Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Endurskoðendur Norræna Menningarsjóðsins: Athugasemdir við „menningar- veiðar“ i íslenzkri laxveiðiá Iscross á Suðurnesjum haldið á vegum nýstofnaðs bflaklúbbs NÝSTOFNAÐUR bílaklúbbur á Suðurnesjum, Akstursíþróttafélag Suðurnesja, mun nk. sunnudag halda keppni í íscrossi. Fer hún fram á Seitjöm, sem er í næsta nágrenni við Grindavíkurafleggjara á Kefla- víkurveginum. Búast þeir Suður- nesjamenn við um 10 keppendum, þar af tveim úr sínu sveitarfélagi. Iscrossið hefst stundvíslega kl. 14.00. Um 50 meðlimir munu vera í hinum nýja klúbb og er áhuginn mikill. Hefur klúbburinn m.a. f hyggju að byggja fullkomna rally- cross braut, sem lengi hefur vantað hérlendis. Allnokkrir rallbflar munu þegar vera í smíðum ásamt rally- cross bflum. Formaður Aksturs- íþróttafélags Suðurnesja er Magnús Jenssen. Má að lokum geta þess að fundir eru á fimmtudagskvöldum í Skátaheimili Keflavíkur, þar sem AIFS hefur aðstöðu. Kaupmannahofn, 9. fcbrúar. Frá frétta- ritara Morgunhlaðsins Ib Hjörnbak. EINS dags „menningarveiðar“ við íslenzka laxveiðiá sumarið 1981 verða trúlega ræddar á fundi Norð- urlandaráðs, sem hefst í Ósló síðar í þessum mánuði. Tveir danskir end- urskoðendur, þingmaðurinn Otto Mörch og ríkisendurskoðandi, J. Bredsdorff, hafa gert athugasemdir við reikninga Norræna menningar- sjóðsins. Stjórn sjóðsins er gagnrýnd fyrir aö hafa notað 35 þúsund krón- ur danskar, eða 76.500 krónur ís- lenzkar, til hóteldvalar á íslandi 1981, en þá var einum degi einnig varið til laxveiði. Norræni menningarsjóðurinn hafði þetta ár 9,6 milljónir króna til ráðstöfunar og fer það fé til ýmissa verkefna. I kostnað vegna stjórnar sjóðsins og funda fóru 283 þúsund krónur árið 1981 og þar af 144 þúsund krónur vegna eins af fjórum árlegum stjórnar- fundum sjóðsins. Formaður sjóð- stjórnar er formaður norska hægri flokksins, Jo Benkow, og varaformaður er norski ráðuneyt- isstjórinn Olav Hove. Þeir þurfa að gera grein fyrir þessum reikn- ingum á næstunni. Laxveiðitúrinn umræddi var farinn í júlí 1981, en þá stóð yfir fjögurra daga fundur stjórnarinn- ar á Íslandi. f stjórn sjóðsins sitja 10 menn, en þeir tóku ekki allir þátt í laxveiðitúrnum, til dæmis ekki K.B. Andersen fyrrum menntamálaráðherra Danmerkur. Endurskoðendurnir hafa einnig gagnrýnt að greiðslur til stjórn- armanna voru hækkaðar og auk þess gera þeir athugasemdir við nokkrar af styrkveitingum sjóðs- ins. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar SjálfatnAisflokkains verða til víðtals f Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00 til 10.00. Er þar tekiö á mðti hvera kyna fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfsara sér. viðtalstima þessa. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri: Haldið til laxveiða í Norðurá f stað þess að enda fundinn með veizlu fyrir hina erlendu gesti FULLTRÚAR íslands í stjórn Norræna menningarsjóðsins eru þeir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri og Sverrir Hermannsson alþingismaður. Morgun- blaðið ræddi í gær við Birgi, sem setið hefur í stjórn sjóðsins frá upphafi, og innti hann hann eftir skýringum á þessu máli. Birgir sagðist í upphafi vilja taka þetta mál á sig þar sem hann hefði haft veg og vanda af því að skipuleggja þennan umrædda stjórnarfund sjóðsins. „Fundurinn var haldinn að Bif- röst í Borgarfirði dagana 19,—22. júlí 1981,“ sagði Birgir. „Venjan er sú, að fjórði hver fundur er hald- inn á íslandi, Noregi, Svíþjóð eða Finnlandi, en aðrir fundir í Dan- mörku. Þetta sumar var komið að okkur og í stað þess að enda fund- inn með veizlu fyrir hina erlendu gesti okkar, eins og venja er, var ákveðið að halda til laxveiða við Norðurá í einn dag. Mennta- málaráðuneytið borgaði mat í veiðihúsinu, en sjóðurinn veiði- leyfi og gistingu. Fundurinn hér kostaði sjóðinn 144 þúsund krónur danskar, en inni í þeirri tölu er ferðakostnaður hinna erlendu gesta til og frá landinu. { endurskoðun dönsku ríkisend- Vigdís fer að Osló, 8. febrúar, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, hefur þegið boð um að heim- sækja Noreg og Verdal í tilefni Olsok-hátíöahaldanna 29. júlí næstkomandi. Forsetinn verður viðstaddur fyrstu sýningu leikritsins „Spelet om heilage OIav“ (leikritið um Ólaf helga) á 30. sýningarári verksins. Leikritið var samið í minningu Ólafs helga, sem féll í Stiklastaðaorrustu í Verdal árið 1030. Leikritið er sýnt í nágrenni Stiklastaða. Stiklastöðum Forsetinn verður einnig viðstaddur frumsýningu nýs leik- rits um hólmgöngu Gunnlaugs ormstungu og Skáld-Hrafns á Dinganesi, er þeir börðust um Helgu fögru. Hólmgöngur af þessu tagi voru bannaðar á lslandi 1008, svo víkingarnir tveir urðu að fara til Noregs til að útkljá ágreining- inn um Helgu fögru að víkinga- hætti. Aðstandendur Olsok-hátíðar- innar eru mjög ánægðir með að Vigdís Finnbogadóttir skuli hafa þegið boð um að vera heiðursgest- ur sýninganna í Verdal. urskoðunarinnar er fundið að þessari veiðiferð og farið fram á, að sambærileg útgjöld verði ekki að finna í reikningum sjóðsins framvegis. Þarna er því aðeins um mildilega ábendingu að ræða, en ekki annað. Vel kann að vera, að þessi veiðiferð hafi ekki átt rétt á sér, en mér finnst mál þetta lykta af því, að pólitískir andstæðingar séu að reyna að ná sér niðri á Jo Benkow, formanni sjóðstjórnar. Varðandi greiðslur til stjórn- armanna, þá voru þær 4 þúsund danskar krónur á ári til óbreyttra stjórnarmanna og 6 þúsund krón- ur til formanns. Þær voru síðan hækkaðar í 8 þúsund krónur til stjórnarmanna og í 10 þúsund krónur til formanns sjóðstjórnar. Sjóðstjórnin er sjálfstæð og ákveður laun sín sjálf, en Norðurlandaráð kýs fimm menn í stjórnina og menntamálaráðherr- ar landanna tilnefna síðan fimm embættismenn í stjórn sjóðsins," sagði Birgir Thorlacius. Hann var að lokum spurður hvort margir laxar hefðu veiðst í Norðurá þennan sumardag árið 1981 og svaraði hann því til, að hópurinn hefði fengið 14 laxa. Hann staðfesti ennfremur, að K.B. Andersen hefði ekki tekið þátt í veiðiskapnum, en aðrir stjórnar- menn hefðu haldið til veiða. SIMAR 21150-21370 S01USTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDl Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Vinsæl timburhús til sölu í borginni f gamla góða austurbænum, timburhús nýklætt aö utan. Grunnflötur um 50 fm. Á hæö er stofa, skáli og eldhús. Á efri hæö 2 rúmgóö herb. og bað. i kjallara 2 íbúöarherb. og þvottahús. Eignarlóö. Verð aöeins 1,2 til 1,4 millj. í Skerjafiröi, reisulegt timburhús meö 4ra herb. ibúö á hæö og í risi. Eignarlóö. Trjágaröur. Laus strax. Verö aöeins kr. 1,3 millj. Leitiö nánari uppl. á skrifstofunni. í tvíbýlishúsi í Kópavogi 5 herb. sér neöri hæö um 135 fm. Inngangur, hiti, þvottahús, allt sér. Bílskúr. Útsýni. Helst í Fannborg í Kópavogi Þurfum að útvega góöa 2ja til 3ja herb. íbúö i Kópavogi. Góö íbúö veröur borguö út. Örar greiöslur. Húseign meö tveimur íbúöum óskast til kaups. Má vera í smíðum. Ýmiskonar eignaskipti. Góö íbúö á 1. hæö óskast helst í Þingholtunum, Hlíöum eöa nágrenni. Skipti möguleg á húseign í Þingholtunum. Skammt frá Landspítalanum Steinhús tvær hæöir og kjallari. Grunnflötur um 100 fm. Getur veriö þrjár íbúðir. Hentar ennfremur sem verslunar- og/eöa skrifstofuhús- næöi. Ræktuð stór lóö. Rúmgóöur bílskúr. Teikn. á skrifstofunni. Ný söluskrá heimsend. Kynnið ykkur sölu- skrána. ALMENNA FASTEIGWASAIAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 r í Heloarhorninu Föstudags- og laugardagskvöld , sunnudagshádegi og kvöld Nú bjóöum viö upp á júgóslavneska stemningu, bæði músík og mat. Feðgarnir Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson leika Ijúf lög á fiðlu og píanó. I. Matseðill II. Matseðill Köld súpa Tartor Júgóslavneskar rúllur Sarma Grísahryggur Culbastija flambé Kjúklingur Belgrad Jarðarber Romanoff Rjómaostsábætir Paskha á kr. 310.- á kr. 275.- Brauðborð og salatvagn í barnahorninu verða sýndar skemmtilegar barnamyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.