Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö.
Ótvíræður sigur
Frá blaðamannafundinum sem samgönguráðuneytið efndi til í gær, í tilefni af umræðum fulltrúa gænlensku
heimastjórnarinnar og íslenska samgönguráðuneytisins um möguieika á bættum flugsamgöngum milli landanna.
Morgunblaðið/ RAX
Viðræður Grænlendinga og íslendinga um bættar flugsamgöngur:
Þrír möguleikar ræddir
— engin ákvörðun tekin
SVO SEM kunnugt er ákvað SAS-flugfélagið við gildistöku síðustu vetrará-
ætlunar að hætta millilendingum á íslandi á flugleiðinni á milli Kaupmanna-
hafnar og Grænlands. Þessi ákvörðun SAS bitnar eðlilega illa á samskiptum
íslendinga og Grænlendinga, og hafa fulltrúar beggja landanna lýst yfir
áhuga sínum að gera bragarbót á þessu samgönguleysi. Um helgina komu
hingað til lands fulltrúar grænlensku heimastjórnarinnar og ræddu þeir í
gærmorgun við ísienska ráðamenn um möguleika á bættum flugsamgöngum
Hægri flokkarnir í Vest-
ur-Þýskalandi, Kristilegi
demókrataflokkurinn og
Kristilega sósíalsambandið,
unnu ótvíræðan sigur í þing-
kosningunum á sunnudag.
Höfuðandstæðingar þeirra,
jafnaðarmenn, fengu minnsta
fylgi sem þeir hafa hlotið í
þingkosningum í yfir 20 ár og
fóru niður fyrir 40% markið.
Frjálsir demókratar töpuðu
fylgi en þurrkuðust ekki út af
sambandsþinginu í Bonn, eins
og ýmsir höfðu spáð og græn-
ingjarnir skriðu yfir 5%
þröskuldinn og fengu í fyrsta
sinn fulltrúa á þinginu í
Bonn.
Ríkisstjórn jafnaðarmanna
og frjálsra demókrata, sem
setið hafði að völdum í 13 ár,
sprakk í október síðastliðnum
vegna ágreinings um leiðir í
efnahagsmálum. Þau öfl með-
al frjálsra demókrata sem
vildu minnka hlut ríkisins í
efnahagslífinu undu því ekki
lengur að styðja skattheimtu-
og ríkisafskiptastefnu jafn-
aðarmanna. Greinilegt er að
kjósendur hafa áttað sig á því
að oftrú jafnaðarmanna á
getu ríkisins í atvinnu- og
efnahagsmálum væri ekki til
þess fallin að bæta hag lands
og þjóðar. í kosningunum
fengu andstæðingar ríkis-
afskiþta og meiri skattheimtu
umboð til að stjórna Vestur-
Þýskalandi næstu fjögur ár.
Á sunnudaginn gerðist það
einnig í sveitarstjórnarkosn-
ingum í Frakklandi, að jafn-
aðarmenn og kommúnistar,
talsmenn ríkishítarinnar,
biðu verulegan ósigur.
En út á við hafa ólík við-
horf stóru þýsku flokkanna til
þeirrar áætlunar NATO að
koma meðallangdrægum,
bandarískum kjarnorkueld-
flaugum fyrir í Vestur-Þýska-
landi, og fjórum öðrum
V-Evrópulöndum, vakið
mesta athygli. Kristilegir
demókratar hafa lagt á það
höfuðáherslu að þeir hiki ekki
við að koma slíkum eldflaug-
um fyrir í Vestur-Þýskalandi
náist ekki samkomulag um að
fjarlægja allar meðallang-
drægar eldflaugar Sov-
étmanna sem ógna Vestur-
Evrópu. Þótt Helmut
Schmidt, fyrrum kanslari og
leiðtogi þýskra jafnaðar-
manna, hafi verið einn af höf-
undum þeirrar stefnu sem
NATO og kristilegir demó-
kratar fylgja í þessu máli,
hefur jafnðarmannaflokkur-
inn stigið skref í átt til sov-
éskra viðhorfa í eldflauga-
málinu í kosningabaráttunni.
Sovétmenn beittu áróðurs-
mætti sínum eftir bestu getu
gegn kristilegum demókröt-
um. Með þennan ágreining
stóru flokkanna í huga er
traustvekjandi fyrir lýðræð-
isríkin að kristilegir deóm-
kratar unnu jafn góðan sigur
og raun ber vitni. Eldflauga-
stefna NATO hefur hlotið
stuðning í almennum kosn-
ingum og Sovétmenn sjá að
tilraunir þeirra til að misnota
opin stjórnkerfi Vesturlanda
sér í hag bera ekki þann
árangur sem þeir vænta. Von-
andi draga jafnaðarmenn á
Vesturlöndum einnig rétta
niðurstöðu af þessum úrslit-
um og hætta daðri sínu við
sovéska hernaðarhagsmuni í
nafni friðar.
Úrslitin í V-Þýskalandi
verða til þess að treysta sam-
stöðuna innan Atlantshafs-
bandalagsins og tengslin milli
Þýskalands og Bandaríkjanna
sem eru burðarásar í öxlinum
yfir Atlantshaf. Það hefði
getað haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar ef úrslit þýsku
kosninganna hefði verið unnt
að túlka sem andúð á fram-
lagi Bandaríkjamanna til að
treysta öryggi Vestur-
Evrópu. Nú er það ekki hægt
og sameinuð beina lýðræðis-
ríkin þeirri kröfu til Sovét-
manna að þeir sýni samnings-
vilja í afvopnunarmálum.
Máttleysi
útvarpsráðs
Fyrir liggur að samgöngu-
ráðherra hundsar flug-
ráð þegar hann skipar flug-
málastjóra. Nú liggur jafn-
framt enn einu sinni fyrir að
útvarpsstjóri hefur meðmæli
útvarpsráðs með umsækjend-
um um fréttamannsstarf á
hljóðvarpinu að engu. Það er
furðulegt svo ekki sé meira
sagt, að menn endist til að
sitja í útvarpsráði þegar áhrif
þeirra eru ekki meiri en raun
ber vitni. Það er lítillækkandi
bæði fyrir ráðið og þá sem
sækja um starf með umsögn-
um þess að niðurstaða ráðsins
skuli höfð að engu hvað eftir
annað. Ekki er úr vegi að rifja
það enn einu sinni upp, að
Morgunblaðið hefur formlega
kvartað undan því við út-
varpsráð hvernig háttað er
meðferð á forystugreinum
dagblaðanna. Ráðið hefur
ekki virt blaðið svars. En það
er ekki von, að mikið mark sé
á útvarpsráði tekið þegar for-
maður ráðsins tekur niður-
lægingu þess með alkunnu
framsóknarglotti og segir,
eins og hér í blaðinu á sunnu-
dag: „Þetta er alltaf að gerast
í „kerfinu" maður."
milli landanna.
Steingrímur Hermannsson,
samgönguráðherra, sagði á fundi
með fréttamönnum í gærdag, að
þrír möguleikar hefðu einkum
verið til umræðu: 1. Millilending
Grænlandsflugs á íslandi á flug-
leiðinni Kaupmannahöfn/Græn-
land, sem félagið hyggst hefja á
næsta hausti. 2. Flugleiðir fái leyfi
til reglubundins áætlunarflugs á
flugleiðinni Ísland/Grænland,
sem þyrfti helst að vera allt að 5
mánuði árlega. 3. Að heimilað
verði flug með minni vélum milli
íslands og Kulusuk og annist
Grænlandsflug flugferðir milli
„ALÞINGI ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að beita sér fyrir því, að
þau fjölmörgu kapalkerfi, sem nú
eru starfandi víðs vegar um landið,
fái leyfi til áframhaldandi starfsemi
í samræmi við túlkun gildandi laga.
Ríkisstjórnin skipi jafnframt nefnd
fimm manna sem hafi eftirlit með
starfsemi kapalstöðva, þar til önnur
skipan hefur verið ákveðin með lög-
um.“ Þannig hljóðar þingsályktun-
artillaga sem 14 þingmen úr þremur
þingflokkum hafa lagt fram á Al-
þingi, en 12 þingmannanna eru úr
Sjálfstæðisflokki, 1 úr Framsóknar-
flokki og 1 úr Alþýðuflokki. Fyrsti
flutningsmaður tillögunnar er Albert
Guðmundsson.
í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni segir m.a. að fjöl-
mörg kapalkerfi fyrir sjónvarp
hafi verið stofnsett á síðustu miss-
erum víðsvegar um landið og hafi
þessi starfsemi farið fram í fjöl-
býlishúsum, heilum hverfum og
byggðarlögum með almennri
þátttöku íbúanna. Bent er á að
þegar ríkissaksóknari hafi gefið út
kæru á hendur Video-son hf., eitt
fyrirtækja, hafi fyrirtækið þegar í
stað stöðvað allar útsendingar og
hafi sú ráðstöfun valdið umróti
meðal viðskiptavina fyrirtækisins,
bæði þeirra sem Video-son hf.
sendir myndefni beint, og einnig
hinna, sem fyrirtækið sendir efni.
Þá segir í tillögunni, að þar sem
Kulusuk og annarra staða á
Grænlandi.
Þá kom fram á fundinum að
Flugleiðir hafa sótt um leyfi til
áætlunarflugs milli Reykjavíkur
og Kulusuk og Reykjavíkur og
Narssassuaq, en fengið synjun á
Kulusuk-fluginu. Samgönguráðu-
neytið mun beina þeim eindregnu
tilmælum til danskra yfirvalda að
þau samþykki beiðni Flugleiða á
flugleiðinni fsland/Narssassuaq.
Steingrímur sagði að engin
ákvörðun hefði verið tekin um
hvaða kostur yrði fyrir valinu,
réttarstaða Video-son hf. og ann-
arra kaplastöðva sé óljós eftir
ákæru saksóknara og Alþingi hafi
fyrirsjáanlega ekki tök á að sam-
þykkja lagabreytingar sem taki af
allan vafa um lagalega stöðu
kapalsjónvarpstöðva, sé þessi til-
laga flutt. Vekja flutningsmenn
athygli á að útvarpstjóri hafi
oftsinnis undanfarið gefið leyfi til
sérstakra útvarpsstöðva á vegum
ýmissa hópa, einkum skólafólks,
og það hafi útvarpsstjóri væntan-
lega gert í skjóli þess að hann teldi
að ekki væri um brot á útvarpslög-
um að ræða. Síðan segir: „Sú leið
sýnist því vel fær, að ríkisstjórnin
Framlenging sérstaks skatts á
verzlunar- og skrifstofuhúsnæði var
samþykkt eftir aðra umræðu í síðari
þingdeild í gær með 21 atkvæði gegn
19, að viðhöfðu nafnakalli. Með til-
lögunni greiddu atkvæði allir þing-
menn Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks í þingdeildinni, ásamt
ráðherrunum Friðjóni Þórðarsyni og
l'álma Jónssyni — og Vilmundi
Gylfasyni, þingmanni Bandalags
málið væri flókið og þyrfti að
kanna það betur áður en ákvörðun
yrði tekin. Báðir aðilar urðu sam-
mála um að halda viðræðunum
áfram sem fyrst.
Á fundinum voru frá græn-
lensku heimastjórninni Jonathan
Motzfeldt, formaður, Lars Emil
Johansen og Moses Olsen, ásamt
Emil Abelsen frá grænlenska
samgönguráðuneytinu. Af íslands
hálfu sátu fundinn samgöngu-
ráðherra Steingrímur Hermanns-
son, ráðuneytisstjóri Brynjólfur
Ingólfsson, fulltrúi Ragnhildur
Hjaltadóttir. Fyrir hönd íslenskra
flugrekstraraðila voru Björn
Theódórsson, Hans Indriðason og
Helgi Jónsson. Ennfremur sátu
fundinn Janus Paludan, sendi-
herra Dana á Islandi og Hjálmar
Ólafsson, formaður Norræna fé-
lagsins.
í heild sinni beini þeim tilmælum
til útvarpsstjóra, að sams konar
leyfi verði gefið út til handa
kapalsjónvarpsstöðum þeim, sem
fram að þessu hafa starfað í land-
inu, og það leyfi stæði þar til Al-
þingi gefst ráðrúm til að taka til
afgreiðslu frumvarp útvarpslaga-
nefndar, sem mælir með setningu
lagaákvæða sem heimila kapal-
sjónvarpsstöðvar með skilyrðum."
Loks kemur fram í greinargerð-
inni, að eðlilegt sé að á meðan
þetta millibilsástand vari, verði
skipuð sérstök nefnd sem fylgist
með starfsemi þessari, þar til önn-
ur skipan kemst á.
jafnaðarmanna. Gegn frumvarps-
greininni greiddu atkvæði allir þing-
menn SjálfstæðisDokks í stjórnar-
andstöðu og Alþýðuflokks.
Hefði Vilmundur Gylfason
greitt atkvæði með stjórnarand-
stöðu í þessu máli, en ekki
stjórnarliðum, hefði framlenging
þessa sérskatts fallið á jöfnum at-
kvæðum.
Þingsályktunartillaga 14 þingmanna úr þremur þingflokkum:
Kapalkerfi fái leyfi til
áframhaldandi starfsemi
Sérskattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði:
Vilmundur bjargaði
skattinum í neðri deild