Morgunblaðið - 15.05.1983, Page 24

Morgunblaðið - 15.05.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Veiðisókn og veiðiþol Afyrri hluta þessarar ald- ar var síldarstofninn einn af hornsteinum sjávar- vöruframleiðslu og gjaldeyr- istekna okkar. Ekki þarf að orðlengja um afdrif hans, orsakir né afleiðingar, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og þau sjávarpláss, sem byggðu atvinnu og afkomu sína al- farið á síldariðnaðinum. Síðar kom loðnan til sög- unnar sem veigamikill þáttur í þjóðarbúskapnum. Hluti út- vegsins sérhæfði sig til loðnuveiða og vinnsla loðn- unnar varð uppistaða í at- vinnulífi ýmissa útgerðar- staða, ekki sízt þeirra sem fyrrum treystu á síldina. En sagan endurtók sig. Loðnu- stofninn hrundi. Þjóðarbúið og sjávarplássin urðu nú fyrir verulegu skakkafalli. Það gengur í raun krafta- verki næst að byggðarlög eins og Raufarhöfn og Siglufjörð- ur, sem í tvígang hafa sætt hruni fiskstofna er vóru hornsteinar í atvinnulífi þeirra, skuli hafa komizt yfir slík áföll. Þorskurinn, sem verið hef- ur mestur nytjafiskur á ís- landsmiðum um langan ald- ur, fer nú snarminnkandi bæði að tonnatölu afla og sem hlutfall í heildarbotnfiskafla. Skiptar skoðanir eru um, hvort ofveiði valdi eða aðrar orsakir. Full ástæða er þó til að staldra við og huga að stöðu mála, ekki sízt í ljósi þess bitra lærdóms, sem reynslan af síld og loðnu hef- ur fært okkur. Öllum, sem hafa heildar- sjónarmið í sjávarútvegi í huga, má ljóst vera, að veiði- sókn okkar er of mikil miðað við veiðiþol helztu nytjafiska. Eða með öðrum orðum: veiði- flotinn er of stór. Ef svo væri ekki væri sú skerðing á veiði- sókn, sem viðhöfð er, óþörf. Nauðsynlegt er að standa svo að ýmsum stjórnsýsluþátt- um, að þróa fiskiflotastærð niður í það horf, sem sam- rýmanlegt er afrakstursgetu fiskistofnanna. Þetta þarf ekki að þýða það að skipasmíðar í landinu verði stöðvaðar. Hluti veiði- flotans er gamall og nauðsyn- legt er að koma við eðlilegri endurnýjun — og halda þann veg á nýsmíði fiskiskipa að hér verði til staðar sá skipa- iðnaður, sem viðhaldsþjón- usta flotans krefst. Nauð- synlegri viðhaldsþjónustu verður ekki haldið uppi nema að nokkur nýsmíði sé jafn- framt til staðar. Hinsvegar á að stöðva innflutning fiski- skipa, eftir því sem hægt er, ekki sízt innflutning gamalla og úreltra fiskiskipa, sem enganveginn er réttlætanleg- ur við ríkjandi aðstæður. Öll viðleitni hlýtur að miða að því að fiskistofnar geti náð eðlilegri stofnstærð. Stærri fiskistofnar þýða þrennt: Hagkvæmari veiðar, öryggi, og minni sveiflur í afla. Um þetta markmið hljóta allir að vera sammála, þó spurnig sé, hvernig skuli ná því marki og hvenær hægt sé. Hóflegri veiðisókn, þ.e. færri veiðiskip í samræmi við veiðiþol stofn- anna, þýðir jafnframt meiri hagkvæmni í útvegi, minni kostnað á hvert aflatonn, þ.e. betri hlut útgerðar og sjó- manna. Hér, eins og hvarvetna í at- vinnulífinu, ber að leggja áherzlu á rannsóknir. Þeim á einkum að beina að þrennu: 1) Að skilgreina þau lífrænu og efnahagslegu takmörk. Erlend langtímalán eru komin yfir hættumörk. Heildarskuldin samsvarar hátt í helft árlegrar útflutn- ingsframleiðslu og greiðslu- byrðin hátt í fjórðung árlegra útflutningstekna. Ef lengra verður haldið á þessari braut blasir þjóðargjaldþrot við. Skuldaskil þjóðarinnar geti ekki farið fram með öðrum hætti en hjá heimilum og ein- staklingum. Hún verður að minnka eyðslu — og það gild- ir ekkert síður um ríkisút- gjöldin en önnur útgjöld. Raunar fremur þau en önnur, þar sem sú aðgerð er nauð- synlegur þáttur samræmdra aðgerða til hjöðnunar verð- bólgu, sem nú setur ýmsum atvinnufyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar um framtíðar- rekstur. Hollt er að gera sér í hug- arlund, hverjar afleiðingar það muni hafa, ef svo færi að þjóðin gæti ekki staðið í skil- um með afborganir og vexti af skuldasúpunni, sem efnt hefur verið til síðustu árin. Hvað yrði þá um efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar? sem sjávarútveignum eru sett. 2) Að benda á leiðir til arðbærustu nýtingar afla. 3) Að kanna leiðir til hagkvæm- ari nýtingar framleiðslu- þátta. Af þessu þrennu er hið fyrsta mikilvægast. Samhliða skuldaskilum þarf að byggja upp atvinnu- vegina, sem nú hanga á hor- rim, og gera þeim kleift að færa út kvíar. Jafnframt þarf að skjóta nýjum stoðum und- ir verðmætasköpun og lífs- kjör í landinu, ekki sízt á sviði orkuiðnaðar og fiskeld- is. Það er engin önnur leið fær út úr efnahagsvandanum og skuldasúpunni, né til atvinnuöryggis eða batnandi lífskjara, en að minnka eyðslu, slá á verðbólguna og auka þau verðmæti/þjóðar- tekjur, sem til skiptanna koma. Á hengiflugi 100% verð- bólgu, erlendrar skuldasöfn- unar sem komin er yfir hættumörk, verulegs tap- reksturs í flestum undir- stöðuatvinnuvegum, rýrnun- ar þjóðarframleiðslu og þjóð- artekna eigum við ekki ann- ars kost en að snúa bökum saman og takast á við vandann. Nú dugar ekki leng- ur að vilja, það þarf að taka á vandanum — áður en það verður of seint. Skuldasöfnun verður að linna ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkurbréf »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 14. maí ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Heimkoma hefst á brottför íslendingar hafa gert víðreist um veröldina hina síðari áratug- ina. Ferðir utan hafa haft marg- víslegan tilgang: nám, viðskipti, ráðstefnur, menningarsamstarf, forvitni eða fróðleiksfýsn um háttu annarra þjóða, eða fóllk leit- ar sér lækninga, hvíldar, skemmt- unar o.s.frv. Þetta hefur allt verið af hinu góða, þó muna megi hið fornkveðna, að hóf skuli hafa á hverjum hlut. Ferðafrelsi er óaðskiljanlegur hluti af grund- vallarmannréttindum sem fslend- ingar vilja ekki án vera. Og skatt- lagning þegnréttar eins og ferða- frelsins, sem hér tíðkast, er meira en vafasöm. Þessar ferðir hafa víkkað sjón- deildarhring landans og búið hann betur í stakk að takast á við hin daglegu störf, sem hver og einn verður að sinna í önn hvunndags- ins, bæði sjálfs sín vegna og sam- félagsins. Og þær hafa fært okkur þann lærdóm, sem ekki er minnst um verður, að landið okkar þolir samanburð, og vel það, við það fegursta og stórbrotnasta í hinum stóra heimi. Við metum landið okkar örugglega betur eftir en áð- ur að utanferðir vóru gerðar mögulegar jafn mörgum og nú er. En hvern veg höfum við farið með landið okkar? „Eyðing lands og jarðvegs á ís- landi frá landnámsöld er samfelld sorgarsaga. Gróið land hefur minnkað úr 65 þúsund ferkíló- metrum í 25 þúsund ferkíló- metra," sagði Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur í erindi sínu, „Tap og endurheimt gróðurlendis á íslandi", sem hann flutti nýlega á stjómarfundi VÍ. Það kom fram í máli hans að við sætum uppi með aðeins 20% af þeim landgæðum í jarðvegi og gróðri, sem hér vóru við landnám. Skóglendi var þá að hans mati, svo dæmi sé nefnt, 25 þúsund ferkílómetrar, en er nú að- eins tæplega 1.300 ferkílómetrar. „Menn segja oft, að náttúruöflin eigi hér sök á,“ segir Ingvi, „en landnámsmenn fluttu ekki með sér náttúruöflin. Búsetan er höf- uðsökin. Að sjálfsögðu þurfum við að lifa í landinu, en við þurfum ekki að fara svona ilia með það.“ Þrjár leiðir nefnir Ingvi til að endurheimta landgæði: land- græðslu, skógrækt og hóflegri nýt- ingu. Sjálfgefið er að fara þessar leiðir allar, samhliða og samtímis, en stefnumörkun í landnýtingu, sem brýnt er að samfélagið móti, verður að gera í fullu samráði við bændastéttina í landinu. Hér er mörg matarholan Fáir munu draga í efa nauðsyn þess að samræma veiðisókn fisk- veiðiflota okkar veiðiþoli helztu nytjafiska. Eða með öðrum orðum, að byggja upp fiskstofna, sem út- flutningsframleiðsla, gjaldeyris- tekjur og lífskjör okkar hvlla fyrst og fremst á, þann veg, að þeir geti gefið hámarksafrakstur í þjóðar- búið, án þess að gengið sé á höfuð- stólinn, eðlilega stofnstærð þeirra. Jafnframt þarf að fylgja vel eftir þeim gæfusporum sem þegar hafa verið stigin í fiskirækt og fiskeldi með frumkvæði og framtaki nokk- urra athafnamanna, en á þeim vettvangi eru miklir möguleikar enn ónýttir. Ef mæta á vinnuþörf 20 tii 30 þúsunda einstaklinga, sem bætast við á íslenzkan vinnumarkað á líð- andi áratug, og auka svo þjóðar- tekjur, að rísi undir batnandi lífskjörum, er og óhjákvæmilegt að stíga stór skref á sviði virkjana og orkuiðnaðar, en þau mál hafa því miður verið í skammarkróki þröngsýninnar í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar. En „fleira er matur en feitt kjöt“ segir gamalt máltæki. Og „mörg er matarholan" segir ann- að. Á liðnu þingi, sem ekki þótti stórum merkilegt, var þó hreyft ýmsum athugunarefnum, sem kanna þarf, og hugsanlega geta lagt nokkurn skerf til betri tíðar. Þar af má nefna: • 1) Nýting surtarbrands (brúnkola), sem eru í stórum stíl i Stálfjalli í Barðastrandarsýslu, og hugsanlega má nota sem orku- gjafa í fiskimélsverksmiðjur, sem- entsverksmiðju, til orkufram- leiðslu o.fl. • 2) Nýting á aukaafurðum í fiskiðnaði, en þar fara mörg verð- mætin forgörðum sem kunnugt er, lyftur o.fl. • 3) Nýting á perlusteini (súrt gosberg með efnasamsetningu sem líkist mjög hrafntinnu og líp- aríti), en talið er að um 17 milljón- ir rúmmetra af nýtanlegum perl- usteinni séu í Prestahnjúk. Perl- usteinn er notaður í einangrun, múrblöndur, léttsteypu, klæðn- ingarplötur og sem síuefni fyrir efnaiðnað. • 4) Nýting á ilmenit (sem inni- heldur titan), sem víða er að finna, m.a. í Húnavatnssýslum, en rann- sóknir skortir á vinnsluhæfni þess og arðsemi hugsanlegrar vinnslu. Hér eru aðeins tíunduð fá dæmi af mörgum — í þeim tilgangi að minna á nauðsyn rannsókna í þágu íslenzks atvinnulífs, bæði á ýmsum van- og ónýttum landgæð- um, sem hugsanlega gætu aukið fjölbreytni í þjóðarbúskapnum, og vinnsluaðferðum og tækni at- vinnugreina sem fyrir eru, til að stuðla að meiri framleiðni og styrkja samkeppnisstöðu fram- leiðslunnar. Fáar þróaðar þjóðir, ef nokkur, verja jafn litlu hlutfalli þjóðar- tekna sinna í rannsóknir og Is- lendingar, en hvarvetna í hinum iðnvædda heimi eru rannsóknir í þágu atvinnuveganna taldar hin arðsamasta fjárfesting. Þar er hins vegar búið þann veg að at- vinnurekstri að hann getur sjálfur fjármagnað nauðsynleg rannsókn- arstörf. Her eru þau mikið til í höndum ríkisstofnana í fjársvelti eins og atvinnuvegirnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.