Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 35 Eggert Þ. Briem læknir - Minning Það munu allir geta samþykkt, sem kynntust Eggert Briem, að þar fór vammlaus maður. Við kynntumst því skólasystkin sem vorum honum samtíða í MR fyrir nær 30 árum, ekki síst við félagarnir í bekkjardeild hans. Á þeim árum voru húsnæðisvand- ræðin að byrja að gera vart við sig í skólanum, einn bekkur fékk ekki eigin stofu heldur var á flakki og notaði þær stofur sem lausar voru hverju sinni. Okkar bekkur, sem var óvenju fámennur, fékk inni í gömlu kennarastofunni. Þar var þröngt setinn bekkurinn með sæti fyrir 16 manns og þá var varla hægt að opna dyrnar, án þess að kennarinn viki sér til hliðar. Svo bættist einn bekkjarbróðir við, hann hafði séð að sér og kom til okkar utan úr stærðfræðideild- inni, hann hafði ekkert fast sæti og varð að treysta á það að ein- hver okkar yrði fjarverandi. Við sýndum auðvitað fullan skilning og samstöðu og tryggðum honum námsaðstöðu allan veturinn! Menn kynnast vel í slíkum þrengslum, þar sem þeir verja saman allt að sex kennslustundum á dag. Þá þegar sýndi Eggert þær eigindir sínar, sem vöktu virðingu samferðamannanna í lífsstarfi hans og í langri sjúkdómslegu. Hann var vandaður maður og sýndi öllu fulla virðing. Hjálpsemi hans og jákvæð afstaða var hon- um eðlislæg og áreynslulaus. Lát- leysi og alúð var alla tíð einkenn- andi fyrir Eggert, enda átti hann sér það gildismat sem greindi það stóra frá því smáa. Þetta kom ekki síst fram, þá sjaldan honum gramdist eða vildi gagnrýna eitthvað og þá einna helst sjálfan sig. Yfirleitt lauk þeim lestri með glettnisorðum, því að auðvitað var slíkt rex aðeins broslegt frá sjónarhorni eilífðar- innar. Þessvegna beindist ekki metnaður Eggerts í þá veru að ná svokölluðum frama eftir þeim mælistikum sem samfélagið legg- ur á störf manna. Hans metnaður var að vinna vel sín störf í héruð- um sem yfirleitt voru ekki eftir- sótt af ungum læknum. Þar undi hann sér vel, Reykjavíkurpiltur- inn sem var alinn upp í mann- margri menningarfjölskyldu í Vesturbænum og við Tjörnina. Hann virtist ekki eiga sér drauma um yfirlæknisstarf á stóru sjúkra- húsi með hóp af hvítklæddu að- stoðarliði. Upphefð hans kom að innan. Eggert átti sér mikinn inn- ri styrk undir látlausu, jafnvel af- sakandi yfirbragði. Við útskrifuðumst stúdentar á nítjánda afmælisdegi Eggerts, 15. júní 1956. Þá og reyndar svo oft fyrr og síðar nutum við rausnar og hjartahlýju foreldra hans, Gunn- laugs og Þóru, á Tjarnargötunni. Leiðir okkar dreifðust á háskóla- árunum, síðan tóku við starfsárin víða um land og jafnvel erlendis. Öðru hverju hittumst við þó, yfir- leitt í mýflugumynd, stundum þó lengur og þá var í rauninni allt óbreytt okkar í milli, þótt mitt- ismál, hrukkufar eða hárprýði tækju nokkuð hröðum breyting- um. Fyrir nokkrum árum fréttum við af veikindum Eggerts. Hann kom suður til meðferðar, ég var kominn heim frá útlöndum og fundir okkar urðu nokkuð reglu- legir á ný. Þar var hann veitand- inn. Það er mikil reynsla og þakkar- efni að kynnast því hversu mann- eskjan nær að aðlagast erfiðum aðstæðum og standast þær óbug- uð. Sjúkdómslega Eggerts var skýrt dæmi um hvernig bregðast má við mótbyr, halda fullri reisn og verða meiri maður af. Kjarkur hans og vílleysi lýstu upp skugga dauðans sem lögðust að og von okkar efldist. Mér er minnisstæður einn morgunn í haust. Ég átti erfitt verkefni framundan sem ég kveið fyrir að takast á við. Þá varð mér það fyrir að fara niður á Landspít- ala til Eggerts í stað þess að aka á vinnustað. Þetta kann að þykja undarlegt. Fullfrískur maður, væntanlega sæmilega fær um að gegna starfi sínu, leitar til deyj- andi manns til uppörvunar og hvatningar. En ég fór ekki bón- leiður til búðar. Orð hans og at- ferli allt settu mitt vandamál inn í það samhengi sem það átti heima í og það varð harla viðráðanlegt. Við ræddum um mannleg sam- skipti, um manninn og Guð, um vonina, lífið og dauðann. Sumt af því sem var áður í óljósri mynd, varð nú ljóst, einfalt og eðlilegt í skynjun Eggerts, sem greindi svo auðveldlega hismið frá kjarnan- um. Trú hans, iátlaus og einlæg, sá ljósið handan við gröfina og því gat hann rætt um dauðann án þvingunar. Sem faðir fjögurra barna og eiginmaður Dóru var hann í sjálfu sér ekki tilbúinn til þess að fara, en sem manneskja, Guðs barn, var hann sáttur við ör- lög sín og skapara. Hann var sigurvegarinn í þess- ari baráttu lífs og dauða. Þótt þrek líkamans dvínaði, hélt hann fullri reisn sinni andlega lengst af, umvafinn kærleika sinna nánustu. Barátta þeirra allra var löng og erfið. En jafnframt hefur fjöl- skyidan átt þá reynslu við sjúkra- beð Eggerts að ekki verður með orðum tjáð. Hinar stóru og djúpu stundir lífsins gerast sjaldnast í sól og sumaryl. Persónulega þakka ég 30 ára vináttu Eggerts sem varð mér æ dýrmætari eftir því sem þroski okkar jókst. Ég þakka honum mikla lexíu um lífsgildin og fel hann í arma Miskunnarans sjálfs sem gaf honum lífið og gaf honum von eilífs lífs. Bernharður Guömundsson Það hefði ekki verið að skapi Eggerts, vinar míns, að ég færi hér að flytja um hann lofræðu. Eggert var ekki sá maður, að um hann þyrfti stór orð eða mörg lýs- ingarorð. Sumir eru miklir af sjálfum sér. Honum féll bezt að hlusta á aðra, til þess hafði hann alltaf tíma. Slíkir menn verða fyrirhafnarlaust beztu vinir manns. Þú þarft ekki að sanna þeim neitt. Þeir krefjast einskis af þér. Einhvern veginn fylgdi Egg- ert svo einstök hlýja og notaleg- heit að öllum hlaut að líða vel í návist hans. Má nærri geta, að þeir eiginleikar gerðu hann að vinsælum og góðum lækni. Meira en hálfa ævina þekkt- umst við og vorum vinir frá því að við kynntumst fyrst í MR haustið 1952. í þeirri vináttu hallaðist alltaf á aðra hliðina. Eggert var veitandinn, ég þiggjandinn. Svo hljóður var Eggert um sína hagi, að hann var orðinn fársjúkur þeg- ar hann fyrst sagði okkur frá því. Hann gerði það eins og þar væri um smámuni að ræða og svo var það ekki meira. Nú er um stund vík milli vina. Við hjónin vottum Halldóru og börnunum, foreldrum og systkin- um innilega samúð okkar. Megi Guð gefa ykkur styrk. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Dóra og Pétur Fyrsta minning mín um Eggert Briem er tengd hjálpsemi hans, og það var í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1952. Við höfð- um ekki kynnzt í gagnfræðaskóla, enda bjuggum við sitt hvorum megin Lækjar. Við vorum heldur ekki í sömu deild í 3. bekk, og ég minnist þess ekki að hafa talað við hann fyrsta vetur okkar í Mennta- skólanum. En ég þekkti hann samt og ég held, að allir í 3. bekk hafi þekkt Eggert Briem, og það var vegna þess, að hann var maðurinn, sem bar lamaðan félaga sinn dagl- ega inn í skólann. Þegar þessi » 1 nemandi kom á vélknúnum hjóla- stól sínum að dyrum skólans, viss- um við, að Eggert Briem var skammt undan og reiðubúinn til þess að bera hann á bakinu inn í skólastofu. Síðar hef ég komizt að því, að kennarar skólans tóku líka vel eftir þessari einstæðu hjálp- semi Eggerts og kunnu að meta hana. Á öðru ári okkar í Menntaskól- anum fékk ég tækifæri til þess að kynnast Eggert betur, því þá lágu leiðir okkar saman í 4. bekk og síðan úr því til stúdentsprófs vorið 1956. Þetta vor fórum við nokkrir nýstúdentar saman til Akureyrar og áttum þar góðar stundir. Ef til vill hefur Eggert í þeirri ferð fest þá ást á Norðurlandi, sem síðar kom fram. — Ég kynntist líka fjölskyldu Eggerts og naut gest- risni hans ágætu foreldra, Gunn- laugs ráðuneytisstjóra og frú Þóru. Þau tóku öllum skóla- bræðrum Eggerts með hlýju og velvild, jafnframt því, sem þau virtust eiga létt með að umgang- ast æskulýðinn. Ég hygg, að kyn- slóðabil hafi ekki þekkzt í Tjarnargötu 28 á uppvaxtarárum Eggerts, enda ekki búið að smíða það orð þá. Sérstaklega er mér minnisstætt, hversu foreldrar Eggerts fögnuðu okkur vel, sam- stúdentum hans, að loknu stúd- entsprófi. Forfeður Eggerts Briem og frændur fengust margir við lög- fræði eða guðfræði og þekkt er stærðfræðigáfa Briemanna. Enga af þessum fræðigreinum valdi Eggert, er hugað var að háskóla- námi. Ég hygg, að hann hafi snemma ætlað sér að verða læknir og hafi talið það starf vera köllun sína. Hann lagði því ótrauður út á erfiða námsbraut og lauk prófi í læknisfræði árið 1965. Nær öll læknisstörf sín innti Eggert Briem af hendi úti í héruðum. Hann var aðstoðarlæknir eða hér- aðslæknir á ýmsum stöðum svo sem Þórshöfn og Hofsósi, en lengst og nú síðast um tíu ára skeið á Dalvík. Þar sá hann rætast ósk sína um heilsugæzlustöð, en hún var tekin í notkun árið 1981. Vafalaust verða einhverjir til þess að lýsa læknisstörfum Eggerts, en við, gamlir skólafélagar hans, höfðum fyrir satt, að í þeim nytu sín vel hæfileikar hans til þess að umgangast fólk og sú gamalkunna viðleitni hans að vilja leysa hvers manns vanda. Við vissum, að við slíkt sparaði Eggert aldrei fyrir- höfn og þolinmæði skorti hann ekki. Síðustu samfundir okkar Egg- erts voru fyrir allmörgum mánuð- um. Hann var þá bundinn við rúm af illvígum sjúkdómi, en hugurinn var enn óbugaður. Þau hjónin voru að skipuleggja för sonar síns norður á Dalvík og barst talið því að læknishéruðunum, sem Eggert hafði starfað í norðan lands. Kunni hann frá mörgu að segja úr læknisstarfi sínu í dreifbýli, erfið- um vitjunum og ferðum. — Svo mikill var andlegur styrkur Egg- erts Briem í sjúkdómslegu hans, að menn fóru betri af hans fundi. Að lokum færi ég ástvinum Eggerts innilegustu samúðar- kveðjur. Með honum er góður drengur genginn langt um aldur fram. Heimir Þorleifsson Kynni okkar Eggerts Þ. Briem tókust fyrir rúmum 30 árum, er við urðum sessunautar i skóla. Ég var nýfluttur til Reykjavíkur og þekkti engan í bekknum, en rauðhærði strákurinn, sem benti á auða sætið við hliðina á sér, varð einn af mínum bestu vinum upp frá því. Hann er nú kallaður brott í blóma lífsins, frá ungri konu og fjórum ungum börnum. Eggert var afbragðsmaður á alla lund, eins og hann átti kyn til. Hann var mikið prúðmenni og aldrei tranaði hann sér fram. Hann var mikill vinur vina sinna. það er gott að minnast þess að hafa átt slíkan mann að vini. Að afloknu stúdentsprófi, vorið 1956, skildu leiðir okkar í alllang- an tíma. Eggert hóf nám í læknis- fræði við Háskóla íslands það haust, en ég fór í nám erlendis. Við hittumst ekki oft hin siðari ár, er hann starfaði sem héraðslæknir á Norðurlandi, síðast á Dalvík. Þar byggðu þau Halldóra, kona hans, sér hús og þar líkaði þeim vel að búa. Margs er að minnast, þegar litið er til baka. Á skilnaðarstund verð- ur mér tíðhugsað til gömlu dag- anna og þeirrar vináttu, er ég naut við Eggert og heimili hans. Á Há- vallagötunni og síðar í Tjarnar- götunni vorum við félagar hans aufúsugestir, þangað var ævinlega gott að koma. í veikindum sínum sýndi Eggert æðruleysi og rósemi hins þroskaða manns. Hann kvartaði aldrei, svo ég heyrði, en tók því sem að hönd- um bar með fulkomnu æðruleysi. Halldóra stóð sem klettur við hlið manns síns. Það þrek, sem hún hefur sýnt í löngu veikindastríði hans, er aðdáunarvert. Megi Guð blessa hana, börn þeirra og aldr- aða foreldra hans. Minningin lifir um þennan góða dreng, Óttar P. Halldórsson Um 600.000 erlendir ríkisborg- arar eru búsettir á Norðurlöndum. Tæplega helmingur þeirra eru ríkisborgarar í öðru norrænu landi. % hlutar allra útlendinga á Norðurlöndum eru búsettir í Sví- þjóð og af öllum Norðurlanda- búum, sem eru búsettir í öðru nor- rænu landi, eru um 80% í Svíþjóð. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað lítið eitt í Danmörku, Finnlandi og Noregi en fækkað í Svíþjóð. Þrátt fyrir talsverðan búferlaflutning til Svíþjóðar, um- fram þá sem flytja frá landinu, hefur erlendum ríkisborgurum ÞAÐ SEM af er þessu ári hefur ekki verið gengið frá ábyrgðum vegna skreiðarsölu til Nígeríu. Bjarni V. Magnússon hjá íslensku umboðssöl- unni er þessa dagana f Nígeríu til að reyna að þoka málum áfram og á mánudag halda þeir Bragi Eiríksson, Samlagi skreiðarframleiðenda, og Magnús Friðgeirsson, Sjávarafurða- deild Sambandsins, til Nígeríu í sömu erindagjörðum. Á síðasta ári afskipuðu Norðmenn 246 þúsund pökkum af skreið til Níg- eríu, en aðeins fóru 79 þúsund pakk- Eggert fæddist í Reykjavík 15. júní 1937. Foreldrar hans voru Gunnlaugur E. Briem ráðuneytis- stjóri og Þóra Garðarsdóttir Briem. Éggert varð stúdent á nítján ára afmæli sínu 1956 í hópi 96 stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þaðan greindust leiðir í námi og starfi, en hópurinn hélt þó þétt saman, tryggur þeim systkinaböndum, sem tengd voru á skólaárunum. Eggert lagði stund á læknisfræði ásamt ellefu bekkjar- systkinum okkar. Hann lauk kandídatsprófi árið 1965 og starf- aði sem aðstoðarlæknir og hér- aðslæknir á Patreksfirði, Þórs- höfn, Kópaskeri, Vopnafirði og Rauafarhöfn árin 1965—1968. A árunum 1967—1969 dvaldi hann við framhaldsnám í almennri læknisfræði og aðstoðarlæknis- störf við Inverness Group of Hospitals í Skotlandi. Hinn 8. júní 1968 kvæntist Eggert Halldóru Kristjánsdóttur frá Þórshöfn. Þau eignuðust fjögur börn, Gunnlaug, Birni, Eggert og Hrund, sem nú eru á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eggert varð héraðslæknir á Hofsósi árið 1970 en fluttist árið 1972 til Dalvíkur, þar sem hann gegndi síðan héraðslæknisemb- ætti og átti drjúgan þátt í upp- byggingu heilsugæslustöðvar, meðan heilsa hans leyfði. Vegna starfa sinna á landsbyggðinni og erlendis átti Eggert þess sjaldan kost að taka þátt í samkomum bekkjarsystkinanna. Fyrir okkar sjónum stendur hann enn sem glaðlegur og hlédrægur mennta- skólastrákur, trygglyndur og með afbrigðum hjálpsamur félögum sínum. Við trúum því einnig, að þessir eiginleikar hafi fylgt hon- um í lífi og læknisstörfum, en aðr- ir kunna betur frá þeim að segja. Það er mikil eftirsjá að slíkum fé- lögum á besta aldri. Við bekkjar- systkinin vottum Halldóru og börnunum fjórum, öldruðum for- eldrum og systkinum Eggerts innilega samúð á erfiðri stundu. Sveinbjörn Björnsson farið fækkandi. Ástæðan er sú, að síðan 1976 hafa fleiri en 20.000 út- lendingar fengið sænskan ríkis- borgararétt árlega. í frétt frá ráðherranefnd Norð- urlanda um þessi mál segir, að þar sem skráning búferlaflutninga sé ekki eins á öllum Norðurlöndum, sé ekki öruggt að þessar tölulegu niðurstöður nái að endurspegla hin raunverulegu hlutföll, en á vegum nefndarinnar verði þó unn- ið að því að lagfæra málin svo að niðurstöðunum megi treysta full- komlega. ar héðan. Ástæða þess hve mun meira Norðmenn seldu á siðasta ári eru betri kjör á norsku skreiðinni, en opinberlega heitir það, að norska og íslenzka skreiðin sé seld á sama verði og á sömu kjörum. Nýlega lækkuðu Nígeríumenn verð á olíu, en ekki er vitað hvaða áhrif það hefur á efnahagsástandið í land- inu. Meðan ekki er útlit fyrir veru- legar breytingar á Nigeríumarkaði, verður ekkert af fiski sett í skreið nema það sem ekki er hægt að nota í salt eða frystingu. Norðurlöndin: Mestu búferlaflutn- r- ingar á Islendingum SAMKVÆMT opinberum tölum voru það um 40.000 einstaklingar sem fluttu búferlum árið 1980 frá einu norrænu landi til annars; tæplega 60.000 fluttu búferlum til Norðurlandanna og tæplega 50.000 fluttu frá Norðurlöndum. Tölulega var búferlaflutningurinn til og frá Svíþjóð stærstur. Séu tölurnar settar í hlutfall við fólksfjöldann, þá er hreyfanleikinn til og frá landinu mestur á íslandi. í hlutfalli við fólksfjöldann eru einnig hreyfingarnar til og frá Danmörku talsvert meiri, og þær norsku aðeins meiri en þær sænsku. Skreiðarútflytj- endur til Nígeríu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.