Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Erindi Svavars Svavarssonar, flutt á verkstjórafundi Sölumiðstöövar hraðfrystihúsanna Frá verkstjórafundi SH. GÆÐAMÁL fiskiónartarins hafa mikið verið til umræðu ad undaniornu í framhaldi þeirra skakkafalla, sem upp hafa komið í þeim. Eins og fram hefur komið í fréttum komu á síðasta ári upp mjög slæmir gallar í skreið og saltfiski, sem selt hafði verið úr landi og hér heima var nokkru magni af frystum fiski hent vegna skemmda. Síðustu daga var verkstjóra- fundur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna haldinn og bar þar þessi mál meðal annars á góma. Morgunblaðið ræddi vegna þess við Hjalta Einarsson, fram- kvaemdastjóra SH, og Svavar Svavarsson, framleiðslustjóra Baejarútgerðar Reykjavíkur. Hjalti sagði, að þessir fundir vaeru haldnir á tveggja ára fresti og hefði svo verið síðan 1974. Til fundarins hefði ekki verið boðað vegna gaeðamála, þó þau hefðu að sjálfsögðu fengið verðuga umfjöll- un. Fundirnir hefðu frá upphafi skiptst á milli gaeðamála og tæknimála og svo væri einnig nú. Sérstakir gestir fundarins hefðu verið Ólafur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar í London, og þeir Þorsteinn Þorst- einsson og Guðni Gunnarsson, verksmiðjustjórar í verksmiðjum Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Hefðu þeir allir flutt erindi um starfsemi fyrir- tækjanna og komið inn á kröfur markaðsins. Svavar Svavarsson flutti erindi um gæðamálin á fundinum og hef- ur Morgunblaðið fengið leyfi til að birta það hér. Svavar lagði áherzlu á, að í gæðamálum þyrfti að koma til fræðsla í stað gæzlu. Fræða þyrfti starfsfólk í fisk- iðnaðinum um meðferð hráefnis- ins eins og unnt væri og styrkja þyrfti Fiskvinnsluskólann veru- lega, ætti árangur að nást. Þá þyrfti að koma fram opinber gæðastefna, sem allir verkendur færu eftir. Árangri yrði þó ekki náð nema því aðeins að fulltrúar útgerðarinnar tækju einnig þátt í þessum málum og mikilvægt væri að stytta útivist togaranna. Taldi hann rétt að þau fyrirtæki, sem bæði væru með útgerð og fisk- vinnslu riðu á vaðið í þessum efn- um og reyndu að ná samvinnu við sjómenn hvað það varðaði. Hér fer á eftir erindi Svavars: Fræðsla í stað gæslu Gæðastýringu má skilgreina sem allar þær ráðstafanir sem gera þarf til að ákveða raunhæft gæðastig og halda því en gæði eru mælikvarði á það að hve miklu leyti framleiðslan uppfyllir kröfur neytenda eða fyrirheit seljanda. Allir höfum við verkstjórarnir lesið pökkunarreglurnar og þekkj- um kröfurnar. Samt sem áður þarf SH að gera út sveit manna til eftirlits með framleiðslu húsanna. Hvers vegna? Jú, af illri nauðsyn, vegna þess að við höfum sannað það að við pössum okkur ekki sjálfir. Til að bæta um betur ger- um við sjálfir út fjölda fólks sem hefur eftirlit með því fólki sem framleiðir. Mér finnst að orðið eftirlit tákni eftirlit með ástandi sem hugsan- lega getur farið úrskeiðis. En er þá viðeigandi að nota orðið eftirlit um þetta ástand? Nei, við verðum að viðurkenna að þetta er ekkert annað en gæsla. Og gæsla er rétta orðið hvort sem átt er við eftirlit SH gagnvart okkur eða eftirlit okkar gagnvart fólkinu. Það er í raun verið að passa uppá að ein- hver geri eins og hann veit að hann á að gera. Til þess að bæta úr þessu verðum við að leggja grundvöll að því að virkja ein- staklinginn betur sjálfan. Fræðslu má láta í té á mjög margbreytilegan hátt og má kalla það þjálfun, leiðbeiningar, upplýs- ingar, innrætingu, áróður eða hvað sem hver vill. Eitt er þó sam- eiginlegt með öllum þessum að- ferðum, sá sem beitir þeim vekur athygli á ákveðnu atriði og hvetur til umhugsunar um það. Hvort Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri BUR. Hjalti Kinarsson framkvæmdastjóri SH. sem menn vilja kalla þennan verk- stjórafund fræðslu eða innræt- ingu skiptir ekki máli, en augljóst er að öðru fremur er honum ætlað að vekja okkur til umhugsunar um gæðamál. Síðastliðinn vetur gerðum við hjá BÚR tilraun í þá átt að vekja athygli borðavinnufólks á gæða- málum sérstaklega með fræðslu- fundum. Hjá okkur háttar til eins og hjá flestum ykkar að hráefnis- tegundir eru breytilegar á degi hverjum og talsverð hreyfing á starfsfólki. Fjöldi einstaklinga á borðum er að staðaldri um 100 manns en vegna mannaskipt koma þar við sögu um 400 einstaklingar á ári. Það skortir því talsvert á stöðugleika en hann er ein for- sendan fyrir því að vel takist til með gæðin. Við söfnuðum ýmsum upplýsingum, keyptum mynd- varpa og slidesmyndavél og héld- um fræðslufundi með 10—15 kon- um í einu. Hver fundur stóð í 4—6 klukkustundir eftir atvikum. Á fyrsta fundinn fengum við þá Hjalta Einarsson og Markús Waage. Þar gafst fólkinu og okkur verkstjórunum tækifæri til að ræða við þá og spyrja þá ýmissa spurninga sem þeir svöruðu greið- lega. Viðtölin voru tekin upp á segulband og efnið síðan notað á þeim fundum sem á eftir komu. Þarna voru rædd öll helstu atriði í sambandi við gæðamálin en dæg- urþras um bónus og annað látið lönd og leið. Þessi tilraun var gagnleg til að koma á framfæri sjónarmiðum hússins og SH en hún gaf líka fólkinu tækifæri til að spyrja og gagnrýna í leiðinni. Mér reiknast til að kostnaður- inn við þessa 10 fundi sem haldnir voru hafi verið í kringum 100 þús. krónur og er þar aðallega um að ræða vinnulaun fólksins sem sat fundina. Svo allt kostar þetta nú peninga og er von að menn spyrji hvort þetta borgi sig. En þá má heldur ekki gleyma því að gæslan sem ég ræddi um áðan eða eftirlit húsanna kostar líka sitt. Hún er a.m.k. 3 milljónir hjá BÚR á ári fyrir utan annan gæðakostnað. Þegar við veltum fyrir okkur þess- um kostnaði þá verðum við líka að hugsa um áherslur eða áherslu- punkta. Hvað á að leggja mikla áherslu á gæðin. Á að leggja meiri áherslu á gæði en nýtingu eða af- köst. Hvað er þeim efst í huga sem vinna við snyrtingu og pökkun? — hraði og nýting. Þær þurfa að hafa til hnífs og skeiðar eins og aðrir. Hvar koma gæðin til sög- unnar? Jú, við reynum að gera gæðin að þriðja áherslupunkti hjá þeim og notum til þess strangt að- haldskerfi sem felur í sér refsingu fyrir frávik frá settum reglum. Þetta er gæslan. Okkar reglu- bundnu athygli gagnvart starfs- fólkinu. Það vantar meira af óvæntri athygli. Uppákomum af einhverju tagi þar sem við útskýr- um hvers vegna hin ýmsu atriði sem við erum að eltast við daginn út og inn ár eftir ár hafa svo mikið að segja. T.d. mætti hugsa sér það -*.'rí sambandi við 5 punda vafn- ingana að SH fengi kokk frá Long John Silver sem færi í húsin og sýndi fólkinu hvernig hann mat- reiðir úr 5 punda vafningi. Slíkar uppákomur hafa sín áhrif. Þau duga auðvitað ekki í eitt skipti fyrir öll, en þeirra gætir mjög lengi og auðvelda húsunum að fylgja eftir settum pökkunarregl- um. Margir aðhyllast svokallaðan gæðabónus með það fyrir augum að áherslupunkturinn gæði verði sjálfvirkur hjá fólkinu eins og nýting og hraði. En það má vel hugsa sér fleiri möguleika. T.d. að nota skráningar gæðaeftirlitsins til að summera upplýsingar á hvern starfsmann yfir langan tíma t.d. mánuði, ársfjórðunga og ár. Góður pakki gleymist þá aidrei og það gerir slæmur pakki ekki heldur. En sá starfsmaður sem á marga góða pakka en fáa slæma gæti að mestu leyti losnað undan hinni ströngu gæslu og þarf engu að kvíða en á hinn bóginn einbeitir gæslan sér að þeim sem keyra á hroðvirkni. Þetta fyrirkomulag gerir þá kröfu að við séum sjálfir okkur samkvæmir og skráum öll frávik frá pökkunarreglum að jöfnu, ekki bara orma og bein og látum taka upp samkvæmt því. Hver starfsmaður þarf að fá reglulegar upplýsingar um stöðu sína daglega, mánaðarlega og ár- lega. Þetta kerfi lítur út fyrir að verða allviðamikið og flókið með mikilli skriffinnsku. En svo þarf ekki að verða og er tölvuöld þar fyrir að þakka. Það er staðreynd að tölvur eru komnar til þess að vera. Þær eru ekki tískufyrir- brigði og þær þjóna þeim best, sem eru nógu klókir til að nýta sér þær. Það að safna upplýsingum um hvern starfsmann og láta hon- um þær í té á þann hátt sem ég hef lýst kalla ég fræðslu. Á ensku er þetta kallað feed back. Betra og áreiðanlegra feed back, betri og áreiðanlegri gæði. Spyrja má. Getum við selt ís- lenska umferðarmenningu til Danmerkur. Það má láta sig dreyma um það og það getur eng- inn fullyrt að sá draumur geti aldrei ræst. En til þess þarf um- ferðarmenning okkar að taka stakkaskiptum frá því sem nú er því annars er hæpið að hún verði Dönum fýsileg. Það er eins farið með umferðarmenninguna og okkar gæðamenningu. Hvorugt verður betrumbætt með aukinni gæslu. Það hefur aldrei tekist og mun aldrei takast hvert svo sem málefnið er. Það er ekki af ástæðulausu að talað er um að gera umferðarfræðslu að skyldu- námsgrein í skólum eins og reikn- ing og lestur. Við getum heldur ekki vænst þess að ná betra og stöðugra gæðastigi sjávarafurða nema með stóraukinni fræðslu á því sviði. Þar þarf að koma til skólakerfið sjálft, efling Fisk- vinnsluskólans, Sölusamtök, Framleiðslueftirlitið, Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins, Háskól- inn og ekki síst framleiðendur sjálfir. Þessi fræðsla má'ekki verða einkamál því það er í raun gæðamenningin sem við erum að njóta góðs af þegar við seljum af- urðir okkar á hærra verði en aðrar þjóðir. Við þurfum markvissa opinbera gæðastefnu sem afstýrir slysum eins og því sem átti sér stað fyrir um tveim árum í ársbyrjun ’81 þegar verð á 2. og 3. flokks fiski var hækkað hlutfallslega meira en verð á 1. flokks gæðafiski vegna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.