Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 79 ísafjörður: Rekstrartekjur bæjarsjóðs áætlaðar með 60,3% hækkun „Á FUNDI bæjarstjórnar ísafjarðar- kaupstaðar 10. mars sl. var fjár- hagsáætlun kaupstaðarins fyrir árið 1983 samþykkt samhljóða með 9 at- kvæðum meiri- og minnihluta bæjar- stjórnar ísafjarðar. Fjárhagsáætlunin, sú er nú hef- ur verið samþykkt, styðst við annan bókhaldslykil en þann er notast hefur verið við undangeng- in ár og er hér um verulega breyt- ingu að ræða. Bæði er um upp- stokkun á kostnaðarliðum og til- flutning á milli málaflokka að ræða. Hér er á ferðinni samræmd- ur bókhaldslykill Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Nú þegar hefur 21 sveitarfélag tekið upp þennan samræmda lykil með 55.182 íbúum. Heildar rekstrartekjur bæjar- sjóðs ísafjarðar eru áætlaðar kr. 84.302.400, sem er um 60,3% hækkun frá sömu áætluðu tekju- liðunum 1982. Sameiginlegar tekj- ur, þ.e.a.s. skattgjaldstekjur og vaxtatekjur eru þar af alls kr. 62.992.900. Helsti tekjustofn bæjarsjóðs er útsvör, en þau eru áætluð kr. 37.032 þús. Nauðsynlegt reyndist að nýta lagaheimild til að inn- heimta útsvör með álagi og var útsvarsálagning ákveðin 12,1%. Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar kr. 6.200 þús. þar af er áætlaður afsláttur vegna elli- og örorkulífeyrisþega að fjárhæð kr. 475 þús. Veittur er í ár 50% af- sláttur af vatnsskatti og holræsa- gjaldi. Af öðrum tekjuliðum má nefna framlag úr jöfnunarsjóði og landsútsvar kr. 7.365.400, aðstöðu- gjald kr. 6.750 þús. Til ráðstöfunar eru einnig fram- lög ríkissjóðs til sameiginlegra framkvæmda ríkis og bæjarfélags að fjárhæð kr. 4.121 þús. og áætlað er að taka að láni kr. 7.596 þús, þar af er áætlað til að bæta lausa- fjárstöðu bæjarsjóðs kr. 5.000 þús. Útgjöld bæjarsjóðs eru flokkuð í þrennt: Til reksturs og gjald- færðrar fjárfestingar, til eign- færðrar fjárfestingar og fjár- ráðstöfunar. Þá er útgjöldum skipt eftir málaflokkum. í fjár- hagsáætlun er mestu fé ráðstafað til almannatrygginga og félags- hjálpar eða um 16,5% af sameig- inlegum tekjum og tekjum af málaflokkum samtals. Þá er áætl- að að verja til fjárfestingar og reksturs verklegra framkvæmda um 14,3%, vegna fjármagnskostn- aðar um 12,4%, fræðslumála 12%. Af öðrum málaflokkum má nefna að 10% fara til yfirstjórnar kaup- staðarins, 6% til æskulýðs og íþróttamála og 5% til hreinlæt- ismála. Gert er ráð fyrir að seldar verði fasteignir í eigu bæjarsjóðs fyrir kr. 2 milljónir. Gert er ráð fyrir framlagi til Hafnarsjóðs að fjár- hæð kr. 1.263 þús. vegna reksturs. Helstu framkvæmdir skv. áætl- uninni á vegum bæjarsjóðs eru dagheimili við Eyrargötu. Áætlað er að verja kr. 1.658 þús vegna dagheimilisins. Framlag bæjar- sjóðs vegna framkvæmda við Fjórðungssjúkrahúsið og heilsu- gæslustöðina er áætlað kr. 1.250 þús. Gert er ráð fyrir að verja kr. 630 þús. vegna hönnunar og undir- búningsvinnu nýs íþróttahúss á Isafirði. 300 þús kr. framlag í hönnunarkostnað vegna bygg- ingar tónlistarskóla. 150 þús. kr. vegna hönnunar stjórnsýsluhúss. Gert er ráð fyrir að verja, ásamt framlagi ríkissjóðs, kr. 3.100 þús. vegna hafnarmannvirkja við Sundahöfn. Gert er ráð fyrir framlagi að fjárhæð kr. 200 þús. til Rauðakrossdeildar ísafjarðar vegna kaupa á nýrri sjúkrabifreið. Gert er ráð fyrir nýframkvæmd- um vegna gatna og holræsa fyrir um 3.100 þús. kr. Vegna Hlífar — íbúða aldraðra — er gert ráð fyrir að verja kr. 620 þús. Ýsmar fleiri framkvæmdir eru á döfinni á vegum ísafjarðarkaup- staðar á þessu ári. Rétt er að geta hér nokkurra rekstrarliða sem gert er ráð fyrir að aukist verulega á þessu ári. Hér er helst að telja rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar, sjúkraflutn- inga og með tilkomu Hlifar — íbúða aldraðra — hefur verið veruleg breyting á félagsstarfi aldraðra hér í bæ sem kallar á aukinn kostnað." Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga aö fara 23. apríl nk. liggur frammi almenningi til sýnis á mann- talsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2. 2. hæö, alla virka daga frá 22. mars — 8. apríl nk. þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrif- stofu borgarstjóra eigi síöar en 8. apríl nk. Menn eru hvattir til aö kynna sór hvort nafn þeirra sé á kjörskránni. Reykjavík 20. mars, 1983. Borgarstjórinn í Reykjavík. GULLNA LINAN FRA MARANTZ DC-350 System 1 50-70 Wött. Frá aldaöðli hafa menn reynt að búa til hreint gull en enn hefur engum tekist það. Hreint gull hefur aldrei verið til og jafnvel besta gull er aðeins hreint að 99,98% en 0,02% eru önnur efni. Samt sem áður hafa menn talið gull vera tákn fullkomnunar og lykil að auðæfum og velsæld. Á þessari öld hafa verkfræðingar, vísindamenn og tónlistarmenn leitast við að uppfylla annarskonar draum: drauminn um fullkomin hljómtæki. En 100% hreinn hljómur hefur reynst vera jafn torfundinn og 100% hreintgull. Tæknimenn MARANTZ hafa þó að okkar mati komist nær tak- markinu en gullgerðarmenn. Cullna línan frá MARANTZ er svo nærri fullkomnun að jafnvel besta tóneyra greinir ekki mun. Aðeins tæknimenn MARANT^ geta með réttu sagt að enn megi bæta ögn um, en við látum okkur nægja dóma tónlistarsnillinga og notenda um heim allan. Ressvegna höfum við hjá MARANTZ ákveðið að gull skuli vera framtíðarlitur allra tækja okkar. Þannig getur þú á augabragði greint MARANTZ frá öðrum tækjum, sem ekki hafa náð sömu fullkomnun. © MERKI UNGA FÓLKSINS I tilefni ferminganna bjóöum viö System 1 á vildarlgörum, tilboð okkar samanstendur af: • Magnara 2x25W RMSeða 2x35 W DIN. Petta er hæfilegur kraftur fyrir kröfuharða tón- listarunnendur. • útvarpsmóttakari: FM-Stereo og MW bylgjur. Allt þetta kr. 5.000.- Stgr. kr. #Segulbandstæki: Dolby, Metal, Fluor mælar. ®Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, léttarmur, vökvalifta. #Skápur: Sá flottasti í bænum. ®Hátlarar: 2x60 Wött 3 way tryggja hljómgæði sem eru einstök. út og rest á 6 mán. 23.730.- SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.