Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Salome Þorkelsdóttir: Heimilisfræði — hollar lífsvenjur Salómc 1‘orkelsdóttir (S) mælti í gær í Sameinuðu þingi fyrir tillögu sem hún flytur, ásamt sjö öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks, þess efnis, að ríkisstjórnin skuli hlutast til um að við endurskoðun aðal- námskrár grunnskóla verði ákveð- inn lágmarksstundafjöldi í heimilis- fræðum í öllum bekkjum grunnskól- ans. Meginmarkmið heimilisfræðanáms Salome l»orkclsdóttir (S) sagði m.a. að heimilisfræðin spannaði margar námsgreinar, matreiðslu og framleiðslufræði, matvælaefn- afræði, hreinlætisfræði, heimil- ishagfræði, vörufræði, áhalda- fræði, vinnufræði, híbýlafræði og ungbarnameðferð, svo eitthvað sé nefnt. Öll þessi námssvið snerta daglega tilveru einstaklingsins og mörg þeirra eru stórir þættir í lífi hans. Þekking á þessum sviðum væri mikilvæg, bæði fyrir ein- staklinginn og þjóðfélagið. Salome sagði meginmarkmið heimilisfræðanáms vera: • að efla skilning nemenda á hlutverki heimilisins, • að auka þekkingu þeirra og leikni í heimilisstörfum, • að auka skilning og áhuga nem- enda á hollustu og heilbrigði, • að vekja skilning og áhuga á góðri nýtingu og umhirðu verð- mæta, hagsýni í heimilisrekstri og hagsmunamálum neytenda, • að glæða áhuga á gildi vinnu- tækni, • að veita innsýn í vistfræðileg lögmál og glæða áhuga á umhverf- isvernd, • að glæða sjálfstæði, sam- starfsvilja og samábyrgð. Það þarf að hafa hugfast, sagði Salome, að búsýsla og heimilistörf eru viðfangsefni sem varða jafnt karla og konur og breyttir þjóð- lifshættir og vinnuþátttaka kvenna krefjast samstarfs á heim- ili í þessum efnum. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður Hyggilegt fæðuval, rétt meðferð matvæla og matreiðsla í samræmi við næringarfræðilega þekkingu og viðurkennda hollustuhætti skipta miklu í lífi hvers einstakl- ings. Misjöfn aðstaöa til heimilisfræðanáms Salome vék síðan að húsnæðis- aðstöðu til kennslunnar, menntun kennara, afstöðu forráðamanna í fræðslukerfinu og fjárveitinga- valdi, sem allt spilaði inn í fram- vindu í þessari mikilvægu náms- grein. Víða skorti kennslukraft á þessu sviði og því þyrfti að efla valnámsgreinina heimilisfræði í Kennaraháskóla íslands. Hún sagði heimilisfræði nú aðeins kennd í 80 af 220 grunnskólum landsins, og víðast væru kennslu- stundir fáar. Nær ailir grunn- skólar í Reykjavík hafi einhverja kennslu í námsgreininni en utan Reykjavíkur nær hún aðeins til um 20 grunnskóla. Hér væri því átaks þörf. Salome vék að margskonar hag- nýtri kennslu og minnti m.a. á, að framhaldsnemendur Fjölbrauta- Qlíugjald — olíusjóður: Sjö atkvæða lög Stjórnarfrumvarp um Olíusjóð fiskiskipa, olíugjald o.fl. varð að lögum í efri deild Alþingi í gær. Frumvarpsgreinar og ákvæði til bráðabirgða vóru samþykktar með 7:5 og 7:4 atkvæðum. Breytingartillaga frá Guðmundi Karlssyni (S) og Agli Jónssyni (S), varðandi útflutningsgjald af sölu fiski- skipa í erlendum höfnum, var felld. Það vekur athygli að þarna verður frumvarp að lögum með 7 atkvæðum í 20 manna þingdeild, 13 deildarmenn greiða atkvæði gegn frumvarpinu eða vóru fjarverandi. Lögin fela í sér 4% útflutn- ingsgjald, sem kemur til viðbótar 5.5% útflutningsgjaldi, á sjávar- vöruframleiðslu ársins 1983. Stofnaður er Olíusjóður, sem tek- ur að sér að greiða niður olíuverð til fiskiskipa (um 35%). Hér er endurvakið sjóða- og millifærzlu- kerfi, eða eins og segir í nefndar- áliti sjálfstæðismanna í minni- hluta sjávarútvegsnefndar efri deildar, sem fyrr er getið: „Nú fylgir böggull skammrifi, því vakinn er upp sá draugur sem allir sanngjarnir menn héldu að kveðinn hefði verið niður fyrir fullt og allt fyrir 6 árum, þ.e. sjóða- og millifærslukerfi sjávarútvegsins, sem drepur niður heilbrigðan rekstur, jnetnað og sjálfsbjargarvitund. Stofnun olíu- sjóðs til niðurgreiðslu á olíu til fiskiskipa teljum við óheillaspor sem ekki eigi að stíga. Miklu væri það heilbrigðara og heilladrýgra, að fiskkaupendur greiddu seljand- um kostnaðarhlutdeild í veiðun- um“. skólans í Breiðholti í málm- og tréiðnaðardeildum hafa tekið að sér smíði á eldhúseiningum, og væri það gott dæmi um hagnýta kennslu í verkmenntun. Undirstöðuþekking í næringar- og neytendafræðum Loks vék Salome að neyzlu- könnun meðal skólabarna, 10—14 ára, sem framkvæmd var í fjórum grunnskólum í Reykjavík 1977 og 1978. Niðurstaðan hefði verið sú, að mataræði barna væri mjög ábótavant. Mikilvægra næringar- efna hefði verið vant. Það hafi verið einróma álit þeirra, sem að stóðu, að gera þyrfti stórt átak til úrbóta. Grunnskólinn er því kjör- inn vettvangur til þess að veita þá fræðslu sem að haldi kemur á þessu sviði þar sem hann nær til allra ungmenna. Orðrétt sagði Salome: „Með aukinni menntun kvenna og breyttum þjóðlífsháttum vinna æ fleiri konur utan heimilis og taka vaxandi þátt í stjórnmála- og félagsstarfi hverskonar, sem fram til þessa hefur verið vettvangur karla. Það færist í vöxt að foreldr- ar skipti með sér heimilis- og uppeldisstörfum. Þessi breyting gerir það brýnna að skólarnir leggi rækt við kennslu i heimilisfræðum ....“ Undirtektir góðar Helgi Seljan (Abl.) og Guðrún Helgadóttir (Abl.) tóku mjög já- kvætt undir tillögu Salome og sjö meðflutningsmenn hennar úr Sjálfstæðisflokki. Helgi sagði stuðning við tillögunna ná út fyrir þann „stóra og samstæða flokk", sem flutningsmenn væru úr. Guð- rún tók og jákvætt í málið en sagði vanta heildarstefnu í skóla- málum, sem gerði alla fram- kvæmd erfiðari. Hún gagnrýndi það m.a. að Háskóli íslands, sem vera ætti akademía, þar sem kennarar stunduðu vísinda- og rannsóknarstörf, lægi undir ásókn ýmiskonar starfsþjálfunarhópa, eins og hjúkrunarfræðinga. Undiröldur og baksviðsfundir Þessa dagana eru margvíslegar hræringar baksviðs á Alþingi, sem ekki koma upp á yfirborð umræðna í þingdeildum. Þingmál ýmiskonar eru í biðstöðu, meðan fjallað er milli manna og flokka um kjördæmamál og starfshætti þings, fram til hugsanlegs þingrofs. Flokkarnir ganga sem óðast frá framboðum, enda flestra mál, að þinghald standi stutt eitt fram yfir næstu mánaðamót og kosningar séu í sjónmáli. Hér má sjá Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks sjálfstæðismanna og Matthías Á. Mathiesen, fyrsta þingmann Reyknesinga. Þeir eru e.t.v. að nota veðurútlitið. Stuttar þingfréttir Lögreglustöð í Mosfells- hreppi — Fundað um bráðabirgðalögin í dag Fundur í neðri deild í dag Fundur hefur verið boðaður í neðri deild Alþingis í dag og eru bráðabirgðalögin á dagskrá. Um- ræðu verður væntanlega haldið áfram en margir þingmenn eru á mælendaskrá. Ekki skal hér um sagt, hvort þau koma til atkvæða, en það er þó talið ólíklegt, enda stendur viljj fjölmargra þing- manna til þess að kjördæmamálið, sem er í biðstöðu fram yfir helgi, vegna miðstjórnarfundar í Fram- sóknarflokki, hafi forgang. Þeir sem þaö vilja telja hættu á, ef at- kvæðagreiðsla um bráðabirgðalög- in fer ekki að vilja stjórnvalda, þá verði þing rofið án þess að takist að ná fram leiðréttingu á vægi at- kvæða. Lögregluvarðstöð í Mosfellshreppi Salome Þorkelsdóttir (S) hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um lögreglu- varðstöð í Mosfellshreppi: „Al- þingi ályktar að ríkisstjórnin hlutist til um að komið verði á fót lögregluvarðstöð í Mos- fellshreppi ásamt tilheyrandi búnaði og fjölgun í lögregluliði sýslumannsembættis Kjósar- sýslu, svo að unnt verði að þjóna Kjalarneshreppi og Kjósar- hreppi auk Mosfellshrepps." I langri greinargerð er m.a. vakin athygli á því að þörfin fyrir þessa þjónustu hafi stór- aukizt á sl. árum, en í dag búi 3.300 manns í Mosfellshreppi og milli 500 og 600 manns í Kjal- arnes- og Kjósarhreppum. „Vesturlandsvegur liggur um þéttbýlasta hluta Mosfells- hrepps og sker raunar byggðina í tvennt með þeim hætti, að sam- gangur milli hverfa er ógerlegur án umferðar yfir veginn. Opin- ber þjónusta, svo sem skólar, barnaheimili, íþróttasvæði o.fl. er öll staðsett öðru megin vegar- ins og sama gildir um verzlanir." Þessu fylgi slysahætta sem nauðsynlegt sé að bregðast við. Hatton Rochall-svæðið Utanríkismálanefnd hefur skilað samdóma áliti um þings- ályktunartillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar o.fl. um hafs- botnsréttindi í suðri. Nefndin leggur til að tillagan verði sam- þykkt lítið eitt breytt. f breyt- ingu nefndarinnar hljóðar tillögugreinin svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að vinna að sam- komulagi við Færeyinga, Breta og íra um yfirráð á Hatton Rockail-hafsbotnssvæðinu í samræmi við ákvæði hafréttar- sáttmálans. Alþingi felur utan- ríkismálanefnd að starfa með ríkisstjórninni að framgangi málsins.“ Ujóðólfshagi I í Holtahreppi Magnús H. Magnússon, Stein- þór Gestsson, Eggert Haukdal og Guðmundur Karlsson flytja frumvarp til laga, þess efnis, að ríkisstjórninni sé heimilt að selja Stefáni Jónssyni jörðina Þjóðólfshaga I í Holtahreppi, Rangárvallasýslu. Stefán hefur byggingarbréf fyrir jörðinni og hefur húsað hana. Hreppsnefnd Holtahrepps mælir með sölunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.