Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 Stórt og greinilegt takkaborð Vinnsluteljari • Strimill Ijósa 4ra takka minm og Fjölhæf reiknivél fyrir aílan reikning WmmfMÚm KJARAINI HF Ármúli 22 — Reykjavík — sími 83022 TEN CATE Dömu nærbuxurnar eru úr 97% bómull og 3% teygju, sem ofin er að ofanveróu. Þola suðu, eru bæði klæðilegar og þægilegar, 5 gerðir og 3 stærðir í hverri gerð. Útsölustaðir: Oculus Austurstrætl Rvk Misty Miðbæjarmarkaði Sápuhúsið Laugavegi 17 Blik Laugavegi Holtsapótek Langholtsvegi Borgarapótek Álftamýri Sporið Grimsbæ Árbæjarapótek Hraunbæ Kaupgarður Engihjalla Kóp KF Hafnfirðinga Miðvangi Hafn Fjarðarkaup Reykjanesbraut Verzl. Vík Ólafsvík Verzlunarfél. Grund Grundarfirði KF Hvammsfjarðar Búðardal SIG: Pálmasonar Hvammstanga J.S. Bjarnason Bíldudal Vörumarkaður K. I. isafirði Verzl. Gunnars Sigurðssonar Þingeyri KF önfirðinga Flateyri Kistan Blönduósi Útibú KEA Ólafsfiröi Verzl. Sif Akureyri Verzl. Gibsy Akureyri Apótek Neskaupstaðar Verzl. Fis Reyðarfirði Pöntunarfél. Eskfirðinga Rangarapótek Hellu Bragakjör Grindavlk Magnþóra Magnúsdóttir sf. heildverzlun Brautarholti 16, simi 24460 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir DREW MIDDLETON: ** - *j • Hervagnar breskra friðargæslusveita í Beirut. Þetta svæði hefur lengi verið sannkölluð púðurtunna og að mati sérfræðinga er nú komin upp mjög óþægileg og ný staða. Miðausturlönd: Sovésk og bandarísk vopn raska vopnajafnvæginu Bandaríkjamenn og ísraelar velta nú mjög fyrir sér vopnajafnvæginu í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Sýrlendingar og Jórdanir hafa aflað sér nýrra og skæðra vopna. Hernaðaryfirburðir ísrael á vestur- bakka Jórdanárinnar eru ekki hinir sömu og áður með tilkomu hinna nýju vopna og Damaskus, höfuðborg Sýrlands, er ekki eins innan seil- ingar ísraelskra herflugvéla ef til stríðs kemur og áður var. ísraelar þurfa að endurskoða hernaðarmátt sinn á þessum slóðum vegna þessa og þykir þeim það lítið gamanmál. Aukningin í vopnabúri Jórd- ana er fólgin í 16 fullkom- lega sjálfvirkum fallbyssum sem draga yfir 10 mílur. Byssurnar eru bandarískar og með því að koma þeim fyrir að næturþeli á austurbakkanum, gætu Jórdan- íumenn haldið uppi gífurlegri skothríð á hinar nýju byggðir ísraela á vesturbakkanum. Al- varlegra í augum flestra er hins vegar viðbótin í vopnabúr Sýr- lendinga. Þeir hafa fengið frá Sovétmönnum langdrægar eld- fiaugar af SA-5 gerð. Bandarísk- ir sérfræðingar telja eldflaug- arnar bestu loftvarnarvopn sem til staðar eru í Miðausturlönd- um. Styrkur SA-5 flauganna er langdrægni þeirra. Skotpallarnir eru varðir af skammdrægari eld- flaugum og öðrum öflugum loft- varnarbyssum og Sýrlendingar munu geta skotið niður þotur ísraela er þær hefja sig til flugs í 100 mílna fjarlægð. En það er annað sem vekur athygli í sambandi við vopnin. Þau eru sovésk eins og áður er getið. Og Sovétmenn hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að tryggja öryggi eldflauganna. Pallarnir í Sýrlandi voru reistir af sovéskum sérfræðingum og sovéskir herflokkar standa um þá vörð allan sólarhringinn. Sýrlendingar sjálfir fá ekki að koma nærri vopnunum og Sovét- menn munu einnig beita þeim ef til átaka kemur. Ljóst er, að fjöllin á vestur- bakkanum eru ekki árennileg fyrir árásaraðila úr austri, ekki síst þar sem Israelsmenn hafa í hyggju að víggirða byggðir sínar þar. Bandarísku og ísraelsku leyniþjónusturnar hafa bent á að næg gögn liggi fyrir til að ætla að Arabar hafi aðrar árás- araðferðir í huga ef til stríðs kæmi. Tæknin hefur nú fært Aröbum langdrægari og nákvæmari fall- byssur og eldflaugar. Þá hafa stórar þyrlur breytt öllum að- stæðum og bjóða Aröbum upp á mun sveigjanlegri hernaðarað- ferðir. Þyrlur þessar geta flutt mikinn liðssafnað og gera árás- araðilanum kleift að flytja lið sitt að víglínum þar sem varn- irnar eru ekki eins sterkar fyrir. Sérfræðingar telja því að Ar- abar myndu ekki gera árás frá Jórdandalnum yfir til vestur- bakka eins og ísrelar hafa lengi gengið út frá og talið líklegt, heldur myndu þeir beita þyrlum með ofangreindum hætti. Þann- ig myndi líka víggirðing byggð- arinnar á vesturbakkanum hafa takmarkað gildi þar sem slíkt myndi einungis hamla að ein- hverju marki árás sem gerð væri af landgönguliði og skriðdrek- um. Auk þessa hafa vestrænir sér- fræðingar látið í ljós þá skoðun, að ísraelsmenn geri af pólitísk- um ástæðum lítið úr þeim mögu-' leika að Arabar búsettir á vest- urbakkanum láti sér ekki mót- mælaaðgerðir nægja, heldur kynnu að snúa sér að skæru- hernaði. Sömu sérfræðingar bæta auk þess við að fari svo, myndu skæruliðar PLO verða fljótir til að færa sér stöðuna í nyt. Myndi PLO fagna tækifæri að ná sér á strik á ný eftir ófar- irnar í Beirut á dögunum. Arabar á vesturbakkanum eru margir og færi svo að þeir stofn- uðu skæruliðasveitir myndi það hafa margvísleg vandamál í för með sér fyrir Israelsmenn eins og nærri má geta og hefur verið gert. Eitt sem gæti gerst í kjöl- farið er, að hermenn Arabaríkj- anna gætu fært sér aðstöðuna á vesturbakkanum í nyt til að efla skæruhernaðarumfangið. Arab- arnir á vesturbakkanum myndu án nokkurs vafa dylja herflokka og hjálpa þeim af öllum kröftum til að vinna spjöll á hernaðar- mannvirkjum, trufla birgða- flutninga í fjöllunum og fremja önnur hermdarverk. Þetta myndi hafa í för með sér, að ísraelsmenn yrðu að efla herlið sitt á þessum slóðum og mega þeir illa við því. En það yrði þó að gerast, því innflytjendurnir á vesturbakkanum eru ekki þjálf- aðir til vopnaburðar. Það gæti því farið svo á næst- unni, að ísraelsmenn endurskoði alvarlega byggðirnar á vestur- bakkanum. Hingað til hafa þeir lagt ofurkapp á að sem flestir ísraelsmenn flyttu þangað og töluðu um nauðsyn þess vegna þjóðaröryggis. Nú hafa hernað- aryfirvöld í landinu séð í hendi sér, að ef til stríðs gegn Araba- löndunum kæmi, myndu vanda- málin í sambandi við þessar byggðir vera fleiri heldur en kostirnir og þykir því mörgum vera brostinn grundvöllurinn fyrir ísraelskri byggð á þessum slóðum. Og ef ísraelsmenn myndu smám saman draga þarna saman seglin, myndi það hafa ótal vandamál í för með sér, því þúsundum saman hafa ísraelsmenn sest þarna að, rifið sig upp með rótum, og það þyrfti mikinn sannfæringarkraft til að hrófla við þeim. (— gg. þýddi og endursagði.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.