Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 39
Guðmundur Jónsson heiðraður Sunnudaginn 27. febrúar var fertue- asta og jafnframt síðasta sýning Is- lensku óperunnar á óperunni Töfra- flautunni eftir W.A. Mozart. Húsfvllir var og sýningunni mjög vel tekið. í sýningarlok kvaddi Garðar Cort- es sér hljóðs og kvað það illt að þurfa að hætta sýningum fyrir fullu húsi. Hann kvað ástæðu þess vera þá að Lydia Ruecklinger, söngkonan unga sem sungið hefur hlutverk Nætur- drottningarinnar, og stjórnandinn Marc Traude þurftu að hverfa af landi brott til annarra starfa. Þakk- aði hann þeim fyrir þeirra hlut í þvf að gera veg þessarar sýningar jafn mikinn og raun varð á. Því næst sagði Garðar: I febrúar síðastliðnum voru liðin fjörutíu ár frá því Guð- mundur Jónsson hóf söngferil sinn. Það var einmitt hérna í Gamlabíói í Árstíðunum eftir Hyden. Þar voru einsöngvarar með Guðmundi: Guð- rún Ágústsdóttir og Daníel Þor- kelsson. Söngfélagið Harpan, Hljóm- sveit Reykjavíkur og stjórnandi var dr. Robert Abraham Ottósson. Garð- ar kvað ekki ástæðu til að rekja feril Guðmundar í smáatriðum en ein- kennilegt væri og jafnframt ánægju- legt að á 39. söngári hefði Guðmund- ur unnið einn af sfnum stærstu sigr- um á óperusviði sem var sl. vor í Silkitrommunni. Garðar þakkaði honum framlag hans til íslenskrar sönglistar og kvaðst vonast til að við mættum eiga hann að sem lengst. Guðmundi voru síðan færð blóm og hylltu áhorfendur Guðmund lengi og innilega. Guðmundur sté að lokum fram og þakkaði fyrir sig og gat þess jafn- framt að hann gleddist yfir því að sjá að til væru söngvarar í landinu til þess að taka við af gömlu hross- unum, eins og hann komst að orði. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 FÍNT SKAL ÞÞÐVERA FRA KODAK ÞÚVELUR GLANSH MA3TH ÁFERÐ Á KODAK MYNDIRNÁR ÞÍNÁR! K O) [■ HANS PETERSEN HF UMBODSMENN UM LAND ALLT MAROCCO Island — Marocco alla þriöjudaga Fjöldi úrvals hótela í Tangier, Casablanca, Marra- kech og Agadir, — einnig leiguíbúðir og smáhýsi. Tveggja vikna ferö kostar frá kr. 14.500. Leigubílar á sanngjörnu veröi — hvarvetna í landinu. Pantiö meö góöum fyrirvara. A Fer&ash.riistoían líaiandi Vesturgata 4, sími 17445. BENIDORM ELDRI BORGARA 13. APRÍL: Sérstaklega þægileg ferð fyrir eldriborgara í fylgd hjúkrunarfræðings. Dvalið í góðum íbúð- um eða á hótelum meó fæði. Vorið er sannar- lega komió á þessum tíma og hitinn ákaflega þægilegur. Brottför 13. apríl. heimkoma 11. mai (28 dagar) Verð frá 12.900 í Ibúðum. Fjögurra vikna ferð fyrir þriggja vikna verð. SUMARÁÆTLUN: Alls verða farnar níu ferðir til BENIDORM i sum- ar, flogið er í beinu leiguflugi. Lengd ferða er 3 vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eða hótel og mismunandi verðflokkar. Gerið sjálf- stæðan samanburó á verði og greiðslukjörum Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl 11 maí, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst 14 sept. 5. okt. BEINT DAGFLUG BHHT PflGfUIG ISOUKIMH) A I 'i i11 Jii i/i 'i i PÁSKAFERÐ 30. MARZ: Eins og áóur býður FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa vinsælu ferð á suðurströnd Spánar til borgar- innar BENIDORM. Þaó vorar snemma á Hvítu ströndinni og meðalhitinn á þessum árstíma er um 24 stig. Vegna hins þægilega loftslags og vorhlýinda nýtur þessi staður mikilla vinsælda Evrópubúa sem stytta veturinn með dvöl um Páskana á BENIDORM ströndinni. Njótið þess í fimmtán daga ferð 30. marz. Dvalið í íbúðum eða hótelum með fæði. Verð frá: 11.900 I Ibúðum. Dagflug PANTIÐ TÍMANLEGA FERÐAMIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.