Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 41 Gengur illa hjá snillingunun — en Keegan nældi Kn í nrAn + Enska knattspyrnan á sér marga vini hér á landi. Áhuga- mcnn íslenskir vita að í 2. deild- inni ensku leika tveir geysilega snjallir knattspyrnumenn, sem fyrir fáum árum hrepptu titilinn knattspyrnumaöur Evrópu. Það eru þeir Allan Simonsen frá Danmörku, sem leikur með Charl- ton og Kevin Keegan, fyrrum enski landsliðsfyrirliðinn sem leik- ur með Newcastle. Gengi liða þeirra hefur verið fremur keimlíkt í vetur og návist þeirra og framlög hafa ekki orð- ið til þess að rífa liðin upp úr miðlungsmollunni í 2. deild. Á efri myndinni af Simonsen fylg- ist hann með liði Charlton ásamt forráðamönnum félagsins og mætti ætla að hann hafi séð áferðarfallegri knattspyrnu á ævinni, a.m.k. ef marka má svip- inn. Á stærri myndinni er hann kominn í slaginn, en svipurinn bendir til að erfiðleikarnir séu hinir sömu. Bæði Keegan og Simonsen hafa leikið manna best í slöpp- um liðum sínum og báðir skorað mikið af mörkum. Keegan fékk þó smá sárabót á dögunum, er hann var kallaður til konungs- hallarinnar þar sem hann þáði OBE-orðuna bresku úr hönskum klæddum höndum drottningar- innar. Keegan er hér á mynd í sínu flottasta taui og einhvern veginn hefur hann skorðað pípu- hattinn ofan á krullaðan lubb- ann. Dóttirin Laure Jane og frú- in Jean voru með í leiðangrinum. fólk í fréttum COSPER — Eg ætla að sækja um einkaleyfi á nýja hænsna- fóðrinu mínu. + Ennþá einu sinni hefur Paul IVlcCartney borið til baka allt tal um að þau Linda væru að skílja. „Við erum saman öllum stundum og er- um nýkomin til London til að spila saman inn á plötu. Okkur þykir innilega vænt hvoru um annað,“ segir Paul, scm þráast við að mæta fyrir rétti í Berlín í næstu viku en þar stendur til að sanna, að hann sé faðir tvítugrar Berlín- arstúlku. mwmmmmm Hin frábæra CONNIE BRYAN frá Jamaica leikur á Holt- inu öll kvöld. Komið og hlustið á Ijúfan hljóðfæra- leikara eins og hann gerist beztur. Connie kemur öll- um í gott skap. ATH. barinn er aðeins opinn fyrir matar- og hótelgesti. Notaðar vinnuvélar til sölu Case 1150 C jaröýta með rífkló árg. 1978. Komatsu D 45 A jarðýta með rifkló árg. 1981: Komastu FD 30 lyftari með húsi og snúningsbúnaöi árg. 1981. HINO KB 422 vörubifreiö árg. 1979. Allar nánari upplýsingar veitir sölumaður Véladeildar BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 Listamenn Ertu að breyta, bæta eða byggja? Við eigum ávallt fyrirliggjandi fyrir þig úrval af kverk- og gólfíistum. Auk þess bjóðum við t.d. smíðavið, mókavið, spónaplötur, krossvið, \ Oregon-pine, fánastangir, glerfalslista og m.fí. Munið að við erum listamenn í timbursölunni. Við eigum avallt fyrirliggjandi mótavið, spónaplötur, krossvið, Mýrargötu 2 - sími 10123

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.