Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
27
- ***$
u mi
Stu Johnson var góöur í liöi KR, hér er hann í baráttu undir körfunni.
Baráttan færði KR sigur
KR-INGAR uppskáru eins og þeir
sáöu til í leik sínum viö ÍR í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik á
laugardag. Þeir mættu eitilharöir
til leiks og þaö eitt kom til greina
hjá þeim aö fara meö sigur af
hólmi. Af þessum sökum stóðu
þeir upp sem sigurvegarar þegar
leikurinn var blásinn af, skoruöu
70 stig gegn 68 stigum ÍR-inga.
Minni gat munurinn vart oröiö, en
nóg til þess aö KR-ingar eiga nú
meiri möguleika á aö halda sér í
deildinni.
Þessi leikur var dæmigeröur
fyrir þaö hvaö hægt er aö ná langt
á viljanum í íþróttum. Sennilega
geta margir veriö sammála undir-
rituöum aö ÍR-ingar eru meö betra
lið þessa stundina, en þaö dugöi
bara ekki til aö þessu sinni, og
voru KR-ingar vel aö sigrinum
komnir.
Leikurinn var jafn framan af,
jafnt á öllum tölum upp í 8—8, en
þá komust KR-ingar í 12—8, og
eftir þaö höföu þeir lengst af átta
stiga forskot á ÍR-inga, eöa þar til
rúmar fjórar mínútur voru til hálf-
leiks. Þá kom góöur kafli ÍR-inga,
sem skoruöu átta stig á rúmri mín-
útu og jöfnuöu, 30—30, og í hálf-
leik var einnig jafnt, 36—36.
KR 70
ír 68
En KR-ingar geröu eiginlega út
um leikinn á fyrstu fimm mínútum
seinni hálfleiks. Á þessum tíma
settu þeir ÍR-inga alveg út af lag-
inu, skoruöu 14 stig í röö og kom-
ust í 52—38, eöa 14 stiga forystu.
Mörg stiganna skoruöu KR-ingar
úr hraöaupphlaupum er þeir stálu
knettinum af ÍR-ingum. Sóknar-
leikur jR-inga gekk ekki upp á
þessum tíma, þeir hittu ekki körf-
una og skoruöu aöeins tvö stig
fyrstu fimm mínúturnar.
En upp úr því fór betur aö ganga
hjá ÍR og saxaöist smátt og smátt
á forskot KR, þannig aö þegar átta
mínútur voru eftir voru KR-ingar
aöeins tveimur stigum yfir,
56—54, og spennan í algleymingi.
KR-ingar náöu aöeins aö auka viö
sig, en spenna var aftur hlaupin í
leikinn og virtust áhorfendur
skemmta sér konunglega. Þá
runnu margar sóknir ÍR út í sand-
Auðveldur sigur Vals á
baráttulitlum Frömmurum
VALSARAR áttu ekki í alltof mikl-
um vandræöum meö Frammara í
úrvalsdeiidinni ( körfuknattleik á
laugardag, sigruöu botnliöiö meö
80 stigum gegn 68, en í hálfleik
var staöan 45—32 Völsurum í
hag. Möguleikar Fram á aö halda
sér í úrvalsdeildinni hafa minnk-
aö verulega, þurfa aö vinna báða
leikina sem eftir eru, og ÍR og KR
aö tapa sínum, ef þeir eiga aö
halda sér í deildínní.
Valsarar gengu ákveönir til leiks
á laugardag, náöu strax forystu,
sem þeir juku jafnt og þétt. Stefnir
allt í aö leikur þeirra og Keflvíkinga
veröi hreinn úrslitaleikur deildar-
innar, því bæöi liöin eru jöfn aö
stigum í efsta sæti, og aöeins tveir
leikir eftir.
Sjaldan brá fyrir spennu í viöur-
eign Vals og Fram, þó helzt er
Frammarar skoruöu níu stig i röö
snemma í seinni hálfleik og minnk-
uöu muninn í fjögur stig, 45—49.
Var þá eins og Frammarar ætluöu
aö reyna aö bjarga sér af botnin-
Valur 80
Fram 68
um, áttu góðan kafla í vörn og
sókn Valsarar náöu aftur níu stiga
mun, en Frammarar minnkuöu
muninn enn á ný í fjögur stig,
50—54, og hélzt sá munur um
stund, 56—52 fyrir Val, þá
60—56, 62—58, og allt virtist ætla
aö geta gerzt, leikurinn opnaðist
og möguleikar Frammara á sigri
engu minni en Valsara.
En þegar sex mínútur voru eftir
misstu Frammarar móöinn, hættu
hreinlega aö berjast, og Valsarar
náöu undirtökunum á ný, skoruöu
10 stig gegn tveimur stigum
Frammara á næstu fjórum mínút-
um, og þegar mínúta var eftir var
munurinn oröinn 16 stig Völsurum
í vil, 80—64. En Frammarar áttu
síöasta oröiö, skoruöu tvær síö-
ustu körfur ieiksins og minnkuðu
muninn í 12 stig.
Þaö var eins og Frammara
skorti lengst af baráttuvilja í þess-
um leik, þrátt fyrir mikilvægi hans,
einkum þó í fyrri hálfleik er þeir
slepptu Völsurum á auöan sjó.
Neistinn í seinni hálfleik varö aldrei
aö því báli sem heföi dugaö til aö
leggja Val aö velli, þótt vissulega
vantaöi aðeins örlítinn blástur í
glóðirnar um tíma.
Stig Vals:
Torfi Magnússon 22, Tim Dwyer
19, Kristján Ágústsson 17, Rík-
haröur Hrafnkelsson 12, Leifur
Gústafsson 4, Tómas Holton 2,
Hafsteinn Hafsteinsson 2 og Sig-
uröur Hjörleifsson 1.
Stig Fram:
Val Brazy 23, Viöar Þorkelsson 20,
Þorvaldur Geirsson 17, Ómar Þrá-
insson 4, Guösteinn Ingimarsson 2
og Jóhannes Bjarnason 2.
— ágás.
Naumur sigur IBK gegn
nágrannaliðinu UMFN
ÞETTA er í 5. sinn sem Njarövík
og Keflavík leiöa saman hesta
sína í vetur í úrvalsdeildinni og
bikarnum og ekki tókst Njarövík-
ingum aö vinna litla bróöur nú
frekar en fyrri daginn. Sigraði ÍBK
93—91.
Njarövíkingar byrjuöu leikinn
meö miklum krafti og eftir tvær
minútur var staöan oröin 6—0 fyrir
þá og hélst þessi forysta lengi
framan af eöa þar til á 12. mfn. en
þá komst Keflavík fyrst yfir eöa
36—25. Síöan skiptust liöin á um
aö leiöa leikinn en undir lok fyrri
hálfleiks komst Njarövík yfir og
haföi yfir í hálfleik 52—49.
Á níundu mínútu fyrri hálfleiks
kom Axel inn á hjá Keflavík og
breyttist þá leikur Keflvíkinga.
Einnig var áberandi kvað Jón Kr.
Gíslason var langt frá sinu besta
og til marks um þaö skoraöi hann
ekki nema 4 stig í fyrri hálfleik. En
UMFN 91
ÍBK 93
þess má geta aö Valur Ingimund-
arson gætti Jóns mjög vel. Brad
Miley var í miklu formi og hirti
ógrynni frákasta eins og venjulega.
Þaö var einnig nýlunda aö sjá yngri
leikmenn Njarövíkur byrja leikinn
en þeir stóöu sig allir mjög vel.
Seinni háifleikur byrjaöi meö því
aö liöin skiptust á um aö skora en
þá kom mjög góöur kafli hjá Njarö-
víkingum og komust þeir 10 stig
yfir eöa 66—56. En þá var eins og
Keflvíkingarnir vöknuöu og fóru aö
síga á og komust yfir á 12. mínútu
72—74 en Njarövík jafnar 74—74
og aftur sást á töflunni jafnt
76—76 en þá fór Keflavík aö síga
framúr og komst í 11 stiga forskot
eða 91—80. Þá breytti Njarövík
um varnartaktik og léku maöur á
mann og þegar 1 mín. og 50 sek.
voru eftir var staöan 84—93 fyrir
Keflavík, en Njarövtk tókst aö
minnka muninn í 2 stig og endaöi
leikurinn 91—93 fyrir Keflavík. Á
siöustu sekúndunum fékk Þor-
steinn Bjarnason 5. villuna og um
leiö tæknivillu. Bill Kottermann tók
tvö vítaköst en hitti bara úr ööru
og héldu Keflvíkingar boltanum
þar til flautað var til leiksloka.
Leikur þessi var mjög sveiflu-
kenndur, en baráttugleöi Keflavík-
uriiösins og frábær leikur Brads
Miley sérstaklega í fráköstum var
stór þáttur í aö þeir unnu þennan
leik. Mjög mikil villuvandræöi voru
hjá báðum liöum og var dómgæsla
• Vörn Valsmanna var stera
gegn ÍR.
Harðar Tuliníusar sérstaklega
furöuleg oft á tíöum þó ekki sé
meira sagt, en hún kom kannski
meira niöur á ööru liðinu en hinu.
Hinn dómarinn var Siguröur Valur
Halldórsson og stóö hann fyrir sínu
eins og vanalega.
Njarðvík:
Valur I. 29 stig
Bill K. 27 stig
Gunnar Þ. 12 stig
Ingimundur 3 stig
Sturla 11 stig
Árni L. 9 stig
Stjörnur:
Valur
Gunnar ★★
Árni L. ★★
Albert ★
Keflavík:
Brad Miley 21 stig
Axel N. 17 stig
Þorsteinn 21 stig
Björn V. 14 stig
Jón Kr. 8 stig
Óskar N. 6 stig
Einar St. 6 stig
Stjörnur:
Þorsteinn ★★
Axel ★
Björn V. ★
Einar St. ★
Árni Júlíusson
inn og KR-ingar náöu aftur átta
stiga forskoti þegar þrjár mínútur
voru til leiksloka. Þótt ÍR-ingar
sæktu hart á lokamínútum og Jón
Sigurösson, höfuöið í leik KR-inga,
væri farinn útaf meö fimm villur,
dugöi forskotiö KR-ingum.
Hjá KR var Stewart hálft liöiö og
átti hann stórgóöan leik. Jón
stjórnaöi spilinu og þegar hann var
hvíldur var liöiö eins og höfuölaus
her á vellinum. Pétur átti góöan
leik í vörn og sókn, þótt eflaust
heföi mátt nýta hann miklu meira
en gert var. Þá átti Kolbeinn góöa
spretti og spurning er hvort hann
hefði ekki átt aö fá aö spreyta sig
meira. ÍR-ingar eru allt annaö liö
en í byrjun mótsins, en létu sumir
mótlætiö of mikiö á sig fá aö þessu
sinni. Þegar á heildina er litiö voru
leikgæöin ekki alltof mikil þótt
góöir sprettir kæmu inn á milli hjá
báöum liöum. Þess á milli datt
leikurinn oft niöur.
Stig ÍR:
Pétur Guömundsson 22, Kolbeinn
Kristinsson 14, Kristinn Jörunds-
son 10, Hjörtur Oddsson 8, Hreinn
Þorkelsson 8, Gylfi Þorkelsson 4
og Jón Jörundsson 2.
Stig KR:
Stewart Johnson 33, Garðar Jó-
hannsson 10, Ágúst Líndal 10, Jón
Sigurösson 8, Kristján Rafnsson 4,
Páll Kolbeinsson 3 og Björn
Indriöason 2.
— ógás.
Næstu
leikir
• Næsti leikur í úrvalsdeildinni
fer fram á föstudaginn í Keflavík.
Þá leika heimamenn gegn Fram.
Leikurinn hefst klukkan 20.00.
Tveir leikir fara síöan fram
sunnudaginn 13. mars. Þá leika
Valur og KR og ÍR gegn UMFN.
Staðaní
úrvals-
deildinni
STAÐAN í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik er nú þessi:
Njarövík — Keflavík 91—93
Valur — Fram 78—68
KR — ÍR 70—68
Valur 18 13 5 1604—1440 24
Keflavík 18 13 5 1502—1495 24
Njarðvík 18 8 10 1474—1487 16
ÍR 18 7 11 1386—1429 14
KR 18 7 11 1504—1587 14
Fram 18 6 12 1542—1566 12
Nú eru aöeins sex leikir eftir í
deildinni og nokkuö víst er aö liö
Vals og ÍBK muni leika hreinan
úrslitaleik um íslandsmeistaratit-
ilinn. Yröi þaö góöur endir á
skemmtilegu móti. Þesair leikir
eru eftir:
Keflavík — Fram
Valur — KR
ÍR — Njarövík
Fram — ÍR
Njarðvík — KR
Valur — Keflavík
Stjörnuleikmenn
VALUR:
Torfi Magnússon ★ ★ ★
Kristján Agústsson ★ ★
Ríkharöur Hrafnkelsson FRAM: ★
Viöar Þorkelsson ★ ★
Þorvaldur Geirsson ÍR: ★ ★
Pétur Guómundsson ★ ★ ★
Kolbeinn Kristinsson ★ ★
Hjörtur Oddsson ★
Kristinn Jörundsson KR: ★
Jón Sigurösson ★ ★
Ágúst Líndal ★
GaröarJóhannsson ★