Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 17 Samvinnuferðir — Landsýn: Meiri áhersla á fjöl- skylduferðir í ár iil jfc * § Samvinnuferðir-Landsýn verða með sama framboð af ferðum í ár og síðastliðið ár, en samsetning ferða skrifstofunnar verður nokkuð önn- ur, meiri áhersla lögð á ferðir fyrir alla fjölskylduna, en dregið úr löngu áhættuflugi. Stærstu breytingarnar eru fólgnar í því að nú hafa Sam- vinnuferðir á boðstólnum nýjung, sem eru sumarhús í Hollandi, en um árabil befur ferðaskrifstofan boðið upp á sumarhús í Danmörku og verður það eins í ár. Hefur þessi nýjung mælst mjög vel fyrir og er þegar fullbókað í sumar ferðirnar, enda hægt að bjóða þær á hagstæðu verði, meðal annars vegna stuttra vegalengda. Þetta kom fram hjá Eysteini Helgasyni, forstjóra Sam- vinnuferða-Landsýnar, á blaða- mannafundi, sem boðað var til í til- efni af því að sumaráætlun skrifstof- unnar hefur nú litið dagsins Ijós. Eysteinn sagði að sumaráætlun- in væri óvenju snemma á ferðinni, miðað við það sem tíðkast í þeim efnum á íslandi, en það væri gert til aukinnar þjónustu við við- skiptavini ferðaskrifstofunnar og að því stefnt að sumaráætlunin lægi fyrir í desember ár hvert, eins og tíðkast erlendis. Sumar- Eysteinn Helgason, forstjóri Sam- vinnuferða. Morgunblaðið/Ól.K.M. áætlunin er kynnt í 36 síðna lit- prentuðum bæklingi, þar sem gefnar eru upplýsingar um ferð- irnar sem í boði eru, svo sem verð þeirra, hvað er innifalið og hvað hinir ólíku staðir bjóða upp á, svo eitthvað sé nefnt. Eysteinn sagði BAB: Fjórtánda bindið um síð- ari heimsstyrjöldina ÚT ER komin hjá Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins bókin Frá Moskvu til Berlínar eftir banda- ríska sagnfræðiprófessorinn Earl F. Ziemke. Þýðendur eru Jón Guðnason og Jónína Margrét Guðnadóttir. í frétt frá BAB segir um bókina: Frá Moskvu til Berlínar er 14. bind- ið í ritröð AB um heimsstyrjöld- ina sem verður 15 bindi alls. Hún segir frá sókn Rauða hersins og undanhaldi Þjóðverja vestur eftir Rússlandi yfir Pólland og að mörkum Berlínar 1943—45. Hún hefst vorið 1943 strax eftir að orrustan um Stalingrad hefur ver- ið til lykta leidd. Þjóðverjar bíða hvern ósigurinn eftir annan mest fyrir þrákelkni og mistök Hitlers sem neitar að fara eftir ráðum herforingja sinna, stjórnar öllu með þjösnahætti og hirðir aldrei um hvort miklu eða litlu er fórnað af mannslífum. Greint er rækilega frá hinni skelfilegu meðferð beggja stríðsaðilana á Pólverjum, lýst ráðstefnum leiðtoga banda- manna í Teheran og Jalta og upp- hafi að stofnun Sameinuðu þjóð- anna. Bókinni lýkur þegar Rauði herinn stendur við mörk Berlín- arborgar vorið 1945. Bókin er eins og önnur bindi þessarar ritraðar 208 bls. að stærð með fjölda mynda. Hún er filmu- sett í Prentstofu G. Benediktsson- ar og prentuð á Spáni. Líf og land: Réttarhöld um jöfn- un atkvæðisréttar STJÓRN landssamtakanna Líf & land hefur ákveðið að efna til al- menns fundar í Reykjavík á sunnudaginn kemur, þann 13. febrúar 1983, þar sem almenningi verður gefinn kostur á að kynnast rökum með og á móti fullum jöfn- uði atkvæðisréttarins. Fundurinn verður í formi rétt- arhalda þar sem röksemdir verða Góður afli rækjubáta K/EKJUVEIDAR hófust á ný 10. janúar í Arnarflrði, ísafjarðardjúpi og Húnaflóa, en þá höfðu veiðar leg- ið niðri frá lokum nóvember. Ágætur afli var á öllum þrem veiðisvæðunum og var heildarafl- inn í mánuðinum 594 (680) lestir, en á haustvertíðinni voru veiddar 1983 1982 Lestir Bátar Alls Lestir Bátar Arnarfjörður 52 7 181 10 6 ísafj.djúp 393 28 1.043 454 27 Húnaflói 149 12 554 216 12 594 47 1.778 680 45 að reynsla fyrri ára benti til þess, að bæklingurinn væri þeirra besti sölumaður. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á ferðir víða um heim. Dæmi um ferðir og viðkomustaði eru: Sumarhús í Danmörku og Hol- landi eins og fyrr var tekið fram, sólarlandaferðir til Ítalíu, Grikk- lands og Júgóslaviu og er Sam- vinnuferðir-Landsýn eina íslenska ferðaskrifstofan með ferðir þang- að, ferðir til írlands og rútuferðir um meginland Evrópu, leiguflug til Toronto í Kanada, með mögu- leikum á áframhaldandi ferðum til Florida og Hawaii, sem og ferð- um á eigin vegum um meginland- ið, auk þess ferðir til Sovétríkj- anna og Kína. Þá er boðið upp á leiguflug til Norðurlandanna og rútuferðir í tengslum við það. Skoðunarferðir eru í boði frá hin- um ólíku viðkomustöðum. Þá er einnig boðið upp á flug og bíla- leigubíl í Danmörku, Hollandi og Frá afgreiðslusal Samvinnuferða. Ameríku, þar sem farþegar ráða ferðum sínum sjálfir. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á fimm aðferðir til að spara ferðakostnað. Má þar nefna aðild- arfélagaafslátt, 5% staðgreiðslu- afslátt, dreifingu ferðakostnaðar yfir árið og verðfestingu ferðar- innar gagnvart gengisbreytingum. Þá býður ferðaskrifstofan á ný upp á jafnan ferðakostnað, sem tryggir landsbyggðarfólki flug til Reykjavíkur sér að kostnaðar- lausu. VIÐIR Afkoma ferðaskrifstofunnar á síðasta ári var mjög góð, að sögn Eysteins. Alls voru fluttir tæpir 10 þúsund farþegar í hópferðum skrifstofunnar og var nýting mjög góð eða tæp 93%. Þá hefur ferða- skrifstofan einnig umsvifamikla innanlandsdeild. Ferðaskrifstofan hefur tekið í notkun eigið húsnæði á 2. hæð í Austurstræti 12, þar sem skrif- stofur fyrirtækisins hafa verið til húsa og í bígerð er að festa kaup á 1. og 3. hæð sama húss. Gæði <tnr. 1 Blandaður súrmatur í fötu m/mysu (Lundabaggi — Sviöasulta — ^ Hrútspungar — Brlngur Llfrapilsa og blóðmör) \tSv55 AÐEINS ,00 \SÚRMAI i2£T \S0rmatu^í w 11 K.00--------’CSTW’ Súrt 2 litra f ata hvalsrengi Netto inmhaid ca 1,1 kg 2 lítra fata m/mysu Blandaður súrmatur í bakka V ~ «uu Lundabaggi — Sviöasulta — Hrútspungar Bringur — Lifrapylsa — Blóömör Fatan kynntar af tveim hæstaréttarlög- mönnum, og munu þeir sækja og verja málið frá báðum hliðum. Að málflutningi loknum mun 12 manna kviðdómur kveða upp úr- skurð sinn og verða úrslit tilkynnt í lok fundarins. Réttarhöldin verða í Gamla bíói á sunnudaginn nk. og hefjast kl. 13.15. Hreinsuð svið Hákarl nr ko Ný sviðasulta Marineruð síld P 8< Síldarrúllur 1.184 (1.308) lestir. Eru því komn- ar á land 1.778 (1.988) lestir frá byrjun haustvertíðar. í janúar stunduðu 47 bátar rækjuveiðar sem er tveim bátum meira en í fyrra. Aflinn í janúar skiptist þannig eftir veiðisvæðum: Kjúklingar, 5 stk. í poka fWC 50 Leyft verö pr. kg. 135.00 Nautahakk 1. fl. i AA Leyft verð 'PVrg.153.00 Kryddsíld Harðfiskur Nýreykt hangikjöt Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis á laugardag AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.