Morgunblaðið - 03.03.1983, Side 2

Morgunblaðið - 03.03.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 10% gengisfell- ingu hefði þurft — til að mæta kostnaðar- auka fiskvinnslunn- ar um mánaðamótin ALMENN launahækkun um 14,74% og samsvarandi fískverðshækkun frá mánaðamótum þýddi 11,5% kostnaðarauka fyrir fiskvinnsluna eða sem nemur um 675 milljónum króna. Til að hæta þennan kostnað- arauka heföi þurft um 10% gengis- fellingu að mati Eyjólfs ísfeld Eyjólfssonar, forstjóra SH, eða að tekjur fiskvinnslunnar hækkuðu á annan sambærilegan hátt. Hann sagði að er dæmið var gert upp eftir fiskverðshækkun um áramót hefði verið talið, að frystingin væri rekin með 2% halla, en saltfiskurinn rúmlega 1% hagnaði. Síðan hefði sigið á ógæfuhliðina og framundan væru ýmsar hækkanir aðrar en beinar launahækkanir og fiskverðshækk- un. Nefndi hann hækkun á raf- magni, umbúðum og þjónustu, sem enn ykju kostnaðinn. — Staða fiskvinnslunnar er hrikaleg eins og er meðan gengið hefur ekki að- lagast þessu hvort sem það er með gengissigi eða gengisfellingu, sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. Hvöss suðvest- anátt og éljagangur —■ á suðvesturhorninu í DAG er reiknað með hvassri suðvestanátt og éljagangi á öllu sunnan- og vestanverðu landinu, að sögn Veðurstofu- manna. Á Norður- og Norð- austurlandi verður væntanlega úrkomulaust og víða sæmilega bjart, hiti fyrir neðan frost- mark víðast hvar. Nálægt 5 stiga frosti er spáð á vestan- verðu landinu og Norðurlandi. Eitthvað hlýrra verður á Suð- ur- og Suðausturlandi. í gær var unnið að viðgerð- um á vegum sem skemmdust víða í úrkomunni í fyrradag og var búið að opna flesta þeirra á ný í gærkvöldi. Athugasemd MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beð- ið að birta eftirfarandi: Ég undirritaður vil, vegna aug- lýsinga í Mbl., taka fram að ég er ekki trúnaðarmaður vegna auka- framboðs sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Þórarinn Sighvatsson, Höfða, Dýrafirði. Hluti skipbrotsmanna og björgunarmanna af frönsku þjrlunni. Lengst til vinstri er skipstjórinn á Hafrúnu, Lárus Grímsson, en lengst til hægri er Björn Jónsson þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæzlunni. A miðri mynd er Róbert Róbertsson 1. stýrimaður með neyðartalstöðina, en nær er Bjarni Þór Sverrisson. Ljósmyndir Mbl. RAX. Verðlagsstofnim óskar lögbanns á 25% fargjaldahækkun SVR: Borgin hefur ekki í hyggju að láta lögbannsofsóknir kúga sig - til að hætta að sjá fyrirtækjum Reykvíkinga borgið, segir í yfirlýsingu borgarstjóra VERÐLAGSSTOFNUN hefur ákvcðið að óska eftir því við yfirborgarfógeta að lagt verði lögbann við „hinni ólögmætu 25% hækkun fargjalda SVR hinn 12. febrúar sl. Jafnframt hefur stofnunin ákveðið að kæra þessa hækkun til Rannsóknarlögreglu ríkisins, svo og 46,5% hækkun frá 7. janúar sl., sem einnig var ólögmæt,“ eins og segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. í yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, vegna þessa máls, kemur fram að Reykjavíkurborg hafi ekki í hyggju að láta lögbannsofsóknir og lögregluaðgerðir kúga sig til að hætta að sjá fyrirtækjum Reykvíkinga farborða. I yfirlýsingu bogarstjóra kemur ennfremur fram, að ekki verði annað séð en að verðlagsstofnun sé að reyna að brjóta niður al- menningsvagnasamgöngur í borg- inni og á höfuðborgarsvæðinu. Nái lögbannsbeiðnin fram að ganga, sé orðið mismunandi verð á vagna- þjónustu SVR og SVK og því yrði óhjákvæmilegt að fella niður skiptimiðasamvinnu við Strætis- vagna Kópavogs, með óheppi- legum afleiðingum fyrir farþega og fyrirtækin sjálf. f upphafi yfirlýsingar borgar- stjóra segir: „Verðlagsstofnun hefur sent út fréttatilkynningu um að hún muni enn á ný óska eftir lögbanni á hækkun á far- gjöldum Strætisvagna Reykjavík- ur. Ekki sér fyrir endann á þess- um skrípaleik stofnunarinnar. í þetta sinn er óskað eftir lögreglu- rannsókn, auk fógetaaðgerða. Þetta er nú gert í tilefni af stækk- un SVR í sömu fargjöld og gilda í nágrannasveitarfélaginu Kópa- vogi. Ástæðan sem gefin er nú, er sú að Verðlagsstofnun telur sig ekki eiga aðeins að ákveða há- marksverð á vöru, heldur jafn- framt hvaða afsláttur sé veittur frá þessu sama hámarksverði. Engin lagastoð er til þessarar framkomu Verðlagsstofnunar." í yfirlýsingu hans kemur einnig fram að fjölmörg dæmi séu um, að einstaka opinberar stofnanir bíði eftir heimiluðum hækkunum til Reykjavíkur og hækki síðan um það sama, án umsóknar til verð- lagsyfirvalda og án athugasemda frá þeim. Segir borgarstjóri, að augljóst sé að borgaryfirvöld muni ekki sætta sig við að verðlags- stofnun „reyni að fja'-stýra höfuð- borginni með lögbönnum og lög- regluaðgerðum". I fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar segir m.a. að 25% hækkun til SVR hafi verið heimil- uð 12. febrúar, með því skilyrði að afsláttarmiðar verði hafðir til sölu á ný, og með því að hundsa það skilyrði, hafi borgaryfirvöld neytt Verðlagsstofnun til að grípa til þeirra aðgerða, sem að framan greinir. Aðgerðir stofnunarinnar eigi ekkert sammerkt með ofsókn- um eða pólitískum aðgerðum, heldur sé verið að framfylgja lög- Spurning á þingi — án svars: Engin fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1983? — Kísilmálmvinnslan ekki i frumvarpi að lánsfjárlögum Fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi að lánsfjárlögum 1983 f ncðri deild Alþingis í gær. Það vakti sérstaka athygli að ekki var lögð fram, samhliða frumvarpinu, fjárfestingar- og lánsfjáráætlun, en samkvæmt Ólafslögum ber að leggja þá áætlun, sem spannar m.a. stefnumörkun ríkisstjórnar í þcssum málaflokki, fram samhliða fjárlagafrumvarpi hvers árs. Matthías Á. Mathiesen, al- þingismaður, bar fram fyrir- spurn til fjármálaráðherra, hvort ríkisstjórnin ætlaði að heykjast á að leggja áætlunina fram, en fékk engin svör. Þar sem aðeins lifir rúm vika af starfstíma Alþingis á þessum vetri sýnist ljóst, að ríkisstjórn- in hefur ekki náð saman um gerð hennar. Þá vakti það og athygli að í fylgiskjali um lánsfjárheimildir fyrirtækja með eignaraðild rík- issjóðs er ekki tilgreind nein lánsfjárupphæð eða heimild vegna Kísilmálmvinnslunnar á Reyðarfirði. Lántökuheimild er að vísu í lögum um þetta fyrir- tæki, nr. 70/1982, en notkun hennar er háð samþykkt Alþing- is. t athugasemd segir að „flutt verði sérstök þingsályktunartil- laga um þetta mál, en iðnaðar- ráðherra hefur lagt til að varið verði 110 m.kr. til framkvæmda við kísilmálmverksmiðju á árinu 1983“. Sjá nánar á þingsíðu. Ríkisstjórn ræðir álmálið f dag: Ráðherrar Alþýðu- bandalags „láta í ýmislegt skína“ — vegna vantrauststillögugerðar á máls- meðferð iðnaðarráðherra REIKNAÐ er með, að til háværra deilna geti komið á ríkisstjórnar- fundi árdegis vegna þingsályktunar- tillögu frá öllum nefndarmönnum at- vinnumálanefndar sameinaðs Al- þingis, að undanskildum fulltrúa Al- þýðubandalagsins, Garðari Sigurðs- syni, þess efnis að Alþingi taki samningamálin við Alusuis.se í sínar hendur. Tillaga þessi er samkvæmt orðanna hljóðan vantraustsyfirlýsing á Hjörleif Guttormsson iðnaðarráð- herra, en í henni mun því lýst yfir, að ráðherranum hafi ekki auðnast að ná samstöðu um þetta brýna hagsmunamá! þjóðarinnar, hann hafi komið því í þann hnút sem virt- ist óleysanlegur. Á fundi atvinnumálanefndar í gær lá tillaga þessi fyrir og til- kynntu flutningsmenn að þeir myndu leggja hana fram samdæg- urs. Garðar Sigurðssonar fulltrúi Alþýðubandalagsins fór fram á frest fram yfir ríkisstjórnarfund- inn í dag og var hann veittur. Nefndin kemur saman á ný kl. 13. Málið var rætt frá ýmsum hlið- um á þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins í gær og sýndist sitt hverjum hvernig standa skyldi að málinu innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum Mbl. vildu sumir að ráðherrarnir tilkynntu brottför úr ríkisstjórninni, ef framsóknarmenn yrðu meðflutn- ingsmenn, þar sem tillaga þessi væri ótvírætt vantraust á iðnaðar- ráðherra. Aðrir töldu að nægilegt væri að ráðherrarnir „brýndu raustina", eins og það var orðað, — ekki væri hagstætt að ganga út á þessum punkti. Þá var og á það bent, að lífdagar ríkisstjórnarinn- ar væru hvort eð er taldir, og því rétt að reyna að þrauka. Engin ályktun var gerð á fundinum, en reiknað með að ráðherrarnir „létu í ýmislegt skína með vel völdum orðum" í ríkisstjórninni, án þess þó að festa sig í „ótímabærum" yfirlýsingum, eins og einn heim- ildarmanna Mbl. orðaði það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.