Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
Stjórnarskrárnefnd um formannafrumvarpið:
Mælir einróma
með samþykkt
Sáttafrumvarp, sagði Matthías Bjarnason
MATTHÍAS BJARNASON (S) mælti fyrir nefndaráliti stjórnarskrárnefndar neðri deildar
Alþingis í gær, er frumvarp flokksformanna um kjördæmamál kom úr nefnd til annarrar
umræðu. Nefndarmenn, sjö talsins, Matthías Bjarnson (S), Birgir ísleifur Gunnarsson (S),
Jóhann Einvarðsson (F), Magnús H. Magnússon (A), Matthías Á. Mathiesen (S), Ragnar
Arnalds (Abl) og Páll Pétursson (F), mæla einróma með því að frumvarpið verði samþykkt —
með einni breytingartillögu.
Breytingartillagan hljóðar
svo: „Kosningarétt við kosn-
ingar til Alþingis hafa allir sem
eru 18 ára og eldri þegar kosn-
ing fer fram og hafa íslenzkan
ríkisborgararétt. Lögheimili á
íslandi þegar kosning fer fram
er einnig skilyrði kosningarétt-
ar, nema undantekningar frá
þeirri reglu verði ákveðnar í
lögum um kosningar til Alþing-
is. Nánari reglur um kosningar
til Alþingis skulu settar í kosn-
ingalögum."
Matthías lagði áherzlu á það
meginatriði, að sem breiðust
samstaða næðist um þær breyt-
ingar, sem gerðar væru á
stjórnarskrárákvæðum og kjör-
dæmamálum. Víst er, sagði
Matthías efnislega, að þéttbýl-
isbúar telja hér of skammt
gengið en strjálbýlisbúar, sum-
ir hverjir, of langt í átt til fulls
jafnvægis atkvæða, án tillits til
búsetu, en frá sjónarhóli hinna
síðarnefndu tengjast önnur
misvægisatriði málinu. Hér er
leiðrétt, og ríflega það, mis-
vægi, sem til hefur orðið frá
síðustu kjördæmabreytingu
1959, og um það hefur náðst
breið samstaða þingflokka, þó
ekki sé allur þingheimur á einu
máli. Rangt væri, sagði Matthí-
as, að efna til ófriðar milli
þéttbýlis og strjálbýlis, nóg er
samt sundrungin í þjóðfélag-
inu, og fagna ber því, að hér er
stigið sáttaskref, sem mikill
meirihluti þings og þjóðar virð-
ist sætta sig við.
Kjósendum hefur fjölgað um
50% frá 1959. Fjölgun þing-
manna um 3, eða 5% frá 1959,
er ekki stórt mál, ef þann veg
má ná markmiðum, sem leið-
rétta misvægi atkvæða frá 1959
á þann hátt sem samkomulag
er um. Bankastarfsmenn vóru
897 árið 1963, sagði Matthías, en
vóru 2537 árið 1980 (og hefur
fjölgað vel síðan). Þetta er
183% fjölgun. Opinberir starfs-
menn, sem vóru 4752 árið 1963,
töldust hinsvegar 9651 árið
1980 (og eitthvað hefur bætzt
við síðan), og eru þá hvorki
starfsmenn sveitarfélaga né
heilbrigðiskerfis með í tölunni.
Þetta er fjölgun um 127%.
Fleiri dæmi mætti til tína, en
þetta ætti að nægja til að sýna
fram á, að fjölgun þingmanna
um 3 á tæpum aldarfjórðungi
getur naumast talizt það al-
varleg, að útiloka megi sæmi-
lega sátt í þessu mikilvæga en
viðkvæma máli.
Sáttur að kalla
PÁLL PÉTURSSON (F) lýsti
stuðningi við frumvarpið með
þeirri breytingartillögu sem
Matthías hefði gert grein fyrir,
þ.á m. fjölgun þingmanna um
þrjá og lækkun kosningaaldurs
í 18 ár. Sá stuðningur næði
hinsvegar ekki til draga að
frumvarpi að kosningalögum,
sem væri í greinargerð, þar um
yrði nýtt þing að fjalla og af-
greiða. Hann þakkað sam-
nefndarmönnum í stjórnar-
skrárnefnd sáttfús vinnubrögð
og Matthíasi Bjarnasyni rögg-
sama verkstjórn í nefndinni.
Páll lýsti andstöðu við tvennar
kosningar 1983, nær væri að
taka til við efnahagsmálin
strax eftir aprílkosningar.
Sjálfvirkar leiðréttingar-
reglur nauðsynlegar
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON (A) mælti
fyrir breytingartillögum, sem
hann flytur ásamt Jóhönnu
Sigurðardóttir (A). Þær fela
í Kaupmannahöfn
F/EST
IBLADASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
Q
í athugun að útvega
skip í stað Grettis
ÓLÍKLEGT er taliö að unnt veröi
aö bjarga dýpkunarskipinu Gretti,
sem sökk í síöustu viku, og er nú
unniö aö athugun á því hvort hægt
sé að útvega nýtt skip í stað Grett-
is, að því er fram kom í máli
Steingríms Hermannssonar (F),
samgönguráöherra, þegar hann
svaraöi fyrirspurn utan dagskrár
frá Eiði Guðnasyni (A) á Alþingi í
gær. Eiður spurðist fyrir um hvort
talið væri að hægt yrði að bjarga
skipinu, um áhrif skipstapans á
hafnarframkvæmdir, um hugsan-
legt fækkun starfsmanna og um
hvort gerðar yrðu ráðstafanir til
að útvega nýtt skip.
Steingrímur Hermannsson
nefndi ennfremur í svari sínu,
að í sumar hefðu verið fyrirhug-
aðar dýpkunarframkvæmdir á
Húsavík, Stöðvarfirði, Breið-
dalsvík, Sandgerði, Grindavík
og Hafnarfirði og hefði verið
áformað að taka um 47 þúsund
rúmmetra af jarðvegi úr höfn-
unum, en áætlaður kostnaður
við þessar framkvæmdir hefði
numið rúmum 11 milljónum
króna. Steingrímur sagði að ef
ekki tækist að finna nýtt dýpk-
unarskip í stað Grettis yrði að
líkindum um verulega fækkun
starfsmanna áhaldahúss Vita-
og hafnarmálastjórnar að ræða,
en þar störfuðu nú 33 menn.
Djóst væri að ef ekki fengist
nýtt skip, þá yrði áhaldahúsið
ekki starfrækt í núverandi
mynd.
Kjartan Jóhannsson (A)
sagði við umræðurnar að ekki
færi á milli mála að allt yrði að
gera sem unnt væri til að út-
vega dýpkunarskip í stað Grett-
is, til að vinna að þeim verkefn-
um sem Grettir átti að sinna í
sumar. Það gæti haft afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir fyrr-
greinda staði ef svo yrði ekki.
þrennt í sér efnislega: að þing-
menn verði áfram 60, að skipt-
ing þingsæta milli kjördæma
verði ákveðin í kosningalögum,
að skýrar verði kveðið á í orða-
lagi um að þingflokkar fái þing-
sæti í samræmi við kjörfylgi.
Jón kvað fjölgun þingmanna
mjög litla, og væri það árangur
mótmælaöldu sem hefði risið.
Rangt væri að binda misvægi
atkvæða í stjórnskipunarlög,
eins og að væri stefnt, þvert á
móti þyrfti að taka upp sjálf-
virkar leiðréttingarreglur með
hliðsjón af búsetubreytingum,
eins og tíðkuðust í flestum lýð-
ræðisríkjum. Illskárra væri að
hafa þetta misvægi í kosninga-
lögum. Það væri spor til sátta í
málinu að færa þetta ákvæði úr
stjórnarskrárfrumvarpi yfir í
drög að frumvarpi um breyt-
ingar á kosningalögum. Hann
lagði og áherzlu á að gera land-
ið allt að einu kjördæmi. Efna-
hagslegan aðstöðumun hvorki
má né á að nýta sem afsökun
fyrir misvægi í mannréttind-
um.
Breytingartillögur Vilmundar
VILMUNDUR GYLFASON
(BJ) gerði grein fyrir breyt-
ingartillögum við frumvarpið:
1) „Fastanefndir Alþingis hafi
rétt til að heimta hvers konar
skýrslur, bæði af embættis-
mönnum og einstökum mönn-
um. Fundir nefnda Alþingis
skulu haldnir í heyranda
hljóði"; 2) „Löggjafarvald og
framkvæmdavald skal aðskil-
ið.Alþingismenn setja lög og
hafa eftirlit með framkvæmd
laga, en er óheimilt að vinna
umboðsstörf hjá framkvæmda-
valdinu og stofnunum þess“; 3)
„Ráðherrar eiga ekki atkvæð-
isrétt á Alþingi"; 4) „Við kosn-
ingar til Alþingis skal kjósandi
eiga þess kost að merkja við
listabókstaf eða einstakling,
eða einstaklinga á listum, allt
upp í tölu kjörinna alþingis-
manna í viðkomandi kjördæmi.
Nánari ákvæði um þessa kosn-
ingatilhögun skulu sett í kosn-
ingalögum."
Vilmundur gagnrýndi harð-
lega að ekki var orðið við til-
mælum hans um að útvarpa
annarri umræðu um þetta mál í
Þingdeildinni, svo alþjóð gæfi á
að heyra.
Þingsályktun og lagafrumvarp:
Aðflutningsgjöld af tækjum
til vísinda-, mennta- og
menningarmála felld niður
Sjúkranuddstofa
Hilke Hubert
Hverfisgötu 39
Lymphdrainage — heitir leirbakstrar
partanudd — heilnudd — sólarhiminn.
Stakir tímar eöa 10 tíma afsláttarkúrar.
Sími 13680 kl. 14—18.
hitalampi —
LÓGÐ hefur verið fram á Alþingi
þingsályktunartillaga um staðfest-
ingu á aðild íslands að alþjóða-
sáttmála um niðurfellingu að-
flutningsgjalda af varningi til
mennta-, vísinda- og menningar-
mála, svonefndan Flórens-
sáttmála UNESCO, en án við-
aukabókunar sáttmálans. Jafn-
framt þessu verði gerðar nauð-
synlegar breytingar á lögum um
tollskrá.
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Friðrik Sophusson al-
þingismaður, en meðflutn-
ingsmenn eru þeir Stefán
Jónsson, Stefán Valgeirsson,
Karl Steinar Guðnason, Egill
Jónsson, Guðmundur Karlsson
og Guðmundur G. Þórarinsson.
Einnig hefur verið lagt fram
lagafrumvarp af þingmönnum í
efri deild, um breytingar á lög-
um um tollskrá o.fl. Er þar um
að ræða þær breytingar sem
boðaðar eru í þingsályktunar-
tillögunni.
Fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins er Stefán Jónsson, en
meðflutningsmenn eru þeir
Egill Jónsson, Guðmundur
Karlsson og Karl Steinar
Guðnason.
Frumvarpið kveður á um að
opnaðar verði í tillögum heim-
ildir til að ísland geti uppfyllt
öll meginatriði sáttmála
UNESCO um niðurfellingu að-
flutningsgjalda af tækjum og
búnaði til vísinda-, mennta- og
menningarmála. Hljóðar til-
lögugreinin upp á að felld skuli
niður eða endurgreidd gjöld af
vísindatækjum og búnaði, sem
ætlaður er til notkunar hjá við-
urkenndum rannsóknaraðilum.