Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 SIEMENS — vegna gæðanna Vönduð ryksuga með still- ’ anlegum sogkrafti, 1000 watta mótor, sjálfinndreginni ' snúru og frábærum fylgi- ^ hlutum. “ w . Siemens-SUPER — öflug og fjölhæf. SMITH & NORLAND HF., NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. ECHDANDTHE BUNNYMEN porcu; PRAMSÆKIN TONLIST I HÆSTA GÆÐAFLOKKI KARNABÆR HLJOMPIÖTUOCILO Öxarfjörður: Rækjuveiðar hafnar að nýju Kópaskeri, 27. febrúar. ÞANN 7. febrúar hófust að nýju rækjuveiðar í Öxarfirði. Það er vél- báturinn Þorsteinn frá Raufarhöfn, um 50 lesta bátur, sem stundar þess- ar veiðar. Veiðarnar hafa gengið vel, og í dag eru komin á land um 23 tonn. Rækjan er mjög stór og góð. Vinnsla aflans fer fram hjá Sæblik hf. á Kópaskeri, og er afkastageta verksmiðjunnar um 2 tonn á dag, miðað við átta tíma vinnu. Talsverður hluti aflans hefur verið soðinn niður, og er það nýj- ung hér, en meiningin er að sjóða alla rækju niður sem unnin verður hjá verksmiðjunni, enda talið að 50—60% verðmætaaukning skap- ist við niðursuðuna. 15 manns vinna nú að rækjuvinnslunni svo atvinnuástand er nokkuð gott. Tryggvi Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um hækkun landbúnaöarvara: Hefur að sjálfsögðu slæm áhrif á kaupmáttinn „ÞAÐ er Ijóst að launafólk verður eins og venjulega að bera þessar hækkanir á landbúnaðarvörum í þrjá mánuði, þar sem þær koma ekki inn (reiknaða vísitölu fyrir en í júlf. Þessi mikla hækkun sem þama verður hefur að sjálfsögðu slæm áhrif á kaupmáttinn," sagði Asmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, er hann var spurður álits á hækkun landbúnaðar- vara um 20-44%. Ásmundur sagði ennfremur: „Eg hef nú satt að segja ekki haft að- stöðu til að skoða forsendur þessarar hækkunar og get því ekki fullkom- lega metið þær. Hins vegar sýnist mér í fljótu bragði að þarna sé að venju vélrænn framreikningur á kostnaðarliðum, eins og þeir koma út í því kerfi sem þarna er stuðst við. Það má kannski minna á það, að þegar ríkisstjórnin ákvað á sínum tíma að skipa nefnd til þess að fjalla um endurskoðun á vísitölukerfinu var gefin yfirlýsing um það að verð- lagning landbúnaðarvara, svo og fiskverðs, skyldi tekin sérstaklega fyrir. Ég veit ekki til þess að neinar ráðstafanir hafi verið gerðar til að fylgja þeirri yfirlýsinga eftir." Allt í veizluna hjá okkur Kjörorð okkar er: góða veizlu gjöra skal ... Verðlagsþróun sem hvorki er hagstæð fyrir fram- leiðandann né neytandann VEIZLUELDHÚSIÐ Álfheimum 74, Glæsibæ, sími 86220 kl. 13.00—17.00. KALT BORÐ — HEITT BORÐ KÖKUBORÐ ----------- Á VEIZLUBORÐIÐ ----------------- Roast Beef Reyktur lax Nýr lax Hamborgarhryggur Síldarréttir Kjúklingar Grísasteik Lambasteik Salöt Skinka Hangikjöt Sósur Graflax Brauö — smjör — brauð — snitfur — pinnamatur — kjöt — fiskur — ostar Rjómatertur — marsipantertur — kransakókur — segir Ingi Tryggvason um hækkanir á landbúnaðarafurðum „ÞESSI hækkun endur.speglar þá verö- lag.sþróun sem á sér stað í þjóðfélaginu og hún er hvorki æskileg fyrir fram- leiðandann né neytandann. Við erum með kerfi ( verðlagningu landbúnaö- arvara, sem byggist á því að bændur fái samsvarandi hækkun á kaupi sínu og tekjum eins og aðrar stéttir ( þjóð- félaginu. Við, sem verðleggjum vörurn- ar erum því ekki að gera annað en framfylgja þeim lögum og reyna eftir því sem við getum að gæta hagsmuna þessarar stéttar," sagði Ingi Tryggva- son formaður Stéttarsambands bænda og fulltrúi bænda ( sexmannanefnd sem ákveður verð landbúnaðarafurða, aðspurður um hækkun landbúnaðaraf- urða, en eins og komið hefur fram í fréttum hækkuðu þær um 20-44% nú um mánaðamótin. Ingi sagði einnig: „Okkur er mjög vel ljóst, að sífelldar verðhækkanir á landbúnaðarvörum, og ekki sízt þeg- ar hún er meiri að prósentutölu til neytenda heldur en kaupgjalds- hækkanir, eins og hér verður á niðurgreiddum vörum hefur auðvit- að óhagstæð áhrif á markaðinn og við erum ekki þarna í neinum kaup- hækkanaleik, heldur erum við ein- göngu að vinna okkar verk.“ Ingi sagði að þær vörur sem nytu mestrar niðurgreiðslu úr rikissjóði hækkuðu mest. Hann kvað skýring- una á því, að þessi hækkun væri mun hærri en kaupgjaldshækkun, vera að inn í útreikningana á kaupgjaldslið bóndans kæmu þær hækkanir sem orðið hefðu frá 1. desember sl. þ.e. 2,2% orlofshækkun, aldursflokks- hækkun, sem metin væri á 1,3%, auk tæplega 15% kauphækkunar 1. mars. Þar fyrir utan væru hækkanir á rekstrarliðum, sem reiknaðir væru hjá Hagstofu Islands, einnig hækk- anir á vinnslu- og dreifingarkostnaði o.fl. Kemur hræðilega niður á þeim sem sízt skyldi — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir um hækkanir á landbúnaðarvörum „ÞETTA kemur hræðilega niður á þeim sem sízt skyldi, barnafjölskyld- um og öldruðu fólki, þó það reyndar komi einnig niður á öllum almenn- ingi,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir, formaður verkakvennafélagsins Sóknar, er Mbl. spurði hana álits á hækkunum á landbúnaðarafurðum. Aðalheiður sagði einnig: „Þetta er ekki nema það sem við gátum átt von á í kjölfar vísitöluhækkunarinn- ar, þar sem niðurgreiðslur eru ekki auknar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.