Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 31
31 i \ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 líka orðið fíknilyf og þá er mikil hætta á ferðum. Sem betur fer, er það ennþá aðeins lítill hluti ung- menna, sem glatar þannig lífi og heilsu, en þeim hefði verið minni hætta búin, ef þeir hefðu getað leitað í tíma til móður sinnar, eða sálusorgara, hvort sem hann var faðir eða móðir. Klám íslenzka orðið klám, sem hefur óverðskuldað fengið á sig einhvern sóðalegan blæ, mun vera dregið af „clam“ í latínu, en það er at- viksorð og á við það sem gerist leynilega eða f felum. Af sama stofni eru svo latnesku sagnmynd- irnar „clamare" og „exclamare" (franska: clamer og exclamer), sem báðar merkja að láta eitthvað áður leynilegt í ljós með ofsaleg- um orðum eða hrópum. Nú er orð- ið klám aðeins notað hér um til- teknar mannlegar athafnir og orð- bragð, og eru aðalmerkingarnar mannlegt kynlíf og fjölmiðlun í máli og myndum á slíkum athöfn- um, ásamt auglýsingum á konum sem munaðarvöru. Er birting þesskonar efnis orðin ein örugg- asta fjáröflunarleið fjölmiðlanna, og ganga kvikmyndirnar lengst í þessum „clameur". Virðast eitt eða fleiri kynlífsatriði vera orðin ómissandi í hverri kvikmynd, til þess að útgáfan borgi sig. Jafnvel virðuleg leikhús eru tekin að senda eina eða fleiri persónur naktar inn á sviðið, til þess að örva aðsóknina. Útgefendur bóka og blaða hafa fyrir löngu komið auga á þessa fjáröflunarleið. Auk „fag“-tíma- rita og -bóka í þessari grein, fer það mjög í vöxt, að dagblöð freist- ist til þess að birta eina og eina nektarmynd, eins og krydd í text- ann hjá sér. Myndir af fáklæddum konum eru mikið notaðar í auglýsingum, einkum frá skemmtistöðum og ferðaskrifstofum. Þannig eru birt- ar myndir frá suðrænum bað- ströndum, þar sem hálfnaktar konur liggja út um allar fjörur, eins og rekaviður á Hornströnd- um. Á báðum stöðum virðist auð- velt að hirða einn eða fleiri ítur- vaxna boli, að minnsta kosti í aug- um þeirra landa okkar, sem búa á rekajörðum. Þá færist mjög í vöxt að haldn- ar séu sýningar á konum, svo- kallaðar fegurðarsýningar, með verðlaunaveitingum og öllu til- heyrandi, líkt og gerist á vörusýn- ingum og á búfjársýningum bænda. Óneitanlega er þarna verið að „exklamera" líkamsfegurð kvenna, gegn staðgreiðslu sýn- ingargesta, og þeim til augnayndis og ánægju. Ljótar listir Hér er full ástæða til að minn- ast á aðra tegund kláms, sem laumað hefur verið inn á svið fag- urra lista, eins og skáldskapar, tónlistar og myndlistar, fyrir til- verknað nýgræðinga, sem gerst hafa hér iðkendur „ljótra lista“. Heiti á skáldsögu eins og „Kvennaklósettið" eða nafn á hljómsveit eins og Tappi Tíkar- rass, gefur í skyn, að hér sé á ferð- inni eitthvað, sem tæpast getur talist fagurt eða siðlegt. Þá getur sú myndlist tæpast talist fögur, sem er svo fáfengileg, að nota verður til hjálpar alls konar uppá- komur (performances), byggðar á fáránlegum tilburðum flytjenda, til þess að náð verði tilætluðum áhrifum. Sem sagt, tilgangurinn helgar meðalið, og tilgangurinn er að selja ljóta list fyrir hátt verð. Fari maður að benda á það, að myndir þessara nýgræðinga séu engin list, heldur pár og klessur settar á pappír af handahófi, eða að tónlistin þeirra sé „holtaþoku- væl“, þá er bara sagt, að hann hafi ekki vit á list. Svo einfalt er þetta. Hér er verið að blekkja fólk og svíkja, laumast að baki meðborg- aranna og spilla dómgreind þeirra. Þetta eru klámhögg, sem þjóðinni eru veitt, en um þau kveður Grímur Thomsen: „Mín eru örin öll að framan, aldrei klám- högg neinn mig hjó.“ Einn hring ennþá, móðir mín Þann 22. janúar sl., birtist í Lesbók Morgunblaðsins grein eftir Tryggva V. Líndal, undir fyrir- sögninni: „Barnsmóðurhlutverk kvenna. Undirstaða karlaveldis- ins.“ Tryggvi er sýnilega á svip- aðri skoðun og karlhatarinn Knusmann, og langar til að taka „einn hring ennþá“, svo að vitnað sé til prestsins í Hruna. Fyrstu dansspor þessa unga rauðsokka er að fjalla um „hefðbundna yfir- burði karla í stórum dráttum" og telur hann upp eftirtalda átta slíka, sem karlar hafi framyfir konur: „Fjölbreyttari þekkingu og reynslu á umheiminum"; „fleiri persónuleg sambönd"; „úrslita- aðstöðu við öflun lífsnauðsynja"; „að bera vopn til veiða á stórum dýrum og til varnar heimabyggð- inni“. Starf karla býður „upp á meiri hvíld og afslöppun"; þeir eru „betur fallnir til flestra líkam- legra áreynslustarfa og íþrótta"; en einu andlegu yfirburðirnir, sem karlmenn hafa framyfir konur, „er hæfileikinn til að meta þess konar fjarlægðarhlutföll, sem reynir á, þegar hlutum er kastað í mark“; og í áttunda og síðasta lagi hafa karlmenn „notið góðs af því, þegar ungbörnum var fargað", „en þá voru það oftar meybörnin, sem urðu fyrir barðinu á því.“ Við þessari upptalningu er ekk- ert að segja og mega karlmenn vel við una, nema hvað fullyrðingin um andlegu yfirburðina er hinn mesti þvættingur, og það er ekki hægt að kenna körlum um nærri allan barnaútburðinn. Benda má á það, að nú hefur „barnaútburður" verið tekinn upp aftur, en nú í formi fóstureyðinga. Talið er, að brátt verði unnt að finna það á ódýran máta í upphafi meðgöngu- tímans, hvort konan gengur með sveinbarn eða meybarn. í framtíð- inni getur þá „fóstureyðingastjóri ríkisins" ráðið því, hversu mörg börn fæðast af hvoru kyni. Eftir- sóknarverð staða, eða hvað? Tryggvi sýnir fram á það, hvernig spara má karlmenn. „Ef eitt sveinbarn væri látið lifa, en tíu meybörn, þá gæti sú kynslóð uppkomin getið af sér eitt hundr- að börn, þar eð hinn eini karlmað- ur gæti frjóvgað allar konurnar.“ Skrá um diplómatíska starfsmenn komin út Út er komin árleg skrá utanrík- isráðuneytisins, „Diplomatic List 1983“, með upplýsingum um diplómatíska starfsmenn, heimilisföng, símanúmer og tel- exnúmer erlendra sendiráða sem annast samskipti við ísland. Þau eru nú nær 70 talsins, þar af tólf í Reykjavík en hin í ná- grannalöndunum. Jafnframt hafa 28 ríki kjör- ræðismenn á íslandi og er þeirra getið í útgáfunni. Þá er þar birt yfirlit yfir þjóðhátíðardaga og íslenska fánadaga. Heftið er fáanlegt í utanrík- isráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 5. hæð. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! fRergiimMi&tfr Skákkeppni stofn- ana og fyrirtækja Vel að merkja, ef hann ætti 10 börn með hverri. Svo geta menn reiknað áfram. Tryggvi lýkur grein sinni með því, sem hann nefnir „fagnaðarer- indi“, en það er á þessa leið: „í skrifstofustörfum nútímans standa konur næstum jafnt að vígi körlum, þótt þær séu ófrískar öðru hvoru.“ Hér lætur höfundurinn móðurhlutverkinu lokið með fæð- ingu barnsins. Barnið á þá sýni- lega að leggja inn á einhverja upp- eldisstöð ríkisins. Og svo heldur „fagnaðarerindið" áfram, þegar hinni ævafornu aðstöðu karl- mannsins hefur verið hnekkt, og tekur Tryggvi svo til orða: „Má þvi búast við, að karlaveldið hrynji, þegar tækni okkar iðnvædda þjóð- félags nær því stigi, að líkamleg- um erfiðisstörfum verður útrýmt." Hér gleymir þessi boðandi fagnað- arerindisins þvi, að tölvuvæðingin er að yfirtaka skrifstofustörf nú- tímans, svo að hinni nýfengnu að- stöðu konunnar verður líka hnekkt. Við tekur nær algert að- gerðarleysi. Enginn hefur neitt að gera, hvorki karlar né konur, nema nokkrir valdamiklir tölvu- meistarar. Vinnan, þetta eilífa viðfangsefni hverrar heilbrigðrar manneskju, hefur verið tekin af fólkinu, lögð niður eins og heimil- ið. í einhverri fjarlægri „Kreml" sitja „yfirtölvumeistararnir", „Ríkisalmættið". Með tölvustýrðri tækni lætur það framleiða brauð og vímugjafa handa þjóðinni. En alþýðan, andlegir og efnalegir ör- eigar, heimilislausir og iðjulausir, hópa sig saman í hjarðir og drepa tímann með því að dansa. Þar er kominn Hrunadans siðmenningar- innar. f æðiskenndri vímu æpir fólkið á Almættið: „Einn hring ennþá, móðir mín.“ Og hver hjörð- in af annarri hverfur af yfirborði jarðar. Sigurður Pétursson gerlafræðingur. SKÁKKEPPNI stofnana og fyrir- tækja 1983 hefst í A-riðli mánu- daginn 14. febrúar kl. 20 og í B-riðli miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grens- ásvegi 44—46. Keppnin verður með svipuðu sniði og áður, segir í fréttatilkynningu frá Taflfélagi Reykjavíkur. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum flokki um sig. Umhugsunartími er ein klukkustund á skák fyrir hvern keppanda. Hver sveit skal skipuð fjórum mönnum auk 1—4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrir- tæki eða stofnun er ekki tak- markaður. Sendi stofnun eða HÓTEL Loftleiðir efna til mikillar síldarveislu í Blómasal hótelsins dagana 11.—20. febrúar í samvinnu við íslensk matvæli. Á hverju kvöldi verður mikið úrval af sfldar- og fisk- réttum á boðstólum og hafa gestir úr liðlega 30 tegundum að velja að ógleymdum salötum og ídýfum. Einnig stendur þeim til boða sér- stakur salatbar og brauðbar, segir í fréttatilkynningu frá Loftleiðahóteli. Meðal nýjunga sem kynntar verða, má nefna innbakað laxa- paté og hörpudiskapaté. Þarna gefst einnig tækifæri til að smakka reyktan og grafinn karfa, svo nokkuð sé nefnt. fyrirtæki fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Þátttökugjald er kr. 900 fyrir hverja sveit. Nýjar keppnis- sveitir hefja þátttöku í B-riðli. Keppni í Á-riðli fer fram á mánudagskvöldum, en í B-riðli á miðvikudagskvöldum. Fyrsta kvöldið verður tefld ein umferð en tvær umferðir þrjú seirini kvöldin. Mótinu lýkur með hraðskákkeppni, en nánar verð- ur tilkynnt um það síðar. Þátttöku í keppnina má til- kynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22. Lokaskráning í A-riðil verður sunnudaginn 13. febrúar kl. 14—17, en í B-riðil þriðjudaginn 15. febrúar kl. 20-22. Félag harmonikkuunnenda sendir fulltrúa sína á staðinn á laugardags- og sunnudagskvöld, og munu þeir skemmta gestum og skapa rétta síldarstemmningu. Skagamenn munu síðan fjöl- menna 18. og 19. febrúar og skemmta með leikþætti og söng. Þátttaka i síldarævintýrinu kostar 195 krónur á- mann. Að sjálfsögðu geta þeir sem það vilja valið sér aðra rétti af matseðli Blómasalarins. Síldarævintýrið verður á dagskrá á hverju kvöldi fram til 20. febrúar, en í hádeginu er kalt borð með þorraívafi. Sfldarréttir og Akranes- dagar á Hótel Loftleiðum LAGER ALA PARTNER -búðinni Laugavegi 30. oQc. Prjónavesti 50,- ' %**»**<# Peysura195.- ^Pur 4g0 “• JJ 10 Pör af sokkum á V aðeins kr. 195.- LAGERINN Smiðjuvegi 54.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.