Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 35 Sinfónían tii Akureyrar Akureyri, 4. marz. EFTIR mikið japl og jaml og fuður er það nú loksins ákveðiö að Sin- fóníuhljómsveit íslands komi til Ak- ureyrar þann 12. marz og haldi hér eina tónleika í nýju íþróttahöllinni. Samningaviðræður um heimsóknina hafa staðið að undanförnu og hefur Akureyringum þótt sinfónían harður samningsaðili. Sett var upp leiga fyrir nýja íþróttahúsið, krónur 30 þúsund. Það þótti sínfóníumönnum há upphæð þótt þeir greiði krónur 39 þúsund fyrir Háskólabíó. Einnig þótti framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar það til baga í viðtali við Akureyrarblaðið Dag að þota Flugleiða fengist ekki þennan dag með hljómsveitina, og því þyrftu hljómsveitarmenn að fljúga með fjórum Fokkerum, hvernig svo sem það kemur kostnaði við ferð- ina eitthvað við. Þá var og mikið rætt um að tap kynni að verða á öllu ferðalaginu ef greiða þyrfti uppsetta húsa- leigu. Ekki er okkur hér á Akur- eyri kunnugt um hvenær það var ákveðið að ekki mætti efna til tónleika nema fyrirsjáanlegt væri að ekki yrði á þeim tap. Okkur hefur alltaf skilist að einhverja smápeninga þurfi að greiða úr opinberum sjóðum til þess að halda apparatinu gangandi, en það er kannski bara á meðan hljómsveitin leikur á hinu marg- umtalaða Stór-Reykjavíkursvæði En sem sagt hljómsveitin kem- ur 12. marz og leikur í nýju höll- inni. Mikið er gott að menningin lætur svo lítið að heimsækja okkur annað slagið hér norður eft- ir, jafnvel þótt það kunni nú að kosta eitthvað. G.Berg. Refur drap kind heima við húshorn Dýrbíta verdur vart á hverju ári ÁRIÐ 1981 voru veiddir 1.626 refir á landinu öllu samkvæmt upplýsing- um frá veiðistjóraembættinu, þar af var meira en helmingur yrðlingar eða 984. Þessi fjöldi er svipaður og árið áður. Flestir refírnir voru unnir á Norðurlandi, einnig voru margir unnir á Vestfjörðum. Árið 1981 var veiddur 4.361 mink- ur á landinu öllu og er það heldur minna en árið áður, en þá voru fíeiri minkar unnir en nokkurn tímann áður. Þetta sýnir að mati veiðistjóra að minkum hafí fjölgað síðustu árin en að refastofninn sé í jafnvægi. Þorvaldur Björnsson aðstoðar- maður veiðistjóra sagði í samtali við Mbl. að engin hætta virtist á því að refastofninum yrði útrýmt eins og sumir virtust halda, það sýndu svipaðar tölur veiddra refa frá ári til árs. Þorvaldur sagði að á hverju ári kæmu fram dýrbítar og hefði verið mikið um þá síðast- liðið vor. Þó væri ekki hægt að kenna refunum um það allt því þar kæmu einnig til hundar og fleiri dýr. Þorvaldur sagðist siðast hafa heyrt um dýrbít á Villinga- vatni í Grafningi, þar hefði kind verið drepin heima við húshorn um jólin og talsvert étið af henni á einni nóttu. Á árinu 1982 voru 26.129 varg- fuglar unnir með svefnlyfjum og skotum, þar af rúmlega 23 þúsund svartbakar og tæplega 3 þúsund hrafnar. Rúmur helmingur fugl- anna var unninn með skotum og tæplega helmingur með svefnlyfj- um. Hafís jókst mik- ið í febrúar HAFÍS í Grænlandssundi jókst all- mikið í febrúar og er útbreiðsla hans norður af Vestfjörðum og Norðurlandi nú í rúmu meðallagi miðað við árstíma. Kortið sýnir út- breiðslu og þéttleika um þessar mundir. ísjaðarinn var ákvarðaður við ískönnun Landhelgisgæslunnar 28. febrúar og ískönnun danskra ískönnunarmanna frá Narssarssuaq sem flugu um vesturhluta svæðisins daginn áður. Fjarlægð frá nokkrum stöðum hinn 28.2. var um það bil sem hér segir: 37 sjómílur norðvestur af Straumnesi, 24 sjómílur norður af Straumnesi, 40 sjómflur norð- ur af Horni og 75 sjómílur norður af Skagatá. Miðvikudaginn 2. mars hafði ísraninn í grennd við Kolbeinsey færst austur, sam- kvæmt athugun frá skipi, segir í frétt frá hafísrannsóknadeild Veðurstofunnar. Fer inn á lang flest heimili landsins! Vonandi þekkir þú áfengisvandann aðeins af afspurn. En þá ert þú líka í hópi hinna heppnu. Hér er nefnilega um að ræða stærsta vandann sem við eigum við að glíma á sviði heil- brigðis- og félagsmála. Tugþúsundir íslendinga eru staddir á einhverju þrepi áfengissýki sem ógnar heilsu þeirra, ástvinum og fjölskyldu. Af þeim sökum grúfir skuggi spennu og kvíða yfir þúsundum vinnustaða og heimila. A.m.k. helmingur þjóðarinnar horfir upp á þennan vanda. Þess vegna er nú kallað á þjóðarátak til að reisa nýja sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog í Reykjavík. Hún verður opinn öllum þeim sem vilja slíta sig úr fjötrum áfengis og fíkniefna. Látum okkur varða líf náungans. Undirritum og sendum gjafabréf SÁÁ. Vínnufélaginn eða annar góður vinur ? Alkóhólisminn er allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.