Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Niðurstaða skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna: Minnka mætti vannær- ingu og barnadauða um helming fyrir aldamótin Ef leiðtogar stórveldanna tækju sig saman og gengju um eitthvert þorpa þriðja heimsins kæmu þeir aðeins auga á vannæringu hjá 2% þeirra barna, sem í raun byggju við matarskort í þorpinu. Reyndar er svo erfitt að koma auga á vannæringuna, að í 60% tilvika töldu mæður barna, sem áttu við vannæringu að etja, að þau væru fyllilega eðlileg. Fjórðungur allra barna í þriðja heiminum á í dag við þessa „duldu“ vannæringu að etja í mis- miklum mæli. Vannæringin dreg- ur úr orku barnanna, kemur hægt og bítandi í veg fyrir eðlilegan vöxt og minnkar viðnámsþrekið. Orsök og afleiðing eru óaðskilj- anlegir þættir þegar barn sýkist. Sjúkdómurinn á greiðari aðgang að barninu vegna vannæringar- innar sökum þess að hún dregur úr viðnámsþrótti. Afleiðing vannæringarinnar er sú, að á síðasta ári létu meira en 40.000 börn lífið dag hvern. Fyrir hvert það barn, sem lét lífið, berj- ast sex við hungur og sjúkdóma, sem eiga eftir að hafa varanleg áhrif á framtíð þeirra. Að leyfa 40.000 börnum að deyja dag hvern á þennan hátt er nokkuð, sem hinn siðmenntaði heimur getur ekki horft upp á, án þess að finna til sektar. Þrátt fyrir allar framfarirnar í tækni og vísindum er það hryggileg staðreynd, að árangurinn af bar- áttunni gegn hungrinu fer nú minnkandi. Á tímabilinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og fram til fyrstu ára síðasta áratugar tókst að minnka barnadauöa í löndum þriðja heimsins um nálega helm- ing. Á undanförnum árum hefur ekki reynst unnt að halda í horf- inu. Lífsskilyrði barna í fátæk- ustu löndum heims, sér í lagi i Afríku og fátækustu héruðum Asíu og Suður-Ameríku, hafa far- ið versnandi samfara lakari efna- hagsstöðu foreldranna. Fari svo, sem nú horfir, bendir allt til þess, að stöðugt vaxandi hlutfall þeirra, sem búið hafa við skort á mat og vatni, takmarkaða heilsugæslu og litla sem enga menntunarmöguleika undanfar- inn áratug, verði það sama um aldamótin 2000 og það er nú. Samkvæmt upplýsingum mat- væla- og landbúnaðarstofnana Sameinuðu þjóðanna myndi fjöldi vannærðra barna vera orðinn um 650 milljónir árið 2000 verði engin breyting á þeirri þróun, sem nú á sér stað. Það þýðir hvorki meira né minna en 30% aukningu á fjölda vannærðra barna í heimin- um. Barnahjálp Sameinuöu þjóð- anna hefur verið starfrækt í 36 ár. Á þeim tíma hefur gífurlegum fjármunum verið varið til rann- sókna og athugana í þvi augna- miði að bæta lífsskilyrði barna í þróunarlöndunum. Þrátt fyrir að útlitið kunni aö virðast svart seg- ir í skýrslu Barnahjálparinnar, að rofað hafi til á sviði hjálpar- starfsins með tilkomu nýrra að- feröa læknavísindanna, sem eigi eftir að valda straumhvörfum. Ýmsar aðferðir hafa komið fram innan læknavísindanna á síðasta ári og stuðla að lægri tíðni barnadauöa en til þessa hefur þekkst. Eru það einkum fjórar nýjungar, sem vakið hafa sér- staka athygli og reynst vel, en stöðugt er unnið að rannsóknum og endurbótum. Samkvæmt skýrslu Barna- hjálparinnar um ástandið I þróunarlöndunum á síðasta ári vegur ORT-aðferðin þyngst á metunum í leiðum til hjálpar. Að- ferð þessi felst í því að „endur- vökva" líkamann ef hægt er að nota það hugtak. Uppþornun í líkamanum í kjöl- far magakveisu og stöðugs niður- gangs er algengasta dánarorsökin hjá börnum þriðja heimsins. Fái barn slæman niðurgang getur allt að 15% líkamsþyngdarinnar tap- ast á aðeins 2—3 dögum. Að auki raskast jafnvægi líkamssaltanna og þegar svo er komið er dauðinn á næstu grösum. í u.þ.b. 5 milljón- um tilfella ár hvert leiðir maga- kveisa til slíkrar uppþornunar. Hægt er að bæta vökvatapið upp með sáraeinfaldri aðferð, en að mati breska læknavísinda- tímaritsins The Lancet engu að síður einhverri þeirri merkustu, sem upp hefur verið fundin á þessari öld. Ekki nægir einvörð- ungu að gefa börnunum óblandað vatn að drekka, heldur þarf að blanda í það eilitlum sykri og salti og slíkt er á hvers manns færi. Unnið hefur verið ötullega að því að kenna mæðrum í löndum þriðja heimsins að útbúa vatns- blönduna. Ýmsar aðrar framfarir innan læknavísindanna hafa orðið til þess, að tekist hefur að stemma stigu við barnadauða víða um heim. Mislingar eru önnur algeng- asta dánarorsökin hjá ungbörnum í löndum þriðja heimsins. Á síð- asta ári er talið, að hálf önnur milljón barna hafi orðið þeim að bráð. Miklar framfarir hafa orðið í gerð bóluefnis og hafa þær leitt til þess, að unnt hefur verið að koma í veg fyrir dauða mikils fjölda barna. Bólusetning kostar ekki nema um 2 krónur, en það sem helst hefur staðið í vegi fyrir ríkari notkun bóluefnisins eru vand- kvæði við geymslu þess. Bóluefnið hefur til þessa þurft að geyma í frysti þar til klukkustund fyrir notkun. Þessi skilyrði hafa gert það að verkum, að ógjörningur hefur verið að ferðast um af- skekkt héruð þróunarlandanna með efni til bólusetningar. Nýja Mikilvægi og kostir brjóstagjafar eru meðal þeirra atriða, sem Barnahjálp SÞ leggur áherslu á að gera Ijós og kynna. Á vinstri myndinni má sjá konu með barn á brjósti, en á þeirri hægri er dæmigerð mjólkurgjöf kornabarns í þróunarlöndunum. Mjólkin gefin úr þvottalagarbrúsa, sem e.Lv. hefur litt eða ekki verið hreinsaður. Fyrstu viðbrögð vannærðs barns er að draga úr öllum hreyfingum sínum Leikþörf hverfur og barnið drcgur sig inn í skel eigin hugarheims. Vart þarl að skýra frá því, að barnið til vinstri býr við matarskort. LAIIN MERICA USA USSR AFRICA Þannig skiptast börn undir fimm ára aldri á milli heimshluta. Myndirnar eru í samræmi við fjölda þeirra á hverjum stað. llm 43% barna á þessu aldursskeiði eru í þróunarlöndunum. bóluefnið þarf ekki að frysta, heldur þarf einvörðungu að halda því vel köldu. Árangur þessarar þróunar kynni vel að vera sá, að mislingar bættust í hóp þeirra sjúkdóma, sem tekist hefur að kveða í kútinn fyrir fullt og allt. Þriðja aðferðin, sem skaut upp kollinum á síðasta ári, en hefur reyndar verið drepið á oftlega áð- ur án þess að fá nægan hljóm- grunn, felst í því að gera mæðrum landa þriðja heimsins ljósa nauð- syn þess að hafa börn sín á brjósti. Þróunin hefur verið sú undanfarin ár, að mæður hafa tekið börn af brjósti eins fljótt og unnt hefur verið, og gefið þeim þess í stað úr pela. Rannsóknir hafa nú sýnt, að börnum, sem eru vanin á pela, er 3—5 sinnum hættara við ótíma- bærum dauða en þeim börnum, sem njóta brjóstagjafar. Ástæð- urnar fyrir þessari auknu hættu barna, sem gefið er af pela, eru margar. I mjög mörgum tilfellum geta mæðurnar ekki stautað sig fram úr leiðbeiningunum á þurrmjólkurumbúðunum. Þá er ennfremur algengt, að mæður hafi ekki efni á að kaupa nægt þurrmjólkurduft. Enn ein ástæð- an, og e.t.v. sú algengasta, er að mæðurnar sótthreinsi útbúnað- inn, sem notaður er við mjólkur- blöndun og gjöf, ekki nægilega vel. í skýrslu UNICEF segir m.a.: „Um leið og fátæk móðir, sem er neydd til þess að hætta brjósta- gjöf og gefa barni sínu af pela, neyðist hún til þess að eyða stór- um hluta lítilla tekna sinna í þurrmjólkurduft og e.t.v. er hún óafvitandi og óviljandi að leiða kornabarn sitt á braut vannær- ingar, sýkingar og um leið ótíma- bærs dauða." Baráttan fyrir brjóstagjöf hef- ur verið að aukast hægt og bít- andi á undanförnum árum. Nú hafa 35 þjóðir víða um heim kom- ið á fót reglugerðum um sölu og dreifingu efna, sem koma eiga í stað móðurmjólkur. Þá er enn- fremur í undirbúningi á vegum SÞ herferð þar sem vakin er at- hygli á kostum brjóstagjafar. I skýrslu UNICEF segir orðrétt: „Tækist þessi herferð á þann hátt, sem til er ætlast, væri hægt innan áratugar að bjarga lífi milljón ungbarna á ári hverju. Fjórða hugmyndin, og sú sem e.t.v. kemur um leið mest á óvart, er skráning mæðra á mánaðarleg- um vexti og framförum barna þeirra. Mikilvægi skráningar- spjaldanna felst fyrst og fremst i því, að vannæring barnanna er iðulega hulin mannlegum augum. Könnun á Filippseyjum hefur t.d. gefið til kynna, að 60% mæðra, sem áttu vannærð börn, höfðu ekki minnstu hugmynd um að svo væri. Með því að vigta börnin mánaðarlega og faera niðurstöðurnar inn á þar til gert spjald, er hægt að sýna móðurinni fram á vannæringu barnsins. Sjái hún, að ekki er um eðlilega þyngingu að ræða, eru fyrstu viðbrögð hennar að gefa barninu meira að borða, sé nægur matur fyrir hendi. Ennfremur að hvetja barnið til að borða, jafnvel þótt þvi finnist það vera lystarlaust. Önnur könnun hefur ennfremur sýnt, að í flestum tilfellum er það sú staðreynd, að móðirin gerir sér ekki grein fyrir því að allt sé ekki eins og það á að vera, fremur en skortur á mat, sem er orsökin fyrir vannæringu barnsins. í Indónesíu hafa tvær milljónir mæðra í yfir 15.000 bæjum og þorpum skráð reglulega vöxt barna sinna og allt bendir til þess, að komið hafi verið í veg fyrir vannæringu í fjölda tilvika. Árangur af þessum skráningum kemur fyrst f ljós síðar á þessu ári. Lokaorð skýrslu UNICEF eru á þá leið, að félags- og váindalegar framfarir séu nú slíkar í heimin- um, að hægt eigi að vera að valda algerri byltingu í heilsugaeslu barna heimsins. „Taki almenning- ur og ríkisstjórnir heimsins hönd- um saman um að berjast gegn vannæringu og barnadauða er hægt að minnka núverandi hlut- fall um helming fyrir lok þessarar aldar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.