Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 3 Aðsóknin meiri en nokkurn gat órað fyrir Kvennaathvarf ið: „AÐSÓKNIN hefur verið meiri en okkur gat óraö fyrir,“ sögðu fulltrúar úr samtökum um kvennaathvarf á blaðamannafundi á mánudaginn. Frá blm.fundi samtakanna um kvennaathvarf. Talið frá vinstri: Hildi- gunnur Ólafsdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Ás- laug Rafnar og Anna Magnea Hreinsdóttir. „Frá því að við opnuðum kvennaathvarfið í desember síð- astliðnum hafa 34 konur og 31 barn dvalist í athvarfinu auk þess sem 42 konur hafa leitað stuðn- ings og ráðlegginga símleiðis. Hlutverk kvennaathvarfsins er að veita húsaskjól og aðstoð þeim konum, sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Þær geta hringt til okkar og komið þegar þær vilja, og geta dvalið hjá okkur þar til þær hafa fundið lausn á sínum málum. Þær fá stuðning frá starfsfólki at- hvarfsins, en auk þess reynist oft mikill styrkur að tala við þær kon- ur sem þarna dveljast af sömu ástæðum. Við veitum þeim upplýs- ingar um þá hjálp sem hið opin- bera hefur að bjóða og hvaða rétt þær hafa varðandi skilnað, sam- búðarslit og forræði barna, en spurningar um þetta og aðra lögfræðilega aðstoð eru mörgum kvennanna ofarlega í huga. Til okkar hafa leitað konur á öllum aldri, þær yngstu um tvítugt og þær elstu yfir sextugt. Flestar kvennanna eru þó 35 ára og eldri og hafa þá oft búið við langvar- andi ofbeldi á heimili sínu. Þær dvelja flestar í vikutíma en sumar allt upp í þrjár vikur. Að lokinni dvöl hefur meirihlutinn ákveðið að snúa heim aftur, aðrar standa í skilnaði eða eru óákveðnar. í mörgum tilfellum eiga misþyrm- ingarnar rót sína að rekja til áfengisneyslu og hafa margar konunar fengið fjölskylduráðgjöf hjá félagsmálastofnun og þá mennirnir oft fengist til að fara í meðferð á Silungapoll. Konurnar hafa komið viðar að en úr Reykjavík og símaþjónustan virðist ná til alls landsins. Börnin hafa verið mörg hér og er það oft vegna þeirra eða með þeirra stuðningi að konur hafa leitað til okkar, dvölin hér hefur oftast ver- ið börnunum mikill léttir og sum hafa helst ekki viljað fara aftur heim. Hraðamet Fokkers til Akureyrar FOKKKK-flugvél Flugleiða setti á laugardag nýtt hraðamet á flugleið- inni Reykjavík—Akureyri er þeir Árni Sigurbergsson flugstjóri og Pét- ur Arnarson flugmaður flugu einni vél félagsins norður á 34 mínútum. „Það var góður meðvindur og á tímabili var hraði vélarinnar mið- að við jörð rétt tæpir 600 kíló- metrar á klukkustund, eða 310 hnútar," sagði Pétur Arnarson í samtali við Mbl. Pétur sagði að þeir Árni hefðu farið tvær ferðir til Akureyrar, og í þeirri fyrri hefðu þeir jafnað eldra metið, verið 36 mínútur. „Við ákváðum síðan að vanda okkur enn betur í seinni ferðinni, því við töldum okkur geta bætt metið, þar sem við vorum ekki í mathugleiðingum í fyrri ferðinni," sagði Pétur. Hann sagði að þeir félagar hefðu flogið beint í Botn á norðurleiðinni, en það er stefnu- viti i innanverðum Eyjafirði, þar sem svokallað aðflug úr suðri á Akureyrarflugvöll hefst. Telpa fyrir bíl UMFERÐARSLYS varð á Mela- braut á Seltjarnarnesi á laugar- dag um klukkan 18. Þá varð 8 ára telpa fyrir bíl, en samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar munu meiðsli hennar ekki hafa verið tal- in alvarleg. Kvennaathvarfið starfar núna í leiguhúsnæði en þaðan verðum við að flytja 14. maí. Fyrirsjáanlegt er að við verðum að kaupa húsnæði en mikið vantar upp á enn að sam- tökin hafi bolmagn til þess. Rekstrarkostnaður á mánuði er um 50.000 krónur og eru þar inni- falin laun tveggja starfsmanna og þóknun fyrir lausar vaktir, einnig leigu, hita og rafmagn. Daggjald fyrir þær konur sem hér á at- hvarfinu dvelja er 75 krónur og er það gjald ætlað til matarkaupa. Þrátt fyrir það að börnin fái frítt fæði hefur það sýnt sig að aðeins hluti kvennanna sér sér fært að greiða þetta gjald. Rekstrinum hefur því verið haldið gangandi á gjöfum sem ein- staklingar og fyrirtæki hafa fært okkur. Þeir styrkir sem við fáum frá ríki, borg og öðrum aðilum nema um 100.000 krónum og renna þeir beint í hússjóð. Til að húsnæðiskaupin verði möguleg vantar því töluvert uppá eða sem nemur 1,5 milljónum króna. Við munum þvi í apríl standa fyrir fjáröflun og verðum með merkjasölu dagana 8.-9. april. Það hefur sýnt sig síðustu þrjá mánuði að kvennaathvarfið er nauðsyn. Skrifstofa samtakanna um kvennaathvarf er að Gnoðarvogi 44—46 og er hún opin daglega klukkan 2—4. öllum er velkomið að gerast félagar og er öllum vel- komið að ganga í samtökin. Sím- inn er 31575. Þá hafa samtökin póstgíróreikning og er númer hans 44442-1. Hafskip hf hefuropnað eisin biónustuskrifstofu í eigin þiói Kaup manna höfh l.mars Hafskip — Danmark A/S. Færgehavn Nord Skudehavnsvej 2, 2100 Köbenhavn Ö Sími: (01) 185455 Telex: 19745 Forstöðumaður: Árni Árnason, viðskiptafræðingur. Nýr áfangi er nú í þjónustustarfi Hafskips hf. Frá 1. mars opnuðum við eigin þjónustuskrif- stofu í Norðurhöfninni í kóngsins Kaupmanna-' höfn, en þangað koma skip félagsins vikulega. Við flytjum einnig vöruafgreiðslu félagsins úr Fríhöfninni, á sama stað. Hvorutveggja til mikils hagræðis fyrir viðskiptavini okkar. Tilgangur Hafskips hf. með eigin þjónustuskrif- stofum erlendis er margþættur: • íslenskir aðilar gæta íslenskra hags- muna erlendis. • Beinni og persónulegri þjónusta. • Aukin hagkvæmni, - þ.e. lækkun erlends tilkostnaðar. — Þessu starfi höldum við áfram. Okkar menn,- þínir menn HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.