Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 40
^/Vskriftar-
síminn er 830 33
^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
Hækkun
fram-
færslu-
yfsitölu
um 15%
— Veröbólguhraöinn
samkvæmt því um 75%
HÆKKl'N framfær.sluvísitölunnar 1.
marz nk., miftaö við verðlag í byrjun
febrúar, verður samkvæmt upplýsing-
um Mbl. í námunda við 15%, en end-
anlegum útreikningi er ekki lokið.
Verðbætur á laun yrðu samkvæmt því
liðlega 13%, en þar kemur til frádrátt-
ur vegna rýrnandi viðskiptakjara og
fleiri þátta.
Miðað við 15% hækkun vísitölunn-
ar er verðbóluhraðinn um þessar
mundir, þ.e. hækkunin framreiknuð
næstu 12 mánuðina, um 757r. Hækk-
un framfærsluvísitölunnar síðustu
tólf mánuðina miðað við sömu for-
sendur er liðlega 67,5%.
Þá má nefna, að lánskjaravísitala
hefur á síðustu tólf mánuðum hækk-
að um tæplega 63,6% , en verðbólgu-
hraðinn, miðað við hækkunina milli
janúar og febrúar, er liðlega 77%.
Hækkun vísitölu byggingarkostn-
aðar á tímabilinu janúar 1982 til
janúar 1983 er rétt liðlega 63% , en
verðbólguhraðinn miðað við hækkun
hennar á milli október og janúar,
sem var 11,3%, er nú 53,5%.
Morgunblaðið/RAX.
Á miðnætti rann úr frestur einstaklinga til að skila skattframtölum. Að venju var mikil örtröð við skattstofurnar því margir draga það fram á síðustu
stundu að skila skattframtölunum.
Pálmi Jónsson um vísitölumálið:
Vaneftidir af hálfti
Alþýðubandalagsins
Rfkisstjórnin klofin í málinu — for-
sætisráðherra flytur sjálfur frumvarp
Smygl fannst
í Stuðlafossi
TOLLGÆZLAN fann í vikunni
smyglvarning í ms. Stuðlafossi,
sem var nýkominn frá Bandaríkj-
unum. Alls fundust 95 þriggja pela
flöskur af vodka.
Þrír skipverjar reyndust eiga
smyglvarninginn. Áfengið höfðu
þeir falið á mjög haganlega hátt
í olíuskilju í vélarrúmi.
Akureyri:
Slys í skipa-
smíöastöö
Akureyri, 10. febrúar. Al*.
ÞAÐ slys varð hér í Skipasmíðastöð
Birgis Þórhallssonar, að rafvirki sem
þar var við vinnu, féll úr stiga og hlaut
slæmt höfuðhögg.
Slysið varð um klukkan 10 árdegis,
og var maðurinn þegar fluttur á
sjúkrahús, ög þaðan í sjúkraflugi til
Reykjavíkur, til frekari rannsókna
og aðhlynningar.
Nú í kvöld mun líðan mannsins
eftir atvikum, og hann er kominn til
meðvitundar. — Fréttariuri.
RÍKISSTJÓRNIN klofnaði í gær í
afgreiðslu vísitölumálsins og mun
Alþýðubandalagið ekki standa að
flutningi þess á Alþingi, að sögn
Fálma Jónssonar landbúnaðarráð-
herra. Hann sagði að þar af leið-
andi yrði ekki flutt stjórnarfrum-
varp um málið, heldur myndi
forsætisráðherra, Gunnar Thor-
oddsen, leggja fram frumvarp í
eigin nafni. Pálmi sagðist telja
þetta vanefndir af hálfu Alþýðu-
bandalagsins á samþykktum ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum,
sem rækilega hefðu verið kynntar
í ágústmánuði sl. við útgáfu bráða-
birgðalaganna. Ragnar Arnalds,
fjármálaráðherra, segir það mis-
skilning að niðurstaða sé fengin í
ríkisstjórn um vísitölumálið, það
sé enn til umfjöllunar.
Vísitölumálið var til umræðu
á ríkisstjórnarfundi í gærmorg-
un og lá endanleg afstaða Al-
þýðubandalagsins þá ekki fyrir.
Samkvæmt heimildum Mbl.
ákvað þingflokkurinn með litl-
um atkvæðamun eftir ríkis-
stjórnarfundinn að vera ekki
með í frumvarpsflutningnum,
en þá höfðu verkalýðsleiðtogar
innan vébanda flokksins látið
álit sitt í ljós.
í framhaldi af yfirlýsingu
sinni um að Alþýðubandalagið
hafi ákveðið að standa ekki með
ríkisstjórninni í framlagningu
vísitölumálsins á Alþingi og að
forsætisráðherra muni þess í
stað flytja það, sagði Pálmi:
„Það hefur verið ásetningur
okkar sjálfstæðismanna í ríkis-
stjórninni að koma þessu máli
fram og freista þess að fá það
afgreitt á Alþingi. Sömu sögu er
að segja um framsóknarmenn.
Ég tel að svo lengi hafi dregist
að ná fram úrslitum málsins í
ríkisstjórninni að þegar það nú
loksins hefur tekist þurfi að
hafa snarar hendur og láta á
það reyna hvort Aiþingi fæst til
að afgreiða það fyrir 1. marz, en
það er nauðsynlegt til að fá
fram lengingu á næsta verð-
bótaútreikningstímabili."
Pálmi sagðist hafa orðið fyrir
vonbrigðum með að ríkisstjórn-
in skuli ekki standa saman að
þessu máli og sagðist telja þetta
vanefndir af hálfu Alþýðu-
bandalagsins á fyrirætlunum
ríkisstjórnarinnar frá í águst-
mánuði sl. Pálmi var í lokin
spurður, hvort hann teldi
grundvöll fyrir áframhaldandi
ríkisstjórnarsamstarfi eftir
þessa afgreiðslu. Hann svaraði:
„Á það verður að reyna. Það er
mál Alþýðubandalagsins hvern-
ig það fer.“
Tómas Árnason viðskiptaráð-
herra sagði að framsóknarráð-
herrarnir hefðu talið sjálfsagt
mál allt frá því samkomulag
varð um efnahagsmálin í ríkis-
stjórninni í sumar, að til breyt-
inga á viðmiðunarkerfinu kæmi.
Hann sagði einnig, að á þeim
tíma hefði einvörðungu verið
talað um breytingu á viðmiðun-
arkerfi launa, ekki á grundvelli
landbúnaðarins, eins og Svavar
Gestsson léti hafa eftir sér
opinberlega. Tómas sagðist ætíð
hafa talið samkomulagið í ríkis-
stjórninni frá í ágúst stórpóli-
tískan viðburð, en það hefði
aldrei hvarflað að sér að ekki
yrði staðið við það. Hann var
spurður hverja hann teldi fram-
vindu mála verða innan ríkis-
stjórnarinnar vegna þessa. „Það
hlýtur að koma í Ijós næstu
daga“, svaraði hann.
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra sagði aðspurður, að það
væri misskilningur að ákveðin
niðurstaða hefði fengist í ríkis-
stjórn í gær, þetta væri mál sem
lengi hefði verið til umræðu og
væri ekki frágengið.
Gífurleg aukning tékka-
svikamála á þessu ári
„VID munum ekki eftir öóru eins
nórti tékkasvikamála eins ug undan-
farnar vikur," sagrti Krla Jónsdóttir,
deildarstjóri hjá Kannsóknarlögreglu
ríkisins, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Erla haföi þá nýlega tekiö sam-
an fjölda á tékkasvikakærum frá 1.
janúar fram til 10. febrúar og
reyndust þær vera 73 talsins. Á
sama tímabili í fyrra voru kærurn-
ar 22 svo aukningin er gífurleg eins
og sjá má.
Það er ekki aðeins að kærum
hafi fjölgað heldur eru upphæðir
svikanna miklu hærri en í þeim
málum sem kærð voru í fyrra.
„Fjölmargir einstaklingar hafa
gefið út innistæðulausar ávísanir
fyrir tugi þúsunda króna. I fljótu
bragði virðist mér að fólkið hafi
nær undantekningarlaust vitað að
það var ekki að gefa út ávísanir,
sem ekki var innistæða fyrir.“ Erla
bætti því við að þessi svikamál
væru flest frá mánuðunum
október-desember 1982.
Að sögn Erlu hefur kærum fyrir
tékkafals einnig fjölgað verulega,
en hún hafði ekki haldbærar tölur
um tékkafalsið. Rannsóknarlög-
reglan væri að vonum ekki viðbúin
þessu flóði og væru stærstu málin
látin hafa forgang.
Að lokum vildi Erla brýna fyrir
fólki að sýna aðgát við kaup á ávís-
unum, kæruleysið í þeim efnum
væri stundum hreint ótrúlegt.