Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 19 Líbanon: Bandaríkjamenn með nýjar tillögur Hoirnt IH fakniar A1» ^ Breskir friöargæsluliöar aka um götur Beirút í dag á skriödrekum. Beirút, 10. febrúar. Al*. ELIE Salem, utanríkisráð- herra Líbanon sagöi í dag, aö Bandaríkjamenn hefðu boriö fram nýjar tillögur, sem gætu orðið grundvöllur fyrir sam- komulagi „innan eins eða tveggja mánaða“ og orðið til þess, að það 60.000 manna erienda herlið, sem er í Líb- anon, yrði á brott þaðan. Salem sagði ennfremur, að ísraelsmenn hefðu fallið frá sumum kröfum sínum og sýnt sveigjanleika í öðrum kröfum. Væri þetta góðs viti í viðræðum þessum, sem hingað til hafa verið á hálfgerðu öngstigi, þar sem lítil von var um árangur. Sagði Salem, að þessar nýju til- lögur væru „mjög skynsamleg- ar“ og auðvelt ætti að vera að semja um þær, þar sem þær nálguðust mjög sjónarmið Líb- anonsmanna. Salem nefndi ekki þær kröfur sem ísraelsmenn eiga að hafa fallið frá. Hann sagði stjórn sína þegar hafa tekið jákvæða afstöðu til hinna nýju tillagna Bandaríkjamanna og hann væri vongóður um, að ísraels- stjórn myndi gera það einnig, elsstjórn þyrfti greinilega þótt viðbrögð hennar lægju meiri tíma til þess að tileinka ekki fyrir að svo komnu. ísra- sér tillögur Bandaríkjamanna. Nefnd Sameinuðu þjóðanna: Mannréttindi í E1 Salvador eru gróf- lega fótum troðin Genf, 10. febrúar. Al\ NEFND á vegum Sameinuðu þjóöanna undir forsæti Spánverj- ans Jose Antonio Pastor Ridru- ejo skilaði í gær áliti sínu, en hún hefur rannsakað meint mannrétt- indabrot í El Salvador. Skýrsla ncfndarinnar sagði mannréttindi í landinu gersamlega fótum troð- in og stjórnin stæði á bak við flest hinna fjölmörgu pólitísku morða sem þar eru framin. í skýrslunni stóð að herinn, þjóðvarðliðið og lögreglan Norski Rauði krossinn kaupir skreið fyrir Ghana hefði drepið flesta hinna 4.777 sem vitað er að myrtir voru fyrstu 11 mánuði síðasta árs. Skýrslan vítir einnig skæruliða vinstri manna fyrir brot á mannréttindum, en segir þá hins vegar ekki standa að baki morðanna að neinu marki. Seg- ir skýrslan að oft séu það dauðasveitir hægri manna sem sjái um morðin, en herstjórnin beri ábyrgðina. En auk morðanna, sakar nefndin herstjórnina um al- varlegar pyntingar á pólitísk- um föngum, „fangar eru barðir til óbóta, stórslasaðir og hengdir upp í hinum ýmsu stellingum. Undir slíkum kringumstæðum er sýru gjarn- an hellt yfir þá og/eða að rafskautum er stungið í við- kvæma líkamshluta". framleiðendur óttast tilboð útlendinga NORSKA ríkisstjórnin hefur veitt 5 milljónir n.kr. (13,5 millj. ísl. kr.) til Rauða kross Noregs í því skyni að keypt verði skreið fyrir flóttamenn frá Nígeríu í Ghana. Oslóarblaðið Aftenposten segir í frétt um þetta, að Thor Olstad í Sölusamlagi norskra fiskifram- Bush á heimleið Lundúnum, 10. febrúar. Al\ GEORGE Bush varaforseti Banda- ríkjanna sagöi í dag aö augljóst væri að „núll-lausnin" svokallaöa væri sá valkostur sem NATO-ríkin styddu, en annað mál væri hvort Sovétríkin myndu nokkurn tíma samþykkja hana. Hann sagði þetta við brottför- ina frá Lundúnum í dag, en hann hefur verið á ferð um Evrópu und- anfarna tólf daga. Hann sagðist myndu færa Ronald Reagan Bandaríkjaforseta allar nýjustu tillögur sem fram hefðu komið í afvopnunarmálum sem og öðrum. Handtóku 53 mafíubófa (’atanzaro, Ítalíu, 10. febrúar. Al\ RÚMLEGA 300 lögreglumenn hand- tóku 53 menn grunaða um að vera meölimir í mafíusamtökunum í þrcmur héruöum Kalabríu í gær. Notaði lögreglan bæði þyrlur og brynvarða bíla í aðgerðunum sem voru með þeim stórfelldari. 20 hinna handteknu voru gripnir samkvæmt tilskipun, en hinir voru gómaðir við ólögmætt at- hæfi. 25 stolnir bílar fundust í fór- um hópsins, einnig mikið magn skotvopna. leiðenda (Fiskeprodusentenes Fellessalg) telji óraunhæft annað en Rauði krossinn kaupi skreiðina af norskum framleiðendum. Með lokun skreiðarmarkaðarins í Níg- eríu verða Norðmenn af því að selja þangað 1.500 lestir af skreið á mánuði. Norðmenn sitja nú uppi með 240 þúsund lestir af skreið. Frá því í apríl á síðasta ári hefur verið mælst til þess af félögum fiskframleiðenda að menn verk- uðu ekki í skreið. En ýmsir stór- ir aðilar á Lófóten-svæðinu hafa haft þessi tilmæli að engu. Af fréttinni í Aftenposten má ráða, að fiskframleiðendur í Noregi hafi af því nokkrar áhyggjur að Rauði krossinn muni festa kaup á skreið utan Noregs og senda til Ghana. Odd Grann framkvæmdastjóri Rauða krossins lét orð um það falla í blaðaviðtali fyrir síðustu helgi, að Rauði krossinn kannaði einnig tilboð um skreið frá öðr- um en Norðmönnum. í viðtali við Aftenposten á mánudag sagði Grann, að hann liti svo á, að Rauði krossinn væri skyldur til að kaupa af norskum aðilum, hins vegar hefðu erlendir skreiðarútflytjendur haft sam- band við skrifstofu Rauða kross- ins í Osló. í fyrstu ferð á að senda 90 lestir af skreið til Ghana og næsta sending fer af stað þegar hin fyrsta er örugglega komin á leiðarenda. INDIKA Gandhi forsætisráöherra Indlands hóf kosningabaráttu sína í dag í Assam-fylki meö þeim afleiö- ingum, aö harkaleg átök brutust þar strax út, þar sem 12 manns voru drepnir. Fimmtíu manns hafa verið drepnir á undanförnum sjö dögum í blóðugum átökum í þessu fylki, þar sem miklar óeiröir hafa átt sér staö. Hafa margir íbúar í Assam Nefndin heimsótti E1 Salva- dor í sex daga í september síð- astliðnum og byggir skýrslu sína á fjölda viðtala við ein- staklinga. krafizt þess, að fólk frá nágranna- fylkinu Bangladesh, sem sezt hef- ur að í Assam, eigi ekki að hafa þar neinn kosningarétt og með réttu eigi að reka það burt úr fylk- inu. Þeir, sem fyrir þessum mót- mælaaðgerðum standa, hafa hótað að koma algerlega í veg fyrir fyrirhugaðar kosningar, sem fram eiga að fara 14,—20. febrúar. Rússar segja sig úr WPA Alþjóðasambandi geðlækna Vínarborg, 10. Tebrúar. Al\ SOVÉTKÍKIN hafa sagt sig úr Alþjóöasambandi geölækna, WPA, vegna gagnrýni þess efnis, að geðlæknar þar misbeiti starfi sínu til þess aö kveða niöur and- ófssinna. Staðfesti talsmaöur al- þjóöasambandsins þetta í dag. Þessi úrsögn kemur á óvart nú, þegar fimm mánuðir eru þangað til að haldið skal þing WPA í Vínarborg. Er talið, að markmiðið með úrsögninni sé að verða fyrri til og koma í veg fyrir, að sambönd geðlækna á Vesturlöndum komi sér saman um að reka sovézka geðlækna- sambandið úr samtökum þeirra. Það var samband brezkra geðlækna, sem talið var, að ætti eftir að leggja fram til- lögu til ályktunar á komandi þingi WPA þess efnis, að sov- ézka geðlæknasambandinu yrði vísað úr WPA.' Banda- ríska geðlæknasambandið hef- ur ekki viljað ganga svo langt, en hafði í hyggju að fá því framgengt að sovézka geð- læknasambandinu yrði vísað úr samtökunum til bráða- birgða. Serbsky-stofnunin, þar sem fjöldi sovézkra andófsmanna hefur veriö í „geörannsókn“. Tólf drepnir í Indlandi Nýju Delhí, 10. febrúar. Al\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.