Morgunblaðið - 15.05.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.05.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 7 „Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er sáu hann upp risinn. Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarer- indið öUu mannkyni ..." (Mark. 16:11,—20.) Uppstigningardagur er lið- inn, og nú horfum við fram til hvítasunnunnar, sem er um næstu helgi. í dag fer vel á því að staldra við guðspjall upp- stigningardagsins. I mínum huga er uppstigningardagur- inn mikilvæg hátíð í helgihaldi okkar kristinna manna. Þá minnumst við þess að Jesús sté upp til himna og settist við hægri hönd Guðs, eins og sagt er frá í guðspjallinu. Hvað þýðir þetta? Er uppstigningin ef til vill vandræðalegt feimnismál á okkar tímum? Er þessi grein trúarjátningarinnar kannski leifar úreltrar heimsmyndar sem Galilei o.fl. hafa rækilega afsannað? Þessu svara eflaust sumir játandi. Jafnvel vísinda- maður á borð við geimfarann Gagarin lét hafa eftir sér á sínum tíma, að hann hefði ekki séð Guð úti í himingeimnum á ferðum sínum. Nei, fyrir kristnum manni er uppstigningin ekkert feimn- ismál. Jesús Kristur kom inn í þessa veröld sem sannur mað- ur en um leið sannur Guð. Hann gekk inn í kjör okkar mannanna sem auðmjúkur þjónn, sem svo lagði líf sitt í sölurnar, gaf líf sitt á krossi til að friðþægja fyrir syndir mannanna. Upprisan verður svo kröftugur vitnisburður um það, að Jesús sigraði dauðann og gaf okkur hlutdeild í eilífa lífinu með sér. Eftir upprisuna birtist hann lærisveinunum oft til þess að þeir gætu áttað sig á því að hann var sannar- lega upprisinn. Uppstigningin þýðir því það, að Jesús hætti að birtast lærisveinunum í upprisulíkama sínum, en er nú eitt með Guði föður. Þessi sami Jesús sem gekk um í Gal- íleu forðum, boðaði Guðsríki, gerði gott, læknaði, hjálpaði, huggaði, hann hefur nú lokið verki sínu og nú hefst nýr þáttur í starfi hans og allri hjálpræðissögunni. Nú er hann ekki lengur bundinn viðjum mannlegs lífs, er hann bast, er hann fæddist hér á jörð. Nú er hann að verki um víða veröld fyrir heilagan anda bæði hér á gamla Fróni og annars staðar í veröldinni á sama tíma. í dag er sunnudagur. Um alla jörð koma kristnir menn saman. Milljónir manna af öll- um þjóðernum og menning- Upp- stigning arstigum. Lofgjörðin sem stíg- ur í hæðir er til hins upprisna frelsara, sem svo sannarlega er nálægur til að blessa, líkna og hjálpa. Guðspjall dagsins segir okkur frá því þegar Jesús birt- ist lærisveinunum í síðasta sinn. Það mætti ætla að ein- mitt þá hefði hann notað tæki- færið til að þakka þeim fyrir samfylgdina, jafnvel gefið þeim viðurkenningu fyrir dygga þjónustu. Nei, það er annað sem hann þarf að segja. Hann ávítar þá fyrir vantrú þeirra og harúð hjartans. Slá- andi orðalag. Það er sem allt hrynji, þessir menn sem hafa fylgt honum í ein þrjú ár eru þá ekki betur í stakk búnir en þetta. — En Jesús hafði meira að segja við þessa ófullkomnu menn: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni! M.ö.o. hann ætlaði að senda þessa trúarveiku menn af stað til að prédika fagnaðarerindið öllu mann- kyni. Hver varð árangurinn? — Var hægt að búast við miklu af þessum mönnum? Eitt er víst að lærisveinarnir fóru af stað, en ekki í eigin krafti. Þeir biðu hvítasunnunnar, biðu þess að heilögum anda yrði úthellt í hjörtu þeirra, að þeir öðluðust kraft af hæðum, en svo fóru þeir af stað. Ekki svo að skilja að eftir hvítasunnudaginn hafi þeir orðið fullkomnir menn. Langt því frá. Enda segir öll kirkjusagan okkur sögu af breyskum lærisveinum sem aftur og aftur brugðust og settu ljóta bletti á líf og starf kirkjunnar. En kirkjusagan segir líka frá ófullkomnum og trúarveikum mönnum sem fet- uðu í fótspor postulanna og prédikuðu fagnaðarerindið af krafti, já svo miklum krafti að brátt barst kristin trú um víða veröld. Árangurinn er því augljós, hann blasir við hvar sem litið er, því kristin trú hefur sett mark sitt á svo ótalmargt í veröldinni sem ekki verður móti mælt. Drottinn kirkjunnar gat notað trúarveika menn á sín- um tíma. Þess vegna megum við trúa því að hann geti líka notað þig og mig, þó að við finnum til vanmáttar, já jafn- vel þótt efasemdir og harðúð hjartans sé fyrir hendi, þá vill hann nota okkur í þjónustu sinni. Hann vill gefa okkur kraft heilags anda til þess að vera ljósberar fyrir hann í þessum heimi. Hann vill leyfa okkur að finna það og reyna, að hann er hinn sami í dag og í gær og um aldir. Nú á tímum er öflugt kristniboð í mörgum löndum. Það er hrífandi að lesa um árangur þessa starfs, því hann er mikill, ekki síst í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Þús- undir manna gefa það til kynna að þeir vilji ganga Kristi á hönd, og þessi árangur er svo mikill, að það fer ekki milli mála að Drottinn er í verki með ljósberunum mörgu. Guð gefi okkur öllum náð til þess að reikna með nálægð hins upprisna frelsara og starfa í anda hans. Sauðárkrókur: Héldu upp á 40 ára afmæli Sambands skagfirzkra kvenna Sauðárkróki, 13. maí. SAMBAND skagfirzkra kvenna minntist 40 ára afmælls síns með hófi í Félagsheimilinu Bifröst sl. miðviku- dagskvöld. Þar komu saman um 180 konur víðs vegar að úr héraðinu og má það teljast til tiðinda að 74 þeirra skörtuðu íslenzka þjóðbúningnum. Guðrún L. Asgeirsdóttir frá Mælifelli stjórnaði hófinu af mikl- um skörungsskap. Pála Pálsdóttir rakti sögu sambandsins og Árdís Björnsdóttir flutti hátíðarljóð eftir Emmu Hansen. Hulda Jónsdóttir söng gamanvísur eftir Kristbjörgu Bjarnadóttur frá Litlu-Brekku og kvenfélagskonur frá Sauðárkróki sýndu þjóðdansa undir stjórn Eddu Baldursdóttur. Tveimur karl- mönnum var hleypt inn f fagnaðinn, Jóhanni Má Jóhannssyni og Þor- bergi Jósefssyni, sem sungu fyrir konurnar, en fóru síðan heim. Meðal gesta voru fulltrúar frá Kvenfélaga- sambandi íslands og Sambandi norðlenzkra kvenna. Formaður af- mælisnefndar var Sólveig Arnórs- dóttir í Útvík, en hún var nýlega kjörinn formaður Sambands skag- firzkra kvenna í stað Guðrúnar á Mælifelli, sem er á förum úr hérað- inu. Voru Guðrúnu færðar þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu sam- bandsins og óskað heilla á nýjum vettvangi. Á uppstigningardag var opnuð sýning í Safnahúsi Skagfirðinga, sem bar nafnið „Heimalist skag- firzkra kvenna“. Sýningin var liður í afmælishaldi sambandsins. Þar gaf að líta fjölda málverka, útskurð og útsaum og skorti ekkert á litadýrð- ina. Sýningin stóð aðeins þennan eina dag og sáu hana um 300 manns. - Kári. eöa 8% ? Verðtrygging veitir vörn gegn verðbólgu - en hefur þ hugleitt hversu mikla þýðingu mismunandi raunvextir haf fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við því. VERÐTRYGG0UR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A AVÖXTUN Verðtrygging m. v. lánskjaravisitöhj Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til aö tvöf raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst. eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. rikissj. 3.5% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% 100% Verðtryggð veðskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskirteini ríkissjóðs Verðtryggður sparisjöðsreikningur GENGI VERÐBRÉFA 15. MAI VERDTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI M RÍKISSJÓDS: pS 1970 2. flokkur 13.855,78 1971 1. flokkur 12.027,68 1972 1. flokkur 10.431,62 1972 2. ftokkur 8.843,15 1973 1. flokkur A 6.292,86 1973 2. flokkur 5.796,55 1974 1. flokkur 4.001,64 1975 1. ftokkur 3.291,94 1975 2. flokkur 2.480,14 1976 1. flokkur 2.349,92 1976 2. flokkur 1.873,90 1977 1. flokkur 1.738,24 1977 2. flokkur 1.451,72 1978 1. flokkur 1.178,60 1978 2. flokkur 927,70 1979 1. flokkur 781,96 1979 2. fiokkur 601,76 1980 1. flokkur 441,15 1980 2. flokkur 346,95 1981 1. flokkur 298,08 1981 2. flokkur 221,39 1982 1. flokkur 200,99 1982 2. flokkur 150,24 MeAalivöxtun umfram varðtryggingu ar 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRY GGD: Sölugengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 1983: VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umtram 2 afb./ári (HLV) verðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2%% 7% 4 ár 91,14 2%% 7% 5 ár 90,69 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7Vi% 7 ár 87,01 3% 7%% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDR/ETTISLÁM RlKISSJÓÐS ÍSi C — 1973 3.340,09 D — 1974 2.872,15 E — 1974 2.021,38 F — 1974 2.021,38 Q — 1975 1.339,92 H — 1976 1.224,53 I — 1976 971,46 J — 1977 867,10 1. fl. — 1981 186,83 HLUTABRÉF: Skeljungur hf. kauptilboð óskast. Eimskip hf. kauptilboö óskast. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaðarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.