Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
Háhyrningnum komið fyrir í „rúminu".
Morgunblaðið/Emiifa. Annar háhyrningurinn hífður um borð í Boeing-þotu Flugleiða á Keflavík-
urflugvellf.
Tveir af fimm háhyrningum komn-
ir heilu og höldnu til Frakklands
TVEIR háhyrninganna fimm, sem undanfarna mánuði hafa verið í Sæ-
dýrasafninu sunnan Hafnarfjarðar, voru á sunnudag fluttir flugleiðis með
Flugleiðaþotu til Frakklands. Háhyrningarnir voru fyrst fluttir með vöru-
bifreiðum til Keflavíkurflugvallar og tókst allt ferðalagið með ágætum.
í Sædýrasafninu hafa háhyrn-
ingarnir verið geymdir í tveimur
stórum laugum eða kerjum, yfir-
byggðum. Virðist hafa farið vel
um þá þar í vetur og eru þeir vel
á sig komnir nú, er eir flytjast til
suðlægari heimkynna. Háhyrn-
ingarnir voru þannig teknir úr
laugunum á sunnudaginn, að
fjórir menn fóru niður í vatnið
til þeirra og létu dýrin synda inn
í sérstök burðarrúm, með götum
fyrir ugga og þannig úr garði
gerð að dýrin eiga tiltölulega
auðvelt með öndun. Þá var „rúm-
ið“ híft upp úr lauginni og yfir á
vörubílspall, sem síðan flutti þá
sitt í hvoru lagi til Keflavíkur.
Fulltrúar kaupenda ytra voru
viðstaddir, og þeir ásamt starfs-
mönnum Sædýrasafnsins gættu
þess að vel færi um háhyrn-
ingana. Borin var feiti á skrokk
þeirra til að verja þá þurrki, ís
Hér er háhyrningurinn annar kom-
inn út úr húsinu og er látinn síga í
rólunni niður á vörubflspallinn.
var hafður við hendina til kæl-
ingar, og þeim gefin róandu lyf
ef taka bæri á hræðslu á leiðinni.
Enginn vandamál komu upp
við flutningana alla leið á
áfangastað, og munu dýrin tvö
vera við bestu heilsu nú eftir
ferðalagið, að sögn Jóns Kr.
Gunnarssonar í Sædýrasafninu.
Hann sagði að dýrin er nú fóru
utan hefðu verið á aldrinum
tveggja til fjögurra ára, 3,90 og
4,60 metrar á lengd. Þau væru
númer 31 og 32 þeirra dýra sem
seld hefðu verið frá safninu frá
upphafi. Háhyrningarnir þrír
sem eftir eru verða væntanlega
fluttir utan eftir þrjár til fjórar
vikur.
47
Dr. Jakob Jónsson
Fyrirlestur um
kímni í guð-
spjöllunum
DR. JAKOB Jónsson heldur tvo
opinbera fyrirlestra í guðfræðideild
Háskóla íslands þriðjudaginn 8. og
miðvikudaginn 9. mars. Fyrri fyrir-
lesturinn nefnist: Um kímni rabbín-
anna. Síðari fyrirlesturinn nefnist:
Kímnin í guðspjöllunum.
Báðir fyrirlestrarnir verða
haldnir í fimmtu kennslustofu í
aðalbyggingu háskólans (2. hæð,
suðurgangi) og hefjast kl. 10.15.
öllum er heimill aðgangur.
Lögreglukórinn
f FRETT í Morgunblaðinu á sunnu-
dag, þar sem skýrt var frá árshátíð
lífeyrisþega BSRB, sem verður í dag,
var sagt að Þjóðleikhúskórinn
myndi syngja.
Þar var um misritun að ræða,
átti að standa Lögreglukórinn.
Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar á þessu mishermi.
M t *, ) , * . \ | 1 t 8 , V4 ? v i; ;
4 f
: 'W \ I • %
IJ j w %
]a'í
fr Im ...
dn af þdm aDra bestu
Rimini á Ítalíu er einhver vinsœlasti
sumarleyíisstaður sem völ er á. Þangað
ílykkjast íslendingar í stórum stíl, slaka á í
langþráðu sumarleyíi við hreina og fallega
ströndina og njóta þess á milli fjölbreytts
skemmtanalífs, fróðlegra skoðunarferða og
stuttra verslunarleiðangra um nágrennið.
Fyrir fjölskyldufólk er Rimini hrein gullnáma.
Börn og fullorðnir finna þar endalaus
viðíangseíni við sitt hœfi og auðvitað
sameinast fjölskyldan í leikjum, skemmtun-
um og íjörlegum uppátœkjum sem einmitt
einkenna svo mjög mannlíf þessara hressilegu
sólarstrandar. Og nú býður Samvinnuíerðir-
Landsýn að auki upp á sérstakan barnafar-
arstjóra sem sér um að yngstu ferðalang-
arnir hafi alltaf nóg við að vera.
-J'v
r
"ár
Adrlatlc Rlvlera of
Emllia - Romagna | Italy )
Rimini
Ricckxie
Cattolica
Cesenatico
Gatteo a Mare
San Mauro a Mare
Misano Adriatico
Lidi di Comacchio
Savignano a Mare
Bellaria - Igea Marina
Cervia - Milano Marlttima
Ravenna e le Sue Marine
Eitthvað
• veitingahus
• skemmtistaðir
• næturklúbbar
• diskótek
• leikvellir
• sundlaugar
• hjólaskautavellir
• minigolfvellir
• skemmtigarðar
• Tívolí
• útimarkaður
• stórmarkaðir
• þúsundir verslana
• o.fl. o.fl.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899