Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 Bóka mark aourirm Góöar bækur Gamalt verö Bokamarkaóunnn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁRTÚNSHÖFÐA Sjötugur: Kristján P. Guð- mundsson Akureyri Kristján P. Guðmundsson sjö- tugur! Jú, það reynist ómótmælan- legt, og ég sem hélt að hann væri að verða sextugur. Við höfum oft og tíðum hist nærri daglega í sundlauginni, og Kristján ber ekki aldurinn utan á sér. Ætli það sé ekki góða skapið og bjartsýnin sem gerir hann svona ungan. Kannski ættin. Faðir hans var einmitt svona unglegur fram eftir öllum aldri. Kristján er af miklum kjarnaættum við austanverðan Eyjafjörð. Móðir hans var Sigur- lína Valgerður Kristjánsdóttir frá Mógili á Svalbarðsströnd og faðir hans Guðmundur Pétursson, sá al- kunni athafnamaður, frá Dálks- stöðum í sömu sveit. Hann var einn þeirra útgerðarmanna sem aldrei gat hrunið, farsæll og for- sjáll. Stóð af sér kreppuna miklu hvað þá annað. Kristján hefur líka staðið af sér alla stundarerfiðleika með miklum krafti. Metnað og fyrirmynd hefur hann auðvitað sótt til föður síns. Hann ólst að mestu upp á Akur- eyri, nema tvö ár þegar veikindi móður hans neyddu Guðmund til að skilja fjölskylduna að um sinn. Þá var Kristján á Húsavík hjá hinum ágæta skólastjóra, Bene- dikt Björnssyni, og þar lauk hann lýðskólaprófi. Síðan voru þeir Benediktssynir hans bestu vinir, Ásbjörn, Ólafur, Jóhann Gunnar, Sigurður og Guðmundur. Eftir Húsavíkurdvölina varð Kristján gagnfræðingur frá MA og svo lá leiðin út í álfu að læra til verslunar. Var mjög til þess náms vandað og stóð það í fjögur og hálft ár samtals, fyrst í Englandi, þá í Danmörku og síðast í Þýska- landi, og þar var best. Bókleg kennsla og verkleg eins og best varð á kosið. I Hamborg kynntist Kristján konuefni sínu, glæsilegri stúlku af húgenottaættum, Ursulu Beate Piernay. Þau héldu til íslands og giftust 1938. Þau eignuðust þrjú falleg og gáfuð börn, Renötu, sem fyrir skömmu er látin, Hertu, starfsmann á ferðaskrifstofunni Útsýn og Guðmund, aðalfulltrúa bæjarfógetans í Keflavík. Kristján hóf þegar störf hjá síldarverksmiðjunni á Dagverðar- eyri, síðan í Utvegsbankanum á Akureyri, en snemma var hann ráðinn í því að vera ekki lengi annarra þjónn. í ársbyrjun 1940 dreif hann sig til Noregs að kaupa skip. Styrjöldin lagði heldur en ekki lykkju á leið hans, og urðu ferðir flóknar og sögulegar, en Kristján var ungur og hress. Heim var hann kominn í árslok og hafði þá m.a. dvalist tvo mánuði á Grænlandi við gott atlæti. Árin 1942—’64 gerði Kristján út og fórst honum sá rekstur stórvel. En ekki gerði hann sér það ein- hlítt. Hann rak einnig allt fram undir þetta umfangsmikla inn- flutningsverslun útgerðarvara, og frá 1941 hefur hann verið umboðs- maður Sjóvá. Þannig varð hann þrefaldur í roðinu, blandaði engu saman og fór létt með það. Varð hann vel fjáður á umsvifum sín- um. Kristján hefur alla tíð verið vaskur til íþrótta og ferðalaga. Hann var yfirburðamaður á skautum og góður skíðamaður, enda fór hann á Vatnajökul í sam- bandi við Geysisslysið 1950. Bíla hefUr Kristján átt marga og góða og er annálaður ekill. Hann er fljótur á Bensinum milli Akureyr- ar og Reykjavíkur, og í mörg ár hafa þau hjónin ekið á vorin vítt og breitt um Evrópu. Frá upphafi Sjálfstæðisflokks- ins hefur Kristján verið ódeigur, virkur og síáhugasamur um við- gang hans. Hann hefur verið í ára- tugi einn öflugasti stuðningsmað- ur flokksins á Akureyri, lengi í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyr- ar og formaður þess í þrjú ár. Þá hefur hann um 20 ára skeið verið kosinn af Sjálfstæðismönnum að- al- eða varamaður í stjórn Útgerð- arfélags Akureyringa h/f og verið þar tillögugóður og traustur stjórnandi. í Oddfellowreglunni og Rotaryfélaginu hefur hann lengi starfað af alkunnum röskleika. Kristján P. Guðmundson er fríður maður sýnum og vörpulegur á velli, hann er glaður og reifur að gömlu boði. Hann hefur átt sér það lífstakmark að standa alltaf í skilum, ekki bara í viðskiptum, heldur hefur hann skilað af sér með sóma hverju sem honum hef- ur verið til trúað. Ég færi honum hér, og fólki hans öllu, innilegustu kveðjur og þakkir. Annars vonast ég til að hafa til þess mörg tæki- færi í sundlauginni og víðar. Gísli Jónsson í dag, 8. marz, verður einn af kunnari borgurum Akureyrar, Kristján P. Gumundsson, umboðs- maður Sjóvátryggingarfélags á Akureyri, sjötugur. Kristján er fæddur á Akureyri, og voru foreldrar hans heiðurs- hjónin Guðmundur Pétursson f.v. útgerðarmaður hér á Akureyri og kona hans Sigurlína Valgerður Kristjánsdóttir, bæði ættuð af Svalbarðsströnd. Kristján stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, en síð- an lá leið hans til Englands, Dan- merkur og Þýskalands þar sem Kristján dvaldi f tæp 5 ár við nám í verzlunarfræðum. Fyrstu árin eftir heimkomuna, starfaði Kristján hjá Útvegsbank- anum á Akureyri, en síðan tókst Kristján á við útgerð, eins og faðir hans hafði gert. Kynntist Kristján bæði góðum aflaárum og slæmum, og eins og aðrir útgerðarmenn, mátti hann glíma við erfiðleika á sínum útgerðarferli. í 43 ár hefur Kristján verið umboðsmaður Sjó- vátryggingarfélags íslands hf. á Akureyri, og er umboð hans stærsta umboðsskrifstofa Sjóvá á landinu. Margir ungir menn hafa starfað á skrifstofunni hjá Krist- jáni og hefur það verið þeim öllum góður skrifstofuskóli. Kristján hefur alla tíð verið mikill sportmaður, hann er góður laxveiðimaður og ágæt skytta. Útivist, fjallaferðir og göngutúrar í sátt við landið sitt og hinar norð- lensku byggðir hefur Kristján metið meir og betur en flestir. Kristján var í mörg ár formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, í stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga um margra ára skeið. í stjórn Stangveiðifélagsins Strauma sl. 20 ár, lengst af gjaldkeri félagsins, og hefur Kristján lagt mikla rækt við hag og uppgang þess. Kristján hefur alla tíð verið reglusamur og nákvæmur í hví- vetna, hann þykir öruggastur liðs- maður á hvaða vígstöðum sem barist er á. Hann er ljúfur í lund og orðvar, hefi ég aldrei heyrt hann hallmæla neinum. Kristján kvæntist árið 1938 Ursulu-Beate Piernay, dugmikilli indælis sómakonu sem hann kynntist í Þýskalandi á námsárum sínum þar. Þau eignuðust þrjú börn: Renötu, sem nú er látin, Hertu, sem vinnur hjá Útsýn í Reykjavík, og Guðmund, aðal- fulltrúa sýslumannsins í Keflavík. Þótt starfsár Kristjáns séu orð- in mörg, er hann enn hress í anda og léttur í lund. Ég, sem þessar fáu línur skrifa, hef unnið á skrifstofunni hjá Kristjáni í 19 ár, óska honum til hamingju með af- mælið, þakka honum hlýleg og lærdómsrík kynni og óska ég að ævikvöldið verði honum og konu hans bjart og fagurt. Þórarinn B. Jónsson Verkfræðingafélag íslands: Mótmælir skipun samgönguráð herra í embætti flugmálastjóra MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi afrit af bréfi, sem Verk- fræðingafélag íslands hefur sent Steingrími Hermannssyni, sam- gönguráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar ráðherrans að skipa Pét- ur Einarsson flugmálastjóra og ganga þannig þvert á einróma vilja flugráðs, sem mælti með því, að Leifur Magnússon yrði skipaður í stöðuna: Framkvæmdastjórn Verkfræð- ingafélags íslands hefur kynnt sér gögn varðandi umsækjendur um starf flugmálastjóra og nýlega skipun yðar í það embætti. Stjórn- in vill af því tilefni koma á fram- færi við yður, herra samgöngu- ráðherra, eindregnum mótmælum félagsins. Við þessa stöðuveitingu er gróf- lega gengið framhjá þeim um- sækjanda, sem hlaut einróma og eindregin meðmæli lögboðins um- sagnaraðila, flugráðs. Hann er jafnframt félagi í Verkfræðinga- félagi íslands. Þótt ekki sé getið um sérstakar kröfur um menntun flugmála- stjóra í núverandi lögum um stjórn flugmála, fer ekki á milli mála, að verkfræðimenntun væri þar sjálfsögð krafa, eða a.m.k. langæskilegasti kosturinn, líkt og gildir um stjórnendur hliðstæðra tæknistofnana, sem heyra undir samgönguráðuneytið. Á það skal einnig bent, að auk Leifs Magn- ússonar sóttu fjórir aðrir verk- fræðingar um þessa stöðu, þ.e. einn flugverkfræðingur, tveir flugvélaverkfræðingar og einn rafeindaverkfræðingur, sem allir eru félagsmenn í VFÍ. Framkvæmdastjórn Verkfræð- ingafélags Islands telur, að með þessari stöðuveitingu sé verið að vanvirða tæknimenntun, sérfræði- lega þekkingu og starfsreynslu. Með því að velja í embættið reynslulítinn umsækjanda án flugtæknilegrar menntunar og fagþekkingar er stofnað til kring- umstæðna, sem hæglega geta leitt til truflana og tafa á eðlilegri framþróun íslenzkra flugmála. Því ítrekar framkvæmdastjórn Verk- fræðingafélags íslands hér með mótmæli sín og minnir á að fimm ágætlega hæfir verkfræðingar sóttu um embætti flugmála- stjóra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.