Morgunblaðið - 03.03.1983, Síða 47

Morgunblaðið - 03.03.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 47 • Stórskyttan Sigurður Sveinsson náði sér é strik I síðari hálfleik í gær á móti Búlgaríu og þá var ekki aö sökum að spyrja. B-keppnin í Hollandi: Góður kafli í síðari hálfleik skóp sigurinn Island— Búlgaría 26:24 Frá blaðamanni Morgunblaðsina, Skapta Hallgrímssyni, í Hollandi. ÍSLENDINGAR eru nú komnir með fjögur stig í neöri riöli í B-keppninni í Hollandi, eftir sigur á Búlgörum í Doetinchem í gærkvöldi. Með ágætum leik í síöari hálfleik tókst íslendingum að kýja fram sigur. Þeir skoruðu 26 mörk gegn 24 mörkum Búlgara. Fyrri hálfleikur var afleitur hjá íslenska liðinu, og var liðiö undir, 11—12, í leikhléi. Það var ekki margt sem gekk upp í fyrri hálfleiknum, menn voru greinilega eitthvað miður sín, og ekki enn búnir að ná sér eftir þau miklu vonbrigði, sem því fylgdu að komast ekki í keppni sex efstu þjóðanna. En eftir að menn náöu aö rífa sig upp, lék liðið mjög vel á köflum. Það á bara við um síðari hálfleikinn. Varnarleikurinn skánaði þá mikið og líka sóknar- leikurinn. Búlgarska liðiö var sterkara en menn höföu búist við. Leik- menn þess eru líkamlega sterkir og leika léttan og skemmtilegan handknattleik. En það sama var upp á teningn- um hjá þeim í þessum leik og í fyrri leikjum þeirra í keppninni, þeir hafa leikið vel i fyrri hálfleik, en illa í þeim síðari. Gangur leiksins Fyrri hálfleikur var mjög jafn lengst af. Þegar 25 minútur voru liðnar af leiktímanum var staðan jöfn, 8—8. Þá náöi Búlgaría tveggja marka forystu, 10—8. Sóknir íslenska liðsins voru mjög stuttar og óyfirvegaðar. Alfreð var tekinn úr umferð og lítið gekk upp. En þegar flautað var til hálfleiks haföi Búlgaría forystu, 12—11. íslenska liðið náði sér á strik Leikmenn Búlgaríu voru frískir framan af síðari hálfleiknum og höfðu þá alltaf yfir. Það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn að íslenska liöiö fór virkilega í gang. Og þá var það Sigurður Sveinsson sem reif sig upp og náöi sér á strik eftir slaka frammistöðu í keppninni hingaö til. Siguröur átti góð skot og góöar línusendingar og reif upp leik liösins. Enda mátti það ekki tæpara standa. Um miðj- an síðari hálfleik er staöan jöfn, 17—17, og allt í járnum en íslend- ingar náöu forystunni, 20—19, þegar átta mínútur eru eftir af leiknum. Síöustu mínútur leiksins náöi ís- lenska liðiö tvívegis 3 marka for- ystu, 23—20 og 24—21, en Búlg- aríumenn geröu harða hriö aö ís- lendingum undir lokin en tókst ekki að jafna metin þrátt fyrir góða baráttu. íslenska liðið Siguröur Sveinsson átti ásamt Alfreð Gíslasyni stærstan þátt í sigri þessum. Þeir léku báöir vel og skoruðu grimmt. Kristján Arason er lítillega meiddur á hendi og náöi sér ekki á strik í sókninni en lék vel i vörninni. Jóhannes Stefánsson lék ágætlega. Sóknarnýting ís- lenska liðsins i fyrri hálfleik var 37,9%, þá fóru 18 sóknarlotur for- görðum. Heildarsóknarnýting var um 50%. Lagaöist mikið i síöari hálfleiknum. Varnarleikurinn var sæmilegur í síöari hálfleiknum svo og sóknarleikurinn. Hollensku dómararnir sem dæmdu leikinn voru mjög slakir og ekki starfi sínu vaxnir. Mörk islands: Alfreö 6, Sigurður 5, Bjarni 4, Jóhannes 2, Guðmundur 2, Þorbergur 2, Hans 2, Kristján 2, 1 v, Steindór 1. ÞR/SH Sagt eftir leikinn: , Jakmarkió er að vinna alla leiki sem eftir eru í B-keppninni“ Kristján Arason: — Það voru okkur gífurleg vonbrigöi að komast ekki í keppni sex efstu liða. En nú er ég bjart- sýnn á að það fari að ganga vel og viö náum að halda sæti okkar í B-riðli. Þetta var mikill baráttu- og spennuleikur. En viö gerðum okkur grein fyrir því að það var að duga eöa drepast og sem betur fer vannst sigur í leiknum. Ég fann mig vel í byrjun en þaö var gott aö Alfreð og Siguröur komu og geröu góða hluti. Ég hef veriö í hljóð- bylgjum með marinn fingur og átti því erfitt með að einbeita mér. Hilmar Björnsson: — Þetta var mjög þýöingarmik- ill sigur fyrir okkur og vonandi los- ar þetta um þá miklu pressu sem verið hefur á leikmönnum til þessa. Leikmenn sáu þaö ekki fyrr en í síðari hálfleiknum að þeir þurftu aö berjast. En þegar baráttan kom gekk dæmið upp. Markmiöiö er aö sigra í öllum þeim leikjum sem eru eftir í keppninni. Og ef það tekst er þaö besta landsleikjatímabil í sögu íslands. En að vísu eru mótherj- arnir ekki þeir sterkustu. Ég sagöi viö leikmenn aö ef viö myndum hanga í þeim í fyrri hálf- leik þá myndum viö vinna leikinn. Og það reyndist vera rétt. 64 lið taka þátt í innanhússmótinu í knattspyrnu mfl. karla — mótið stendur yfir í 4 daga ÍSLANDSMÓTiÐ í innanhússknattspyrnu meistaraflokki karta hefst í dag í Laugardalshöllinni. Mótió er mjög umfangsmikið. Keppt er í fjóra daga. Keppninni lýkur með úrslitum á sunnudagskvöld. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu. A-B-C- og D flokki, en í hverjum flokki eru fjórir riðlar. Fjögur lið eru í hverjum riðli svo að alls taka 64 lið þátt í mótinu. Fyrsti leikur mótsins er á milli KR og Fylkis og hefst hann klukkan 20.00 í kvöld. En alls verða leiknir níu leikir fyrsta kvöldið. En á morgun föstudag fara fram 22 leikir og þá hefst keppnin kl. 16.00 með leik ÍK og Óöins. En hér á eftir fara leikirnir fyrstu tvo leikdagana: Fimmtudagur 3. mars, kl. 20.00. A-flokkur 2. riðill kl. 20.000 KR — Fylkir A-flokkur 4. riöill kl. 20.22 Þróttur R. — Valur Rv. C-flokkur 2. riöill kl. 20.44 ÍR — ÍK B-flokkur 3. riöill kl. 21.06 Afturelding — Stjarnan A-flokkur 2. riöill kl. 21.28 UBK — Fylkir A-flokkur 4. riðill kl. 21.50 Víkingur R. — Valur R. C-flokkur 4. riðill kl. 22.12 Óöinn — ÍR B-flokkur 1. riðill kl. 22.34 Grótta — Ármann B-flokkur 3. riðill kl. 22.56 Haukar — Afturelding Föstudagur 4. mars, kl. 16.00. ÍK — Óðinn C-flokkur 2. riðill kl. 16.00 A-flokkur 2. riöill kl. 16.22 KR — UBK A-flokkur 4. riðill kl. 16.44 Þróttur R. — Víkingur B-flokkur 3. riðill kl. 17.06 Stjarnan — Haukar C-flokkur 2. riðill kl. 17.28 Óðinn — Selfoss A-flokkur 2. riðill kl. 17.50 Þór V. — UBK A-flokkur 4. riðill kl. 18.12 ÍA — Víkingur R. B-flokkur 1. riðill kl. 18.34 Grindavík — Grótta B-flokkur 1. riöill kl. 18.56 Víðir — Ármann C-flokkur 2. riöill kl. 19.18 Selfoss — ÍK A-flokkur 2. riðill kl. 19.40 Þór V. — KR A-flokkur 4. riöill kl. 20.02 ÍA — Þróttur R. B-flokkur 3. riðill kl. 20.24 Njarövík — Stjarnan B-flokkur 2. riöill kl. 20.46 Grindavík — Víðir C-flokkur 2. riðill kl. 21.08 ÍR — Selfoss B-flokkur 3. riöill kl. 21.30 Afturelding — Njarðvík A-flokkur 2. riðill kl. 21.52 Fylkir — Þór V. A-flokkur 2. riöill kl. 22.14 Valur R. — ÍA B-flokkur 1. riöill kl. 22.36 Viðir — Grótta B-flokkur 1. riöill kl. 22.58 Ármann — Grindavík B-flokkur 3. riðill kl. 23.20 Haukar — Njarövík Bikarkeppni KKÍ: ÍR sigraði Hauka ÍR VANN öruggan sigur á 1. deild- arliði Hauka í gærkvöldi 77—56, í bikarkeppni KKÍ. ÍR er því komið í 4 liöa úrslitin. ÍR náöi strax for- ystunni í gær, 22—4, og síðan jafnaöist leikurinn aöeins, 35—16, en í hálfleik haföi ÍR forystu 41—24. I síöari hálfleik var aldrei nein spurning hvernig leikurinn færi. ÍR náði 30 stiga forystu, 68—38, en undir lokin náöu Haukar smá- spretti og minnkuöu muninn aö- eins, eöa niður í 21 stig. Stiga- hæstur hjá Haukum var Pálmar Sigurðsson með 23 stig og var hann bestur i liðinu. Hjá ÍR skoraði Kristinn mest 23, Hjörtur var með 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.