Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 13 Kjúklingaverð hér og í Danmörku: Lakara kyn, orkuverð hærra, fóðurbætisskattur Hluti skýringarinnar á því hvers vegna kjúklingar eru hér 140,3% dýrari en i Danmörku „Ástæður þess að verð á kjúkl- ingum er svo miklu hærra hér en í Danmorku eru fjölmargar," sagði Gunnar Jóhannsson, bóndi á As- mundarstöðum í Rangárþingi, í samtali við Morgunblaðið f gær. „Ég get til dæmis nefnt að við er- um með kjúklingakyn sem gefur minna af sér en það sem Danir nota, orkuverð er hér mun hærra, fóðurbætisskatturinn illræmdi er snar þáttur í þessu og fleira mætti nefna,“ sagði Gunnar. Gunnar rekur eitt stærsta kjúklingabú landsins á Ásmund- arstöðum ásamt bræðrum sín- um, og hann á sæti í stjórn Fé- lags kjúklingabænda. í sjónvarpi kom nýlega fram hjá Jóhannesi Gunnarssyni hjá Verðlagsstofn- un, að verð kjúklinga er hér mun hærra en í Danmörku. Jóhannes sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að verðið væri 140,3% hærra í Reykjavík en í Kaupmannahöfn hvert kg. Hér kostaði hvert kg. 122,55 krónur, en í Kaupmannahöfn 51,00 krónu. Verðið sagði hann miðað við lok síðasta árs, könn- unin hefði verið gerð á svipuðum tíma í löndunum, fyrir gengis- fellinguna í upphafi þessa árs. Jóhannes sagði kjúklinga hér á landi vera selda án söluskatts, en í Kaupmannahöfn væri 22% söluskattur, sem væri innifalinn í áðurgreindu verði þar. „Meðal þess sem er mikilvæg- ast í því að skýra þennan verð- mun,“ sagði Gunnar Jóhannsson, „er það, að hér á landi þurfum við 4 til 4,5 kg af fóðri til að framleiða hvert 1 kg af kjúkling- um. í Danmörku þarf hins vegar ekki nema 2 kg til að framleiða sama magn. Mismunurinn liggur í því, að þeir nota önnur kyn en við. Við ræktum hér kjúklinga af norskum stofni, sem ekki gefur eins mikið af sér. Þar hefur hann verið ræktaður lengi án sjúk- dóma, og það hefur þótt of mikil áhætta að taka hingað til lands nýja stofna, sem ef til vill flytja með sér sjúkdóma sem við höf- um verið lausir við. Þetta er hins vegar spurning um hvort það telst áhættunnar virði eða ekki. Ef til vill má segja að um sé að ræða að ná fram 20 til 30% meiri hagkvæmni fyrir 1% áhættu eða minni. Sú áhætta kann þó að vera meiri en nóg, og kjúkl- ingabændur hér á landi hafa ekki leitað stíft eftir því að fá að flytja inn ný kyn, hvað sem verð- ur. Hér notum við því mun meira fóður, og það segir til sín með fóðurbætisskattinum, sem gerir um 10% af heildarverðinu. Þá erum við einnig mjög háð geng- isbreytingum í okkar fóðurbæt- iskaupum, nú er til dæmis ókom- in í verðlagið 20% fóðurbætis- hækkun vegna gengisfellingar og gin- og klaufaveikinnar í Danmörku. Það hefur áhrif til hækkunar hér því við keyptum fóðurbætinn af Dönum. Upp- haflega kemur fóðrið hins vegar allt frá Bandaríkjunum, og öll- um er kunnug hin óhagstæða þróun dollarans undanfarin misseri. Enn eitt sem þarf að hafa í huga, er að orkuverð hér er mun hærra en í Danmörku. Við höf- um okkar fallvötn og stóru virkj- anir en Danir framleiða raf- magn með olíukyndingu. Þó kostar raforkan þar ekki nema V& af því sem við greiðum hér, en kjúklingabú nota mikið raf- magn. I um 60% verðbólgu hér undanfarin ár hefur rafmagn verið að hækka um 120% á ári. Þá skiptir það vafalaust einnig miklu máli þegar litið er á þessi mál í heild, að hér er og hefur heldur verið amast við kjúkl- ingarækt en hitt. Hún á ekki upp á pallborðið hjá stjórnvöldum, nema þá sem tekjuöflunarleið til að fá fjármagn til niðurgreiðslu á kindakjöti. Meðan þannig er ástatt er varla von á góðu, þegar svo við bætist hið endalausa ör- yggisleysi í öllu efnahagslifi hér,“ sagði Gunnar að lokum. blillliil.liliUIJ Jóhann Hjálmarsson Ólafur Jóhann Sigurðsson: NOKKRAR VÍSUR UM VEÐRIÐ OG FLEIRA. Kvæði 1934—1951. Önnur útgáfa aukin. Mál og menning 1982. Nokkrar vísur um veðrið og fleira er með hófsamari bókar- heitum og sama má segja um ljóð- in. Þau eru flest yfirlætislaus og eins og kveðin til hugarhægðar. Bókin kom fyrst út 1952, en nú birtist hún í annarri útgáfu með viðauka, þ.e.a.s. kvæðum frá sama tímbili. Þetta er í alla staði hin geðfelldasta ljóðabók. Eins og mönnum er kunnugt kom Ólafur Jóhann Sigurðsson fram á ný sem ljóðaskáld með Að laufferjum (1972) eftir tuttugu ára Þráin hlé. Síðan kom Að brunnum (1974) og Virki og vötn (1978). Þegar ljóðin í Nokkrar vísur um veðrið og fleira eru borin saman við ljóðin í helstu bókum skáldsins kemur í ljos að það er greinilegt samhengi í skáldskap þess. Yrkis- efnin eru lík, vinnubrögð svipuð og alltaf vönduð. Fögnuður yfir undrum náttúr- unnar og hin rómantíska þrá leyna sér ekki í Kvöldvísu til dæmis: Eldský í vestri speglar lítil lind, logandi skikkja sveipar fjallsins tind, en gullnir strengir milli trjánna titra og tvístrast ört um lauflð stillt og rótt. Senn munu dalir drúpa um sumarnótt og döggin ta r á svölum runnum glitra, litirnir slokkna, lindin breyta svip og lognkyrr móða hjúpa tindinn gráa. Senn munu kvöldsins léttu skýjaskip skarlatsrauð hverfa út í geiminn bláa, en lyngið njóta draums við dökkan stein í djúpri kyrrð. Og engill Ijósrar nætur blikvængjum hylur blóm við fjallsins rætur. Blundar þá jörð. Og þrá mín vakir ein. jr ^ ^ Ólafur Jóhann Sigurósson vakir Fljótið, eina órímaða ljóðið í bókinni, er mælskt eins og slík ljóð verða oft hjá þeim sem er hefðbundið form tamara. Það er í senn vegsömun náttúru og hug- leiðing um vegferð mannsins. I Viðauka er eitt ljóð þar sem hin næma náttúruskynjun skálds- ins víkur fyrir ugg sem er í ætt við myrka lífssýn efasemdamanna meðal samtímaskálda: Kinn leitar þögla nótt að sjálfum sér. A sömu nóttu annar fótaber í örvæntingu í yztu myrkur flýr undan þeim streng, sem við hans hjarta býr. I»ú gengur einn um hverfulleikans heim. Sem hnöttur stakur brunar kaldan geim, unz aldur leysir liti hans og gerð, svo lýkur einnig þinni brautarferð. (Tómleikastökur) UM HELCINA — 1983 ÁRGERÐIRNAR OPIÐ: LAUCARDAC FRÁ KL. 10.00 -17.00 SUNNUDAC FRÁ KL. 13.00 -17.00 Auöi I AUD1100 - JETTA CL PASSAT CL - G0LF C G0LF CL - G0LF c sendibfll vw sendibíll (Rúgbrauð) meö vatnskældri bensínvél vw „Double Cab" vinnuflokkabíll, með vatnskældri dieselvél audi 100 var valinn bíll ársins 1983 í Evrópu vestur - þýskt handbragð, hugvit og natni [hIheklahf Laugavegi 170 -172 Sími 212 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.