Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 21 • Stórskyttan Alfreö Gíslason KR hefur fengið tvö tilboð frá félögum í V-Þýskalandi. Eitt frægasta hand- knattleikslið heims, Gummersbach, hefur gert honum tilboö og er það í fyrsta skipti sem félagið hefur hug á því að fá til liðs við sig erlendan leikmann. Forráðamenn félagsins fylgdust vel með Alfreð í B-keppninni og vilja ólmir fá hann til liðs viö sig. Þá hefur Dankersein líka áhuga. Gummersbach vill fá Alfreð Gíslason Fré Skapta Hallgrímssyni, blaðamanni Mbl. í Hollandi. VESTUR-ÞÝSKA meistaraliðið Gummersbach í handknattleik hefur boðið Alfreð Gíslasyni að koma og gerast atvinnumaður hjá félaginu. Vitað var að Dankersein, lið Axels Axelssonar, hafði áhuga á Alfreð og hafði fylgst með honum um skeið, en forráðamenn Gummersbach vilja nú ólmir fá Alfreð til liðs við sig eftir að hafa séð hann í Hollandi. Gummersbach er tvímælalaust sterkasta félagsliö í heimin- um í dag í handknattleiksíþróttinni. Og er þetta því mikill heiður fyrir Alfreð. Liðið hefur aldrei haft erlendan leikmann í sínum röðum. En sex af leikmönnum þess eru í v-þýska lands- liðinu þar, á meðal stórskyttan Erhard Wunderlich. Er ég spjallaöi viö Alfreð í gær, sagöi hann það hafa komið sér mjög á óvart að Gummersbach sýndi honum áhuga. „VIÐ munum leggja áherslu á aö leika landsleiki heima næsta keppnistímabil, en ekki eins mik- ið erlendis," sagöi Júlíus Haf- stein, formaður HSÍ, í spjalli við mig. „Þaö er búið að semja um landsleiki við eftirtaldar þjóöir heima á islandi næsta keppnis- „Ég vissi um Dankersein og þeir fylgdust með mér í Norðurlanda- ferðinni í janúar, Og aftur nú í B-keppninni,“ sagöi hann. tímabil: Tékka, Pólverja, Rússa og Svía. Þá hafa Norðmenn sýnt mikinn áhuga á að koma til ís- lands og leika þar tvo leiki. Þá er áhugí á því aö fara til Frakklands næsta haust á stór- mót þar. Við eigum ungt lið og það er raunhæft að setja stefn- una á það að komast í A-riðil 1986. Þetta er ungt lið en með litla reynslu," sagöi Júlíus. Alfreð sagði að nú stæði hann frammi fyrir því að velja um félag í V-Þýskalandi. „Auðvitaö yrði skemmtilegra að fara til Gumm- ersbach, sem handknattleiksliös, það er besta lið í heiminum í dag og ég kemst örugglega ekki lengra í íþróttinni ef ég næ því að komast í liö þeirra og spila meö þeim. En það gæti tekið sinn tíma og þess vegna vil ég ekki segja um þaö strax hvort liðið ég vel.“ Alfreð sagði að hann gerði ekki upp hug sinn fyrr en í maí. Keppn- istímabilinu í V-Þýskalandi lýkur 6. júní og þá yrði hann væntanlega farinn út. Alfreð og Páll herbergisfélagi hans Ólafsson voru sammála um það hér í gær, aö Alfreö hefði aldr- ei leikið betur með íslenska lands- liðinu en í Norðurlandaferðinni í janúar, og nú í B-keppninni. Alfreð sagðist hafa stefnt að því að kom- ast til liðs í V-Þýskalandi eins og Mbl. hefur áður sagt frá og var því að vonum mjög ánægður. Ekki var annað að sjá en að Páll væri ánægður fyrir hönd félaga síns og væntanlega feginn að þurfa ekki að leika gegn honum heima á Fróni. Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari THV Kiel, sér um samn- ingsgerðina fyrir Alfreð. „Ég er Jóhanni mjög þakklátur, hann hefur ætíð reynst mér vel og ég treysti honum fullkomlega til að sjá um þessa hliö málsins. Jóhann hefur haft mikil áhrif á feril minn sem handknattleiks- manns, og ég á honum að þakka hve ég hef náö langt. Hann er aö mínu mati einn besti handknatt- leiksþjálfari heims í dag,“ sagöi Al- freð Gislason. „En áöur en ég fer utan til V-Þýskalands er ég ákveðinn í því að vinna bæði bikarkeppnina og islandsmeistaratitilinn með liði minu KR,“ sagði Alfreö Gíslason að lokum. Júlíus Hafstein: „Ungt lið en reynslulítið Frá Skapta Hallgrímaayni, Hollandl. Ungverjar sigruðu í B-keppninni. Munaði litlu að V-Þjóðverjar kæmust á Olympíuleikana Fré Skapta Hallgrímssyni, blaöamanni Mbl. í Hollandi. ÞAÐ MUNADI ekki miklu aö landslið V-Þjóöverja í handknatt- leik kæmist á Ol-leikana í Los Angeles á næsta ári. Þaö var mik- ið í húfi fyrir leikmenn V-Þýska- lands. Þeim hafði veriö lofað 16.000 mörkum hverjum einstök- um ef liðið tryggði sér þátttöku- rétt. í síðasta leiknum í B-keppn- inni léku Þjóðverjarnir gegn Ungverjum og uröu að sigra í leiknum. Það leit út fyrir að þaö myndi takast, því að þegar aðeins átta sekúndur voru eftir af leik- tímanum hafði Þýskaland forystu, 12—11, gegn Ungverjum. Heine Brand haföi skoraö 12. mark Þjóöverja með þrumuskoti. Ungverjum tókst þó aö byrja á miöju, brunuöu upp völlinn og náðu að skora úr horninu og jafna metin, 12—12. Boltinn small í net- inu í sömu mund og flautað var tll leiksloka. V-þýsku leikmennirnir trylltust af bræði og vildu meina að leikur- inn hefði veriö búinn. Þjóðverjarnir kærðu úrslitin. Þeir sögöu að tíma- vörðurinn hefði veriö búinn að flauta leikinn af. Dómararnir, sem voru frá Noregi, sögöu svo ekki hafa veriö. Þeir voru norskir, Ant- onsen og Bolstad, og eru islend- ingum góðkunnir, enda hafa þeir dæmt oft hér á landi. Þeir dæmdu •Kristján Arason. úrslitaleikinn í síðustu heimsmeist- arakeppni. Kæra Þjóðverja veröur ekki tek- in til greina og þeir verða aö bíta í þaö súra epli aö fara í næstu B-keppni í Noregi árið 1985,. Ég ræddi viö norsku dómarana eftir leikinn og þeir sögðust vera alveg hárvissir. Ööruvísi heföu þeir aldrei dæmt síðasta markið gilt. Það var ein sekúnda eftir af leikn- um þegar markiö var skoraö. Ég fylgdist grannt með timanum á klukku minni, sagði Bolstad. Viö skiljum vel aö þýsku leik- mennirnir skuli vera gramir og sár- ir en þannig gengur þetta í íþrótt- unum, sögðu þessir ágætu dómar- ar. Ungverjar sigruðu því í B-keppninni í ár með jafntefli. Þeir voru með 7 stig, skoruðu 106 mörk en fengu á sig 87. Markahæstu leikmenn: Kristján skoraði 34 mörk KRISTJÁN Arason varð fjórði markahæsti leikmaöurinn í B-keppninni í Hollandi. Kristján skoraði 34 mörk. Markahæstir voru þessir leikmenn: Vezhofstad, Belgíu 46 Wunderlich, V-Þýskalandi 45 Kovacs, Ungverjalandi 44 Kristján Arason 34 Alfreð Gíslason skoraði 26 mörk, Bjarni Guðmundsson 20, Guömundur 17, Þorbergur 15, Sigurður 13, Páll 10, Jóhannes 4, Steindór 4, Hans 3, Þorgils Óttar 2 og Ólafur Jónsson 1. Þeír Þorgils og Ólafaur áttu viö meiðsli aö stríöa og léku því lítið með. Islenska liðið lék sjö leiki og tapaði bara einum þeirra ÍSLENSKA landsliöið í hand- knattleik kemur heim í dag frá Hollandi eftir þátttöku sína í B-heimsmeistarakeppninni { handknattleik. Liðið lék sjö leiki í keppninni, sigraði í fimm leikjum, gerði eitt jafntefli og tapaöi ein- um leik. ísland hafnaði í 7. sæti í keppninni, varð efst í neöri riðli keppninnar. ísland lék fimm leiki í neðri riðlinum, vann fjóra, geröi eitt jafntefli. Markatala liðsins var 114—101, sem þýðir 13 mörk í plús. ísland heldur því sæti sínu í B-riðli og keppir í næstu B-keppni, sem fram fer í Noregi árið 1985, en þá verður keppt um sæti í A-keppninni, sem fram á að fara 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.