Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
*
Mundu e-ftir blóðfsrý.s-fcirvgnuno ! ”
Þad skyldi þó aldrei vera að farar-
stjórinn hafi skipulagt þetta til að
gera ferðina enn eftirminnilegri?
HÖGNI HREKKVtSI
Gleymt er því ad musteri
Guðs eru hjörtun sem trúa
Árni Helgason skrifar:
„„Alkóhólismi er sjúkdómur."
Þetta heyrir maður nú víða og það
er hamast við að koma því inn hjá
mönnum að svo sé. Og svo er færst
í aukana: „Alkóhólismi er ólækn-
anlegur, en það er hægt að halda
honum niðri." Þessar raddir heyr-
um við líka. Sem sagt áfengis-
drykkja er sjúkdómur og getur
orðið ólæknanleg. Og svo kaupa
menn þennan sjúkdóm dýrum
dómum. Og ekki nóg með það. Þeir
sem hann fá eru þjóðfélaginu til
lítils eða a.m.k. ekki mikils gagns
og stundum beinlínis til erfiðleika.
Svo verða skattborgararnir að
borga brúsann, reisurnar gegnum
meðferðarstofnanirnar. Og þýðir
ekkert að fást um það. Og er nema
von að þeir heilbrigðu spyrji:
„Hvers vegna er ekki allt gert,
bæði af valdsmönnum og öðrum
til að koma í veg fyrir að þessi
sjúkdómur geti þrifist meðal
manna, sjúkdómur sem menn
kaupa sér, jafnvel fyrir sinn síð-
asta eyri. Hví ekki að uppræta
slíka verslun?"
Og er furða þótt menn spyrji
hvernig standi á því að eiturlindir
séu látnar spretta upp úti um allt
land, svo menn eigi hægt með að
kaupa sjúkdóminn? Eru menn
virkilega svona skyni skroppnir?
Þetta og annað kemur í huga
manns þegar fréttir berast um
kapp ýmissa persóna á Sauðár-
króki og víðar til að greiða
mönnum leið á vit pestar þessar-
ar.
Það lítur út fyrir að heill æsk-
unnar og örlög haldi ekki vöku
fyrir þeim því freistingarnar
verða henni erfiðastar eins og víð-
ar. Og svo þarf alls staðar sjúkra-
rými fyrir þá sem detta í áfengis-
pyttinn, en gamalt fólk og þeir
sem þjást af öðrum sjúkdómum
verða oft að bíða eftir sjúkrahús-
vist mánuðum og jafnvel árum
saman. Hvílíkt öfugstreymi, hví-
líkur manndómur og hvílík kaup-
mennska! En áfengisauðvaldið
makar krókinn í skjóli leppa sinna
og Ieigupenna. Heilbrigð skynsemi
bendir okkur aftur á móti á að
gera allt sem unnt er til að forða
mönnum frá því að verða þessum
sjúkdómi að bráð.
Mér verður hugsað til Þjóð-
kirkjunnar okkar. Þjónar hennar
eiga að vita að áfengisneysla er
einhver versti óvinur kristinnar
trúar og siðgæðis, að undir áhrif-
um áfengis eru fleiri og stærri
syndir drýgðar en af völdum nokk-
urs annars efnis. Hvers vegna
sker kirkjan ekki upp herör gegn
slíkum vágesti? Á sunnudaginn
var var freisting Jesú texti dags-
ins. Aðrar freistingar gleymdust
víða. Mér finnst kirkjan hugsa
alltof mikið um hið veraldlega.
Oft var þörf ...
Kristinn Vilhjálmsson skrifar:
„Velvakandi.
Sjálfsagt hefur það ekki farið
framhjá mjög mörgum að SÁÁ er
að safna fé um þessar mundir.
Átján hundruð krónur eru menn
beðnir að reiða fram, ekki allar
samtímis þó. Og þykir fáum mikið
þegar um þjóðþrifastarfsemi er að
ræða.
Að vísu þurfa sjúklingar sumir
hverjir, þeir sem búa við aðra fötl-
un en þá sem hlýst af drykkju, að
bíða mánuðum og jafnvel árum
saman eftir sjúkrahúsvist. En það
stendur vonandi til bóta líka.
Að einu leyti finnst mér SÁÁ
fara of varlega í sakirnar í auglýs-
ingastarfi sínu. Hví ekki að benda
á að 300—400 krónur á tveggja
mánaða fresti er raunar smáræði,
jafnvel fyrir Sóknarkonur? Þetta
er augljóst ef til þess er litið að
þegar rúmin 60 á Ártúnshöfðan-
um eru fullskipuð verða skatt-
borgararnir nauðugir viljugir að
gjalda um 50 þúsund krónur á dag
til stofnunarinnar. Daggjaldakerfi
ríkisspítalanna sér um það.
Einhver öndvegismaðurinn
sagði í utvarpinu um daginn að
engin atvinnugrein væri jafnmikið
niðurgreidd og vínsala. — En það
er nú annað mál.
Við skulum hins vegar styðja
SÁÁ rækilega svo stofnunin nýja
rísi sem fyrst, daggjöldin fari að
streyma inn frá rikinu og með-
ferðarstjórarnir og dagskrárstjór-
arnir og hvað þeir nú kallast allir
saman í kerfinu fái kaupið sitt og
engar refjar."
Þessir hringdu . . .
Elskulegar
móttökur f
Leitarstödinni
Ilúsmóðir í Kópavogi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Á
mánudaginn var fór ég í krabba-
meinsrannsókn, en hafði áður
fengið bréf frá félaginu, því að
langt var um liðið, frá því að ég
kom síðast (minn trassaskapur). I
þetta skipti, sem jafnan áður þeg-
ar ég hef komið í Leitarstöðina,
voru móttökurnar þar elskulegar
og allir, læknir og annað starfs-
fólk, alúðlegir. Og ég sé svo sann-
arlega ekki eftir 100 krónunum,
sem ég greiddi fyrir (hefur senni-
lega hækkað 1. mars), og vinn ég
þó ekki úti, þar sem ég er „bara
húsmóðir".
Mér hefur virst, að konur, sem
vinna úti, fái veikindafrí og frí til
að fara til læknis, á fullu kaupi.
Aftur á móti fá heimavinnandi
húsmæður hvorki sjúkratrygg-
ingu, sjúkradagpeninga né neinar
aðrar greiðslur, þó að þær séu
veikar mánuðum eða árum saman
og þurfi jafnvel á spitala vegna
rannsókna eða annarra aðgerða.
En mennirnir þeirra eru skatt-
lagðir að fullu.
Þjónar Verðlags-
stofnun landinu
öllu eða aðeins
Reykjavík?
Grétar Karhmann hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
hef verið að velta því fyrir mér,
hvort Verðlagsstofnun þjóni öllu
landinu eða aðeins Reykjavik. Við
erum nefnilega að leiða hugann að
því, lítilsigldir Hafnfirðingar,
hvernig stendur á því, að stofnun-
in skiptir sér ekkert af fargjöldum
strætisvagnanna okkar. Við þurf-
um að borga 27 krónur fyrir
hverja ferð og það virðist vera
fjarri því að ná til tárakirtlanna á
verðlagsstjóra.
Metið á rúmar 200
krónur á mánuði
Guðrún Jakobsen hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Fari svo
að samþykkt verði hundalaga-
frumvarp það, sem nú liggur fyrir