og vist á Kleppi í sólarhring. Sagði lögmaður honum hafa verið dæmdar bætur að upphæð kr. 15.000. Þær væru jafnvirði 3.374.500 nýkróna í dag. Hafsteinn sagði það tilhneigingu í fyrri dómum Hæstaréttar að ákvarða tiltölulega lægri bætur eft- ir því sem gæsluvarðhald væri lengra. Sagðist hann telja að þessu ætti að vera þveröfugt farið að sínu mati, þar sem langt gæsluvarðhald að ósekju hefði óumdeilanlega meiri áhrif til hins verra en stutt. Enn- fremur sagðist hann ekki telja, að veita bæri ríkinu magnafslátt á frelsisskerðingu. Lokaorð Hafsteins Baldvinssonar voru á þá leið, að umbjóðandi hans hefði í hartnær 7 ár verið að sækja bætur til ríkisins. Því skipti hann miklu máli, að hann fengi á tilfinn- inguna, að þjóðfélagið viðurkenndi skuld sína við hann og væri reiðubú- ið að bæta honum tjón hans og veita honum uppreisn æru. Aldrei mælt hversu djúpt rógurinn risti Jón Ólafsson lögmaður gerði kröfur um 475 þúsund krónur í bæt- ur fyrir umbjóðanda sinn, gagn- áfrýjanda Sigurbjörn Eiríksson, auk sömu vaxta og í kröfu máls Valdimars Olsen, og að dómur hér- aðsdóms varðandi málskostnað yrði staðfestur í Hæstarétti. Lögmaður- inn sagði, að til að gera sér grein fyrir þeim miska, sem Sigurbjörn hefði orðið fyrir, þyrfti að hafa í huga stöðugt upplýsingastreymi og ótímabærar yfirlýsingar frá rann- sóknaraðilum til fjölmiðla. Einnig slúðursögur, sem mjög hefðu beinzt að Sigurbirni og fyrirtæki hans, veitingahúsinu Klúbbnum. Hann sagði, að umbjóðandi sinn hefði orðið að þola mikla ófræg- ingarherferð, og rógur hefði bitnað á rekstri veitingahússins. Margoft hefði verið fullyrt, að fjórmenn- ingarnir hefðu farið frá Keflavík oftar en einu sinni til að sækja smygl, og í fyrirsögn í dagblaði frá þessum tíma hefði staðið, að nú væri öll skipshöfnin komin undir lás og slá, en þá hefðu þeir fjórir verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald. Þó svo, að þeir hefðu verið látnir lausir, hefðu þeir ekki verið hreinsaðir af grun í hugum margra, og með tak- mörkuðu ferðafrelsi að gæzluvarð- haldi loknu hefðu rannsóknaraðilar reynt að afsaka gerðir sínar, en þó ekki með öllu viðurkennt mistök sín. Auk stöðugra rógskrifa hefði verið sérstakur sjónvarpsþáttur um þetta Líðanin vægast sagt slæm Um aðstæður Sigurbjörns sagði lögmaður, að fjölskylda Sigurbjörns væri stór og því hefði þessi tími í gæzluvarðhaldi verið mjög erfiður. Tillitsleysi hefði verið sýnt við handtöku Sigurbjörns og Sigur- björn hefði lýst því yfir í frásögn, sem ekki væri vefengd og talin ýkju- laus, að í gæzluvarðhaldi hefði líðan hans í einu orði sagt verið slæm. Þar segði hann frá því, að hann hefði ekki vitað hvort rannsókn- armenn væru að tala í gamni eða alvöru, hann hefði ítrekað verið beðinn að lýsa bátnum, sem þeir áttu að hafa farið á, og einnig að teikna þennan bát. Eftir að þeir hefðu verið látnir lausir hefði við- mót fólks verið einkennilegt og það hefði loðað við þá, að þeir væru ekki saklausir, heldur staðið málið af sér með hörku. Andlegt og veraldlegt tjón, sem umbjóðandi sinn hefði orðið fyrir, sagði lögmaður erfitt að meta. Hann nefndi sem dæmi, að Sigur- björn hefði orðið að selja bifreiðir og afurðir bús síns á lægra verði en annars. Kröfuhafar hefðu gengið harðar fram en ella, lánastofnanir hefðu haldið að sér höndum vegna Geirfinnsmálsins og þvi moldviðri, sem þyrlað hefði verið upp í kring- um það. Þar sem Sigurbjörn væri sjálfstæður atvinnurekandi væri erfitt að meta bein vinnulaun hans. í því sambandi benti lögmaður á gögn erlendis frá, sem lögð hefðu verið fram í máli Einars Bollasonar. í þeim kæmi fram að fjártjón væri aðeins metið, ekki miski, en mestar bætur hefðu verið dæmdar sjálf- stæðum atvinnurekanda. Að lokum sagði Jón Ólafsson lög- maður Sigurbjörns Eiríkssonar, að tímabundin mannorðsskemmd væri eitt, en auk þess væri ljóst, að svona hlutir gleymdust ekki. Enn væri verið að minna umbjóðanda sinn á þetta mál. Til að veita honum upp- reisn æru þyrfti að veita .honum bætur, sem sýndu að hann hefði set- ið alsaklaus í gæzluvarðhaldi. Kraf- an væri alls ekki ósanngjörn miðað við þann miska, sem Sigurbjörn hefði orðið fyrir. Ásetningur réttar- þjóna ríkisins Hafsteinn Baldvinsson lögmaður Magnúsar Leópoldssonar gerði kröfu um 497.700 króna bætur, auk vaxta, til handa umbjóðanda sínum og greiðslu málskostnaðar. Lögmað- ur vitnaði í mál Valdimars Ols^n um aðdraganda gæzluvarðhaldsins, en vék síðan talinu að gerð leir- myndar. Sagði hann að 23. nóvember 1974 hefðu tveir aðilar verið fengnir til að teikna mynd af manni þeim, sem kom inn í Hafnarbúðina í Keflavík kvöldið sem Geirfinnur Einarsson hvarf. Hafði þá verið lýst eftir manni þessum og var teikningin gerð samkvæmt lýsingu tveggja sjónarvotta. Síðan hefði verið mót- uð leirsytta af höfði þessa manns samkvæmt lýsingu sjónarvotta (að sögn), en styttuna hefðu ýmsir talið líkjast Magnúsi Leópoldssyni. Lögmaður sagði hins vegar að nú væri staðfest að annar þessara sjón- arvotta hefði ekki komið í Hafnar- búðina umrætt kvöld og líkur bentu til, að leirstyttan hefði verið gerð eftir ljósmynd af Magnúsi Leó- poldssyni, en ekki lýsingu sjónar- votta. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur hefði þetta verið skipu- lagt. Lögmaðurinn sagði, að Magnús Leópoldsson tengdist þessu máli fyrir hrein afglöp eða beinan ásetn- ing réttarþjóna ríkisins. Síðan rifj- aði hann upp mál Guðpbjarts Ein- arssonar og þátt Hauks Guð- mundssonar í því. Auk þeirrar rösk- unar á högum og þeirrar martraðar, sem fylgt hefði gæzluvarðhaldinu, hefðu réttarins þjónar einnig unnið markvisst að því, að tengja Magnús þessu máli. Lögmaður sagðist hafa bent rannsóknarmönnum á fjögur vitni, sem hefðu getað staðfest hvar Magnús hefði haldið sig að kvöldi 19. nóyember 1974, en þau vitni hefðu verið yfirheyrð seint og sum aldrei og hann hefði m.a. fengið þau svör, að rannsóknarmenn hefðu ým- islegt annað að gera, en að hlaupa á eftir tilbúnum framburði starfs- fólks Klúbbsins. Þá 105 daga, sem Magnús hefði setið í gæzluvarð- haldi, frá 26. janúar til 9. maí 1976, hefði hann aðeins tvívegis verið yf- irheyrður fyrir dómi. Hann vitnaði í norska doktorsritgerð um gæzlu- varðhald um að í mörgum tilvikum væri gæzluvarðhaldi beitt til að brjóta menn niður og fá þá til að játa, en slíkt bryti í bága við lög. Hafsteinn Baldvinsson sagði það myndi óhjákvæmilega koma til hækkunar bóta, að umbjóðandi sinn var handtekinn að nóttu til að konu og börnum ásjándi. Einnig stöðugt upplýsingastreymi til fjölmiðla, sem hefði gefið þeim, tilefni til rangra ályktana og vitnaði lögmað- ur síðan í frásagnir í fjölmiðlum. Þá sagði hann það þyngja bótaskyldu, að rannsóknaraðilar hefðu haldið blaðamannafundi um gang rann- sóknarinnar. Málið hefði gengið svo langt, að það hefði verið rætt á Al- þingi íslendinga. Angist og sálarkvöl Lögmaður rakti síðan angist og sálarkvöl Magnúsar er hann var rif- inn frá heimili sínu og fjölskyldu um miðja nótt og lokaður inni í litl- um klefa og tengdur hvarfi Geir- finns Einarssonar. Lýsti hann líðan Magnúsar í vistinni, innilokunar- kennd, sem jókst dag frá degi, magakvölum, andlegu niðurbroti, tilraunum til að fá flutning á sjúkrastofnanir og jafnvel á Litla- Hraun til að losna úr þessum klefa. Við málflutning fyrir undirrétti ár- ið 1979 kom fram, að eftir að Magn- ús losnaði úr gæzluvarðhaldinu hefði hann mátt þola glósur tengdar máli þessu og viðskipti hefðu jafn- vel verið dregin til baka er ljóst var hver átti í hlut og enn hefði Magnús ekki þá náð andlegri eða líkamlegri heilsu. Meðan gæzluvarðhaldið stóð yfir sagðist Hafsteinn hafa ritað ríkis- saksóknara og farið fram á vistun á sjúkrastofnun þar sem það þjónaði ekki rannsókn málsins að svipta umbjóðanda sinn geðheilsunni. Því hefði verið synjað. Magnúsi hefði verið gefin 30 milligrömm af valium á dag og 10 grömm af mogadon, en valiumskammturinn hefði verið lækkaður niður í 10 milligrömm að ósk Hafsteins Baldvinssonar. Lög- maðurinn vitnaði síðan í handbók um lyf þar sem segir, að valium sé ekki ráðlegt að nota í lengri tíma vegna hættu á ávananotkun. Þá sagði hann, að Heilbrigðisráð Reykjavíkur hefði á þessum tíma talið hámark vistunartíma í miðju Síðumúlafangelsis einn sólarhring. Klefi Magnúsar hefði einmitt verið í miðju hússins og þar hefði Magnús dvalið í 54 daga. Aðbúnaðurinn hefði enn aukið á kvalir hans, and- legar og líkamlegar, auk þess, sem hann hefði ekki staðist heilbrigð- iskröfur. Á Alþingi hefðu fjórmenningarn- ir verið úthrópaðir sem úrþvætti. Hægt væri að leggja fram blaða- úrklippur sem sýndu hve miklum mannorsðsskemmdum Magnús hefði orðið fyrir. Hins vegar væri ekki hægt að mæla slúður og gróu- sögur, en ljóst væri að æra og mannorð Magnúsar hefðu hlotið tímabundinn og varanlegan skaða. Fjölskyldan hefði haft mikil óþæg- indi af máli þessu. Dætur Magnúsar hefðu verið sendar í burtu og eig- inkona hans hefði tekið við starfi Magnúsar í Klúbbnum til að atvinnufyrirtækið yrði rekið áfram. Eftir að Magnús var laus úr gæzlu- varðhaldinu hefði hann verið gjör- breyttur maður og flúið frá borg- inni í fámenna sveit. Fjölskyldan hefði verið rænd glaðværð, þrúg- andi þögn hefði tekið við. Þó Magnús hefði haldið launum sínum meðan hann sat í gæzlu- varðhaldi hefði það verið vegna aukinnar vinnu konu hans. Skuld- heimtumenn hefðu gengið harðar fram en áður og að lokum hefði Magnús orðið að selja íbúð sína í Kópavogi til að tryggja rekstur fyrirtækisins og þar sem lá á að fá peninga hefði hann orðið að taka fyrsta tilboði, sem þó hefði verið verulega lægra, en talið var að fást myndi fyrir íbúðina. Stórar ályktanir dregnar af litlu efni Gunnlaugur Claessen, lögmaður aðaláfrýjanda, fjármálaráðherra og ríkissaksóknara, gerði kröfur um að bótakröfur fjórmenninganna og lögmanna þeirra yrðu lækkaðar til mikilla muna. Hann sagðist í mál- flutningi sínum hafa reynt að skýra hvernig mál hefðu horft við á sínum tíma frá sjónarhóli rannsóknar- manna. Þá gat hann þess, að fjór- menningarnir hefðu allir fengið fé að láni frá ríkissjóði. í Morgunblað- inu í gær er nánar greint frá mál- flutningi lögmanns aðaláfrýjenda. Varðandi mál Magnúsar Leó- poldssonar sagði Gunnlaugur Claes- sen, aðaláfrýjandi, að í stefnu og greinargerð lögmanns kæmi fram, að hann hefði á sínum tíma meðan á gæzluvarðhaldi stóð óskað eftir, að Magnús Leópoldsson yrði vistaður á sjúkrastofnun þar sem geðheil- brigði hans væri í hættu. Læknir fangelsisins hefði verið spurður álits og hefði hann ekki talið ástæðu til sérstakrar vistunar, hans vanda- mál hefðu verið svipuð þeim, sem fjölmargir fangar ættu við að stríða. Ástand Magnúsar hefði síð- an breyzt til hins betra. Gunnlaugur sagði, að í ræðu Ha- fsteins Baldvinssonar væri langt seilst og stórar ályktanir dregnar af litlu efni. Á sínum tíma hefði vitni hins vegar sagt Vilmundi Gylfasyni, þá blaðamanni, að maðurinn, sem styttan var af væri allt annar mað- ur en Magnús Leópoldsson. Haf- steinn Baldvinsson hefði mikið stuðst við frásagnir þessa sama vitnis. Um dvölina í Síðumúlafang- elsi vitnaði Gunnlaugur í fangavörð þar, sem gerði ýmsar athugasemdir við frásögn Magnúsar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.