Morgunblaðið - 03.03.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983
19
dæmi úr atvinnulífinu má nefna,
að tölvufyrirtæki eitt í Hamborg,
sem er í eigu manna úr hópi hinna
valfrjálsu, hyggst stofna eigin
banka til þess að fjármagna at-
vinnufyrirtæki hinna valfrjálsu. í
Vestur-Berlín framleiða hinir
valfrjálsu kvikmyndir, sem aðeins
eru ætlaðar þeim, en ekki almenn-
um kvikmyndahúsgestum. Svo
umfangsmikil eru áhrif hinna val-
frjálsu orðin, að nú er unnt að
kaupa matvæli og aðrar nauð-
synjavörur í verzlunum hinna
valfrjálsu, lesa valfrjálst blað,
starfa hjá valfrjálsu fyrirtæki
o.s.frv.
Mjög umfangsmikil og nákvæm
skoðanakönnun, sem fram fór á
vegum tímaritsins Der Spiegel, 7.
febrúar sl., benti eindregið til
þess, að kristilegir demókratar,
CDU, og bróðurflokkur þeirra í
Bayern, CSU, fengju hreinan
meirihluta þingsæta, því að þar
var þeim saman spáð 49% at-
kvæða en jafnaðarmönnum aðeins
42%. Græningjarnir áttu að fá 5%
og komast á þing en frjálsir demó-
kratar aðeins 4% og engan þing-
mann. Aðrar skoðanakannanir
sem fram hafa farið síðan hafa
litlu breytt um stöðu stóru flokk-
anna. Gengi frjálsra demókrata
virðist aftur á móti fara mjög vax-
andi nú síðustu dagana fyrir kosn-
ingarnar. Staðreyndin er samt sú,
að það er mjög erfitt að spá, þegar
svo mjótt er á munum á fylgi smá-
flokkanna og engu má muna,
hvort þeir ná 5% markinu eða
ekki. ÍJrslit þess ráðast á afstöðu
svo fárra sem 1% —2% af kjósend-
um, en það eru einmitt þau frávik,
sem nákvæmustu skoðanakannan-
ir leyfa sér í kosningaspám sínum.
Óttinn við Strauss
Skoðanakannanir allra síðustu
daga benda þó mjög í þá átt, að
græningjunum takist ekki að ná
5% markinu, heldur fái aðeins um
4% atkvæða og þar sem fylgi
flokksins virðist vera á talsverðri
niðurleið, kunna úrslitin að verða
þeim enn óhagstæðari. Fylgis-
aukningu frjálsra demókrata má
hins vegar skýra með tilliti til
þess, að margir stuðningsmenn
kristilegra demókrata telja
stjórnarforystu þeirra mun styrk-
ari en ella með samvinnu við
frjálsa demókrata. Margir stuðn-
ingsmenn CDU eiga því eftir að
kjósa landslista frjálsra demó-
krata, enda þótt þeir greiði fram-
bjóðanda flokks síns atkvæði í
kjördæmi sínu. Loks kemur enn
eitt til, sem frjálsir demókratar
hafa reynt að nýta sér til hins ítr-
asta í kosningabaráttunni. Margir
stuðningsmenn CDU óttast, að
Franz Josef Strauss, leiðtogi bróð-
urflokksins CSU í Bayern, eigi eft-
ir að verða of valdamikill og ein-
ráður innan ríkisstjórnarinnar,
fái CDU/CSU hreinan meirihluta
á þingi. Strauss hefur enga dul
lagt á þá ætlun sína að verða
utanríkisráðherra í slíkri stjórn,
ef ekki kanslari, þegar rétta tæki-
færið býðst. Frjálsir demókratar
geta með oddastöðu á þingi tryggt
framhald þeirrar ríkisstjórnar,
sem nú situr, þar sem Helmut
Kohl verður kanslari en Hans
Dietrich Genscher, leiðtogi
frjálsra demókrata verður áfram
utanríkisráðherra.
Það vekur nokkra eftirtekt, að
vikuritið Der Spiegel sker upp
herör gegn Strauss, í síðasta tölu-
blaði, sem út kom á mánudag.
Blaðið og Strauss hafa áratugum
saman eldað grátt silfur, ekki
hvað sízt, er Konrad Adenauer var
kanslari og Strauss varnarmála-
ráðherra í kringum 1960. Blaðið
heldur því fram, að Strauss stefni
nú beint á stjórnarráðið í Bonn.
Það sé skoðun Strauss, segir blað-
ið, að hvorki Kohl kanslari né
Genscher utanríkisráðherra hafi
hugmynd um hvernig eigi að
stjórna. Þegar Strauss sé orðinn
utanríkisráðherra eftir kosninga-
sigur CDU/CSU á sunnudaginn
kemur, þá eigi allt eftir að verða
með öðrum brag, ekki bara á
vettvangi utanríkismála, heldur
einnig innanlands í Vestur-Þýzka-
landi.
Kammersveit Reykjavíkur
Tónlist
Jón Þórarinsson
Kammersveit Reykjavík. Tón-
leikar í Bústaðakirkju sunnudag-
inn 20. febrúar 1983.
Efnisskrá: Leopold Mozart
(1719—1787): „Froska-partíta“
fyrir fiðlu, selló og kontrabassa.
Karl Ditters von Dittersdorf
(1729—1799): Cassation fyrir 4
flautur.
Joh. Mich. Haydn (1737—1806):
Divertimento í C-dúr fyrir fiðlu,
selló og kontrabassa.
W.A. Mozart (1756—1791): Adagio
KV 410 fyrir 2 bassethorn og fag-
ott og Adagio KV 580a fyrir enskt
horn, 2 bassethorn og fagott.
Antonio Salieri (1750—1825): Picc-
ola Serenata fyrir 2 óbó, 2 horn og
fagott.
W.A. Mozart: Kvintett í Es-dúr KV
407 fyrir fiðlu, 2 lágfiðlur, horn og
selló.
Flytjendur:
Rut Ingólfsdóttir (fiðla og lág-
fiðla), Júlíana E. Kjartansdóttir
(fiðla), Sesselja Halldórsdóttir
(lágfiðla), Carmel Russill og
Inga Rós Ingólfsdóttir (selló),
Richard Korn (kontrabassi),
Jonathan Bager, Bernard Wil-
kinson, Guðrún S. Birgisdóttir
og Martial Nardeau (flautur),
Daði Kolbeinsson (óbó og enskt
horn), Janet Wareing (óbó),
Kjartan Óskarsson og óskar
Ingólfsson (bassethorn), Haf-
steinn Guðmundsson (fagott),
Joseph Ognibene og Jeanne P.
Hamilton (horn).
Einatt hefur mér runnið til
rifja, hve þekkingu okkar á tón-
list liðinna alda eru þröngar
skorður settar. Ef litið er til 18.
aldar t.d., þekkja flestir áhuga-
menn um tónlist fáein verk eftir
Hándel, allmörg eftir Bach og
nokkur eftir Haydn og Mozart.
Þetta eru þau verk, sem oftast
eru flutt á tónleikum og aðgengi-
legust á hljómplötum, og eru
væntanlega merkustu verk þess-
ara ágætu höfunda. Önnur verk
þeirra, sem fáir eða engir þekkja
til nokkurrar hlítar, nema e.t.v.
örfáir sérfræðingar, eru þó
miklu fleiri. Allir eru þessir
snillingar fulltrúar þýzkrar tón-
menningar, og er þó víst um það,
að víðar var samin tónlist á 18.
öld en í Þýzkalandi og Austur-
ríki. Af því fer hinsvegar fáum
sögum, og til tíðinda má telja, að
eitthvað af slíkri tónlist heyrist
á tónleikum hér.
Ef tekið er mið af efnisskrám
tónleika, mætti næstum halda,
að Joseph Haydn og Wolfgang
Amadeus Mozart hafi verið einu
tónskáldin í heiminum frá því að
Bach og Hándel luku ævistarfi
sínu um miðja 18. öld, þar til
Beethoven kom tii sögunnar
undir aldarlok. En þetta er vit-
anlega fjarri sanni, enda vaxa
slíkir snillingar ekki upp á list-
rænum berangri. Samtímis þeim
starfaði mikill fjöldi annarra
höfunda, sem sumir a.m.k. voru
þá taldir standa þeim á sporði, ef
ekki feti framar. Þó að „dómur
sögunnar" hafi fallið þeim
Haydn og Mozart í vil, er ekki
nema rétt og skylt að dusta ryk-
ið öðru hverju af verkum sam-
tímamanna þeirra og keppi-
nauta. Dómsforsendur og niður-
stöður geta breytzt í tímans rás,
og má finna átakanleg dæmi um
það í tónlistarsögunni. Og þó við
trúum því staðfastlega, að „dóm-
urinn" sé réttur, má til sanns
vegar færa, að snilld meistar-
anna verði því aðeins réttilega
metin, að samanburður sé hafð-
ur við þá, sem næstir þeim stóðu.
Meðal annars af þessum
ástæðum var skemmtilegt að fá
að heyra á þessum tónleikum
nokkur sýnishorn af framleiðslu
hinna „smærri spámanna" 18.
aldar við hlið verka eftir Mozart
sjálfan. Því miður er ég ekki
dómbær um, hvernig val þessara
sýnishorna hefur tekizt, en þau
voru öll, ef undan er skilið verk
Joh. Mich. Haydns, heldur smá í
sniðum og — að ég tel víst —
fjarri því að geta talizt merkustu
verk höfundanna, þótt sum væru
býsna áheyrileg. Enda stóð Moz-
art engin hætta af þessari sam-
keppni. Kvintett hans, lokaverk
tónleikanna, bar af öðru, sem
hér var flutt. Þetta voru í heild
vandaðir tónleikar og ágætlega
fluttir. En sjálfsagt er að minn-
ast sérstaklega frábærrar
frammistöðu hornleikarans, Jos-
eph Ognibene, sem varpaði
ljóma á kvintett Mozarts.
626 4 dyra Saloon
Verðlaunabíllinn frá Japan!
626 2 dyra Coupe
Hinn nýi framdrifni MAZDA 626 er nýr
frá grunni og hannaður til að sinna
kröfum fólks á þessum áratug um bíl,
sem er rúmbetri, betur útbúinn, þægi-
legri í akstri og sparneytnari en sam-
bærilegir bílar, en samt ótrúlega ódýr.
3 mismunandi gerðir eru fáanlegar:
4 dyra Saloon, 2 dyra Coupe og 5 dyra
Hatchback; vélarstærðir eru tvær:
1.6 L 81 hö. DIN og 2.0 L 102 hö. DIN.
Þar sem eftirspurnin eftir þessum vin-
sæla bíl er geysileg erlendis munum
við aðeins fá takmarkaðan fjölda bíla á
þessu ári.
Tryggið ykkur því bíl sem fyrst.
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99