Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 25 Knattspyrnuúrslit í Evrópu: Arnór skoraði og Ásgeir og Pétur lögðu upp mörk ÞAÐ urðu mjög óvænt úrslít í vestur-þýsku „Bundeslígunni" um síö- ustu helgi. Stórliðin tvö, Hamborg SV og Bayern MUnchen, töpuðu bæði. Hamborg tapaði á útivelli 0—2 fyrir Armeniu Bielefeld og Bayern tapaöí á útivelli fyrir Frankfurt. Þessi úrslit gera þaö aö verkum, að þrjúö lið eru nú efst og jöfn í deildinni meö 32 stig, Bayern, Hamborg og Oortmund. Stuttgart er svo meö 31 stig. Ásgeir Sigurvinsson lék mjög vel er lið hans Stuttgart sigraöi Karlsruhe á útivelli 1—2. Mjög mikil aðsókn var aö leikjum í V-Þýskalandi um síðustu helgi. En hún hefur veriö frekar dræm í vetur. Úrslit leikja uröu þessi: Bielefeld—Hamborg 2—0 Leverkusen—Gladbach 3—2 Braunschweig—Bochum 0—2 Frankfurt—Bayern 1—0 DUsseldorf—Hertha 1—1 Karlsruhe—Stuttgart 1—2 NUrnberg—Kaiserslautern 1—1 Schalke—Dortmund 1—2 Bremen—Köln 1—1 Staöan í deildinni: Bayern 23 13 6 4 54—19 32 Hamborg 22 12 8 2 52—23 32 Dortmund 23 14 4 5 54—32 32 Stuttgart 22 13 5 4 50—26 31 Bremen 21 12 5 4 38—24 29 Köln 22 11 6 5 44—24 28 Kaisersl. 22 8 10 4 32—30 26 Frankfurt 23 9 3 11 32—30 21 NUrnberg 22 8 6 9 28—40 21 Bielefeld 23 8 5 10 34—49 21 Braunschweig 23 7 6 11 26—37 20 Bochum 22 6 7 9 25—29 19 DUsseldorf 22 5 8 9 37—53 18 Leverkusen 22 5 6 11 21—42 16 Gladbach 22 6 2 14 35—43 14 Hertha 22 3 8 11 25—39 14 Schalke 22 4 5 13 29—47 13 Karlsruhe 22 4 5 13 27—53 13 Á sunnudagskvöld léku hér í íþróttahöllinni á Akureyri í bik- arkeppni HSÍ KA og Fvlkir, og sigraöi KA meö 22—19. I hálfleik var staöan 12—11, KA í vil. Lítiö var um fína drætti í þessum leik, yfirburöir KA voru meiri en tölurnar segja til um. Virtist aldrei nein hætta né nokkur spenna þótt oft væri jafnt. KA-menn voru leiö- inlega áhugalausir í leiknum. HK, meö Samúel Örn Erlings- son í broddi fylkingar, sigraði í glímunni við Fram um sæti í 1. deild aö ári. Fyrirfram var búist viö hörku- spennandi leik en raunin varð önnur. Bæði liðin mættu ákveöin til leiks og það tók þau langan tíma að komast í 4—4, en svo ekki söguna meir. HK-menn, og þá sérstaklega Samúel, smöss- uöu grimmt og flugu út um allan sal á eftir boltanum, ef þess þurfti meö, á meöan Fram-liöiö var sem vængbrotinn fugl hinum megin netsins. Þeir virtust alls ekki vera meö á nótunum, há- vörnin var frekar slök og lágvörn engin og er langt síöan þeir hafa leikiö eins illa. Hjá HK léku allir vel en þó bar Samúel af og dreif sína menn Belgía ARNÓR Guðjohnsen skoraöi gullfallegt mark er liö hans, Lok- eren, sigraöi Waterschei 3—0 á heimavelli sínum um helgina. Arnór var besti maöur vallarins og átti stóran þátt í hinum mörk- unum tveimur. Lárus Guómunds- son lék ekki meö liði sínu þar sem hann hefur ekki náð sér enn af meiöslunum sem hann hlaut fyrir skömmu. Pétur Pétursson lék vel með liði Antwerpen, en liöið vann stóran sigur, 3—0, á útivelli gegn Lierse. Pétur lagöi alveg upp tvö markanna. Hann á sífellt betri leiki sem miöjuspilari. Úrslit leikja í Belgíu uröu þessi: Beerschot — Seraing 3—0 Lierse — FC Liege 1 — 1 Winterslag — Antwerpen 0—3 Lokeren — Waterschei 3—0 Tongeren — Anderlecht 1 — 1 FC Bruges — Ghent 2—2 RWD Molenbeek — Sk Bruges 2—0 Mörk KA: Flemming Bevensee 7, Friöjón Jónsson 5, Erlendur Hermannsson 4, Jakob Jónsson 2, Kjeld Mauritsen 2, Guömundur Guömundsson og Þorleifur Ananí- asson 1 hvor. Mörk Fylkis: Einar Einarsson 5, Magnús Sigurösson 4, Sigurgeir Erntsson 4, Andrés Magnússon 2, Anton Jakobs 2, Jón Leví og Krist- inn Sigurðsson 1 hvor. A.S. áfram. Urslitin í tölum urðu 15—6, 15—6 og 15—3 og HK þar meö sigurvegarar í 2. deild karla. j 1. deild karla voru tveir leikir, ÍS sigraöi Bjarma, 3—0, og UMSE, 3—1. Þeir sigruöu einnig UMSE í bikarkeppninni, 3—0, og leika þar til úrslita gegn HK eöa Þrótti. í kvennablakinu vann Þróttur Víking, 3—0, í daufum leik. í kvöld leika í Kennaraháskólan- um lið ÍS og Þróttar i 1. deild kvenna og hefst leikurinn kl. 20 og á morgun leika karlaliö þessara sömu félaga í Hagaskólanum og hefja þeir leik sinn einnig kl. 20. Ef ÍS vinnur í þeim leik þá þurfa liöin aö öllum líkindum aö leika auka- leik um fyrsta sætiö, en ef Þrótti tekst aö sigra þá hafa þeir tryggt sér sigur í mótinu. sus Waregem — Beveren 2- -0 Standard — Kortryk 2- -1 Staöan í Belgíu er þessi: Anderlecht 14 7 3 50:25 35 Antwerpen 15 4 5 39:22 34 Standard 14 6 4 56:26 34 FC Bruges 12 7 5 39:26 31 Waterschei 11 7 6 37:30 29 Lokeren 11 6 7 32:22 28 Ghent 9 10 5 37:30 28 Beveren 9 9 6 48:26 27 RWD Molenbeek 8 9 7 26:23 25 Kortryk 8 9 7 31:29 25 Beerschot 7 7 10 32:42 21 Lierse 7 6 11 24:36 20 FC Liege 5 10 9 21:42 20 SK Bruges 6 7 11 27:36 19 Waregem 6 5 13 28:37 17 Seraing 2 11 11 23:51 15 Winterslag 3 6 15 22:44 12 Tongeren 3 6 15 25:49 12 Holland ERKIFJENDURNIR Ajax og Feye- noord eru nú efst og jöfn aö stig- um í hollensku 1. deildinni. Bæói liöin hafa hlotiö 39 stig eftir 24 leiki. PSV kemur svo í þriöja sæti. Úrslit leikja í Hollandi um helgina uróu þessi: FC Groningen—Willem 2 Tilburg 4—3 FC Utrecht—AZ 67 Alkmaer 0—0 Feyenoord—R.JC Kerkrade 3—2 Helmond Sport—Pec Zwolle 2—2 Fortuna Sitt.—FC Tw. Enschede 3—0 G.A. Eagle Devent.—N. Nijmegen 5—1 Ajax Amsterd.—PSV Eindhoven 3—3 Haarlem—Sparta Rotterdam 2—1 NAC Breda — Excelsior Rotterd. 0—0 Staðan í deildinni: Ajax 24 17 5 2 66—26 39 Feyenoord 24 16 7 1 53—26 39 PSV 24 14 8 2 56—23 36 Groningen 24 7 13 4 45—33 27 Sparta 24 8 10 6 43—36 26 AZ 67 23 10 5 8 36—23 25 Fortuna Sit. 24 9 7 8 29—30 25 Haarlem 24 9 7 8 24—32 25 FC Utrecht 24 8 7 9 36—39 23 Roda JC 23 8 6 9 37—37 22 Excelaior 24 8 6 10 28—31 22 Helmond Sp. 24 7 7 10 34—46 21 Willem 2 24 5 7 12 28—38 17 FC Twente 24 4 9 11 26—36 17 NEC 24 3 11 10 23—42 17 PEC Zwolle 24 8 7 12 31—43 17 GA Eagles 24 4 8 12 27—49 16 NAC 24 4 8 12 21—50 16 í deild Staöan í 1. deild karla er nú þessi: Þróttur 14 13—1 41:11 26 is 14 12—2 38:10 24 Bjarmi 14 5—9 18:32 10 UMSE 14 5—9 18:32 10 Víkingur 14 0—14 12:42 0 2. deild karla: HK 8 CVJ I <0 19:7 12 Samhygö 7 4—3 16:14 8 Fram 7 4—3 15:14 6 Þróttur N. 6 2—4 8:14 4 UBK 7 2—5 11:20 4 1. deild kvenna: Þróttur 14 14—0 42:10 28 is 14 10—4 35:13 20 UBK 15 9—6 31:21 18 KA 14 3—11 11:34 6 Víkingur 15 0—15 4:45 0 Bikarkeppni HSÍ: KA sigraði Fylki HK sigraði glímunni um 1. • Alfreð Gíslason skoraöi 26 mörk fyrir ísland í B-keppninni í Hollandi. Hér reynir Alfreð skot (landsleik. Guömundur er tilbúinn í horninu og Steindór á línunni. Öruggur sigur gegn hollenska landsliðinu — íslenska liðið skoraði tvö mörk á 21. mínútu gegn Hollandi Frá Skapta Hallgrímaayni, blaðamanni Mbl. I Hollandi: Eftir sigurleikinn gegn Frökkum á iaugardag dugöi íslenska liöinu jafntefli gegn Hollendingum í Zvolle á sunnudag til aö vera öruggir meö aö halda sæti sínu í B-riðlinum. En þeir voru ekki á þeim buxunum aö láta jafntefli duga heldur unnu öruggan sigur 23—17. Það tók íslenska liöið reyndar fimm mínútur aó komast í gang og Holland geröi fyrsta markió. En þá kvaddi íslenska liöiö heimamenn. Næstu 10 mínútur skoraöi íslenska liöið 8 mörk gegn engu, og það var ekki fyrr en eftir 16 mínútur að annaö mark Hollendinga leit dagsins Ijós. Um tíma var staðan 10—2, sem var sama staöan og kom upp í leiknum gegn ísrael á dögunum en þann leik misstu íslendingar niöur í jafntefli. Nú voru menn spennt- ir aö sjá hvort íslensku leikmennirnir héldu haus í þessum leik og það tókst þeim og aldrei var nein hætta á feröum. Holland \J ísland — 23 I síðari hluta síöari hálfleiks lék íslenska liðið mjög vel og lék þá viö hvern sinn fingur og sýndi það besta sem þeir hafa sýnt í ferðinni. Vörnin var hreyfanleg og gaf Hollendingum lítinn frið. Sóknarleikurinn var einnig góöur og í fyrri hálfleiknum var sóknarnýtingin 71%. Fyrri hplfleikur var kennslustund í handknattleik fyrir Hollendinga og áttu þeir aldrei svar viö stórlelk is- iendinga. Þegar síðari hálfleikurinn hófst, var greinilegt á íslensku leikmönnunum aö þeir komu meö því hugarfari að leikurinn væri unn- inn. En öllum er Ijóst aö handknatt- leiksleikur stendur yfir i heilar 60 mínútur en ekki 30. Og hafi fyrri hálf- leikur veriö þaö besta í feröinni þá er óhætt aö segja aö síöari hálfleik- urinn hafi veriö meö því slakasta. Sóknarnýting var sú slakasta eóa 29%. Hollendingar skoruöu fyrsta mark síöari hálfleiksins og minnkuöu síö- an muninn jafnt og þétt. Hollend- ingar voru slakir til aö byrja með í hálfleiknum þó þeir væru betri en íslendingar þegar fjórar og hálf mín- úta voru búnar af hálfleiknum var staðan 18—8 fyrir ísland. En þá hljóþ allt heldur betur í baklás hjá liðinu, og liöiö skoraöi ekki mark í heilar 14 mínútur. Næst þegar ísland skoraöi var staöan 19— 11 og þar til liöiö skóraöi næsta mark liöu sjö mínútur. Þá var staðan 20— 15. Þrátt fyrir þessa slæmu kafla var sigurinn aldrei í hættu. Allir leik- menn íslenska liösins eiga hrós skil- ið fyrir fyrri hálfleikinn, þá voru þeir mjög góöir. Einar Þorvaröarson stóö aö mestu leyti í markinu og varöi nokkuð vel. Hann var líka sá eini , sem stóö sig vel í síöari hálfleik'num, en þá léku aörir langt undir gefu. Kristján Arason^var útilokaður í leiknum, hann var rekinn af velli þrí- vegis og i þriöja skiptiö fékk hann aö sjá rauöa spjaldiö eftir 19 mínútur. Aöur haföi Þorbjörn Jensson meiöst á 21. mínútu fyrri hálfleiks. Þegar Kristján fór útaf haföi íslenska liöiö misst hæstu mennina úr vörninni. Jóhannes Stefánsson kom inná fyrir Þorbjörn en hann náöi sér ekki á strik. Hann var góður á móti Sviss en nú róöi hann ekki viö hlutverkið. Mörk islands: Kristján 6, Alfreð 4, Guðmundur 5, Páll 3, Sigurður 1, Þorbergur 2, Steindór 1, og Bjarni 1. Bestu menn íslenska liðsins í leiknum voru Einar markvöröur, Páll og Kristján. íslenska liðinu tókst að vinna upp 4 marka forskot Frakka og ná að sigra Frá Skapta Hallgrímaayni, blaðamanni Mbl. í Hollandi. MJÖG góöur endasprettur færöi íslendingum mikilvægan sigur yfir Frökkum í Rotterdam á laugardaginn. Lokatölur voru 20—18, en Frakkar höföu tvö mörk yfir í hálfleik, 12—10. Enn var íslenska liðið nokkuö frá sínu besta og var varnarleikurinn til dæmis mjög slakur, sérstaklega þé í fyrri hálfleik. ísland var yfir í byrjun en svo var jafnt á öllum tölum frá 3—3 upp í 9—9, en er þar var komið sögu kom mjög slakur 7 mínútna kafli hjá íslenska liðinu. Vítakast var variö frá Krist- jáni Arasyni og leikmenn gerðu Ijót mistök. Staöan breyttist á þessum tíma í 9—12 fyrir Frakka. í hálfleik höföu Frakkar tveggja marka for- ystu, 12—10, eins og éöur sagði og þeir bættu um betur og skoruðu tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik og náðu 4 marka forystu, 14—10. Fyrsta mark (slenska liösins kom ekki tyrr en eftir sjö og hálfa mínútu, og var Páll Ólafsson þar aö verki, eftir gegnumbrot. Eric Calleaux var mjög góöur i liði Frakka og stjórnaöi leik liðsins. Reyndist hann islendingum erfiöur Ijár í þúfu. Hilmar Björnsson lét þó ekki taka hann úr umferð heldur var Serinet tekinn úr umferö um tíma og bar þaö lítinn árangur. Hilmar sagöi eftir leikinn, aö vissu- lega heföi honum dottiö í hug aö láta taka Calleaux úr umferð, þaö heföi veriö alveg komið aö því en síðan heföi þess ekki þurft aö hans mati. Á 18. mínútu síöari hálfleiksins, náöi Þorbergur Aðalsteinsson loks aö jafna metin í fyrsta skipti í síöari hálfleik, 15—15, er franska vörin galopnaöist. Áhorfendur í höllinni voru allir á bandi islands og leikmenn þökk- uöu fyrir stuöninginn meö því aö leika mjög vel síðustu 15 mínútur leiksins. Frakkar gáfu líka mjög eftir á þessum lokakafla og greini- legt var aö þeir voru ekki í eins Island — Frakkland 20:18 góöri úthaldsþjálfun og islend- ingarnir. Óstööugleikinn geröi enn vart viö sig hjá íslenska liðinu, liöiö get- ur leikiö frábæran handknattleik, þaö hafa leikmenn þess sýnt en þess á milli koma mjög slakir kafl- ar. En það er góös viti að leikmenn liösins náöu aö tryggja sér sigur í lokakafla leiksins eftir aö hafa ver- iö undir í leiknum. Og það fjórum mörkum um tíma því að pressan á liöinu var mikil. Eins og þeir sögöu sjálfir, var hver leikur í þessum neöri riöli úrslitaleikur og heföu þeir tapaö, þó ekki heföi veriö nema einum leik, heföi þaö þýtt fall niöur í C-riöil. En þrátt fyrir aö íslenska lands- liðiö hafi ekki leikiö eins og þaö getur gert best hér í B-keppninni hér í Hollandi, fer þaö ekki milli mála aö liöið á heima í B-riðli. Leikmenn eru flestir ungir aö ár- um, og framtíðin ætti aö geta oröiö björt. Þetta liö ætti aö geta náö góðum árangri í Noregi er B-keppnin fer fram þar árið 1985. í leiknum gegn Frakklandi var Bjarni Guömundsson besti maður (slenska liðsins, og einnig var Kristján Arason góöur. Mörk is- lands: Bjarni Guðmundsson 6, Kristján Arason 6, Alfreö Gíslason 1, Steindór Gunnarsson 1, Páll Ólafsson 1, Guömundur Guö- mundsson 2, Siguröur Sveinsson 1 og Þorbergur Aöalsteinsson 2. SH • Bjarni Guðmundsson var besti leikmaöur íslenska líösins gegn Frökkum. Baröist vei og gafst aldrei upp. Hilmar Björnsson: „Mjög ánægður með árangur landsliðsins“ — ÉG ER mjög ánægöur meö árangur liösins. I upphafi keppn- innar vorum viö mjög óheppnir meö markatöluna en viö því var ekkert aö gera. Við byrjuöum mjög iHa gegn Spáni og heföum máske átt að vinna Sviss meö meiri mun, en ég held nú samt aö það heföi verið betra fyrir strók- ana aö spila í neöri riðlinum. Allir leikirnir voru úrslitaleikir og allir undir gífurlegu álagi. Ég hef enga sérstaka skýringu á slæmu köflunum í leikjum okkar. Þetta er okkar höfuöverkur. Viö lentum aldrei í því aö leika hér leik þar sem engin spenna var á leik- mönnum. Þaö heföi veriö gaman aö sjá hvernig íslenska liöiö heföi leikiö í efri riðlinum. Spurning Páll Ólafsson: — Það var sterk byrjun sem réöi úrslitum í leiknum gegn Hol- landi. Viö náöum loks góöum varnarleik og þá kemur sóknar- leikurinn meö. Þaö besta viö aö lenda í neðri hópnum var aö allir leikirnir voru spilaöir viö mikla pressu og menn fé því gffurlega reynslu. Eg er nokkuö ánægöur hvort viö heföum þá leikið betur, án spennunnar. meö heildina. Viö erum með fimm sigra, eitt jafntefli og eitt tap út úr þessari ferö og er þaö mjög góður árangur hjá íslensku landsliði í svona stórmóti. Ég hef verið f unglingalandsliöi og landsliði og þetta er mjög góður hópur, sé besti sem ég hef verið í, sagði Páll. SH „Sterk byrjun réöi úrslitum“ Sagt eftir leikinn ALFRED Gíslason lék meö gegn Frökkum þó hann væri lasinn, en hann var meö slæma hálsbólgu. — Viö sofum í frystikistu. Maö- ur veröur aö sofa með trefil og í æfingagallanum. Viö búum viö mjög slæmar aðstæður hér og þaó eru þrír leikmenn veikir. Fengum flensu eingöngu vegna þess hve aöstaöan var slæm. Ég var hálfsmeykur fyrir leik- inn, sagöi Þorbjörn Jensson. Þessi höll sem viö spiluöum í, hún minnti mig svo á höllina sem vió lékum í er Valur mætti Grossvaldstad í úrslitaleik Evrópumeistarakeppninnar og þar gekk okkur illa. Lokastaðan LOKASTAÐAN í B-keppninni { Hollandi varð þessi: Ungverjaland5 3 1 1 106—87 7 Tékkóslóv. 5 3 1 1 110—95 7 V-Þýskaland 5 2 3 0 86—77 7 Svíþjóö 5 2 0 3 107—99 4 Sviss 5 1 1 3 77—114 3 Spánn 5 0 2 3 78—107 2 Island 5 4 Frakkland 5 3 Holland 5 2 ísrael 5 2 Búlgaría 5 1 Belgía 5 1 1 0 114—101 9 1 1 101—94 7 1 2 96—65 5 1 2 97—99 5 0 4 114—113 2 0 4 99—118 2 Holland, ísrael, Búlgaría og Beigía falla niður í C-riöil. Úrslit í leikjum helgarinnar uróu þessi: V-Þýskaland — Spánn 18—18 Ungverjaland — Sviss 28—14 Tékkóslóvakía — Svíþjóó 26—24 Sviþjóö — Sviss 23—10 Tékkóslóvakía — Spánn 20—20 Ungverjal. — V-Þýskaland 12—12 ísland — Frakkland 20—18 Holland — Búlgaría 22—21 ísrael — Belgía 23—17 ísland — Holland 23—17 Frakkland — ísrael 21—19 Búlgaria — Belgía 28—21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.