Morgunblaðið - 03.03.1983, Page 20

Morgunblaðið - 03.03.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 SENDUMGEGN PÓSTKRÖFU VAiHÚSGÖGN ÁRMÚLI 4 SÍMI82275 með upplyftingu í skammdeginu Hresstu upp á útiitið Er nú tekin aftur við rekstri á Snyrtistofunni Sælan, Dúfnahólum 4. Ég mun sem áður kappkosta að veita sem besta þjónustu s.s. andlitsböð, húðhreinsanir, handsnyrtingu, kvöldsnyrtingu, litanir, vaxmeðferð á andlit og fætur. Sértilboð Fótaaðgerð aðeins kr. 150.- Sólarlamparnir hjálpa ykkur að fá fallegan hörundslit og slaka vel á fyrir vorið því það er á næsta leiti. Úrval af snyrtivörum: Lancome, Biotherm, Dior og Margret Astor. Dekraðu við sjálfa(an) þig. Líttu við: Fótaaðgerða-, snyrti- og Ijósastofan cpœlbx Helga Þóra Jónsdóttir, fótaaógerða- og snyrtifræðingur, Dúfnahólum 4, sími 72226. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Frá viðræðum ísraelsmanna og Líbana. Fulltrúar ísraels til hægri, fulltrúar Líbanons til vinstri. Fremst á myndinni sést í nokkra áheyrnarfulltrúa Bandaríkjastjórnar. Ríkisstjórn Begins treystir sig í sessi Tel Aviv, 27. febrúar. ÞAÐ ER VARLA nokkrum blöðum um það að flétta nú þremur vikum eftir að niðurstöður rannsóknarnefndarinnar um fjölda- morðin í (lóttamannabúðunum við Beirut voru birtar, að stjórn Begins nýtur meiri stuðnings en nokkru sinni fyrr. Þó svo að Sharon hafi verið látinn víkja úr embætti og bæði Begin og Sham- ir, utanríkisráðherra, hafi fengið ákúrur fyrir hugsunarleysi og barnaskap, að Begin hefur snúið vopnin gersamlega úr höndum andstæðinga sinna og þjóðin virðist hafa þjappað sér þéttar saman um hann en nokkru sinni fyrr. Skýringar eru m.a. taldar viðbrögð stjórnarandstöðunnar, sem ekki hafa þótt viturleg, og í öðru lagi hefur gagnrýni erlendra ríkja haft sitt vægi, og því sé þrátt fyrir allt best að lúta forsjá Begins a.m.k. enn um hríð. að hefur mælst afar illa fyrir að Simon Peres, leiðtogi verkamannaflokks- ins hefur hamrað á því að Begin ætti að mynda þjóð- stjórn og að hann væri fús að taka við embætti aðstoðar- forsætisráðherra. f blöðum hér er farið háðuglegum orð- um um forsætisráðherrasýki Peres, og margir segja að með þessu hafi Peres niður- lægt stjórnarandstöðuna með því að koma þannig á fjórum fótum og lofa öllu fögru bara ef hann fengi að koma inn í stjórnina. Peres hefur minnt á að Begin hafi verið tekinn inn í verka- mannaflokkstjórn daginn fyrir sex daga stríðið, en þeir eru ekki margir sem finnst þessi málflutningur vænleg- ur til árangurs. Nýr varnarmálaráðherra Moshe Arens kom til ísraels nú fyrir helgina og hann sagði aðspurður við komuna að hann teldi ekki nema eðli- legt að Sharon hefði verið skipaður yfirmaður tveggja mjög mikilvægra nefnda sem fara með öryggismál og hann sagði að það hefði verið frá- leitt að hann teldi sér mis- boðið að hafa ekki verið spurður álits. Búist er við að Arens skipi aðstoðarvarn- armálaráðherra um miðja viku og flestir virðast veðja á Yosef Rom, þingmann. Af Sharon er það að frétta að hann hefur krafizt þess að fá tvær skrifstofur til um- ráða, eina í Jerusalem og aðra í Tel Aviv og að starfs- liði verði fjölgað um helm- ing. Talsmaður fjármala- ráðuneytisins sagði við mig að það væri óskiljanlegt að Sharon færi fram á slíkt enda vissi hann manna best að fjármál ríkisins væru ekki í sem bestu standi. Þó svo að engum blandist hugur um að Begin-stjórnin hefur hér tögl og hagldir hef- ur verið ókyrrt víða í landinu síðustu daga, sprengjur hafa sprungið hér og hvar og vald- ið mannskaða og ýmis skemmdarverk verð unnin. í gærkvöldi efndu samtök sem heita Friður nú, til göngu um miðborg Tel Aviv. Aður hafa slíkar göngur verið farnar og mikil þátttaka verið í þeim eins og fram hefur komið í fréttum. Síðustu daga hefur verið hið versta veður í ísra- el, úrhellisrigningar og norð- ar í landinu snjókoma. Sjálfsagt hafði veðrið hér í gær sín áhrif alténd voru göngumenn ekki nema þrjú þúsund. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað, því að í síð- ustu göngu var handsprengju kastað inn í hópinn og maður hafði bana af. Að þessu sinni bar þó ekkert til tíðinda og göngumenn fuku áfram í veðrinu eins og hundar af sundi dregnir. Ég tók nokkra tali að göngu lokinni og þeir sögðu að léleg þátttaka bæri ekki merki um að Friður nú, væri að missa fylgi, heldur réði dæmalaust illviðri og svo hitt, að hátíðahöldin Purim, endurtek Purim, standa yfir og fagnar þá hver sem betur getur heima hjá sér. Þeir sögðu að friður yrði ekki í landinu fyrr en Begin færi frá og menn honum skynugri tækju við stjórn, menn sem væru reiðubúnir að viður- kenna að ísraelar gætu ekki endalaust fylgt ofstækis- fullri stefnu sinni gegn aröb- um. í viðtali við þingmann Verkmannaflokksins fyrir fáeinum dögum, kom fram að vaxandi stuðningur er við þá hugmynd að Yitzak Nav- on, forseti, taki við forystu í Verkamannaflokknum eftir að hann lætur af starfi for- seta í vor. Að vísu yrði súrt fyrir Peres að kyngja því að forsætisráðherrastóllinn væri endanlega runninn hon- um úr greipum en það væri sennilegt að hann féllist á það. Trúlega myndi Navon þó ekki storma rakleitt inn formannsembættið, heldur vinna að því í kyrrþey að tryggja sér nauðsynlegan stuðning. Það er a.m.k. skoð- un þessa þingmanns sem er að vísu í Peres-armi Verka- mannaflokksins, en er langt frá því dús við framgöngu hans í stjórnarandstöðunni hin síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.