Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Á Bragi Ásgeirsson Skipt hefur verið um uppheng- ingu í sölum Listasafns íslands og kennir þar margra grasa. í for- sal er t.d. mikið um ný íslenzk verk, sem eru aðföng síðasta árs og eru þar m.a. þrjár myndir er falaðar voru á sýningu Guð- mundar Erró í Norræna húsinu i haust. Eina þeirra keypti lista- safnið sjálft en tvær þeirra ís- lenzka ríkið og gaf síðan lista- safninu, að mér skilst. Mun það vera í fyrsta skipti sem þannig er staðið að málum við aðföng að safninu. Þannig mun eign safns- ins á verkum þessa listamanns hafa aukist um 300% á einu ári, sem er vel þótt mikil óbrúuð gjá sé á milli fyrstu myndarinnar og hinna þriggja. Myndirnar eru rammalausar svo sem allar myndirnar voru á sýningunni sjálfri en þess skal hér getið, að slíkum myndum hæfa mjög vel hinir svonefndu „fljótandi rammar", enda mælir listamað- urinn með slíkum umbúnaði. Mikið er um gjafir og nýkeypt- ar grafík-myndir í innri forsal. Má hér nefna tvö málverk, sem hinn frægi danski málari og fé- lagi Svavars Guðnasonar, Egill Jacobsen, gaf til safnsins og til- einkar honum. Þá eru í sama sal mjög athyglisverðar mynd- skreytingar eftir þá Mogens Andersen og Robert Jacobsen við ljóð hins ágæta danska skálds Jörgen Gustava Brandt og tónlist Vagns Holmboe. Eg held, að við fslendingar höfum hreint ekkert gert af því að myndskreyta á þennan hátt bókmenntir okkar (og tónlist) þ.e. með ekta grafík-myndum í takmörkuðu upplagi. Þetta hefur þó lengi tíðkast ytra og margir mestu snillingar aldarinnar, og fyrri alda, verið virkjaðir í þeim tilgangi. I aðalsal má m.a. sjá málverk er hin nafntogaða Gertrud Mell- on keypti af Nínu Tryggvadóttur og gaf svo American Scandinavi- an Foundation og nú hefur verið gefin safninu. k sama vegg er og stór mynd er Ágúst Pedersen gaf til safnsins nú um áramótin. Það fer trútt um talað dálitið um mann í hvert skipti sem lista- safnið er heimsótt því að svo níð- angurslega þröngt og takmarkað er það og þjóðinni lítil auglýsing. Hin nýja bygging gengur hægt og samþykkti þó Alþingi fram- kvæmdaáætlun um verklok á ár- inu 1981, en veitti ekki nægilegt fé til framkvæmda verksins til að það reyndist unnt. Jafnvel er víst útséð um að hægt verði að opna nýbygginguna á 100 ára af- mæli safnsins á næsta ári vegna þess að af þeim tólf milljónum, sem þörf var á að fá til fram- kvæmda í ár og safnið sótti um, voru ellefu klipptar af! — Safnið fékk sem sagt eina ... — Allt sem safnið fær til hliðarrekstr- ar, svo sem sýningarhalds, prentunar listaverkakorta og hvers konar aukaútláta reynast vera 383 þúsund í ár, sem er næsta lítið fyrir þá sem vit hafa á málum. Má telja að almenn listsýning einstaklings að Kjarvalsstöðum sem hóflega er borið í, kosti viðkomandi 100 þúsund og eru þá ekki meðtaldar vinnustundir efniskostnaður né m.fl. Þetta allt mættu ákafir gagnrýnendur safnsins athuga. Að sjálfsögðu ber einnig að geta þess að fjárveiting til allra innkaupa listaverka var aukin til muna, eða úr 282 þúsundum upp í 840 þúsund krónur. Varla getur það þó talist ofrausn með hlið- sjón af því, að fyrir þá upphæð væri hægt að fá eina sæmilega Li.sta.safn íslands má enn um sinn hírast í bráðabirgóahúsnæói í Þjóóminjasafnsbyggingunni, — en ... ... nær flyst það undir eigið þak? grafík-mynd eftir Edvard Munch. Þekkt grafíkmynd þessa meistara „Madonna", fór t.d. á rúmar tvær milljónir ísl. króna á uppboði í fyrra — mynd, sem gerð var í mörgum, mörgum ein- tökum ... — Það hlýtur að vera mál málanna í sambandi við Lista- safnið, er að það fái fasta tekju- lind til innkaupa t.d. prósentur af einhverjum tekjum ríkissjóðs en slíkt er algengt um söfn er- lendis. Það er af og frá að skammta fé til safnsins á viðtek- inn hátt frá ári til árs og láta döngun íslenzkrar myndlistar að hluta til ráðast af einhverjum skriffinnum í kerfinu, er hvergi hafa komið nálægt listum né listasöfnum, — eða þingmönn- um, sem tæplega eru betur settir í þeim fræðum. Það mun léttast brúnin á mörgum er Listasafn íslands flytur í eigið húsnæði og vafalit- ið mun það hljóta margar góðar gjafir frá innlendum sem erlend- um aðilum við þau tímamót. Þá mun aukast virðing okkar sem sjálfstæðrar þjóðar með ris- mikla innlenda menningu, sem flestum erlendum og mörgum innlendum hefur verið hulin fram að þessu. Myndlist Listasafiií íslands Um sauðslega lifnaðarhætti Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Berskjaldaður öreigamaður Nína Björk, vilja túlka skylda Steinþór Jóhannsson: VERSLAÐ MEÐ MANNORÐ. Myndir: Daði Guðbjörnsson. Útgefandi: Höfundur 1982. Enn ein æsileg skáldsaga dettur manni í hug þegar maður heyrir nafn bókar Steinþórs Jóhannsson- ar. En Steinþór hefur forðað þjóð- inni frá slíku álagi sem skáldsaga með þessu efni hlyti að verða. í staðinn sendir hann frá sér ljóða- bók með tilkomumiklu heiti. Steinþór Jóhannsson hefur reyndar gefið út tvær ljóðabækur áður: Hvert eru þínir fætur að fara? (1975) og Óhnepptar tölur (1976). í Verslað með mannorð eru yfir- leitt stutt skorinorð ljóð og bera þau vitni heitum skapsmunum. Réttlætiskennd skáldsins er sterk og það er lítið gefið fyrir mála- miðlanir eða að draga undan þeg- ar taka þarf afstöðu til veiga- mikilla þátta mannlífsins. Niður- staðan getur þó oft orðið lítt upp- örvandi. Villuráfandi ord um eyðimörk hugans leitandi að svölun. Finna þurran heitan sandinn brenna upp merkingu sína. (Sandurinn) Það er raunsæilegur tónn í sum- um Ijóðanna og þau minna jafnvel á skáldskap kreppuáranna: Hans skólaganga og menntun var: Háskóli lífsins. Prófin: sigg í lófa. Doktorsvörnin: lúin bein. Kyrir hönd kaffibrúsans og nestisboxins, sem gráta söltum tárum, eru blóm og smjaðurslegar minningargreinar vinsamlega afþakkaðar. Sixpensarinn (Horfinn hafnarverkamaður) Ádrepu á samfélagið, uppreisn gegn hinu staðlaða er víða að finna í Verslað með mannorð. Um helstu dægrastyttingu flests fólks að horfa á sjónvarp er ekki ort af miklum skilningi. „Imbakassinn" er „andlaus, ólífrænn matari", hið „sorpkennda fúlegg". í Kindarleg- um mönnum er ort um hetjur hversdagsins með þessum hætti: Steinþór Jóhannsson Þeir vefa úr þræðinum myndrænan flöt, stundaglas líðandi tíma, uns ramminn lokast í geirungi dags og nætur. ('llarlitirnir þó einatt prýða hina sauðslegu lifnaðarhætti. Það er aukin viðleitni til hnit- miðunar í þessum nýju ljóðum Steinþórs Jóhannssonar og víða er skemmtilega komist að orði þótt herslumun skorti til að skila veru- lega eftirminnilegum ljóðum. Verslað með mannorð er vönduð bók að frágangi, prentuð með rauðu letri og prýdd laglegum og oft fyndnum teikningum eftir Daða Guðbjörnsson. Magnus Johannsson fra Hafnarnesi: NOKKUR UÓÐ. Hafnarnesútgáfan 1982. Við Jónssteininn nefnit ljóð í kveri Magnúsar Jóhannssonar frá Hafnarnesi: Nokkuð ljóð. Þar seg- ir frá þeirri reynslu „að lífið er ekki dans/ á rósum, sem blómstra og ilma/ í vitum öreigamanns". Öreigamaður þessi skorar heim- inn á hólm „vonlaus og berskjald- aður“ eins og fleiri. í skáldsögum sem Magnús Jó- hannsson hefur samið á undan- förnum árum lýsir hann oft sjón- armiðum og aðstöðu öreiga- mannsins, ýmsu bágstöddu fólki í samfélaginu. í Nokkur ljóð eru svipuð viðfangsefni, til dæmis í Fiskistúlkunni: fcí er rinkislúlkan. .sem bjargar þjóóarverAmætunum. Á laugardag.skvöldum þ<“g»r ég sletti úr klaufunum, lauN vid vélagnýinn og bónuMÍnn «g meó einum of mikió af Smirnoff í heim.ska kollinum mínum, vilja allir dæla í mig meira Nmirnoff og fylgja mér heim. Þetta ljóð minnir mig á Súkku- laði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur. Leikritið fjallar að vísu ekki um fiskistúlkur heldur verksmiðjukonur sem boðið er í glas um helgar og fylgt heim. En báðir þessir höfundar, Magnús og hluti í raunsæilegu ljósi. Annað ljóð í Nokkur ljóð fjallar um hið dæmda öreigafólk: Hrímuó hönd morgunsins hvílir á heróum mínum. Kramhjá mér ganga nöturlegar manneskjur í noróan gjóstinum einM og dæmdir fangar, en verksmiójuflauturnar skera kyrróina einM og storknaóan draum. (Morgunn) Þótt Magnús hafi nóg að segja um vanda og harma fólks sem á í vök að verjast er áberandi nokkuð kaldhæðinn tónn í Nokkrum ljóð- um; stundum skýtur Magnús yfir markið eins og í Sláturtíð, en á stöku stað er gáskafullur húmor sem er þess virði að til sé vitnað. Lítum á síðasta ljóð bókarinnar, Frostnótt heitir það: f nótl héluóu hendur jaróarinnar og tjaldurinn, sem atóó í lófa hennar heitfengur eftir ást sumarsins varó hvo kalt á fótunum aó hann keypti Mtígvélaskó á alla fjölakylduna og lagói af Mtaó í sólarlandaferó. Þegar Nokkur ljóð eru lesin óskar maður þess að Magnús Jó- hannsson ætti til ofurlítið meira af smekkvísi og helst að hann kall- aði til samstarfs við sig góðan prófarkalesara. Þrátt fyrir við- vaningsbrag á ljóðunum er samt eitthvað upprunalegt við þau. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.