Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 ÁGÚST INGI JÓNSSON AFINNLENDUM VETTVANGI Með vorinu gæti verð á benzíni lækkað hérlendis ÞÓ SVO AÐ verd á benzíni, gasolíu og öðnim olíuvörum hafi farið lækkandi að undanförnu úti í heimi er þess ekki að vænta, að þessar vörur lækki hérlendis á næstu vikum. í fyrsta lagi er búist við, að það geti orðið í lok aprflmánaðar. Það fer þó eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni, það er á markaði í Rotterdam, og hver þróun íslenzku krónunnar verður gagnvart Bandaríkjadollara. Hann hefur stöðugt styrkzt og auk þess hefur gengissig krónunnar verið mikið að undanförnu. Reyndar sá ríkisvaldið ástæðu til að hækka benzínið á dögunum og rennur sú hækkun beint tii ríkisins í formi vegagjalds. Skattheimta ríkisins af hverjum benzínlítra nemur nú rúmlega 55%. Atök olíuframleiðsluríkja og upplausnin í OPEC á stærstan þátt í lækkun olíuverðs í iðnaðarríkjum og enn er ekki séð fyrir endann á því máli. í framhaldi af ráðherrafundi OPEC-ríkja í Genf 24. janúar lækkaði olíuverðið. Þá var ætl- unin að setja viðmiðunarverð á hverja olíutunnu á 34 dollara, en nú bjóða þjóðirnar niður hver fyrir annarri og 29—30 dollarar fyrir tunnuna heyrist nefnt. Fleiri þættir spila inn í en átökin í OPEC. Nefna má að þessi vetur hefur verið óvenju mildur í Evrópu og til dæmis í Danmörku hefur olíuhitun verið mjög lítil. Framboð hefur því verið meira en eftirspurn. ÚTftW Langmest af þeim olíuvörum, sem íslendingar kaupa, koma frá Sovétríkjunum, Portú- gal er einnig með nokkurn hlut og fleiri koma við sögu þó í litl- um mæli sé. Olíuverð er bundið í dollurum og miðað er við meðal- verð á Rotterdam-markaði. Það verð er fundið út á þann hátt, að tekin eru hæstu og lægstu verð útskipunardag á olíu og benzíni, sem flutt er á tvenns konar hátt, og meðaltal fundið. Annars veg- ar eru tekin cif-verð á stórum skipsförmum og hins vegar fob- verð á minni förmum. Þetta á við samninginn við Sovétríkin, en í viðskiptum við Portúgal eru þessi verð ekki aðeins tekin út- skipunardaginn heldur einnig meðalverð síðustu þriggja virkra daga á undan. Varðandi svartolí- una er rétt að taka fram að ofan á Rotterdam-verð kemur ákveð- in „premía" eða uppbót vegna gæða rússnesku svartolíunnar. Það er föst upphæð, 24 dollarar, sem greiðist ofan á hvert tonn og breytist ekki þó meðalverð hækki eða lækki. Eins og áður er vikið að hefur olíuverð lækkað erlendis að undanförnu og raunar allt frá því á síðustu mánuðum síðasta árs. Hér fer á eftir tafla yfir skráningar í Rotterdam ákveðna daga eða tímabil á sfðustu mán- uðum og einnig það verð, sem miðað var við er verð á benzíni og olíum var ákveðið hérlendis um miðjan janúar en þá var fundið út meðalinnkaupsverð birgða sem til voru í landinu. Miðað er við tonn f töflunni og að sjálfsögðu við Bandaríkja- dollara, en öll innkaup eru miðuð við hann. Varðandi svartolfuna er rétt að taka fram, að uppbótin hefur verið reiknuð ofan á með- alverðið. Benzín Gasolía Svartolia Meðalverð desember 288.10 286.76 186.86 Meðalverð janúar 31. janúar 22. febrúar Verðákv. i janúar 287,07 273,70 274.75 245,50 181,50 253.75 229,00 177,50 303,06 302,82 188,21 Frá áramótum til 22. febrúar lækkaði benzin um 12,27% á Rotterdam-markaði, gasolía iækkaði um 20,42% og svartolía um 9,57% miðað við meðalverð á Rotterdam-markaði án uppbót- ar. Hvað áhrærir svartolíuna hefur verð á þeirri tegund verið stöðugra síðustu ár en á hinum tegundunum, hækkaði minna framan af og nú upp á síðkastið hefur svartolían lækkað hlut- fallslega minna. I Evrópu er svartolían fyrst og fremst notuð til iðnaðar og til að knýja raforkuver. Þess vegna eru ekki árstíðasveiflur í verði svartolíu eins og á benzíni og gasolíu. Benzín hækkar t.d. yfir- leitt á vorin og gasolía aftur á haustin. Þegar verð á olíuvörum var ákveðið um miðjan janúar sl. var endingartími benzínbirgða í landinu talinn 2!/z mánuður og miðað var við gengi dollara 18,410. Endingartími gasolíu- birgða var áætlaður rúmir þrír mánuðir og svartolfubirgða röskir þrír mánuðir. Samkvæmt þessu áttu þessar birgðir að end- ast fram í síðari hluta aprílmán- aðar og á hinum tegundunum aðeins lengur. Olíuvörur eru reglulega keyptar inn og talið er nauðsynlegt að f landinu séu 70—90 daga birgðir. Einkanlega er talið brýnt að hafa góðar birgðir um allt land yfir vetrar- mánuðina. I fljótu bragði gæti virzt rök- rétt samhengi á milli lækkunar olíuverðs erlendis og hérlendis. Þessu er þó ekki að heilsa. Þar sem öll olíuinnkaup eru í dollur- um ræður skráning hans mestu um verðið. Auk þess að þessi gjaldmiðill hefur styrkzt gagn- vart öðrum gjaldmiðlum hefur íslenzka krónan fallið um 17,83% gagnvart dollara frá ára- mótum og enn sígur krónan. Hækkun á dollara frá áramótum til 4. marz var 22,79%. Til að útskýra þetta aðeins nánar má taka tonn af benz- íni á meðalverði birgða við verð- ákvörðun um miðjan janúar og margfalda það með gengi dollara þá. Útkoman úr því reiknings- dæmi verður íslenzkar krónur 5.579. Ef skráning í Rotterdam 22. febrúar er hins vegar tekin og margfölduð með sölugengi dollara þann dag verður útkom- an 4.913 krónur. Sem sagt veru- leg lækkun í krónum. Þessi útreikningur segir þó engan veginn alla söguna og er ónákvæmur. í fyrsta lagi er 3Vt mánaðar greiðslufrestur á olíu- innkaupum og því verður að miða við gengi á greiðsludegi en ekki innkaupsdegi. Hvert gengið verður eftir 3!4 mánuð getur tæpast nokkur maður sagt um. Það er þó sá vandi, sem þeir menn er fjalla um verðlagningu á olíuvörum verða að glíma við. Þá er tollgengi breytilegt frá mánuði til mánaðar, en tollar eru greiddir við uppskipun. Dæmin, sem sett eru upp hér að framan, gefa þó nokkra hug- mynd um þróun benzínverðs gagnvart íslenzku krónunni og er kemur fram á vor gætum við sem sagt í fyrsta lagi átt von á benzínlækkun. Hins vegar má ætla að lækkun benzínverðs er- lendis hafi komið í veg fyrir verðhækkanir hér á landi. Sú hækkun sem varð í liðinni viku var eingöngu vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Fleira kemur inn í, til dæmis staða innkaupajöfnunarreikn- ings. Nafnið segir að hluta hvert hlutverk þessa reiknings er; að jafna mun á verði milli ein- stakra farma og um leið að hamla gegn of örum breytingum á verði innanlands. Til að ekki myndist útstreymi úr þessum reikningi, þ.e. halli gagnvart olíufélögunum, þarf að áætla gengið á greiðsludegi. Undanfar- in ár hefur verið neikvæð staða á þessum reikningi. Við verðákvörðun um miðjan janúar var staða reikningsins neikvæð, sem hefur í för með sér að ákveðið tillag eða greiðsla fer af verðinu til að laga stöðu reikningsins. Þegar hallinn á reikningnum hefur verið greidd- ur jafnast tillagið út. Benzín- reikningurinn var neikvæður um 16,6 milljónir króna í janúar, en áætluð staða hans um síðustu mánaðamót var neikvæð um 10,5 milljónir króna. Á gasolíu var innkaupajöfnunarreikningur neikvæður um 25 milljónir í janúar, en áætluð staða um síð- ustu mánaðamót var neikvæð um 12,6 milljónir. Fyrir svart- olíu var staðan neikvæð um 10,9 milljónir í janúar, en áætlaður halli um síðustu mánaðamót var 6,7 milljónir króna. Staðan á innkaupajöfnunarreikningi hef- ur því lagazt verulega að undan- förnu. Útsöluverð á hverjum lítra af benzíni er nú 15,90 kr. og skiptist verðið sem hér segir: Innkaupsverð (cif) 4,44 kr. (27,92%) Opinber gjöld 8,81 kr. (55,41%) Dreifingarkostnaður frá innflutningshöfn 1,63 kr. (10,25%) Verðjöfnunargjald 0,17 kr. (1,07%) Tillag til innkaupa- jöfnunarreiknings vegna halla og gengishreyfinga 0,85 kr. (5,35%) Með opinberum gjöldum er átt við tolla, tollaf- greiðslugjald, benzingjald, sölu- skatt, landsútsvar, leyfisgjöld og bankakostnað. Það sem kallað er dreifingarkostnaður frá inn- flutningshöfn er hlutur olíufé- laganna í verðinu. Verðjöfnun- argjald stendur undir samræm- ingu á verðinu, þannig að hver lítri kostar það sama hvar sem er á landinu. Verð á gasolíu er nú kr. 7,05 á hvern lítra og er það myndað á allt annan hátt en benzínverðið eða sem hér segir: Innkaupsverö (cif) Opinber gjöld Dreifingarkostnaður Verðjöfnunargjald Tillag 5,00 kr. (70,92%) 0,21 kr. (2,98%) 0,79 kr. (11,21%) 0,21 kr. (2,98%) 0,84 kr. (11,91%) Á síðasta ári keyptu íslend- ingar bílabenzín, flugvélabenzín, lakkbenzín, steinolíu, þotuelds- neyti, gasolíu, svartolíu og smur- olíur fyrir um 1,7 milljarða króna. Bílabenzín var keypt inn fyrir 334 milljónir, þotueldsneyti fyrir 200 milljónir, gasolía fyrir 664 milljónir og svartolía fyrir 300 milljónir króna. Af olíuinn- flutningnum kom langmest frá Sovétríkjunum eins og áður sagði. Búizt er við svipaðri notk- un á þessu ári og því síðasta. (Samantekt þessi er byggð á opinberum skýrslum og upp- lýsingum frá Gunnari G. Þor- steinssyni varaverðlagsstjóra, Jóni Júlíussyni í viðskipta- ráðuneytinu og Árna Þor- steinssyni, sem sér um sam- eiginleg innkaup olíufélag- anna.) Margarita Zimmermann, - Dalton Baldwin Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíói 5. mars ’83 Flytjendur: Margarita Zimmer- mann messósópran, Dalton Baid- win, píanó. Verkefni: Lög eftir ýmis tónskáld. Argentínska messósópran- söngkonan Margarita Zimmer- mann og píanóleikarinn Dalton Baldwin héldu tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Háskólabíó sl. laugardagskvöld. Það er til lítils að reyna að lýsa list Zimm- ermanns, því stóru lýsingarorðin eru stundum notuð af minna til- efni. Ég vil aðeins taka fram að Margarita Zimmermann er stór- kostleg söngkona. Hún hefur Margarita Zimmermann Dalton Baldwin mikið að gefa, og með söng sín- um upphefur hún gráma hvers- dagsins og hrífur áheyrendur með sér á vængjum söngsins. Er þá sama hvort um er að ræða verk eftir Pergulesi, Tsjækovsky eða einhverja aðra minni spá- menn. En sérstök ánægja var að hlusta á lög þeirra Granados og De Falla í frábærri túlkun Zimmermanns. Og ekki var píanistinn af lak- ara taginu. Dalton Baldwin er okkur að góðu kunnur frá fyrri heimsóknum. Hann er án efa einn allra fremsti í sinni grein. Flauelismjúkur áslátturinn og kúltíveruð spilamennskan er óviðjafnanleg. Enda var sam- vinna þeirra eins og best verður á kosið. Það er okkur ánægjuefni að vita að Dalton Baldwin mun koma aftur til okkar í sumar. Vonandi eigum við einnig eftir að njóta söngs Margarita Zimm- ermanns oftar. Hún á nú hóp staðfastra aðdáenda á íslandi. Egill Friöleifsson. Heildarafli það sem af er árinu meiri en í fyrra Ólafavík, 2. marz. TÍÐARFAR hefur veriö í hæsta máta erfitt hér í vetur. Þykir okkur sem höf- um fast land undir fótum nóg um. Þvf má geta sér til um erfiðleikana við sjó- sóknina f svona tíðarfari. Allir bátar hafa nú skipt yfir á net og eru þeir 23 og að auki einn á trolli. Heildarafli í Ólafsvík á árinu var í febrúarlok 2.626 lestir í 550 sjóferðum, en var 2.480 lestir í 403 sjóferðum í fyrra. Febrúar- aflinn er 1.568 lestir f 353 sjóferðum, þaraf 182 tonn togaraafli. Aflahæstur báta er Gunnar Bjarnason með 239 tonn f 37 róðrum. Annar í röðinni er Steinunn með 202 tonn í 40 róðrum, en þessir bátar réru með línu og síðan net. Matthild- ur er hæst báta sem hafa róið með net eingöngu og hefur fiskað 151 tonn í 33 róðrum. Vonir standa til að afli glæðist ef veðráttan lagast þvf vart hefur orðið við loðnu á miðun- um. Hér er rysjuveður í dag, vestanátt með stormi í éljum og eru allir bátar í höfn. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.