Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 30
I 1 ) MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Hrunadans Rauðsokkur, eiturlyf og klám — eftir Sigurð Pét- ursson gerlafrœðing í íslenzkum þjóðsögum Jóns Árnasonar (Leipzig 1864) segir frá presti einum til forna í Hruna í Árnessýslu, sem hafði þann vana við messu á jólanótt „að hann embættaði ekki fyrri part nætur- innar, heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu, drykkju og aðrar ósæmilegar skemmtanir langt fram á nótt.“ Fór þessu fram þrátt fyrir að- finnslur aldraðrar móður prests, sem Una hét. Svo er það eina jóla- nótt, að prestur var lengur að dansleiknum en venja var, og Una biður son sinn að hætta. „Einn hring enn, móðir mín,“ segir prestur og heldur áfram. Gekk svo þrívegis. Að lokum tekur Una hest og fer til næsta prests og biður hann hjálpar. Prestur fer með henni, en þegar þau koma í Hruna, er kirkjan sokkin með fólkinu í. Þjóðsögur lýsa oft vel hugarfari og lífsskoðun einnar þjóðar á þeim tíma, sem þær eiga að hafa gerst. Þannig ber ofanskráð saga vitni um þann guðsótta og þá virðingu, er hér skyldi til forna sýna í um- gengni við helgidóminn, en kirkj- an var að sjálfsögðu heilagur stað- ur og jólanóttin heilög stund. Væru þessar heilögu skyldur ekki virtar eða framin helgispjöll, þá gat illa farið. Kemur þarna fram þessi meðvitund fólks um eitt- hvert dularfullt aimætti, sem standi að baki tilverunnar og fóik- ið tengir ýmist guði eða náttúr- unni, eða hvorutveggju, eins og Spínóza gerði. En mönnum getur verið fleira heilagt en kirkja og kristindómur, s.s. lífið sjálft, börnin, sem eru framhald lífsins, heimilið sem griðastaður og fósturjörðin. Á öllu þessu er líka mögulegt að fremja helgispjöll, og er það óspart gert og virðist fara í vöxt. Styrjaldir, hryðjuverk, morð, fóstureyðingar, upplausn heimilisins, mengun um- hverfisins og ekki síst mengun hugarfarsins. Allt þetta er í full- um gangi. Barátta um völd er fólki víst í blóð borin. Um aldir hefur verið barist um þau með vopnum og svo er gert enn í dag. En nú er líka barist með áróðri, allt frá rök- studdum skoðanaskiptum og út í beitingu blekkinga, falsana og lyga. Það er víst flestum að verða ljóst, að með öllu því moldviðri blekkinga og ósanninda, sem kommúnistar dreifa stöðugt út um víða veröld, er stefnt að því, að umturna þjóðfélögum og koma á hjá þeim einræði og harðstjórn, eins og nú er í Austur-Evrópu og víðar. Drjúgan þátt í þessum Hrunadansi siðmenningarinnar Dr. Sigurður Pétursson „Konum er nú talin trú um, að þad sé fínna aö vinna á skrifstofu en við húsmóöurstörf, og að áhrif og völd í þjóðfé- laginu séu eftirsóknar- verðust af öllu, en slík aðstaða skapist helst í sambandi við skrifstof- ur.“ eiga líka nokkrir byltingarsinnað- ir þrýstihópar með sérsjónarmið, svo og önnur hættuleg öfl, sem spilla heilsu og hugarfari ungs fólks og slæva sjálfsbjargarhvöt þess og dómgreind. Þarna er nú til dags mest áberandi sú breyting, sem er að verða á hugarfari og lífsstíl unga fólksins og er greini- lega samfara hverfandi áhrifum heimilisins, þessa hornsteins þjóð- félagsins. Sérstaklega vekur þarna eftirtekt þrenningin: Rauðsokk- urnar, eiturlyfin og klámið. Rauðsokkur Mengun hugarfarsins er eitt það mesta spellvirki, sem hægt er að vinna á nokkurri þjóð. Mengun af þessu tagi dreifa nú rauðsokkurn- ar út á meðal samborgaranna, og er áróðrinum einkum beint gegn því, sem þær nefna karlaveldi. Þessi andúð á karlkyninu er senni- lega sprottin af minnimáttar- kennd kvenna gagnvart körlum í atvinnulífinu og tilfinningu um, að þær séu kúgaðar. Konum er nú talin trú um, að það sé fínna að vinna á skrifstofu en við húsmóðurstörf, og að áhrif og völd í þjóðfélaginu séu eftir- sóknarverðust af öllu, en slík að- staða skapist helst í sambandi við skrifstofur. Það er með öðrum orðum verið að gera konur óánægðar með sitt hlutskipti og mynda þannig nýjan þrýstihóp, sem rauðsokkur ætla sér að stjórna. Þrýstihópar byggjast yf- irleitt á óánægju með eitthvað og þeir verða því stærri og sterkari, sem fleiri geta orðið einhuga um að vera óánægðir með það sama. Þessa leið fara rauðsokkurnar. Talsvert ber á því, að konur stæli karlmenn í klæðaburði og ýmsum háttum um leið og þær leggja þá á hilluna kvenlegan fatnað og framkomu. Ekki vekja þessar tiltektir neina hrifningu hjá körlum, heldur fremur það gagnstæða. Aldrei dytti þeim í hug að klæðast fötum kvenna. Ekki bætir það úr, þegar rauð- sokkur vilja leggja niður sitt rétta og þokkafulla heiti „kona“ úr stöðu- og starfsheitum og kjósa heldur að kenna sig við „kraft", eins og kemur fram í heitinu starfskraftur. Verða þá til heiti, eins og kennslukraftur, málaflutn- ingskraftur, hjúkrunarkraftur, leikkraftur, gleðikraftur, og jafn- vel vændiskraftur. Þá kemur það vissulega úr hörðustu átt, þegar rauðsokkur tala með lítilsvirðingu um þær kynsystur sínar, sem helga líf sitt börnum og heimili og eru „bara húsmæður". Hér á íslandi hafa lengi verið starfandi kvenréttindafélög og alls konar kvenfélög og hús- mæðrafélög. Fyrsta kvenfélagið var stofnað 1894, og vildi það m.a. vinna að stofnun háskóla á ís- landi. Kvenréttindafélag íslands var stofnað árið 1907 og Kvenfé- lagasamband íslands 1930. Kvenfélagskonur hafa komið hér mörgu góðu til leiðar og unnið stórvirki bæði varðandi menntun kvenna, eflingu heimilisiðnaðar og sjálfboðavinnu við sjúkra- og barnahjálp, oftast í tengslum við sjúkrahúsin eða Rauða kross ís- lands. Kvenréttindakonur hafa líka setið í bæjarstjórnum og á Al- þingi, og eru nöfn þeirra ekki ómerkari en karlanna, sem þar hafa setið. Það var því mikið óheillaspor og nánast óþokkabragð, þegar ein- hverjar konur, sennilega farnar að pipra, tóku upp á því að kenna sig við rauðliða og slást í för með kommúnistum, og draga þannig réttindabaráttu kvenna niður í svaðið. Af þessum sökum verða hér sérstök kvennaframboð mjög tortryggileg, því að gera má ráð fyrir, að rauðsokkurnar ráði þar stefnunni, þegar til kemur. Sann- ar kvenréttindakonur kjósa líka heldur að vera á venjulegum framboðslistum með körlunum. Áður hefur verið getið um það ljóta orðbragð, er rauðsokkur nota, þegar þær deila á karlmenn. Eru þá karlar nefndir nöfnum eins og „pungrottur" eða „karlrembu- svín“, eða þeir eru sagðir ganga með „fjallkonurembu". Þessi óhróður um rembing karla og kúg- un þeirra á konum nær svo há- marki í þeim stórorðu staðhæfing- um með illmennsku karla, sem áð- ur nefndur Knusmann ber fram í grein sinni og þýdd var fyrir Les- bókina. Er hér á ferðinni eins kon- ar „karlrauðsokka" eða réttara sagt rauðsokki. Rauðsokkar koma til hjálpar Rainer Knusmann er sagður vera prófessor og forstöðumaður (forstöðukraftur?) Mannfræði- stofnunar háskólans í Hamborg, með erfðalíffræði sem sérgrein. Af greininni í Lesbókinni mætti ráða, að höfundurinn væri meira en lítið „perverse", þ.e. rangsnúinn eða kynvilltur. Hér koma nokkrar staðhæfingar Knusmanns: „Karlinn er misheppnuð tilraun náttúrunnar," segir Knusmann. „Hann er aðeins afleggjari, frjó- angi konunnar, sérútgáfa til æxl- unar, sem átti að verða konunni munaður. Hún er eftir sem áður lifsins lind, hinn eiginlegi, raun- verulegi maður frá kynslóð til kynslóðar. Karlinn er annars flokks kyn, hann er skapaður af „rifi“ konunnar, alveg öfugt við það sem Biblían segir." Þá tekur höfundur mörg dæmi úr dýrarík- inu, m.a. um kvenköngulærnar al- kunnu, sem “hafa það fyrir reglu, að éta elskhuga sína að loknum ástaleik". Hjá spendýrunum, segir Knusmann, varð þróunin sú, að „Y-litningurinn gerði djöfullega uppfinningu" á eins konar efni, „sem varð ómissandi fyrir tilveru karlkynsins", „það framleiddi karl, sem reis upp á móti frum- móður sinni með alvarlegum af- leiðingum. Hann undirokaði kon- una.“ Það er alltof mikið af karl- kyninu, segir höfundur. „Til við- halds karlkyninu þurfi ekki marga menn.“ „Kynfæri karlsins varð líffæri, sem tengt var ágengni, þvingun og nauðgun." Þá kemur mikið mál um kynhormóninn, testósterón. „Testósterónið stjórn- ar manninum. Hann er á valdi þess.“ „Árásarhneigð hans vex með auknu magni af testósteróni." Og ennfremur segir svo: „Menn láta til sín taka til að svala met- orðagirnd sinni, en konur berjast fyrir málstað. Þess vegna er meira um konur meðal pólitískra öfga- sinna." Og miklu fleira af þessu tagi. Nokkur af þeim líffræðilegu fyrirbrigðum, sem Knusmann til- færir, geta talist rétt eftir höfð eða nálægt því, en þau eru yfirleitt alltaf mistúlkuð á einhvern hátt, karlkyninu til lasts. Líffræðilegar rannsóknir og viðurkennd rök erfðafræðinnar styðja ekki á neinn hátt þær ályktanir, sem þessi vígreifi rauðsokki dregur af sínum forsendum. Eftirtekt vekur sá mikli þvætt- ingur, sem höfundurinn eyðir í það að afsanna sköpunarsögu Biblíunnar, og sýnir það best, hversu málflutningur hans er á lágu stigi. Það vita þó flestir, að eftir að þróunarkenning Darwins kom til sögunnar árið 1859, tekur enginn sköpunarsögu Bibliunnar bókstaflega, né heldur þann fjölda sköpunarsagna, sem alls konar trúflokkar hafa gert sér í eina tíð, m.a. norrænir ásatrúarmenn. Um rauðsokkurnar að lokum þetta: Þó að þær ætli kvenþjóðinni að sigra heiminn með aðstoð rauð- liða; ætli að koma húsmæðrunum út á vinnumarkaðinn, sem víðast hvar er yfirfullur; ætli þá vafa- laust að láta skrá þær atvinnu- lausar og krefjast þess, að þær fái styrk sem slikar; ætli að gera karlmennina að vofum i manns- mynd, sem þær geti haft fyrir þræla og látið passa börn; ætli síð- an að láta ríkið ala börnin upp á tölvuvæddum uppeldisstöðvum; og síðast en ekki síst, ætli konur að láta tæknifrjóvga sig með djúp- frystu sæði karla á ríkisrekinni, vísindalegri sæðingarstöð; þá er þetta allt dæmt til að mistakast. Því að eins og segir i máitækinu: „Þótt náttúran sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir.“ Og jafnvel rauðsokkunum fer að leið- ast svo tæknin og tölvurnar og tómleiki lífsins, að þær „hverfa aftur til náttúrunnar", eins og Rousseau ráðlagöi i eina tið. Ef það verður þá ekki orðið um sein- an. Eiturlyf Ávanabundin notkun eiturlyfja hefur verið nær óþekkt hérlendis allt fram á síðustu ár, að hún varð allt i einu nokkuð áberandi. Áður þekkti fólk aðeins tóbak og brennivín, en tiltölulega mjög fáir biðu tjón af því. Nú síðustu 2—3 áratugina hafa bæði tóbaksreyk- ingar og víndrykkja aukist mjög, einkum hjá ungu fólki og allra sið- ustu árin hefur sú kynslóð gripið til fíknilyfja. Það mun tæpast nokkur vafi á því, að þessi skyndilega, aukna ásókn unglinga í sígarettur, áfengi og fíknilyf á rót sína að rekja til þess heimilisleysis eða nánar til- tekið móðurleysis, er áður var get- ið. Þetta er flótti barna og ungl- inga frá einmanaleika og aðgerð- arleysi. Innan heimilisins gerist ekki neitt allan daginn. Þátttaka í heimilisstörfum er útilokuð, þar sem þau eru í lágmarki vegna vélvæðingar og þá keyrð af með hraði á síðkvöldum. Þá er leitað félagsskapar og afþreyingar í hópi jafnaldra í nágrenninu. Kunningj- unum fjölgar, kjarkurinn vex og frumkvæði að alls konar forvitni- legum uppátækjum skortir ekki. Svo tekur skólinn við hluta, einn eða fleiri, af deginum, svo að tómstundir verða margar og víðs- vegar í bænum. Skemmtanalífið verður meira og fjölbreyttara og unglingarnir hætta smátt og smátt að vera heima á kvöldin eða um helgar. Þeir njóta frelsisins á sína vísu, og þetta frelsi verður ekki auðvelt að skerða, hvorki fyrir heimili né skóla, né heldur lögregluna. Allir unglingar hafa áhuga á því, sem þeim þykir fróðlegt að kynnast eða reyna, og það getur orðið margvíslegt. Þar á meðal er auðvitað tóbak og vín, sem flestir prófa fyrr eða síðar, en það geta Vestfirðingafjórðungur í janúar: Stöðugt skakviðri Stormviðri og miklar fannkomur einkenndu tíðarfar á Vestfjörðum í janúar. Flesta daga mánaðarins var skakviðri á miðunum útaf Vestfjörð- um og sjósókn því afar örðug. Sæmi- legur afli fékkst á línu, þegar gaf til róðra, en afli togaranna var sára- tregur allan mánuðinn. Sumir togar- arnir héldu austur fyrir land strax í ársbyrjun, en fengu þar flestir Iftið og komu því fljótlega vestur aftur, segir í yfirliti frá Fiskifélagi íslands á Isafirði. I janúar stunduðu 13 (13) togarar og 19 (25) bátar botnfiskveiðar frá Vestfjörðum, en 47 (45) bátar stund- uðu rækjuveiöar. Botnfiskaflinn í mánuöinum varð 4.350 lestir, en var 3.562 lestir í janúar í fyrra, en þess ber að gæta, að þá var engin sjósókn fyrri hluta mánaðarins vegna verk- falls yfirmanna. Afli línubáta var nú 1.220 lestir í 210 róðrum eða 5,8 lest- ir að meðaltali í róðri, en í fyrra var meðalaflinn í róðri 7,7 lestir og 9,0 lestir árið áður. Aflahæsti línubáturinn í mánuðin- um var Vestri frá Patreksfirði með 124.8 lestir í 18 róðrum, en í fyrra var Dofri frá Patreksfirði aflahæstur í janúar með 106,7 lestir í 12 róðr- um. Guðbjörg frá ísafirði var afla- hæst togaranna bæði árin, nú með 380.8 lestir, en í fyrra með 237,5 lestir. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: Vestri 124,8 lestir í 18 róðrum, Þrymur 123,6 lestir í 18 róðrum, Patrekur 115,7 lestir í 18 róðrum, Jón Þórðarson 95,1 lestir í 18 róðrum, María Júlía 80,5 lestir í 16 róðrum, Pálmi M., 21,2 lestir í 3 róðrum. Tálknafjörður: Tálknfirðingur tv. 173,2 lestir í 3 róðrum, Núpur n. 66,0 lestir í 13 róðrum, Kári VE n. 38,1 lestir í 7 róðrum. Bíldudalur: Sölvi Bjarnason tv. 129,0 lestir i 2 róðrum. Þingeyri: Framnes I tv. 168,5 lestir í 4 ferðum, Framnes 118,3 lestir í 21 ferð. Flateyri: Gyllir tv. 211,2 lestir í 3 ferðum, Ásgeir Torfason 60,3 lest- ir í 12 ferðum. Suðureyri: Elín Þorbjarnardóttir tv. 171,3 lestir í 3 ferðum, Sigur- von 27,2 lestir í 6 ferðum. Bolungavík: Dagrún tv. 232,6 lestir í 3 ferðum, Heiðrún tv. 149,3 lestir í 3 ferðum, Hugrún 86,7 lestir í 15 ferðum, Kristján 45,9 lestir í 12 ferðum, Halldóra Jónsdóttir 20,3 lestir í 5 ferðum, Jakob Valgeir 18,4 lestir í 4 ferðum. ísafjörður: Guðbjörg tv. 380,8 lestir í 3 ferðum, Páll Pálsson tv. 276,0 lestir í 3 ferðum, Júlíus Geir- mundson tv. 232,6 lestir í 3 ferð- um, Guðbjartur tv. 165,0 lestir í 3 ferðum, Orri 101,4 lestir í 15 ferð- um, Víkingur III 94,4 lestir í 15 ferðum, Guðný 81,8 lestir í 16 ferð- um, Sigrún 25,3 lestir í 3 ferðum. Súðavík: Bessi tv. 232,2 lestir I 3 ferðum. Aflatölur bátanna eru miðaðar við óslægðan fisk, en aflatölur tog- aranna við slægðan fisk. AFLINN í HVERRI VERSTÖÐ í JANÚAR: 1983: 1982: lestir lestir Patreksfjörður 522 678 Tálknafjörður 351 252 Bíldudalur 155 175 Þingeyri 320 219 Flateyri 313 236 Suðureyri 239 277 Bolungavík 629 458 ísafjörður 1.543 1.051 Súðavík 278 162 Hólmavík 0 54 4.350 3.562

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.