Morgunblaðið - 15.05.1983, Page 25

Morgunblaðið - 15.05.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 25 Francoise Giroud, kvenna- málaráðherra Frakka, var spurð eftir að hún fór í pólitíkina (tík- ina, ekki hundana, vel að merkja), hvort hún sæi þar ein- hvern mun á vinnubrögðum kvenna og karla f starfi. Hún neitaði þvl, en bætti svo við: — Jú, annars, mér sýnist karlarnir kannski vera mun iðnari við að „bóka“ á fundinum skoðanir sín- ar og andstöðu, ef þeir verða undir. Líklega til að geta vitnað í það síðar, sagt: — Sagði ég ekki! Slíka forsjálni hafa konurnar nær aldrei. Eftir að ég las þetta svar og tók að líta í kring um mig á nefnda- og stjórnafundum, sýndist mér að hún kynni að hafa rétt fyrir sér. En svo komst ég á þá skoðun, að líklega væri það bara meðan konurnar væru óvanar að þær voru ekki alltaf að bóka. Svo byrjuðu þær á þess- um skolla líka. Þetta svar kom upp í hugann nú, þegar aðskilnaðarstefna kynjanna í störfum virðist aftur komin á dagskrá og undir smá- sjá hvað er ólíkt með körlum og konum. En sú hin sama Francoise Gir- oud gaf annað svar á sínum tíma, þegar hún varð fyrsti ráð- herra Frakka með sérstök kvennamál á sinni könnu. Hún hafði eitthvað verið þung í taumi við forsetann að setjast hljóð- lega í sitt ráðherrasæti. Er hún var spurð í blaði hvað hefði dval- ið orminn langa, svaraði hún: — Af því mitt nýja ráðuneyti var kvennamálaráðuneyti, átti það sýnilega að verða ósköp óveru- legt. Nánast til málamynda — vegna kosningaloforða. Karlarn- ir höfðu um annað og merkilegra að hugsa i upphafi stjórnar- starfs. Ef ég hefði gefið eftir þarna í byrjun, þá hefði ég áður en vika var liðin verið farin að hita kaffi frammi í eldhúsi i El- ysée-höll handa hinum ráð- herrastrákunum. Þegar koma upp umræður um hvort konur eigi að tala við kon- ur í stjórnmálum og karlar við karla getur verið dulitið skondið að líta i kring um sig og sjá við- horfin til starfa og radda kvenna í félagsmálum og stjórnmálum. ósjálfrátt birtist á sálarskján- um mynd frá réttarhöldunum i kjördæmamálinu i Gamla Biói nú fyrir kosningarnar. Þarna fluttu margir karlar vel mál sitt og höfðu margt fram að færa i hlutverkum málflytjenda og dómara. Á milli þeirra á sviðinu sátu tvær fallegar konur. Þær höfðu fengið það hlutverk að vera timaverðir. Ekkert á móti þvi ábyrgðarstarfi. Til þess voru bara valdar konur, sem hafa að jafnaði skoðanir og heilmikið að segja í umræðum. Þetta voru þær Guðrún Ágústsdóttir vara- borgarfulltrúi og Bryndís Schram, sem er eiginlega stofn- un út af fyrir sig. í hléinu nefndi ég við þær að mér sýndist aug- ljóst hvernig þær hefðu verið valdar til að ýta á takkann á klukkunni í augsjá fundar- manna. Einhver hefði áreiðan- lega sagt, eins og títt er, þegar búið er að velja í öll hlutverkin: — Ha, engin kona? Það verður að vera kona! Verðum að fá ein- hverja á sviðið. Guðrúnu og Bryndísi! En þetta jafnaðist þó verulega þegar vali karlanna sleppti og tölvan kom til sögunn- ar við að draga út fólk í kvið- dóminn. Líklega enginn „pró- grammerað“ slíka viðhorfsþætti inn í hana. Oft heyrast þessi orð, þegar verið er að stinga upp á fólki í stjórnir eða til að tala á fundum. Þá er gjarnan hringt á síðasta stigi í einhverja: — Okkur vant- ar konu í stjórnina, getur þú ekki verið með! Eða þegar búið er að velja ræðumenn, sem eiga að fja.Ha um málefnið: — Engin kona! Við verðum að hafa mynd af konu í auglýsingunni. Biðjum Sigríði eða Höllu að vera fund- arritara. Þá má birta mynd af henni með, þótt ekki sé búið að tilnefna ritarann fyrr en á fund- inum. Sama „lögmálið" gildir svo þegar vantar ritara á fundi, þá snýr formaður eða fundarstjóri sér eins og vélmenni til einu kon- unnar í stjórninni og segir: — Getur þú ekki ritað fundargerð! Og sé svarið nei — púkinn í gáruhöfundi hefur í fjöldamörg ár gert það með laumulegu glotti enda getur ritari illa tekið þátt í umræðum — þá snýr formaður sér að næstu konu og gengur á röðina. Þetta gera þessar elskur alveg ósjálfrátt, án þess að taka eftir því. Takið þið bara eftir þessu sjálf á fundum! Og kon- urnar leika oft með, segja: Það vantar konu! Og sætta sig ánægðar við þessar lausnir. Næsta skrefið er kannski að koma sér úr ritarastólnum á eft- ir kaffihituninni í eldhúsinu. Nýlegt dæmi um það að minna máli skiptir hvað konurnar segja en að þær sjáist var þegar við „friðarhópur" kvenna úr öllum flokkum og félögum höfðum á löngum fundum komið okkur ábúðarfullar saman um orðalag á ávarpi fyrir friði og afvopnun til að senda frá okkur. Þá birtist á baksíðu Þjóðviljans fjögurra dálka mynd af okkur og nöfnin okkar sem undir skrifuðum, en látin duga ein eða tvær setn- ingar af því sem við höfðum að segja í textanum. Það þótti mér dálítið skondið á stað, þar sem tíðum er haldið fram eignar- haldi á konum og friði í heimin- um, að það skipti engu máli hvað kvennafylkingin hafði að segja um frið og afvopnun. Svo ég verði nú ekki sökuð um að sjá ekki flísina, vera bjálkann í annars auga, má vitanlega líka draga dæmi úr þessu blaði. í kosningabaráttunni um daginn birtust tvær myndir af kven- og karlframbjóðendum Sjálfstæðis- flokksins að boða fagnaðarerindi sitt á vinnustöðum. Þegar litið var á textann stóð á annarri að þarna væri Pétur Sigurðsson á vinnustaðafundi og hinni að Guðmundur Garðarsson væri á . vinnustað. Við hlið þessara ágætu manna sátu frambjóðend- urnir Sólrún Jensdóttir og Esth- er Guðmundsdóttir. Gleymdist bara að geta þeirra með nafni. Ekki af illvilja, heldur athugun- arleysi. Og þegar nóbelsverð- launahafinn Álva Myrdal hlaut önnur merk friðarverðlaun, stóð á forsíðu blaðsins sem skýring á þessari konu, sem hafði verið sendiherra, þingmaður og fræg- ur fulltrúi á afvopnunarráð- stefnum: Alva Myrdal er eigin- kona hins heimsþekkta hag- fræðings Gunnars Myrdals. Ekkert um hennar eigin frægð og verkefni. Svona getur þetta verið, ef maður fer að líta stjórnmála- sviðið og kvennaliðið með augum Einars Benediktssonar skálds: „Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest“. Lítið bara í kring um ykkur með þetta sjón- arhorn geymt einhvers staðar I ónotaðri heilasellu. Gáið hvað þið sjáið! Karlar góðir, sjáið þið nokkuð skrýtið! Nei, það er ein- mitt kjarni málsins! Ég vandamálin nú víða finn í veröld sagði kerlingin segir Gunnar Dal svo spekings- lega í visu um annað mál. Laxveidar Fær- eyinga í sjó íslendingar vilja halda frið og vinsemd við allar þjóðir. Einkum og sér í lagi vilja þeir ástunda vinskap við sína næstu granna, Færeyinga, en milli okkar og þeirra hefur jafnan verið góð frændrækni. Því ber að harma að upp er komið deiluefni milli Fær- eyinga og íslendinga, sem varpar skugga á sambúð þjóðanna. Allkunna er að sjávarveiði Fær- eyinga á laxi hefur stóraukizt hin sfðari ár. Þeir hófu laxveiðar í sjó 1968. Árleg veiði þeirra fyrsta ára- tuginn var að meðaltali liðlega 20 tonn. 1978 kemst hún upp í rúm- lega 50 tonn og óx ört úr því. 1979 var hún 194 tonn, 1980 718 tonn, 1981 1.027 tonn. Veiðikvótinn 1982 var 750 tonn. Stórauknar laxveiðar Færey- inga hafa átt sér stað samtímis því að laxveiðar hér á landi hafa snarminnkað, hvað tölu laxa snertir, þ.e. á árunum 1980, 1981 og 1982. Þetta gerizt í kjölfar kostnaðarsams ræktunarstarfs, sem stundað hefur verið í flestum laxveiðiám okkar. Ýmsir hafa tengt þetta tvennt saman og kennt stóraukinni sjávarveiði Færey- inga um veiðirýrnun á laxi hér á landi undanfarin ár. Orsakir rýrnandi laxveiði hér eru efalítið fleiri en ein: Þar kann t.d. að koma við sögu vetrar-, vor- og sumarkuldarnir 1979 og lágur sjávarhiti fyrir Norður- og Aust- urlandi það ár. Þetta kann að hafa sagt til sín í tregari göngu laxa- seiða til sjávar sumarið 1979 en ella. Skilyrði í sjónum hafa og ver- ið óhagstæðari fyrir seiðin af þessum sökum. Vísbending um lé- lega afkomu sjógönguseiða kemur fram í því, að lítið var af eins árs laxi úr sjó í veiðunum 1980 og lítið af tveggja ára laxi úr sjó í veiðun- um 1981. Þekking á ferðum laxins um út- hafið var af skornum skammti þar til laxveiðar við Vestur-Grænland hófust fyrir alvöru fyrir tveimur áratugum og síðar veiðar í Nor- egshafi og við Færeyjar. Rann- sóknir við V-Grænland hafa leitt í ljós að um helmingur laxsins, sem þar veiðist, er upprunninn í Amer- iku, aðallega í Kanada, og hinn helmingurinn í laxalöndum Evr- ópu. Um uppruna laxins sem veið- ist við Færeyjar er minna vitað með vissu. Merkingar hafa þó gef- ið til kynna að verulegur hluti hans komi frá Noregi, Skotlandi og írlandi. Mikilvægt er að afla ðyggjandi vitnesku um það, m.a. með auknum rannsóknum, hve mikil tengsl séu á milli stórauk- innar sjávarveiði Færeyinga og minnkandi laxveiði í íslenzkum ám, sem miklu hefur verið til kost- að að rækta upp. íslendingar bönnuðu laxveiðar í sjó með lögum og sjávarveiði á laxi er þeim andstæð. Laxinn er að þeirra dómi hluti af náttúru síns upprunalands — og veiðisókn af því tagi, sem frændur okkar stunda, mælist hér illa fyrir. Eðli- legt er að við knýjum á um að löndin við Norðanvert Atlantshaf austan Grænlands, sem leggja lax til Færeyjaveiðanna, kanni sam- eiginlega, hvað hvert þeirra leggur tii umræddra sjávarveiða, með það m.a. í huga, að sjávarveiði á laxi verði bönnuð með öllu áður en langir tímar líða. Fyrirbyggjandi adgerdir vegna fíkniefna- hættunnar Neyzla ýmiskonar ávana- og fíkniefna leggur fleiri einstakl- inga að velli vítt um heim, unga og aldna, en staðbundin hernaðar- átök. Margt bendir til þess að þessi ófögnuður, sem til skamms tíma var hlutfallslega minni hér en víða erlendis, færi nú ört út kvíar í íslenzkri mannhelgi. Óþarfi er að eyða orðum að þvl, hvers konar vágestur er hér á ferð, bæði fyrir þá einstaklinga sem fórna velferð sinni, heilsu og jafn- vel lífi, sem og vini og aðstandend- ur, sem eru tilfinningalega tengdir fórnardýrum fíkniefnanna. Skaði samfélagsins er og ómældur, ekki aðeins í glötuðum vinnustundum og starfskröftum, heldur jafnframt í sjúkrakostnaði margs konar, sem samfélagið greiðir. óhjákvæmilegt er að þjóðfélag- ið búi sig undir að takast á við þennan vágest með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru. Sjálfgefið er að efla löggæzlu og herða refs- ingu fyrir fíkniefnabrot. Sá eða þeir, sem gera sér ógæfu annarra að féþúfu með dreifingu fíkniefna, eiga að sæta hörðum viðurlögum. Meira máli skiptir þó að efna til fyrirbyggjandi starfs, m.a. með skipulagðri fræðuslu í skólakerf- inu öllu, frá grunnskólum og upp úr. Átak þarf að gera í grunn- menntun kennara og endurmennt- un, þeirra er sinna eiga fræðslu- starfi af þessu tagi, og vinna námsgögn við hæfi. Óvarlegt er þó að byggja einvörðungu á fræðslu- starfi í skólum, þó nauðsynlegt sé. Hér þurfa fleiri aðilar til að koma í samvirku starfi: heimili, æsku- lýðsfélög, söfnuðir og ekki sizt fjölmiðlar. Enginn vafi er á því að fjölmiðl- ar geta haft mikil og jákvæð áhrif í slíku fyrirbyggjandi starfi. Ekki sízt sjónvarpið, sem er sterkur miðill, bæði til góðs og ills, eftir því hvern veg á er haldið. — Það er vissulega þörf á því að takast á við hinn svokallaða efnahags- vanda, sem títt er á tungu manna þessa dagana, en byrgja þarf fleiri hættubrunna, en verðbólguhítina, sem nú er komin í alfaraleið hér sem annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.