Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
Ekki rætt um öldudali
í Liverpool lengur
— Man. Utd. vann Manchester-leikinn
— Watford gefur ekki þumlung eftir
LEIKMENN LIVERPOOL hafa dregið sig upp úr öldudalnum, þar sem
liöið lék fjóra leiki í röð án árangurs, tapaði þremur og gerði eitt
jafntefli. Ekki er víst aö leikmenn liðsins séu ánægðir með að töpin
hafa öll verið í bikarleikjum, því hin 15 stiga forysta liðsins í 1. deild
hefði boðið upp á þann lúxus að tapa 1—2 leikjum í deildinni frekar en
í bikarkeppnunum. Fyrir vikið er Liverpool úr leik í FA-bikarnum og
stendur illa að vígi í Evrópukeppni meistaraliöa eftir 0—2 tap í Pól-
landi. En deildarkeppnina hafa Liverpool-karlarnir til þessa afgreitt
eins og að drekka vatn. Stoke varð fyrir barðinu á vélinni miklu á
laugardaginn. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá Stoke og Liverpool
gaf ekki eftir millimetra af forystunni. Um 30.000 manns urðu vitni að
stórleik Liverpool og Ken „gamli“ Dalglish skoraöi fyrsta markið eftir
aöeins sjö mínútur. Yfirburðir Liverpool miklir og Phil Neal bætti öðru
marki við á 36. mínútu. Dalgiish var aftur á feröinni á 47. mínútu, en
Paul Bracewell lagaöi stöðuna lítillega fyrir Stoke tveimur mínútum
síðar. En ekkert varð úr frekari fjörbrotum af hálfu Stoke. Craig John-
stone skoraði fjórða markiö á 76. mínútu og Graeme Souness rak
smiðshöggiö á stóran Liverpool-dag með því að skora fimmta markiö
á síðustu mínútu leiksins. Urslit leikja í 1. deild uröu annars sem hér
segir:
Arsenal — N. Forest 0—0
Aston Villa — Norwich 3—2
Coventry — Watford 0—1
Ipswich — Birmingham 3—1
Liverpool — Stoke 5—1
Luton — WBA 0—0
Man. City — Man. Utd. 1—2
N. County — Tottenham 3—0
Southampton — Swansea 2—1
Sunderland — Everton 2—1
West Ham — Brighton 2—1
Mesti áhorfendafjöldi tímabils-
ins á Main Road, 45.000 manns,
tróð sér á völlinn til að fylgjast með
viðureign Manchester-liðanna
frægu. Eins og venjulega var um
mikinn baráttuleik aö ræöa. Gekk
á ýmsu í fyrri hálfleik og hið stjörn-
umskrýddra liö United gekk ekkert
of vel að ná tökum á leiknum.
Enda var þaö baráttuglatt lið City
sem náði forystunni. Kevin Reaves
skoraði af stuttu færi eftir horn-
spyrnu Asa Hartford og frekari
undirbúning Bobby McDonald.
Markiö kom á 32. mínútu leiksins.
United náði góðum tökum á leikn-
um í seinni hálfleik og haföi þá
mikla yfirburði. Frank Stapleton
jafnaði metin með góðu marki að-
eins fjórum mínútum eftir leikhléið
og sigurmarkiö skoraöi Stapleton
einnig, sem skalla eftir hornspyrnu
Arnold Muhren á 76. mínútu.
En Watford hékk í sæti númer
tvö þrátt fyrir sigur United gegn
erkifjandanum. Watford sótti Cov-
entry heim og voru áhorfendur að-
eins um 11.000. Að scgn frétta-
skeyta fór leikurinn fram að því er
virðist á 78 snúningum og var lítiö
um fallega knattspyrnu, hlaupiö og
puöað þeim mun meira. Sigur-
markið skoraði Les Taylor, þremur
mínútum fyrir hálfleik.
Everton fór ekki beinlínis silki-
hönskum um UEFA-sætismögu-
leika sína í Sunderland, 1—2 tap
varð raunin og kannski hafa leik-
menn liðsins veriö með hugann við
fjórðungsúrslitaleikinn í bikar-
keppninni gegn Manchester Unit-
ed næstkomandi laugardag. Garry
Rowell náði forystunni fyrir Sund-
erland, sem klifrar upp töfluna á
miklum hraöa um þessar mundir.
Skoraði strákur úr víti, en Graeme
Sharp jafnaði með hörkugóðu
skallamarki og var staðan i hálfleik
1 — 1. Heimaliðið hafði yfirburöi í
seinni hálfleik og þá skoraöi Row-
ell sigurmarkið, 16. mark hans í
vetur.
Nottingham Forest bætti stööu
sína fremur lítið meö markalausu
jafntefli á Highbury, þar sem Ars-
enal var mun ákveönari aðilinn í
annars hrútleiðinlegri viðureign.
Aston Villa hreiðraði hins vegar
enn frekar um sig í UEFA-sætun-
um með 3—2 sigri gegn Norwich.
Sigurinn náöist ekki átakalaust,
Norwich náði tvívegis forystunni,
fyrst með marki Mark Barham á
19. mínútu. Peter Withe jafnaöi
fjórum mínútum síðar, en Denis
Van Wyjk skoraði aftur fyrir Nor-
wich á 54. minútu. Villa tókst að
jafna með marki Eamon Deacy og
síöan buldu sóknarloturnar á vörn
Norwich uns hún gaf eftir og Garry
Shaw skoraði sigurmarkið á 79.
mínútu.
Ipswich og Notts County unnu
góöa sigra. Ipswich fékk botnliðið
Birmingham í heimsókn og bauö
leikurinn upp á fátt sem gladdi
1. DEILD
IJverpooJ 29 20 6 3 70- -24 66
Watford 29 16 4 9 50- -31 52
M»n. Utd. 29 14 9 6 39—23 51
Notth. For. 29 13 7 9 42- -36 46
Astoo Vitla 29 14 3 12 43- -39 45
Soutbampton 30 12 7 11 40- -44 43
('oventry 29 12 6 11 39- -38 42
IpHwich 29 11 8 10 46- -33 41
Kverton 30 11 8 11 46- -38 41
West Ham 28 13 2 13 45- -42 41
WBA 30 10 11 9 38- -36 41
Stoke 29 12 5 12 41- -46 41
Tottenbam 29 11 7 11 39- -40 40
Notts Coonty 30 12 4 14 42- -50 40
Araenal 28 10 8 10 34 -34 38
Man. City 31 10 8 13 39 -50 38
Sunderland 29 9 9 11 35- -44 36
Laton 28 7 10 11 47- -57 31
Norwkh 29 8 6 15 31- -48 30
Swansea 30 7 7 16 36—46 28
Brighlon 30 7 7 16 28- -56 28
Birminghaia 28 5 12 11 24- -39 27
Wofves 30 18 6 6 55- -32 60
QPK 29 18 5 6 50- -23 59
Fnlham 29 15 7 7 50- -35 52
Lekester 30 14 4 12 51- -33 46
Oldbam 31 10 14 7 49—37 44
Sheffíeld Wed. 29 11 10 8 44-36 43
Karnsley 29 11 10 8 43- -37 43
LeedsUtd. 29 9 15 5 37- 33 42
Grimsby 30 12 6 12 41- -49 42
Newcastle 29 10 11 8 44- -39 41
Shrewsbury 29 11 8 10 36—38 41
Blackburn 30 10 9 11 40- -42 39
Charlton 29 10 6 13 45- -61 36
Cbebea 30 9 8 13 41- -44 35
Bolton 30 9 8 13 35—42 35
Crystal Pal 29 8 10 11 31- -37 34
Rotherham 30 8 10 12 32- -44 34
CarlLsle 30 8 9 13 49- -53 33
Burnley 28 8 5 15 44- -49 29
Cambridg? 29 7 8 14 30-46 29
Middlesbro 29 6 11 12 31- -57 29
Derby County 28 5 12 11 33- -44 27
• Allir vilja nú halda meö Liv-
erpool og ekki fækkar þeim eftir
þessa myndbirtingu, þaó má
bóka.
augað, enda lék Birmingham ótrú-
lega stífan varnarleik. Ipswich rauf
þó múrinn þrívegis í upphafi seinni
hálfleiks, Trevor Putney, Russel
Osman og Alan Brasil skoruðu
mörkin. Birmingham náði stöku
skyndisókn og eftir eina slika skor-
aði bakvöröurinn Mark Dennis
eins mark liðsins á 67. mínútu.
Notts County vann sinn þriöja
sigur í röð, að þessu sinni á kostn-
að Tottenham, sem er ekki hálfur
skugginn af því stórliði sem félagiö
tefldi fram á síðasta tímabili. John
Chiedozie skoraöi tvö af mörkum
Notts County og Dave Hunt læddi
inn einu á milli. Mörkin voru öll
skoruð í fyrri hálfleik, er heimaliöiö
hreinlega lék sér að Tottenham.
Seinni hálfleikurinn var jafnari og
jafnframt daufari.
Tvö önnur botnlið máttu sætta
sig við tap og eru eftir sem áður í
miklum vanda, Brighton og
Swansea. Brighton sótti West Ham
heim, en heimaliðiö hafði ekki unn-
ið síöustu átta leiki sína. Leikurinn
þótti hreint lygilega lélegur alveg
fram undir þaö siöasta, en loka-
mínúturnar voru ævintýralegar.
Hasarinn hófst á 82. mínútu þegar
Enska
' knatt-
spyrnan
Gerry Ryan skoraði fyrir Brighton
og var það ekkert sérlega ósann-
gjarnt. En aðeins mínútu síðar
skoraði varamaðurinn Alan Dick-
ens fyrir West Ham með skoti af
30 metra færi. Og ekki leið ein
mínúta til viðbótar áður en Tony
Cottee skoraöi sigurmarkið með
þrumufleyg af 35 metra færi.
Swansea fékk einnig á baukinn
og var leikur liðsins í Southampton
einn af óvenjumörgum lélegum
leikjum helgarinnar. Ekkert var
skorað í fyrri hálfleik, en á 61. mín-
útu skoraöi Jim Loveridge fyrir
• Clive Allen grimmur á svip. Hann var grimmur vió Jim Platt í marki
„Boro“ á laugardaginn, sendi knðttinn þrívegis í netió hjá honum.
• Frank Stapleton skoraöi tví-
vegis fyrir Man. Utd. gegn Man.
City.
Swansea gegn gangi leiksins.
Heimaliöið hafði svarað fyrir sig
tveimur mínútum síðar, lan Baird
skoraði og Dave Armstrong skor-
aöi síðan sigurmarkiö á 77. mín-
útu.
Enn einn fallkandídatinn, Luton,
tók á móti WBA í Luton. Ekkert
mark var skorað í leiknum, þriöja
0—0 jafntefli WBA í röð.
Lítum loks á helstu punktana í 2.
deild:
Rotherham 0 — Shrewsbury 3
(Williams, Bates, Browns)
Charlton 5 (Bullivant, Smith, Pat-
es, Simonsen 2) — Chelsea 2
(Robson, Lee)
Barnsley 3 (Birch, McCarthy,
Ronson ) — Bolton 1 (Rudge)
Carlisle 0 — Oldham 0
Cr. Palace 0 — Newcastle 2 (Var-
adi, Waddle)
QPR 6 (Mickelwaith, Flannagan,
Allen 3, Gregory) — Middles-
brough 1 (Kennedy)
Grimsby 1 (Crummin) — Sheffield
W. 1 (Pearson)
Wolverhampton 1 (Eaves) — Cam-
bridge 1 (Mayo)
Leeds 2 (Grey, Hird) — Blackburn
1 (Lowy)
Leicester 1 (Lynex) — Derby 1
(Barton)
Burnley 1 (Flynn) — Fulham 0
Knatt-
spyrnu
úrslit
3. (toikJ:
Bristol R. — Orient 2—1
Doncaeter — Bradford 1—2
Gillingham — Bournemouth 2—5
Lincoln — Brentford 2—1
Osford — Wrexham 2—0
Ptymouth — Cheaterfield 2—0
Preston — Portsmouth 0-0
Sheffield Utd. — Exeter 3—0
Walsatl — Mitlwall 4—0
Wigan — Reading 2—2
4. deild:
Alderehot — Hartlepool 0—2
Bury — Oarlington 3—0
Chealer — Colcheater 1 — 1
Hereford — Blackpooi 0-0
Manafield — Swindon 1—0
Northampton — Hull 1—2
Port Vale — Crewe 1 — 1
Torquai — Pelerbrough 2—1
Tranmere — Scunlhorpe 0—4
Wimbledon — Bristol C. 2—1
Vork — Slockport 3—1
Skotland:
Dundee — St. Mirren 2—5
Kilmarnock — Aberdeen 1—2
Morton — Coltic 0—3
Molherwell — Dundee Uld. 1—4
Rengera Hllbernian i—i