Morgunblaðið - 11.02.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.02.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 27 Heimsókn til Pakistan eftir sr. Bernharð Guðmundsson Oftirefli? Nokkrir iæknanna fyrir framan skurðstofu sjúkraskýlisins. Þeir skilja ekki skapferli okkar, þessir Rússar. Við berj- umst öll, hver á sinn hátt. Börn- in ekki síst. Þau fela sig uppi í trjánum, klessa forarleðju á skriðdrekagluggana er þeir fara fram hjá, skjóta af baunabyss- um í augu Rússanna þegar þeir ætla að þvo rúðurnar. Þau eru hittin þessir krakkar. Sjáið þið þennan 10 ára strák, hann gekk með handsprengjur innan undir sjalinu sínu og sprengdi fleiri rússneska bíla í loft upp, þeir skutu á hann en hann slapp illa særður og komst yfir landamærin. Nú er hann gróinn sára sinna og nú halda honum engin bönd, hann er að fara aftur yfir um að berjast. Dr. Ferid Hakim sýnir okkur sjúkraskýli í grennd við landa- mæri Afganistan og Pakistan. Það er rekið af samtökum afg- anskra lækna utan Pakistan og þar starfa nú 7 læknar. Samtök- in starfrækja fimm önnur skýli sem reyndar eru hreyfanleg að baki víglínunnar. Eftir þrjár vikur fer dr. Hakim yfir landa- mærin og verður þar í 5—6 mán- uði með hóp sjúkraliða. Við munum hlynna að öllum sem við getum sinnt. Starf okkar er tvíþætt, lækningar og að vinna að sameiningu þjóðflokk- anna í Afganistan. Þar er nefni- lega eitt sterkasta vopn Rúss- anna. Þjóðin skiptist í marga þjóðflokka sem öldum saman hafa átt í illdeilum sumir hverj- ir. Rússar kynda undir allri sundrungu okkar sérstaklega meðal bændanna og hirðingj- anna. Okkur hefir tekist að ná samstöðu meðal skæruliðanna, við verðum að ná samstöðu allr- ar þjóðarinnar, líka öfgahóp- anna, sem ganga svo langt að treysta ekki læknum nema úr eigin hópi. Við verðum að læra að standa saman. Þessvegna stofnuðum við þessi samtök, til þess að veita öllum hjálp sem þess þurfa — án aðstoðar Karls Marx og hans fugla — bætir dr. Hakim við og brosir. Andlit hans ljómar af glettni, annars ber það ótvíræð merki 5 ára fangelsis- vistar í Kabúl. — Sonur minn er að byrja að taka mér sem pabba sínum og þá fer ég aftur. Sá litli er ekki ánægður með það. Á þriðja hundrað sjúklinga fá aðhlynningu á þessu sjúkraskýli. Mann undrar reyndar að nokkur sár skuli gróa við þær frum- stæðu aðstæður sem þar eru. Kannski eru íslenskir sýklar harðskeyttari en þeir afgönsku. Húsið er hlaðið úr grófum steini og skiptist í 6 stofur þar sem læknarnir taka við sjúklingum sem bíða í stórhópum í forgarð- inum. Vefjarhettir þeirra skýla þeim fyrir ágengri sólinni. Margir eru illa bæklaðir. Einn þeirra staulast til okkar, hann er einfættur og skaddaður í andliti. — Þið verðið að segja heiminum frá þessu, hvað er að gerast hér í Afganistan. Þetta er pólitiskt stríð, við erum ekki aðeins að verja okkar eigið land. Við erum að berjast fyrir ykkur í Evrópu. Haldið þið að Rússar láti sér nægja að brjóta okkur niður? Ef þeim tekst það, ryðjast þeir yfir Pakistan og hvað þá? — Mun þeim takast að leggja Afganistan undir sig? spyrjum við. — Það er undir vinum okkar komið. En ég veit að við sigrum, það er í nánd. Hjarta Asíu blæð- ir, en við munum græða það. Það er molla í forgarðinum og römm lykt af mönnunum sem bíða lækningar, fátækir, sjúkir og ólæsir. Er þeir gróa sára sinna munu þeir fara í skjóli nætur heim aftur með einföld vopn í hendi til að berjast við það sem virðist ofurefli, heri Rússa sem geysast fram í eldspúandi skriðdrekum og beita háþróuðum morðtólum. — Að berjast fyrir okkur í Evrópu, sagði hann. Við gengum þögul út í bílinn. Bókin „Ungbarnið“ NÝLEGA kom út hjá bókaforlag- inu Iðunni bókin Ungbarnið, sem mig langar að vekja athygli á. Hún er skrifuð af hjúkrunarfræð- ingunum Önnu M. Olafsdóttur og Maríu Heiðdal, sem báðar hafa starfað við ungbarnaeftirlit. Bók- in ber þess merki að þarna eru að verki konur, sem þekkja þarfir ungra foreldra við íslenskar að- stæður. Bókin svarar á fordóma- lausan hátt flestum spurningum sem ungir foreldrar eru að velta fyrir sér. Fyrst er fjallað um meögöngu- tímann og þar er skýrt á einfaldan hátt frá ýmsum einkennum, sem konur finna fyrir. Kaflinn foreldrahlutverkið lýsir því sem margir huga ekki að í fyrstu, en þörf er á að velta fyrir sér í tíma, því að margt breytist þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskylduna. Þarna er að finna upplýsingar er varða daglega umönnun barns- ins og einmitt þau vandamál sem vefjast fyrir mörgum. Einnig eru ráð og leiðbeiningar um hentugan klæðnað og útiveru barna. Kaflarnir um þroska barnsins, leiki og leikþörf, málþroska og örv- un og umhverfi eru mjög greinar- góðir kaflar, sem lýsa þroska og þörfum barna fyrstu tvö árin og svara flestum spurningum for- eldranna og auka skilning þeirra á þroska og þörfum barna. Til dæm- is hef ég ekki áður séð í bókum neitt um málþroska barna fyrr en þarna. Einnig er vaxtarlínurit, og geta foreldrar sjálfir skráð þar lengd og þyngd barnsins. Kaflinn um brjóstagjöfína veitir fróðleik um starfsemi mjólkur- kirtlanna, næringargildi mjólkurinn- ar, hvað best er að gera til að auð- velda brjóstagjöf og um þá erfíð- leika sem upp koma hjá flestum. f kafíanum um mataræði er að finna leiðbeiningar um fæðuval fyrir börn fram á annað ár, og gefin einföld ráð til að laga barnamat heima. Einnig um helstu melt- ingartruflanir barna og hvernig bregðast skuli við þeim. Aftast í bókinni er tafla um smitsjúk- dóma. Þar er lýst einkennum þeirra og hvað beri að gera í hverju tilviki. Hér er aðeins drep- ið á það helsta í bókinni en marg- an annan fróðleik er að finna. Eg álít að bók þessi eigi eftir að koma að miklum notum og svara spurn- ingum margra. Það er ómetanlegt að höfundarnir eru íslenskir og hafa unnið við að leiðbeina for- eldrum. Ég hef ekki áður séð slíka bók. Auk þess er bókin óvenju ódýr. Ég vil þakka Önnu Margréti og Maríu fyrir góða bók, sem kemur mörgum að góðum notum. Hólmfríður R. Árnadóttir ------------------\ «0-70% oUiKw Ennþá ýmsar vörutegundir á ótrúlegu verði. Athugiö! Síðasti dagur útsölunnar er á morgun, laugardag. //

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.