Morgunblaðið - 15.05.1983, Side 20

Morgunblaðið - 15.05.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Sögulegar stjómarmyndanir og þáttur forseta íslands Samantekt Bj.Bj. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, glímir nú við fyrstu stjórnarkrepp- una síðan hún var kjörin til hins háa embættis sumarið 1980. Forverar hennar, Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn, tókust allir oftar en einu sinni á við svipaðan vanda. Aðstæður eru að vísu aidrei hinar sömu á þessum örlagaríku tímum. í stjórnlögum er ekki mælt fyrir um neinar reglur forsetanum til leiðbeiningar við stjórnarmyndun. Sú meginregla stjórn- skipunar íslenska lýðveldisins, að ríkisstjórn skuli styðjast við meirihluta á alþingi, þingræðisreglan, er ekki skráð í stjórnarskrána. Ákvarðanir forseta og innsýn í stjórnmálin ráða mestu um gerðir hans. Sögulegir atburðir hafa oftar en einu sinni gerst við stjórnarmyndanir. Mönnum er nú auðvitað ferskust í minni tilurð ráðuneytis Gunnars Thor- oddsens í febrúar 1980. Þá var „virðing alþingis“ í húfi að mati Gunnars, þegar hann snerist gegn meirihlutavilja þingflokks sjálfstæðismanna og myndaði stjórn með Framsóknarflokki og Álþýöubandalagi. Kristján Eldjárn hafði þann hátt á eftir kosningarnar í des- ember 1979 að fela formönnum stjórn- málaflokkanna fjögurra, Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, til skiptis umboð til stjórnar- myndunar sem ekki leiddi til árangurs. Miðvikudaginn 30. janú- ar, þegar stjórnarmyndunarvið- ræður höfðu staðið yfir í nær tvo mánuði án þess að bera tilætlaðan árangur, kallaði Kristján Eldjárn flokksformennina fjóra til sam- eiginlegs fundar. Þar mæltist hann til þess, að þeir reyndu til þrautar að kanna alla raunhæfa möguleika sem enn kynnu að vera fyrir hendi til myndunar nýrrar ríkisstjórnar sem styddist við meirihlutafylgi á alþingi. í til- kynningu sem Kristján Eldjárn sendi frá sér að loknum þessum fundi, sagði hann meðal annars: „Ég tilnefni engan einstakan til að standa fyrir viðræðum og könnun í þessu skyni, en treysti því að flokksformennirnir muni haga vinnubrögðum sínum á þann veg sem vænlegastur er til árangurs. Þar sem tími er orðinn naumur hlýt ég að leggja áherslu á að flokksformennirnir geti skýrt mér frá niðurstöðum sfnum um eða strax eftir næstu helgi." Þennan sama dag, miðvikudag- inn 30. janúar, bárust um það fréttir, að Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, væri tekinn til við að ræða um stjórnarmyndun við Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk. Föstudaginn 1. febrúar 1980 greindi Gunnar frá áformum sín- um í samtölum við útvarp og sjón- varp og sagði m.a.: „Sannleikurinn er sá, að þetta er orðin slík van- virða fyrir alþingi, hvernig gengið hefur hjá ýmsum stjórnmálaleið- togum, að það má ekki þannig til ganga.“ Helgina 2. og 3. febrúar tilkynnti dr. Gunnar forseta Is- lands það munnlega, og bréflega mánudaginn 4. febrúar, að hann hefði meirihluta þingmanna að baki sér til stjórnarmyndunar. Forseti veitti Gunnari umboð til að mynda meirihlutastjórn þriðju- daginn 5. febrúar og var hún síðan formlega mynduð föstudaginn 8. febrúar 1980. f ræðu sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti á alþingi í apríl 1968, þegar Ásgeir Ásgeirs- son var enn forseti, drap hann á þátt forseta í stjórnarmyndunum og sagði meðal annars: „Aðalatriðið er hitt, að bæði nú- verandi forseti og fyrrverandi for- seti hafa í vissum tímum haft úr- slitaáhrif, algjör úrslitaáhrif, á þróun íslenskra stjórnmála. Menn getur mjög greint á um, hvort þessi áhrif séu heppileg eða ekki. Ég hef gagnrýnt það, sem Sveinn Björnsson gerði áður en hann varð forseti, þegar hann skipaði sem ríkisstjóri með sams konar valdi og forseti fékk síðar utanþings- stjórnina. Ég taldi, að það væri ekki heppilegt, og þegar forsetinn blandar sér í stjórnmál, verður hann að þola gagnrýni eins og aðr- ir, framhjá því verður ekki komist. En það er ekki einungis, að Sveinn Björnsson hefði úrslitaáhrif með skipun utanþingsstjórnarinnar. Allir kunnugir vita líka, að hann hafði úrslitaáhrif 1950 um skipun samsteypustjórnar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks þá. Ég þori að fullyrða af töluverðum kunnugleik, að þó að Sveinn Björnsson hafi ekki beint séð fyrir þá lausn, sem fékkst, hefði sú lausn ekki fundist, ef hans af- skipti hefðu ekki komið til. Það er alveg öruggt. Ákvörðun Ásgeirs Ásgeirssonar um skipun minni- hlutastjórnar Alþýðuflokksins 1958 hafði vitanlega mjög mikil áhrif á gang íslenskra stjórnmála. Menn geta sagt: Þetta hafði óheppileg áhrif eða heppileg áhrif. Um það greinir menn á. En það er ekki hægt að neita því, að alþingi var komið í sjálfheldu. Þess vegna var eðlilegt, að ríkisstjóri hefði af- skipti af málinu, þó að deila mætti um, hvernig hans afskipti ættu að vera. Alþingi var komið í sjálf- heldu 1950, og það mátti eins þá einnig deila um, hver afskipti for- seta ættu að vera, en hann hafði afskipti, sem gerðu það að verk- um, að tveir stærstu flokkarnir tóku þá saman höndum. Á sama veg hafði Ásgeir Ásgeirsson af- skipti, þegar alþingi var komið í sjálfheldu eftir afsögn vinstri stjórnarinnar 1958. Og mér er sannast að segja spurn: Hafa menn gert sér grein fyrir, hvernig á að Ieysa slíkan vanda, þegar al- þingi lendir i slíkri sjálfheldu eins og þessi þrjú dæmi sýna? Ef við ætlum að halda þingræði, getum við þá leyst þennan vanda án þess að hafa hlutlausan forseta, sem ekki blandar sér í daglegar stjórn- máladeilur, heldur nýtur alþjóð- artrausts sem góður landsfaðir, ef svo má segja? Ég játa, að þetta er umdeilan- legt. Éf menn geta bent á aðra hagkvæmari lausn, þá er sjálfsagt að athuga hana, en ég hef ekki ennþá heyrt eða séð, að slíkt hafi verið fram flutt. Vissulega hljóta menn að vera opnir fyrir þeirri hugsun, hvort hægt sé að hafa nægilega hlutlausan þjóðhöfð- ingja í nábýlinu í okkar landi. Það er alveg rétt. Þetta er mikið vandamál. En enn höfum við ekki komið auga á aðra hagkvæmari Iausn en fundin var 1944, og slík lausn fæst ekki nema því aðeins, að menn þeir, sem hafa reynslu og þekkingu á vandamálum, sem við er að etja, leggi ráð sín saman. Til þess þarf enga allsherjarendur- skoðun stjórnarskrárinnar, heldur bara að menn tali frjálslega sam- an um vandamálin, sem við er að etja, bæði hér innan salarveggja alþingis og í blöðum og annars staðar á alþjóðarvettvangi." Bjarni Benediktsson vísar til minnihlutastjórnar Alþýðuflokks- ins 1958 sem varð til vegna ákvörðunar Ásgeirs Ásgeirssonar en leiddi í raun til samstarfs Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í Viðreisnarstjórninni sem sat frá 1959 til 1971 og ríkti þá mesta festa í íslenskum stjórnmálum frá lýðveldisstofnun. Frá 6. desember 1949 til 2. mars 1950 sat minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, eftir afsögn hennar urðu þeir at- burðir sem Bjarni Benediktsson getur einnig um og nánar verður lýst síðar. Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins varð til vegna þess að Sveinn Björnsson setti alþingi frest til að mynda þingræðis- stjórn. Ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánssonar þar sem sátu ráð- herrar úr Alþýðuflokki, Fram- sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki sagði af sér 2. nóvember 1949. Við setningu alþingis 14. nóvember 1949 flutti Sveinn Björnsson for- seti ræðu og sagði meðal annars: „Er fráfarandi ráðuneyti fékk lausn 2. nóvember, bar ég fram þá ósk, að flýtt yrði sem mest mynd- un nýs ráðuneytis, þegar alþingi kæmi saman til funda. Sömu ósk bar ég fram við formenn allra þingflokkanna fjögurra, er ég átti tal við þá um viðhorfið daginn eft- ir, 3. nóvember. Skildist mér á þeim öllum, að þeir væru mér sammála um, að þetta væri mjög æskilegt, og tóku því vel að hefja þá þegar þann undirbúning undir stjórnarmyndun sem kleift væri. Nú er alþingi er komið saman til funda, ber ég fram sömu óskina ennþá einu sinni." Síðan vitnar forseti til 15. gr. stjórnarskrárinnar og fer orðum um þingræðisvenjuna. Hann átel- ur, hve langan tíma stjórnar- myndanir hafi tekið hér á landi. Þingstörf sitji á hakanum, þar til fenginn sé nægur stuðningur við nýtt ráðuneyti. Hann spyr, hvað skuli gera, ef ekki takist að mynda stjóm, sem hefur tryggan stuðn- ing meirihluta alþingis, án of mik- ils dráttar. Og hann svarar spurn- ingunni sjálfur með þessum orð- um: „Ég skil stjórnarskrá vora svo, að er mikið liggur við — og það liggur mikið við nú — þá sé það bæði réttur og skylda forseta að reyna að skipa ráðuneyti, innan þings eða utan, þó að það hafi ekki fyrirfram tryggðan meirihluta þings, ef slíkur stuðningur fæst ekki. Alþingi getur lýst vantrausti á slíku ráðuneyti, en verður þá um leið að sjá fyrir öðru ráðuneyti, sem því líkar betur. Löggjöf um aðsteðjandi vandamál og aðrar ráðstafanir þola ekki þá bið, sem leiðir af þvi, að óeðlilega lengi starfi ráðuneyti, sem fengið hefur lausn vegna þess, að það telur sér ekki fært að fara lengur með stjórn eða telur sig ekki njóta lengur trausts meirihluta þings. Því er ekki hægt fyrir Alþingi að ætla sér óákveðinn frest í von um, að viðhorfið breytist." I lok máls síns segir forseti: „I samræmi við það, sem ég hef sagt, tel ég rétt að skýra hinu háa Al- þingi frá því á þessum fyrsta fundi þess, að ef svo skyldi fara, mót von minni, að ekki hafi tekist að tryggja nýju ráðuneyti nægan stuðning fyrir 30. þ.m., þó helst fyrr, mun ég líta svo á, að ekki beri að fresta því lengur, að ég geri tilraun til þess að skipa nýtt ráðuneyti, sem Alþingi getur þá hafnað eða sætt sig við, enda eru þá liðnar fjórar vikur frá því frá- farandi ráðuneyti fékk lausn frá störfum og frá því, er ég mæltist til þess við formenn þingflokk- anna að hefja undirbúning að stjórnarmyndun, og meira en mánuður frá því kunn voru úrslit kosninganna, en meira en tvær vikur frá því, að Alþingi kom sam- an til funda." Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins var mynduð 6. desember 1949. I bókinni Ólafur Thors, ævi og störf, II bindi, bls. 137 tií 147, er því lýst hvernig myndun utan- þingsstjórnar var afstýrt í mars 1950 og styðst höfundurinn, Matthías Johannessen, meðal annars við stórmerka ræðu sem Ólafur Thors flutti á fundi sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 15. mars 1950, daginn eftir að ráðu- neyti Steingríms Steinþórssonar var myndað af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Er kafli þessi birtur hér í heild með leyfi höf- undar. Myndun utanþings- stjórnar afstýrt 1950 Ólafur Thors flutti ræðu um þessi átök og aðdragandann að stjórnarmyndun Steingríms Steinþórssonar í marz 1950, og er hún hin merkasta, ekki sfzt fyrir þá sök, að hún varpar skýru ljósi á afstöðu Ólafs um þessar mundir og tafl forsetans við „hina æfðu stjórnmálamenn". Áður hefur ver- ið lítillega að ræðu þessari vikið, en hér á eftir verður rækilega um hana fjallað, svo merk sem hún er og svo glögga mynd sem hún gefur af höfuðpersónu þessarar sögu. Ræðan var auk þess aldrei birt á prenti og er fyrir bragðið óvænt- ari heimild en ella.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.