Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Sálarfræði og list 2. hluti „Dagleiðin langa“ og sálarfræðin eftir Árna Blandon í fyrstu greininni um „Dagleið- ina löngu“ og sálarfræðina var fjallað um leikritið sem sjálfsævi- sögu, aðferðir persónuleikasálar- fræðinnar, sálfræðilega vítahringi í „Dagleiðinni" og frásagnartækni verksins. f þessari grein er einni kenningu í persónuleikasálarfræði lýst og rakið hvernig hún skoðar persónurnar í „Dagleiðinni löngu". 1) Eðlisfar einstaklinga. Athuganir Sheldons á tengslum Ifkamsbygg- ingar og persónueinkenna. Á sama hátt og Eugene O’Neill lýsir nákvæmlega þeirri sviðs- mynd sem Ieikritið gerist í, lýsir hann ytri einkennum og eiginleik- um persónanna beint, áður en þær birtast. Þetta eru lýsingar sem áhorfandinn fær aldrei að sjá nema í birtingu leikarans, ef áhorfandinn á ekki eintak af verkinu sjálfu. O’Neill lýsir per- sónunum þannig: Mary er 54 ára, meðalmann- eskja á hæð. Hún er ennþá ungleg og þokkafull í vexti, ofurlítið þybbin ... andlit hennar ber greinilega írskt svipmót. Það hlýt- ur að hafa verið óvenjulega laglegt í eina tíð og krefst enn athygii. Það er ekki í samræmi við hraustlegan líkama hennar en er magurt, fölt og beinabert. Nefið er langt og beint, hún er munnvíð, þykkar varir vitna um næmleika. ... Dökkbrún augu hennar virðast svört vegna fölvans og hvíta hárs- ins. Þau eru óvenjulega stór og fögur, augnabrýnnar svartar, augnhárin löng og sveigjast upp. Athyglin dregst undir eins að ein- stökum taugaóstyrk hennar. Hendur hennar eru aldrei kyrrar. Eitt sinn voru það fagrar hendur, fingurnir langir og frammjóir, en liðamótin knýtt af gigt ogfingurn- ir virðast núna Ijótir og af- skræmdir. Maður forðast að horfa á þá, því fremur sem maður finnur til þess að henni er sárt um hvern- ig þeir líta nú út, og finnur til niðurlægingar af því hún hefur ekki hemil á taugaóstyrknum sem dregur athyglina að þeim ... Rödd hennar er mjúk og aðlað- andi. Þegar hún er kát vottar fyrir írskum hreim. Það sem er mest aðlaðandi í fari hennar er látlaus, tilgerðarlaus geðþokki, vegna þess að enn býr í fasi hennar æska feimnu klausturskólastúlkunnar, sem hún hefur aldrei glatað — innborið, óheimslegt sakleysi. James Tyrone er 65 ára en virð- ist 10 árum yngri. Um það bil fimm fet og átta þumlungar á hæð, herðibreiður, brjóstkassinn mikill, hann virðist hærri og grennri vegna þess hvernig hann ber sig, en það er á hermannlega vísu, háreistur og brjóstið þanið, maginn inn, axlirnar sperrtar aft- ur ... Starf hans hefur þrykkt marki sínu á hann, svo ekki fer á milli mála. Ekki þannig að hann gangi upp í neinni tilfinninga- s veifl u -uppgerð leiks viðss tj örn- unnar. Hann er að eðli og vali yfirlætislaus, hógvær maður, og hneigist til þeirra hluta sem eru í samræmi við alþýðlegan uppruna hans og áa hans meðal írskra bænda. En leikarinn birtist í öll- um ómeðvituðum talvenjum, hreyfingum og látbragði. Það ber þess merki að vera sprottið af lærðri tækni. Rödd hans er óvenjulega fögur, hljómmikil og sveigjanleg, og hann er mjög stolt- ur af henni ... Hann er í slitnum, gráum léreftsfötum ... Þetta er ekki vísvitandi hirðuleysislegur búnaður til þess að vekja athygli. Hann er bara einfaldlega drasl- aralegur til fara. Hann ... er núna búinn til garðyrkju og gefur skít í það hvernig hann lítur út. Hann hefur aldrei í rauninni verið lasinn neinn dag ævi sinnar. Hann hefur engar taugar. Traustur, jarðbundinn bóndinn er ríkur í honum, samspunninn þáttum af tilfinningasömu þunglyndi, og ör- sjaldan leiftra blossar af innsæi næmleikans ... Jamie, sá eldri, er 33 ára. Hann hefur frá föður sínum líkams- bygginguna, herðibreiður og þrek- inn um bringuna. Þumlungi hærri og léttari, en virðist vera lægri og gildari, því hann skortir reist fas og tígulegan líkamsburð föður síns. Hann ber merki ótímabærrar hnignunar. Hann er ennþá þekki- legur í andliti, þrátt fyrir merki um óreglu, en hann hefur aldrei verið eins fríður og Tyrone, þótt Jamie líkist fremur honum en móður sinni. Hann er með falleg brún augu, liturinn mitt á milli hins bjartari litar föðurins og þess dekkri móður hans. Nef hans er ólíkt annarra fjölskyldulima, áberandi arnarnef. Ásamt kald- hæðnissvipnum sem hann tíðast ber Ijær það fasi hans blæ af Mef- istófelesi. Þá sjaldan hann brosir án háðs hefur persónuleiki hans svip af gamansömum, rómantísk- um, ómótstæðilegum írskum per- sónutöfrum — hins aðlaðandi dáð- lausa, með keim af tilfinninga- samri Ijóðrænu, þess sem hrífur konur og er vinsæll meðal karla ... Edmund er 10 árum yngri en bróðir hans, tveimur þumlungum hærri, horaður og beinaber. Þar sem Jamie líkist föður sínum og ber lítinn svip af móður sinni, lík- ist Edmund báðum foreldrum sín- um, en svipar meira til móður sinnar. Mest ber á stórum dökkum augum hennar í iöngu mjóu írsku andliti hans. Munnur hans ein- kennist af sams konar ofurvið- kvæmni, sem hennar. ... Hendur Edmunds eru áberandi áþekkar móðurinnar, með sömu óvenjulega löngu fingrunum. Þeir erujafnvel, þó í minna mæli sé, markaðir af sama taugaóstyrknum. Það kemur einmitt mest fram í sérstaklega ríkum taugaspenntum næmleika, hve mjög Edmund líkist móður sinni. Hann er greinilega við slæma heilsu. Miklu horaðri en hann ætti að vera, augu hans eru hitasóttarleg og kinnarnar eru innfallnar. Þrátt fyrir sólbruna er hörund hans guggið og laslegt ... Þessar nákvæmu lýsingar O’Neill á útliti persónanna benda til þess að honum hafi fundist ákveðin skapgerð tilheyra ákveð- inni líkamsbyggingu. Sömu skoð- unar var William H. Sheldon sem hefur lýst nákvæmlega mismun- andi líkamsgerðum manna og reyndi að sýna fram á að sérhverri líkamsgerð fylgdi sérkennandi skapgerð sem ætti aðeins við sér- stakar gerðir líkamsbyggingar (1940). Fyrirrennari Sheldons í þessum fræðum var þýski sálfræðingurinn Ernst Kretschmer (1925). Sumir kannast e.t.v. helst við kenningar hans gegnum skáldverk Vésteins Lúðvíkssonar: „Gunnar og Kjart- an“, en þar er kenninga hans get- ið, sem er að sjálfsögðu ekki það sama og að höfundurinn hafi ein- hverntíma aðhyllst kenningar Kretschmers. Kretschmer skipti líkamsgerðum manna í þrjá flokka. Þekktastir eru tveir þeirra hér á landi, svokallaðir hringhug- ar og kleyfhugar. Þriðja gerðin var svo hinir íþróttamannslegu, sterklegu. Kleyfhugarnir voru horaðir og áhyggjufullir, hring- hugarnir feitlagnir og léttir í lund. Ef þessar tvær gerðir manna urðu geðveikar birtust einkenni á ólík- an hátt, kleyfhugar urðu geðklofa, en hjá hringhugum skiptust á geð- Iæti og þunglyndi. Shakespeare lætur Júlíus Cesar orða þetta eitthvað á þá leið að hann kjósi fremur að hafa feita menn í kring- um sig, en ekki horaða menn sem vaka um nætur. Hringhuginn sef- ur sem sé vel í áhyggjuleysi sínu, en sá horaði á erfitt með svefn því hann hugsar mikið og hefur marg- ar áhyggjur. Sheldon skoðaði 4000 gerðir af mannslíkömum og flokkaði niður í þrjá flokka: 1) Iðragerð, sem var fólk með stór meltingarfæri, e.k. ístru. 2) Vöðvagerð, íþróttalega vaxið fólk með sterkt hjarta. 3) Heilagerð þar sem taugakerfið var ríkjandi þáttur, þar með tal- inn heilinn. Við þessar þrjár lík- amsgerðir tengdi Sheldon mis- munandi skapferli fólks. 1. Iðrasálgerð einkennist af þörf- inni fyrir að slappa af, metur þæg- indi og rólegt líf, hefur gaman af að borða. Þetta fólk sefur vel og Mary og Edmund hefur þörf fyrir félagslega viður- kenningu. 2. Vöðrasálgerð þarfnast líkams- æfingar, ákveðið í lund, finnst gaman að taka áhættu og er sjálfstætt, óháð öðrum. 3. Heilasálgerð einkennist af þörf- inni fyrir næði, að vera einn með sjálfum sér. Þetta fólk er mjög næmt, sefur illa og hefur engan áhuga á líkamsþjálfun og æfing- um. Ástæðan fyrir því að um getur verið að ræða fylgni á milli lík- amsgerðar og persónueinkenna gæti m.a. verið sú að þjóðfélagið umbunar fólki á mismunandi hátt eftir útliti. Þannig kom t.d. í ljós að íþróttamannslegu persónurnar sem Sheldon athugaði höfðu að geyma miklu fleiri einstaklinga sem hneigðust til afbrota en hinar sálgerðirnar (sem svara til kleyf- huga og hringhuga). Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að þeir sem eru þreklega vaxnir gangi inn í ákveðið ofbeldis- eða krafta- mynstur sem er oft á tíðum fylgi- fiskur afbrotamanna. Árið 1942 lýsti Sheldon þrem persónum sem hver um sig var dæmigerð fyrir hvern hinna þriggja flokka sem Sheldon hefur kannað. Aubrey: Iðrasálgerð. 22 ára feit- ur, kringluleitur, latur, óábyrgur. Maður hvílist af að horfa á hann. Þegar hann situr lítur hann út eins og stór baunasekkur. Lítill áhugi á kynlífi. Tilgangur lífsins felst í því að éta. Meltingarfærin virðast vinna eins og brennsluofn. Hann þarf stöðugt á félagsskap að halda. Sjúkleg þörf fyrir viður- kenningu. Sefur óskaplega vært. Hefur enga þörf fyrir líkamsrækt. „Jafn hugrakkur og kanína." Boris: Vöðvasálgerð. Langur, kraftmikill, 21 árs, mjög herða- breiður, herskár, árásargjarn, há- vær, vinsæll, talinn myndarlegur, öruggur í hreyfingum og fram- göngu, fyrirlítur líkamlegt hreyf- ingarleysi. óseðjandi átvagl, étur eins og úlfur, hvikur, hispurslaus, sjálfstæður, ekki háður einstakl- ingum, ofsafenginn skapsmuna- maður, umburðarlaus, ör, gagn- rýninn, vaknar kl. 5.30 á morgn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.