Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 55. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sigur Kohls er sigur kjarnorkustefiiu NATO Helmut Kohl, fyrir miðju, fagnar með stuðnings- mönnum sínum. Flokkur hans vann stóran sigur í kosningunum um helgina. Símamynd AP. Bonn, 7.mars. AP. Kristilegi demókrataflokkurinn og systurflokkurinn kristilegir sósíalistar unnu stórsigur í vestur-þýsku þingkosningunum um helgina og Helmut Kohl flokksformaður fagnaði sigrinum, enda Ijóst að hann verður áfram kanslari. Þá er Ijóst að sömu flokkar og áður munu verða í stjórn, spurning einungis hvort breytingar verði á ráðherraembættum. Græningjarnir, fékk 5,4 prósent, Kristilegu flokkarnir fengu 244 sæti á 498 sæta þingi Vestur- Þýskalands, Sósíaldemókratar fengu 93 sæti, Frjálsir demókrat- ar 34 sæti og Græningjar 27 sæti. Helmut Kohl, kanslari, sagði er sigurinn var í höfn, að úrslitin veittu honum umboð til að halda þeirri stefnu að koma fyrir fjölda meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Vestur-Þýskalandi. í kosninga- baráttunni sagði Kohl jafnan, að atkvæði til síns flokks væri sama og atkvæði til NATO. Kohl neitaði að ræða sögusagnir um að hann hefði í hyggju að færa Franz Josef Strauss embætti utanríkisráð- herra á kostnað Hans Dietrich Genschers. Strauss kom til Bonn í gær og lýsti yfir að hann myndi taka sæti í stjórninni og lét í ljósi vonir um að fá embætti Genschers auk stöðu varakanslara. Þingið kemur saman innan 30 daga og útnefnir kanslara, en það er formsatriði að þessu sinni, Kohl situr áfram í embættinu og að öll- um líkindum verður samsteypu- stjórn Kristilegu flokkanna og Frjálsra demókrata áfram við völd. Viðbrögð erlendis voru misjöfn eins og vænta mátti. Austurblokk- in var á einu máli um að úrslitin væru slæm og gætu haft áhrif á afvopnunarviðræður hernaðar- bandalaganna. Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri NATÓ var mjög ánægður og stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Bretlandi höfðu strax samband við kanslarann og óskuðu honum til hamingju með sigurinn. Sögðu einnig að úrslitin væru traustsyfirlýsing við kjarn- orkuvopnastefnu NATO. Sjá nánar fréttir frá Val Ingimundarsyni, fréttaritara Mbl., á blaósíðum 22 og 23. Kristilegu flokkarnir fengu samtals 48,7 prósent atkvæða, í kosningunum 1980 fengu þeir til samanburðar 44,5 prósent. Sósíal- demókrataflokkurinn, undir for- ystu Vogels, fékk 38,2 prósent at- kvæða og var hinn sigraði í kosn- ingunum, því árið 1980 var fylgi flokksins 42,9 prósent. Frjálsir demókratar, undir stjórn Gensch- ers, fengu 7,1 prósent atkvæða (10,6 árið 1980) og nýja aflið, Ítalía: Lögreglan handtók 834 bófa Napólí, 7. mars. AP. ÍTALSKA lögreglan stóö fyrir mik- illi herferö gegn mafíuflokkum und- irheimanna um helgina og á laugar- daginn handtók hún 834 bófa eöa aöila grunaöa um vitorð meö slíku fólki. „Þetta var mikið högg sem við greiddum undirheimaflokkunum, við náðum að splundra heilu sam- tökunum og hjuggum að hjarta mafíunnar í landinu," sagði tals- maður lögreglunnar í Napólí, sem var miðpunktur herferðarinnar, en hún náði til 30 héraða. Um 900 lögreglu- og herlögreglumenn tóku þátt í að- gerðunum sem stóðu yfir í 24 klukkustundir. Þeir lögðu hald á mikið magn af vopnum, auk þess sem fleiri hundruð stolinna bif- reiða komu í Ijós á nýjan leik. Fyrri umferðir bæja- og sveitarstjórnakosninganna í Frakklandi: Borgaraflokkarnir hlutu 51,5% atkvæða París, 7. mars. AP. LEIÐTOGI gaullista, Jacques Chir- ac, sagði í dag úrslit bæja- og sveitarstjórnakosninganna vera „ótvíræða viðvörun“ til sósíalista- stjórnarinnar. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalistaflokksins (jafnaðarmanna), sagði hins vegar kosningaúrslitin einungis sýna hversu „erfitt væri að stjórna á krepputímum“. Þrátt fýrir að staða franskra stjórnmála verði ekki fyllilega skýr fyrr en eftir síðari umferð bæja- og sveitarstjórnakosn- inganna næsta sunnudag, er Ijóst, að stjórnarandstaðan, gaullistar og miðjumenn, hefur hlotið meira fylgi en stjórnarflokkarnir, jafn- aðarmenn og kommúnistar. Kosningar þessar nú eru fyrsti prófsteinn á stjórn Mitterrands Helmut Kohl í viðtali við Morgunblaðið: „Kjósendur vilja fram- hald á stjórnarstefnunni“ Frá Val Ingimundarsyni, fréttamanni Morjjunblaðsins í Bonn, 7. mars. „SIGUR KRISTILEGU flokkanna sýnir, að kjósendur vilja að áframhald verði á núverandi stjórnarstcfnu. Þeir hafa ekki látið blekkjast af þeim áróðri sósíaldemókrata, að stjórnin hafi ekki náð árangri í efnahagsmál- um,“ sagði Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, þegar blm. Morgun- blaðsins náði tali af honum eftir fréttamannafund í höfuðstöðvum kristi- legra demókrata hér í Bonn í dag. „Við sögðum kjósendum sannleikann í kosningabarátt- unni og gáfum engin loforð, sem við getum ekki staðið við. Brýn- ustu verkefnin, sem bíða okkar nú, eru að reisa við efnahaginn og draga úr atvinnuleysi í V-Þýskalandi, en einnig munum við leggja áherslu á, að stórveld- in nái samkomulagi um afvopn- unarmál í Genf.“ Kohl og Heine Geisler, ritari flokks kristilegra demókrata, komu fram á fréttamannafundi í dag til að ræða kosningaúrslitin. Þar lýstu þeir yfir ánægju sinni með niðurstöðurnar, en hvöttu alla þjóðfélagshópa til að standa saman, flýta fyrir efnahags- framförum og þar með minnkun atvinnuleysis. Á fundinum kom einnig fram, að engin ákvörðun hefur verið tekin um hverjir munu taka sæti í næstu ríkisstjórn, en viðræður við frjálsa demókrata um áfram- hald á stjórnarsamstarfi hæfust í næstu viku. Fyrr í dag hittust þeir Kohl og Franz Josef Strauss vegna kosn- ingaúrslitanna, en kanslarinn vildi ekkert láta uppi um viðræð- ur þeirra. Strauss kvaðst heldur ekki vilja tjá sig um hvort hann tæki við ráðherraembætti í stjórn Kohl, „en ég tek a.m.k. þátt í stjórnarmyndunarviðræð- unum,“ var það eina, sem Strauss vildi láta hafa eftir sér. Helmut Kohl sigurreifur. frá því hún kom til valda árið 1981 og spáðu flestar skoðanakannanir, sem gerðar voru síðustu vikurnar fyrir kosningarnar, nokkru fylgis- tapi stjórnarflokkanna og snerist umræðan fyrir kosningarnar því fljótlega upp í það hversu mikið tap þeirra myndi verða ef rétt reyndist, en málefni minni staða og bæja féllu í skuggann. Þegar síðustu tölur voru birtar í gærmorgun lá ljóst fyrir að borg- araflokkarnir höfðu hlotið u.þ.b. 51,5% atkvæða og stjórnarflokk- arnir u.þ.b. 46,5%. Ef niðurstaðan verður sú sama að lokinni síðari umferð næsta sunnudag, hafa hlutföllin næstum snúist við frá síðustu bæja- og sveitarstjórna- kosningum fyrir sex árum. Svo virðist sem efnahagsmálin haldi áfram að vera í brennidepli þessa viku sem er milli umferða í kosningunum, en þau voru einnig aðalumræðuefnið fram að fyrri umferðinni. Catherine Lalumiere, neytenda- málaráðherra í stjórn Mitterr- ands, sagði í morgun þegar úrslit- in voru kunn: „Þetta eru alvarleg úrslit, sérstaklega gagnvart að- gerðum stjórnarinnar. Það er augljóst að kjósendur hafa ofmet- ið þá hluti sem ekki hafa komist í framkvæmd og vanmetið þá já- kvæðu hluti sem gerðir hafa ver- ið.“ Jacques Chirac, borgarstjóri Parísar og leiðtogi gaullista, lagði áherslu á að sigur borgaraflokk- anna væri ekki í höfn, en sagði að stjórnin yrði að draga ákveðnar niðurstöður af þessum úrslitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.