Morgunblaðið - 03.03.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.03.1983, Qupperneq 1
56SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 50. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Floti íraka ger- ir stórárás á íran Fimm skip eyðilögð ásamt miklum oiíumannvirkjum Nicosia, 2. marz. AP. FLOTADEILDIR frá írak eyðilögðu í nótt og í morgun 5 írönsk skip og Nýtt olíu- verð í dag? Olíumálaráðherra 7 landa á fundi í London London, 2. marz. AP. NÚ STYTTIST óðum í það, að sam- komulag níist milli olíuframleiðslur- íkjanna um heimsmarkaðsverð á olíu. Er gert ráð fyrir fundi þeirra á morgun, fimmtudag, þar sem gengið verður frá síðustu atriðum varðandi verð og fram- leiðslumagn einstakra ríkja. Skýrði Humberto Calderon Berti, orkumála- ráðherra Vcnezúela, frá þessu í kvöld. „Við höfum nær alveg náð sam- komulagi um verð,“ sagði Calderon Berti við fréttaritara í London í kvöld. „Nokkrum atriðum er þó ólok- ið varðandi framleiðslumagnið." Virtist sem hann hefði í reynd tekið að sér hlutverk sáttasemjara milli aðildarríkja OPEC-samtakanna og annarra olíuframleiðsluríkja, sem ekki eiga aðild að OPEC, en einnig gagnvart olíuneyzlurikjunum. Kvaðst hann hafa komið í veg fyrir verðstríð olíuframleiðsluríkjanna á síðustu stundu. Helztu ráðamenn olíuframleiðslu- ríkjanna í olíumálum þyrpast nú til London. Þannig var það staðfest í kvöld, að Mana Saeed Otaiba, olíu- málaráðherra Sameinuðu arabisku furstadæmanna, væri kominn til London. Yahaha Dikko, helzti ráð- gjafi Nígeríustjórnar í olíumálum, kom til London í kvöld og sama máli gegndi um Belkacem Nabi, olíumála- ráðherra Alsír. Gert er ráð fyrir fundi þessara manna á morgun, fimmtudag, þar sem Ahmed Yamani, olíumálaráð- herra Saudi-Arabíu, verður einnig viðstaddur. Munu olíumálaráðherrar alls 7 olíuframleiðsluríkja taka þátt í þessum viðræðum, sem hugsanlegt er að ljúki með því, að lýst verði yfir endanlegu samkomulagi um verð á olíu frá þessum ríkjum. olíusvæði í norðurhluta Persaflóa, sem tilheyrir íran. Skýrði fréttastofa íraks frá þessu í dag. A meðal þeirra skipa, sem eyðilögðust, voru olíu- flutningaskip auk annarra skipa. Árásin á skipin fór fram kl. 2 að nóttu en árásin á olíusvæðið fór fram í dögun í morgun. Fréttastofan í írak skýrði ennfremur svo frá, að skipin fimm og öll mannvirki á olíusvæðinu hefðu verið algerlega eyðilögð, en öll skip íraks hefðu komizt heilu og höldnu til baka. Þetta var önn- ur flotaárás íraks á tveimur dög- um, en á þriðjudag gerðu flugvélar og herskip frá írak árás í samein- ingu á „mikilvæga flotastöð" ír- ana, eins og komizt var að orði í frásögn fréttastofunnar í írak. Hinn 11. febrúar sl. gerðu flug- vélar og herskip frá írak einnig umfangsmikla árás á eina stærstu útskipunarhöfn írana á olíu á Kharg-eyju, sem er um 250 km suðaustur af Abadan. Héldu írak- ar því fram eftir þá árás, að öll olíumannvirki á Kharg hefðu ver- ið eyðilögð ásamt olíuflutninga- skipi, sem þar var að ferma olíu. íranir hafa neitað því, að nokk- urt tjón hafi órðið í árásinni 11. febrúar. Af hálfu þeirra hefur hins vegar ekkert verið sagt enn um tjón af völdum hernaðarað- gerða íraka nú. Hífður af strandstað Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson. Einn skipbrotsmanna af Hafrúnu hífður upp í frönsku þyrluna sem hékk yfir stórgrýttri urðinni í 10 vindstigum, en niðri i fjörunni má sjá fjóra skipbrotsmenn bíða. Það er sæbarinn svipurinn á sjómannin- um sem heldur á sjópoka sínum í hífingunni. Sjá bls. 2, miðsíðu og baksíðu. Bæði frjálsir demókratar og græningjar komast að — segir nýjasta skoðanakönnunin í V-Þýzkalandi Bonn, 2. marz. AP. HANS-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýzkalands og leiðtogi frjálsra demókrata, stað- hæfði í dag, að flokkur sinn nyti nú Danmörk: Mesta rán sögunnar Kaupmannahofn, 2. marz. AP. TVEIR menn stöðvuðu bankabifreið í dag í Lyngby, útborg Kaup- mannahafnar, börðu niður bílstjórann og þustu síðan á brott með um 8 millj. d.kr. (yfir 17 millj. ísl. kr.). Allar eftirlitsbifreiðir lögreglunn- ar í Kaupmannahöfn og umhverfi tóku þátt í leitinni að ræningjun- um, sem sáust síðast aka á miklum hraða í norður í átt til Elsinore í bifreið, sem talin var bera sænskt númer. Þetta er sennilega mesta rán sögunnar í Danmörku. Það átti sér stað áður en sólarhringur var lið- inn fra því að þrír menn vopnaðir byssum rændu póststofu í úthverf- inu Söborg síðdegis á þriðjudag og hurfu á brott með ránsfeng, sem nam 1,7 millj. d.kr. (nær 2 millj. ísl. kr.) í reiðufé. Samkvæmt frásögn lögreglunn- ar gerðist ránið í Lyngby með þeim hætti, að tveir menn réðust á bíl- stjóra bifreiðarinnar, sem flytja skyldi bankafé, er hann var að stíga upp í bifreiðina. Ræningjarn- ir óku síðan á brott í bankabflnum, en skyldu síðan við hann í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð, þar sem þeir skiptu um bíl. Ránsféð var að mestu leyti reiðufé samkvæmt frásögn lögregl- unnar. Umfangsmiklu leitarneti hefur verið komið upp af hálfu lögreglunnar og er sérstakt eftirlit haft með öllum ferjum, sem fara frá Elsinore til Svíþjóðar. Að áliti lögreglunnar er hér um afar hættulega ræningja að ræða, sem miðað hefðu spenntum byss- um að bílstjóra bankabílsins. Þá var talið líklegt, að einn maður til viðbótar hefði tekið þátt í ráninu og hefði hann verið bílstjóri bif- reiðarinnar, sem ræningjarnir not- uðu. stuðnings nægilega margra kjósenda til þess að verða áfram þingflokkur eftir kosningar þær, sem fram eiga að fara á sunnudaginn kemur. Hélt Genscher því fram, að fylgi frjálsra demókrata hefði aukizt verulega nú síðustu viku kosningabaráttunnar. Þessi bjartsýni Gensrhers er studd niðurstöðum síðustu skoðana- könnunarinnar, en samkvæmt þeim fá frjálsir demókratar 5—6% at- kvæða í kosningunum. Skoðanakönnun þessi var gerð af könnunarstofnun í Hamborg og náði könnunin til 2.000 manns. Niðurstöður hennar voru á þann veg, að kristilegir demókratar fengju ekki nema 43% atkvæða og jafnaðarmenn 42%. Þá eiga græn- ingjarnir svonefndu, sem eru flokkur umhverfisverndarmanna, einnig að komast á þing og fá um 6% atkvæða. Á morgun er gert ráð fyrir, að atvinnumálastofnun Vestur- Þýzkalands birti síðustu tölur sín- ar um atvinnuástandið í landinu og er búizt við, að þær eigi eftir að sýna enn meira atvinnuleysi en áður, sem kann að verða Kohl kanslara og kristilegum demó- krötum til tjóns í kosningabarátt- unni. Fjöldi atvinnulausra í janú- ar var um 10,2% af öllu vinnufæru fólki í landinu og kann sú tala að verða enn neikvæðari fyrir febrú- ar eða 10,5%. Genscher hélt því fram í dag, að frjálsir demókratar nytu nú vax- andi stuðnings á meðal fólks úr röðum beggja stóru flokkanna. Margir jafnaðarmenn óttuðust nú, að græningjarnir ættu eftir að hafa of mikil áhrif, ef Hans- Jochen Vogel yrði kanslari og margir stuðningsmenn kristilegra demókrata teldu, að meirihluta- stjórn kristilegra demókrata yrði of íhaldssöm. Þeir myndu því kjósa landslista frjálsra demó- krata með öðru atkvæði sínu, enda þótt þeir greiddu frambjóðanda kristilegra demókrata atkvæði með hinu atkvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.