Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
29
Samæfing björgunarsveita:
Tókst í heild mjög vel
SAMÆFING björgunarsveita á svæðinu frá Kjalarnesi suður
til Hafnarfjarðar fór fram nú um helgina, suðaustur af Hafnar-
firði. Var þar settur á svið árekstur flugvélar við hlíðar Helga-
fells. Með æfingunni var einkum verið að þjálfa samspil þvrlu
og sjúkraflutningabíla og er meðal annars til komin vegna veru
frönsku þyrlanna hér á landi, en fjórar þyrlur tóku þátt í
æfingunni, þyrlur Landhelgisgæslunnar auk frönsku þyrlanna
og um 400 manns.
„Ég held að í meginatriðum hafi þetta gengið ákaflega
vel fyrir sig eftir að æfingin raunverulega hófst. Það urðu
smá tafir í byrjun við að koma liði á slysstað. Við fylgdumst
bæði með undirbúningi og framkvæmd æfingarinnar og
prófuðum sjálfir okkar fjarskipti og samband við stjórn-
stöð,“ sagði Hafþór Jónsson, fulltrúi hjá Almannavörnum,
en hann átti sæti í undirbúningsnefnd æfingarinnar, ásamt
fulltrúum frá Rauða krossinum, Hjálparsveit skáta, Slysa-
varnafélaginu og Flugbjörgunarsveitunum.
Æfingin fór þannig fram, að sérþjálfað skyndihjálparlið
var flutt með þyrlunum frá flugskýli Landhelgisgæslunnar
beint á slysstað, og sjúkir og slasaðir fluttir þaðan með
þyrlunum á svokallað biðsvæði i Óbrynnishólum, þar sem
þeir voru fluttir yfir í sjúkrabíla sem óku hinum slösuðu
niður í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Þar var Rauði krossinn
með viðbúnað til fjöldahjálparmóttöku. Á biðsvæðinu hafði
björgunarstjórnin aðsetur, skátar voru með sjúkratjald og
þangað var einnig þeim björgunarmönnum stefnt, sem ekki
voru fluttir beint á slysstað með þyrlum. Var þetta svæði
mjög vel skipulagt, að sögn Hafþórs. Lögreglan í Hafnar-
firði var með umferðarstjórn á helstu gatnamótum á
flutningsleiðum og slökkviliðið í Hafnafirði tók einnig þátt
í sjúkraflutningum og hafði slökkvibil á lendingarsvæði
þyrlanna.
„Það urðu smá tafir í kringum þetta í byrjun, meðal
annars vegna þess að tekið var inní myndina fallhlífarstökk
og annað slíkt,“ sagði Hafþór ennfremur, „en eftir að liðið
var komið á staðinn og hægt var að byrja sjúkraflutninga
gekk þetta afskaplega vel og greiðlega fyrir sig og sýndi
yfirburðakosti þyrlanna og hversu fjölbreytt not má hafa
af þeim. Á þeim voru sérlega hæfir og góðir menn, bæði á
þeim islensku og þeim erlendu. I heild tókst æfingin því
mjög vel,“ sagði Hafþór að lokum.
Myndirnar hér til hliðar, sem Kristinn ólafsson tók,
eru frá æfingunni.
Listi Sjálfstæðis-
flokksins í Norður-
landskjördæmi eystra
Akureyri, 7. mara.
í GÆR gekk fundur í kjördæmis-
ráði sjálfstæðisfélaganna í Norður-
landskjördæmi eystra frá skipan
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í kjördæminu. Var tillaga kjör-
ncfndar um skipan listans sam-
þykkt einróma á fundinum. List-
ann skipa eftirtaldir:
1. Lárus Jónsson alþingismað-
ur.
2. Halldór Blöndal alþingis-
maður.
3. Björn Dagbjartsson for-
stjóri.
4. Vigfús Jónsson bóndi.
5. Júlíus Sólnes prófessor.
6. Svavar Magnússon fram-
kvæmdastjóri.
7. Sverrir Leósson útgerðar-
stjóri.
8. Svanhildur Björgvinsdóttir
kennari.
9. Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson kennari.
10. Björgvin Þóroddsson bóndi.
11. Margrét Ingvadóttir snyrti-
fræðingur.
12. Ásgrímur Hartmannsson
fyrrverandi bæjarstjóri.
G. Berg.
Listi Sjálfstæðis-
flokksins í Norður-
landskjördæmi vestra
KJÖRNEFND sjálfstæðisfélag-
anna í Norðurlandskjördæmi
vestra hefur gert tillögu um að
framboðslisti fíokksins til alþing-
iskosninga í aprílmánuði 1983
verði svohljóðandi:
1. Pálmi Jónsson, ráðh. Akri.
2. Eyjólfur Konráð Jónsson,
alþm. Rvík.
3. Páll Dagbjartsson, skólastj.
Varmahlíð.
4. Ólafur B. óskarsson, bóndi,
Víðidalstungu.
5. Jón ísberg, sýslumaður,
Blönduósi.
6. Jón Ásbergsson, framkv.stj.
Sauðárkróki.
7. Knútur Jónsson, skrifst.stj.
Siglufirði.
8. Pálmi Rögnvaldsson, skrif-
stofum. Hofsósi.
9. Þórarinn Þorvaldsson,
bóndi, Þóroddsstöðum.
10. Sr. Gunnar Gislason, fyrrv.
próf. Glaumbæ.
Listi Sjálfstæðis-
flokksins í Suður-
landskjördæmi
Vík, 7. man.
Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi í Hellubíói laugardaginn 5.
marz sl. var eftirfarandi listi
Sjálfstæðisflokksins við næstu al-
þingiskosningar samþykktur:
1. Þorsteinn Pálsson, Rvík.
2. Árni Johnsen, Vestm.eyjum.
3. Eggert Haukdal, Berg-
þórshvoli.
4. Siggeir Björnsson, Holti.
5. Guðmundur Karlsson,
Vestm.eyjum.
6. Óli Þ. Guðbjartsson, Self.
7. Jón Þorgilsson, Hellu.
8. Óli Már Aronsson, Hellu.
9. Einar Kjartansson, Þóris-
holti.
10. Sigríður Jakobsdóttir,
Vestm.eyjum.
11. Brynleifur H. Steingríms-
son, Selfossi.
12. Björn Þorláksson, Eyjarbói-
um.
— Einar
Ráð við prentvillum?
— eftir Helga
Hálfdanarson
Fyrir skömmu las ég ritdóm í
blaði, þar sem bók nokkurri var
hælt fyrir að vera prentvillulaus.
Stakk greinarhöfundur upp á
því, að slíkar bækur hlytu sér-
stök verðlaun.
Nú vill svo til, að mér er kunn-
ugt um bækur, sem hlotið hafa
sams konar ummæli, og eru þó
ataðar prentvillum af hinu
versta tagi; en verstar eru ein-
mitt þær, sem koma ekki upp um
sig í lestri. Þess háttar villur
geta gert ótrúlegan óskunda án
þess lesanda gruni neitt, því efn-
ið „getur staðizt".
Til dæmis var í ritdómi þess-
um vitnað í ljóðlínu á hefð-
bundnu bragformi, sem í prent-
un blaðsins brenglaðist svo, að
blessuð stuðlasetningin fór öll úr
böndunum; en linan „gat staðizt"
að efni til, svo hún virtist
prentvillulaus og einungis hrak-
lega kveðin. Þar var einnig vitn-
að í Ijóðkorn um fróman og
snyrtilegan ástafund, sem prent-
unin gerði að heiðblárri klám-
vísu í blaðinu; en efnið „gat stað-
izt“, svo enga prentvillu var þar
að finna.
Þarna var prentvillupúkinn í
essinu sínu. Fyrir nokkrum ár-
um stakk undirritaður grein-
arstúf í blað, þar sem hann bar
sig aumlega undan ýmislegum
skráveifum, sem þetta hvimleiða
fól hafði gert honum og öðrum.
Þar var það haft eftir vitrum
manni nafngreindum, að prent-
villupúkinn hefði hvergi í þess-
um heimi hlotið svo sælan griða-
stað sem í prentsmiðjum Islend-
inga; þar ætti hann að eilífu hæli
tryggt.
Skömmu síðar álpaðist ég til
að opna endurprentaða bók, sem
ég hafði einhvern tíma þýtt, og
datt þar niður á „eitthvað
galdraseyði til ásta“. Engum
kemur til hugar, að „eitthvað" sé
prentvilla; sjálfsagt er að af-
greiða það sem málvillu, nema ef
vera skyldi fyrir það, að í fyrri
prentun sömu bókar, sem fylgt
skyldi í prentsmiðjunni, stendur
svart á hvítu „eitthvert galdra-
seyði“. Auðvitað fer þó enginn að
gá að því.
En margt er í mörgu. í ný-
prentaðri þýðingu á óresteia-
þríleik Æskílosar er í bókarlok
smáleturs-klausa til skýringar á
nokkrum nöfnum, sem fyrir
koma í textanum. Þar sagði í
handriti, að á bökkum undir-
heima-fljótsins Akkerons væri
gullrótarengið, þar sem fölir
skuggar framliðinna væru á
reiki. En í prentinu varð gullrót-
arengið fræga að gulrótarengi;
og væri kannski betur að satt
reyndist, því eftir svo hollar
jarðabætur yrðu skuggar hinna
framliðnu a.m.k. ekki fölir af
vítamínskorti, hafandi nóg af
gulrótum að maula. Þetta er að
vísu eina teljandi prentvillan,
sem ég hef fundið í þeirri bók,
enda dettur víst ekki mörgum í
hug, að það sé prentvilla; og lík-
lega tryðu því fáir, nema ef til
vill fyrir það, að nokkru áður
hafði þessi sama skýringar-
klausa verið birt í Lesbók Morg-
unblaðsins, vegna leiksýningar í
vændum, og þá höfð rétt.
Sisífos hinn gríski hefði víst
þegið nokkrar gulrætur í undir-
heimum; hann sem hafði í lif-
anda lífi verið borgarstjóri í
Korintuborg og framið þar ým-
islegar verðhækkanir í trássi við
Verðlagsráð, og hlaut í neðra þá
refsingu að ýta strætisvagni af
íkarus-gerð á undan sér upp
fjallshlíð; en um leið og kemur
að hæstu brún, rallar skrjóður-
inn niður á jafnsléttu, og sama
puðið upphefst að nýju, og á
þessu gengur um alla eilífð.
Kunningi minn einn I stétt rit-
höfunda, búsettur í Suðurgötu,
var eitt sinn sem oftar grátt
leikinn í prentverki. Honum hef-
ur þá kannski komið refsing Sis-
ífosar í hug, því hann stakk upp
á því, að í prentnám yrði bætt
skilmerkilegum fróðleik um
ónefnda stofnun í öðrum heimi,
sem einkum væri ætluð prentur-
um; en þar væri þeim gert að
leiðrétta prófarkir sínar upp aft-
ur og aftur linnulaust meðan ei-
lífðin entist. Gerði hann sér von-
ir um að beygur af slíku straffi
myndi fækka prentvillum til
muna. Ekki veit ég þó, hvort
hann hefur enn gert sér ferð með
hugmynd þessa i menntamála-
ráðuneytið. En — eins og stjórn-
málamenn segja — hér verður
að gera stórátak.