Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Guðmi. Halldórsson Walesa ræðir við vestræna blaðamenn lega verður fleirum sleppt þegar páfi kemur í heimsókn síðar á árinu. Jaruzelski hefur sagt að Pólland verði áfram kommún- istaríki, en umbótum verði aftur komið á þegar meiri ró komist á, og stuðningsmenn umbóta hafa haldið velli í kommúnistaflokkn- um. Hagræðingu hefur verið haldið áfram í efnahagsmálum. Yfirvöld reyna stöðugt að treysta sig í sessi. Síðasta ráð- stöfun þeirra í þá átt er stofnun samtakanna Pron (Ættjarðar- hreyfingar þjóðlegrar viðreisn- ar) í því skyni að lægja ólguna í landinu, en viðbrögð almennings við stofnun þeirra einkennast af tortryggni. Samtökin eiga að vera eins konar „stuðari" „litla mannsins" gegn hrokafullum VETUR í VARSJÁ FIMM Samstöðu-leiðtogar, sem fara huldu höfði, hafa boðað áframhald- andi baráttu gegn stjórn Jaruzelskis hershöfðingja í Póllandi og undir- búning hugsanlegs allsherjarverkfalls í stefnuskrá, sem þeir hafa dreift. Peir hvetja til róttækra breytinga í félagsmálum, efnahagsmálum og stjórnmálum, en segja að slíkura breytingum verði að koma til leiðar smám saman til að valda ekki truflunum í samskiptunum við Sovétríkin. Leiðtogarnir segja að vilji til tilslakana yrði túlkaður sem veikleikamerki og mundi lengja lífdaga kúgunarstjórnarinnar. embættismönnum. En miðað við fyrri reynslu er þetta aðeins enn ein tilraun til að auka áhrif kommúnistaflokksins og þessi tilraun verður líklega ekki lang- líf. Þing samtakanna verður haldið í maí og þá verður stefnu- skrá þeirra lögð fram. Leiðtogarnir, sem undirrita stefnuskrána — Zbigniew Bujak frá Varsjá, Bogdan Lis frá Gdansk, Wladyslaw Hardek frá Kraká, Jozef Pinior frá Wroclaw og Eugeniusz Szumiejko — ganga lengra en Lech Walesa, fyrrverandi aðalleiðtogi Sam- stöðu, sem lét þau orð falla um stefnuskrána að hann væri sam- mála markmiðum hennar, en ekki þeim baráttuaðferðum, sem þar væru boðaðar. Til dæmis kvaðst hann ekki fylgjandi alls- herjarverkfalli að svo stöddu, þótt sú skoðun sín kynni að breytast. Samstöðuleiðtoga greinir þannig á um hvaða leiðir skuli fara næst og þeir eiga undir högg að sækja. Handtökur hafa höggvið skörð í raðir þeirra og vinsældir þeirra hafa greinilega dvínað. Þeirri skoðun virðist hafa vaxið fylgi að það verði að- eins vatn á myllu harðlinuafla í kommúnistaflokknum ef þeir halda áfram örvæntingarfullri baráttu sinni og kaþólska kirkj- an hefur tekið hófsamari af- stöðu. Enn eru 1.000 manns í haldi vegna brota á herlögum, sumir ákærðir fyrir glæpi gegn ríkinu, og mörgum frelsisskerð- ingum hefur ekki verið aflétt, þótt herlög hafi verið felld úr gildi. Yfir stendur svo róttæk hreinsun listamanna, mennta- manna og stjórnarandstöðuleið- toga að forstöðumaður Aspen- stofnunarinnar í Bandaríkjun- um, Zygmunt Nagorski, heldur því fram að afleiðingarnar geti orðið hættulegri og víðtækari en afleiðingar hreinsananna á Stal- ínstímanum og tilgangurinn sé enginn annar en sá að „breyta Póllandi úr leppríki í nýlendu". Hreinsuninni stjórnar Mieczysl- aw Rakowski varaforsætisráð- herra, sem hefur lengi verið tal- inn fulltrúi hins „frjálslynda" arms kommúnistaflokksins. Ýmsum aðferðum hefur verið beitt til að lama stjórnarand- stöðuna. Talsvert margir pró- fessorar, rithöfundar, leikarar, kvikmyndaleikstjórar og aðrir, sem eru taldir hættulegir ríkinu, hafa hrökklazt úr landi. Þeim hefur verið sagt að þeir eigi enga framtíð fyrir sér í Póllandi og þeir hafa verið sviptir atvinn- unni og skömmtunarseðlum sín- um. Fjölskyldur þeirra hafa sætt áreitni og börnin hafa verið svipt tækifærum til menntunar. Síðan hefur þessum mennta- mönnum verið boðin vegabréf gegn því að þeir komi aldrei aft- ur til Póllands. Þeirri aðferð hef- ur einnig verið beitt að kveðja menn í herinn — t.d. talsvert marga þeirra sem voru látnir lausir eftir afnám herlaga. Á þennan hátt hefur verið grafið undan Samstöðu með því að svipta hreyfinguna leiðtogum sínum úr hópi menntamanna. Efnahagsástandið er ennþá bágborið — gífurleg hækkun hefur orðið á verði matvöru og matvælaskömmtun heldur áfram. Viðskiptaráðherrann, Tadeusz Nestorowicz, viður- kenndi nýlega að Pólverjar þyrftu að flytja inn fjórar millj- ónir lesta af korni á þessu ári. Vegna slæmrar kartöfluupp- skeru í fyrra er líklegt að kjöt- framleiðsla minnki um einn fimmta á þessu ári. Matvæla- neyzla minnkaði um einn sjötta í fyrra, enda var verð á matvælum hækkað um 300% í febrúar (við það styttust a.m.k. biðraðirnar). Rauntekjur lækkuðu um a.m.k. 40% í fyrra, en fara nú hækkandi á sama tíma og vöru- framboð eykst hægt, og í fyrra minnkaði iðnaðarframleiðsla um 2%. Meiri verðhækkanir virðast nauðsynlegar á þessu ári, þótt verð á matvælum verði líklega ekki hækkað. Hins vegar hefur kolaframleiðsla aukizt um 26 milljónir lesta og sykurfram- leiðsla virðist hafa slegið fyrri met. Stjórn Jaruzelskis hefur sagt að hún búist við margra ára bar- áttu við andspyrnuöfl í Póllandi þrátt fyrir afnám herlaga. Ástandið gæti verið verra: þrátt fyrir hrottaskap lögreglu er ekki haldið uppi hreinræktaðri ógnarstjórn, mannfall hefur ver- ið lítið, Walesa og aðrir fangar hafa verið látnir lausir og senni- Hugmyndin með stofnun Pron er að samtökin verði eins konar öryggisventill og taki upp vissa þætti úr starfsemi Samstöðu, sem eru jákvæðir að dómi yfir- valda. Leyfa á óánægju að koma upp á yfirborðið án þess að kommúnistakerfinu sé ógnað. En samtökin verða að sýna að starf þeirra beri ávöxt til þess að öðlast tiltrú fólks, einkum fólks innan við þrítugt, sem er rúmur helmingur þjóðarinnar. Það geta þau ekki með því að beita yfir- völd þrýstingi eins og Samstaða gerði — það eina sem þau geta gert er að senda frá sér áskoran- ir. Kaþólska kirkjan hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Pron, þótt hún sé hlynnt þeirri hugmynd að baráttuþrek þjóðar- innar verði eflt. Kirkjan vill forðast að almenningur komist á þá skoðun að hún styðji við bak- ið á samtökum, sem geti reynzt eins konar Trójuhestur komm- únista. Á meðan þessu fer fram er unnið að því að stofna deildir Pron víða um Pólland með hjálp þekkts fólks á hverjum stað, t.d. þjálfara knattspyrnufélaga, skátaforingja og stríðshetja. Gefið er í skyn að Pron geti hjálpað mönnum utan kommún- istaHokksins til að bjóða sig fram í byggðakosningum og flokksstarfsmenn láta lítið á sér bera. Almenningur er greinilega fullur efasemda í garð hinna nýju samtaka. En stjórnin hefur yfir ýmsum öðrum vopnum að ráða til að treysta völd sín. Al- gengast er að peningum sé beitt, en kúgunaraðgerðir eru áhrifa- mesta aðferðin. Enn hafa and- spyrnuöflin ekki verið brotin á bak aftur, en þrátt fyrir sterka andspyrnustrauma er ekki hægt að útiloka þann möguleika að Pólverjar hljóti sömu örlög og Tékkar á sínum tíma. Pólverjum finnst þeir vera hjálparvana, þeim finnst umheimurinn hafa snúið við þeim baki, en þeir hafa ekki gefið upp alla von. Þetta á einkum við um unga fólkið, sem er staðráðið í að breyta þjóðfé- laginu, þótt síðar verði. Vetrar-Gilwell á Akureyri um páskana ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda vetrar-Gilwell 1983 dagana 27. mars til 4. aprfl nk. við Akureyri. Tæp tvö ár eru síðan síðasta Gilwell nám- skeið var haldið að Úlfljótsvatni. Gilwellnámskeiö eru fyrir skátafor- ingja er náð hafa 18 ára aldri. Nauð- synlegt er að þátttakendur hafi ein- hverja foringjareynslu að baki og æskilegt að þeir hafl áður tekið þátt í foringjanámskeiði. Hugmyndin að Gilwell-þjálfun kom frá Baden Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar. Hann hugsaði sér að árangursríkt væri að safna saman foringjum til lengri útilegu, og tengja saman foringjafræði og upplifun í skáta- starfi. Fyrsta námskeiðið var haldið í Gilwellpark 1919. Fram til 1969 var öllum Gilwell-námskeið- um stýrt frá Gilwellpark. Fyrsta Gilwell-námskeiðið á Islandi var haldið 1959 - að Úlfljótsvatni. Björgvin Magnússon D:C.C. var helsti máttarstólpinn í Gilwell- -skólanum, sem annaðist þjálfun- ina hérlendis fram til 1973. Síð- ustu ár hefur foringjaþjálfunar- ráð haft forgöngu um Gilwell- þjálfun, segir í fréttatilkynningu frá skátahreyfingunni. Áhrif hvalveiðibannsins: Hrefnuveiðarnar hafa stöðvað héðan hreinan fólksflótta — segir Ragnar Guðmundsson bóndi á Rrjánslæk „ÞETTA hvalveiðibann kemur mjög illa við okkur hér, enda hefur allt hér miðast við hrefnuveiðarnar undan- frin ár,“ sagði Ragnar Guðmundsson bóndi á Brjánslsk í Barðastrandar- sýslu í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær. „Hrefnuveiðarnar og vinnsla kjötsins hefur verið aðal- þátturinn í uppbyggingu staðarins hér á Brjánslæk," sagði Kagnar ennfremur, „þetta hefur orðið þunga- miðja atvinnulífsins hér um slóðlf. Árlega höfum við veitt 60 til 80 dýr og við höfum flutt út vel á annað hundrað tonn af kjöti, en þetta fer mest allt á utanlands- markað, til Japan nánar tiltekið. Japanir hafa fylgst mjög vel með því hvernig kjötið er unnið, og oft verið með menn hér til að fylgjast með. Verðmæti framleiðslunnar er breytilegt eftir árum, og ekki gott að áætla fram í tímann, en ætli megi ekki reikna með um 3 millj- ónum króna í útflutningsverð- mæti. Hér hafa 15 til 20 manns haft atvinnu í tvo tl þrjá mánuði á sumrin, og færri allt árið. Bátarnir sem hér hafa lagt upp hafa verið tveir, báðir frá Isafirði." — Og uppbyggingin hefur öll miðast við hrefnuveiðarnar? „Já, eingöngu. Það er tiltölulega stutt síðan þessar veiðar hófust hér, en þær hafa orðið mjög mik- ilvægar. Það var hér gamalt slát- urhús, sem var endurbætt og byggt við, og síðan hefur þetta verið stækkað smám saman, og á vet- urna vinnum við skelfisk hér. Þetta áfall í hvalmálunum er ákaf- lega beiskur biti fyrir okkur að kyngja. Hér hefur ekki síst verið treyst á hrefnuna vegna samdrátt- ar á öðrum sviðum: Samdráttur hefur orðið í landbúnaði, niður- skurður á sauðfé vegna riðuveiki, fallandi verð á grásleppuhrognum, og svo fáum við tiltölulega lítið af skelinni, sem aðallega er unnin í Stykkishólmi. Tilkoma hrefnu- vinnslunnar varð því til að stöðva héðan hreinan fólksflótta. Við biðum spennt eftir niður- stöðum málsins á Alþingi, og ég held að enginn hafi átt von á þess- um niðurstöðum í raun og veru. Enda er þetta endaleysa, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem snýr að hrefnuveiðunum. Hér úti í bugtinni eru til dæmis veidd um 50 dýr árlega á mjög litlu svæði, og miðað er við það er óhemju mikið af henni við landið. Enda hefur margt einkennilegt komið upp í sambandi við þetta mál, það einkennilegasta var þó að heyra til Eyþórs Einarssonar, sem ekkert gat rætt um annað en fisk- markaðina, þótt hann væri tals- maður náttúruverndarmannanna. Það er til marks um þetta mál allt að talsmaður náttúruverndar- manna hugsaði aðeins um markað- ina!“ — Og hver verður nú framtíðin hjá ykkur; er Flóki hf. sem vinnur hrefnuna, nú búinn að vera? „Enn hafamenn nú lítið hugsað um hvað verður þegar fram í sæk- ir, en ég trúi því varla að af þessu verði. Við erum ekki svo svartsýnir enn, að við teljum þessum veiðum lokið! Ég trúi því ekki að hrefnu- veiðarnar líði undir lok, hrefnan er ekki inni á þessu „hvalakorti", og hér kemur það ekkert málinu við, þótt aðrir hvalastofnar séu þverr- andi,“ sagði Ragnar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.