Morgunblaðið - 03.03.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983
25
i eftir að við fengum ullarklæðnaðinn“
Ljósmyndir Mbl. Ragnar Axelsson.
ktu á neyöarblysi.
— rætt við skipbrotsmenn á Hafrúnu ÍS 400
Fréttaritarar Morgunblaðsins á ísafirði og í Bolungarvfk, Úlfar Ágústsson og Gunnar
Hallsson, ræddu við skipbrotsmenn af Hafrúnu við komuna ti) heimahaga sinna af strandstað
í gær, en skipbrotsmennirnir voru komnir heim til sín nokkrum klukkustundum eftir strandið
vegna þess hve björgunarþyrlurnar komu skjótt á vettvang og fluttu mennina til byggða
skömmu áður en myrkur skall á.
„Þrekraun að þurfa
að ganga alla leið“
„Ég var niðri í þvottahúsi skips-
ins ásamt 1. vélstjóra að gera við
þvottavélina, þegar ég veitti því
athygli að slegið var af vél skips-
ins og síðan sett á fulla ferð aftur
á bak og rétt á eftir tók skipið
niðri um kl. 14.30,“ sagði Róbert
Róbertsson 1. stýrimaður á Haf-
rúnu i samtali við Mbl.
„Þar sem ég vissi að við gátum
ekki verið komnir inn til Bolung-
arvíkur, hljóp ég strax upp í brú
og sá þá að við vorum strandaðir
yzt á Stigahlíð. Ég kallaði saman
áhöfnina og lét alla fara í hlý föt
og setja á sig björgunarbelti. Þeg-
ar ákveðið var að reyna að komast
í land, fór ég ásamt einum háseta,
á gúmmíbjörgunarbát upp í fjör-
una. Það gekk mjög vel að ná
skipsfélögum okkar í land og voru
þeir allir komnir i land kl. 4, nema
skipstjórarnir tveir, sem biðu
átekta um borð. Við vissum þá
fljótlega að þyrlur væru á leiðinni
til að bjarga okkur, en þar sem
veður var tvísýnt og styttist í
myrkur var ákveðið að labba að
skipbrotsmannaskýli SVFÍ á
miðri Stigahlíð. Við löbbuðum um
það bil 1 km í sleipu stórgrýti og
var það mönnunum mikið erfiði.
Ég hefði talið það mjög mikla
þrekraun ef við hefðum þurft að
ganga alla leið til Bolungarvíkur
um 14 km veg í urð og hálku."
Róbert Róbertsson er fæddur í
Færeyjum en kom til landsins 13
ára gamall og hefur að mestu
stundað sjómennsku síðan.
„Ég vil gjarnan," sagði Róbert,
„koma á framfæri þakklæti til
slysavarnafélagsmanna og björg-
unarmanna á þyrlum og jafn-
framt bið ég fyrir kveðjur til
skipsfélaga minna með þakklæti
fyrir samstarfið við þessar erfiðu
aðstæður." __ ^JIfar
„Skipið kastaðist
með bárunni lengra
upp fjöruna“
„Um klukkan tvö í dag höfðum
við lokið við að leggja netin og var
þá keyrt í land þar sem Lárus
Grímsson, sem verið hefur skip-
stjóri á skipinu, var að hætta og
ætlaði í land, en Finnbogi Jak-
obsson átti að taka við skipinu um
tíma og af þeim sökum voru þeir
báðir um borð í þessari veiðiferð,"
sagði Helgi Ingibergsson háseti í
samtali við Mbl. skömmu eftir að
hann kom til Bolungarvíkur í gær
af strandstað.
„Ég er ekki alveg viss um tím-
ann,“ sagði Helgi," klukkan hefur
verið langt gengin i þrjú, þegar
skipið strandaði. Við vorum flest
allir staddir i borðsalnum, nema
skipstjórarnir, stýrimaður og 1.
vélstjóri. Við urðum varir við mik-
inn gauragang og vélin var sett á
fullt aftur á bak. Við hröðuðum
okkur þá upp og sáum hvers kyns
var. Það var mikil hreyfing á skip-
inu fyrst og kastaðist það með
bárunni lengra upp í fjöruna. Við
fórum strax í það að reyna að
koma út björgunarbát og settum í
hann band og síðan fóru - tveir
okkar um borð í bátinn og létu
berast upp í fjöruna, en það hafa
vart verið mikið meira en 10 metr-
ar frá bátnum og í land. Síðan var
dregið á milli og gekk það allt að
óskum, þarna var mjög grunnt,
því gúmmíbáturinn flaut varla
nema á fyllingum sem gengu inn.
Við fórum allir í iand á þennan
hátt nema skipstjórarnir Lárus og
Finnbogi, sem urðu eftir um borð
til þess að sinna fjarskiptum og
kanna aðstæður. Þeir yfirgáfu síð-
an skipið um það bil einni klukku-
stund á eftir okkur.
Okkur var orðið mjög kalt
þarna í fjörunni á meðan við bið-
um, þar sem allir höfðu blotnað
meira og minna, en Lárus og
Finnbogi komu með ullarklæðnað
á okkur alla með sér frá borði og
fórum við í þann fatnað. Kom það
að verulega góðum notum. Þessi
ullarklæði eru til, eftir því sem ég
bezt veit, í öllum skipum sem gerð
eru út frá Bolungarvík, og voru
gefin á sínum tíma af Slysavarna-
félagi staðarins. Okkur hlýnaði
fljótlega eftir að við fengum ull-
arklæðnaðinn og eins við hreyf-
inguna þegar við fórum að labba
áleiðis til Bolungarvíkur, en menn
sem þekktu til, gizkuðu á að
gönguferð okkar til Bolungarvíkur
gæti tekið 4—5 klukkustundir.
Þarna er fremur stórgrýtt og erf-
itt yfirferðar. Við urðum því ákaf-
lega fegnir þegar þyrlan kom,
kveiktum strax á neyðarblysi þeg-
ar við urðum hennar varir til að
leiðbeina henni og gat hún athafn-
að sig til að hífa okkur upp
skammt frá þeim stað sem við
vorum þá, en þá höfðum við gengið
í um það bil hálfa klukkustund.
Þetta er að sjálfsögðu
óskemmtileg lífsreynsla og ég
vona svo sannarlega að ég eigi
ekki eftir að lenda í slíku aftur. Ég
vil færa öllum þeim sem unnu að
björgun okkar, mínar beztu þakk-
ir,“ sagði Helgi Ingibergsson.
— Gunnar
Skipbrotsmennirnir þakka þyrlumönnum fyrir aðstoðina. Sjómaðurinn fjær er Róbert Róbertsson stýrimaður.